Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2020 16:24 Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/KMU Vegna áhrifa kórónuveirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. Það er um 2 prósent af flugáætlun félagsins þessa tvo mánuði. Áætlaðar flugferðir félagsins í mars og apríl eru rúmlega 3.500 samtals. „Félagið er nú að greina hugsanlegar sviðsmyndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starfsemi félagsins,“ að því er segir í tilkynningu frá félaginu.Sjá einnig: Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða höggHaft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að nú standi félagið frammi fyrir óvissu vegna útbreiðslu veirunnar. Sveigjanleiki leiðakerfisins hafi verið lengi einn helsti styrkleiki Icelandair og geri félaginu kleift að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. „Heilsa og öryggi starfsmanna og viðskiptavina okkar er ávallt forgangsmál. Við vinnum nú að því að greina stöðuna, meta hugsanleg áhrif og mögulegar aðgerðir. Áhersla okkar er á að lágmarka áhrif á viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa félagsins.“ Farþegum fjölgaði Í sömu tilkynningu kemur fram að Icelandair hafi flutt 131 þúsund farþega til Íslands í febrúar, sem er um 27 prósent aukning á milli ára á meðan farþegum frá Íslandi fjölgaði um 4 prósent. „Icelandair hefur á undanförnum mánuðum lagt áherslu á ferðamannamarkaðinn til Íslands og flutningatölur félagsins endurspegla þá stefnu félagsins. Farþegum Icelandair til Íslands hefur fjölgað um 23% á milli ára fyrstu tvo mánuði ársins. Tengifarþegum fækkaði um 17% á milli ára í febrúar. Sætanýting félagsins er um 75% fyrstu tvo mánuði ársins og hefur aukist um eitt prósentustig á milli ára,“ segir þar jafnframt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Alls hafa sex ný kórónuveirusmittilfelli greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 6. mars 2020 15:07 Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða högg Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. 5. mars 2020 10:36 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Vegna áhrifa kórónuveirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. Það er um 2 prósent af flugáætlun félagsins þessa tvo mánuði. Áætlaðar flugferðir félagsins í mars og apríl eru rúmlega 3.500 samtals. „Félagið er nú að greina hugsanlegar sviðsmyndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starfsemi félagsins,“ að því er segir í tilkynningu frá félaginu.Sjá einnig: Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða höggHaft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að nú standi félagið frammi fyrir óvissu vegna útbreiðslu veirunnar. Sveigjanleiki leiðakerfisins hafi verið lengi einn helsti styrkleiki Icelandair og geri félaginu kleift að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. „Heilsa og öryggi starfsmanna og viðskiptavina okkar er ávallt forgangsmál. Við vinnum nú að því að greina stöðuna, meta hugsanleg áhrif og mögulegar aðgerðir. Áhersla okkar er á að lágmarka áhrif á viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa félagsins.“ Farþegum fjölgaði Í sömu tilkynningu kemur fram að Icelandair hafi flutt 131 þúsund farþega til Íslands í febrúar, sem er um 27 prósent aukning á milli ára á meðan farþegum frá Íslandi fjölgaði um 4 prósent. „Icelandair hefur á undanförnum mánuðum lagt áherslu á ferðamannamarkaðinn til Íslands og flutningatölur félagsins endurspegla þá stefnu félagsins. Farþegum Icelandair til Íslands hefur fjölgað um 23% á milli ára fyrstu tvo mánuði ársins. Tengifarþegum fækkaði um 17% á milli ára í febrúar. Sætanýting félagsins er um 75% fyrstu tvo mánuði ársins og hefur aukist um eitt prósentustig á milli ára,“ segir þar jafnframt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Alls hafa sex ný kórónuveirusmittilfelli greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 6. mars 2020 15:07 Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða högg Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. 5. mars 2020 10:36 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Alls hafa sex ný kórónuveirusmittilfelli greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 6. mars 2020 15:07
Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða högg Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. 5. mars 2020 10:36