Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2020 16:24 Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/KMU Vegna áhrifa kórónuveirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. Það er um 2 prósent af flugáætlun félagsins þessa tvo mánuði. Áætlaðar flugferðir félagsins í mars og apríl eru rúmlega 3.500 samtals. „Félagið er nú að greina hugsanlegar sviðsmyndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starfsemi félagsins,“ að því er segir í tilkynningu frá félaginu.Sjá einnig: Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða höggHaft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að nú standi félagið frammi fyrir óvissu vegna útbreiðslu veirunnar. Sveigjanleiki leiðakerfisins hafi verið lengi einn helsti styrkleiki Icelandair og geri félaginu kleift að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. „Heilsa og öryggi starfsmanna og viðskiptavina okkar er ávallt forgangsmál. Við vinnum nú að því að greina stöðuna, meta hugsanleg áhrif og mögulegar aðgerðir. Áhersla okkar er á að lágmarka áhrif á viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa félagsins.“ Farþegum fjölgaði Í sömu tilkynningu kemur fram að Icelandair hafi flutt 131 þúsund farþega til Íslands í febrúar, sem er um 27 prósent aukning á milli ára á meðan farþegum frá Íslandi fjölgaði um 4 prósent. „Icelandair hefur á undanförnum mánuðum lagt áherslu á ferðamannamarkaðinn til Íslands og flutningatölur félagsins endurspegla þá stefnu félagsins. Farþegum Icelandair til Íslands hefur fjölgað um 23% á milli ára fyrstu tvo mánuði ársins. Tengifarþegum fækkaði um 17% á milli ára í febrúar. Sætanýting félagsins er um 75% fyrstu tvo mánuði ársins og hefur aukist um eitt prósentustig á milli ára,“ segir þar jafnframt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Alls hafa sex ný kórónuveirusmittilfelli greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 6. mars 2020 15:07 Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða högg Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. 5. mars 2020 10:36 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Vegna áhrifa kórónuveirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. Það er um 2 prósent af flugáætlun félagsins þessa tvo mánuði. Áætlaðar flugferðir félagsins í mars og apríl eru rúmlega 3.500 samtals. „Félagið er nú að greina hugsanlegar sviðsmyndir og móta aðgerðir til að draga úr þeim áhrifum sem þessi þróun kann að hafa á starfsemi félagsins,“ að því er segir í tilkynningu frá félaginu.Sjá einnig: Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða höggHaft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að nú standi félagið frammi fyrir óvissu vegna útbreiðslu veirunnar. Sveigjanleiki leiðakerfisins hafi verið lengi einn helsti styrkleiki Icelandair og geri félaginu kleift að bregðast hratt við breyttum aðstæðum. „Heilsa og öryggi starfsmanna og viðskiptavina okkar er ávallt forgangsmál. Við vinnum nú að því að greina stöðuna, meta hugsanleg áhrif og mögulegar aðgerðir. Áhersla okkar er á að lágmarka áhrif á viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa félagsins.“ Farþegum fjölgaði Í sömu tilkynningu kemur fram að Icelandair hafi flutt 131 þúsund farþega til Íslands í febrúar, sem er um 27 prósent aukning á milli ára á meðan farþegum frá Íslandi fjölgaði um 4 prósent. „Icelandair hefur á undanförnum mánuðum lagt áherslu á ferðamannamarkaðinn til Íslands og flutningatölur félagsins endurspegla þá stefnu félagsins. Farþegum Icelandair til Íslands hefur fjölgað um 23% á milli ára fyrstu tvo mánuði ársins. Tengifarþegum fækkaði um 17% á milli ára í febrúar. Sætanýting félagsins er um 75% fyrstu tvo mánuði ársins og hefur aukist um eitt prósentustig á milli ára,“ segir þar jafnframt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Alls hafa sex ný kórónuveirusmittilfelli greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 6. mars 2020 15:07 Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða högg Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. 5. mars 2020 10:36 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Alls hafa sex ný kórónuveirusmittilfelli greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 6. mars 2020 15:07
Flugfélög búi sig undir þúsunda milljarða högg Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, óttast að yfirstandandi útbreiðsla kórónuveirunnar verði flugfélögum heimsins þungur baggi. 5. mars 2020 10:36