Íslenski boltinn

FH keypti Vuk og lánaði hann til baka

Sindri Sverrisson skrifar
Vuk Oskar Dimitrijevic í FH-treyjunni.
Vuk Oskar Dimitrijevic í FH-treyjunni. facebook/@fhingarnet

FH hefur fest kaup á knattspyrnumanninum efnilega Vuk Oskari Dimitrijevic frá Leikni Reykjavík. Vuk verður hins vegar áfram hjá Leikni enn um sinn, sem lánsmaður frá FH.

FH-ingar greina frá þessu í dag. Vuk Óskar er 19 ára gamall en hefur spilað 38 leiki fyrir Leikni í næstefstu deild og skorað í þeim fimm mörk. Hann á að baki 10 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim eitt mark.

Í yfirlýsingu FH segir að Vuk Oskar sé „hávaxinn sóknarsinnaður miðjumaður með mikla tæknilega getu og gott auga fyrir leiknum“ og tekið fram að mikil gleði ríki innan herbúða FH með að hafa náð í svo efnilegan leikmann.

Þá þakka FH-ingar Leiknismönnum fyrir góð samskipti og kveðjast fullvissir að þeir nái að halda áfram því frábæra starfi með Vuk Oskar sem Leiknir hafi unnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×