Kristín er komin í úrslit á Arnold Classic: Kórónuveiran setur svip á mótið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. mars 2020 21:45 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir keppir á Arnold mótinu sem fer fram um helgina. Aðsendar myndir Kristín Elísabet Gunnarsdóttir keppir í úrslitum á Arnold Classic á morgun, laugardag. Þetta er í fimmta skipti sem hún tekur þátt en óvenju fáir Íslendingar keppa á Arnold mótinu í ár. Mótið er með örlítið breyttu sniði í ár vegna kórónuveirunnar og um tíma var óvíst hvort keppendur, sem margir hverjir hafa undirbúið sig í marga mánuði, myndu fá að stíga á svið. „Þetta er í fjórða sinn sem ég keppi á þessu móti í Columbus í Ohio en ég hef einnig keppt á Arnold Classic í Madríd á Spáni. Heima hefur flokkurinn sem ég keppi í kallast Model Fitness í gegnum árin, en allstaðar annarstaðar í heiminum heitir þessi flokkur Bikini Fitness.“ Kristín keppti í sínum flokki í gær og komst þá áfram í úrslitin. Hún segir að tilfinningin hafi verið dásamleg. „Ég gæti ekki verið spenntari. Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri og mikil vinna sem er búið að leggja í þetta. Allir keppendurnir í mínum flokki eru mjög glæsilegir. Það verður ótrúlega gaman að stíga á svið aftur. Það verður hægt að horfa á úrslitin „live“ á netinu á síðu mótsins og á Youtube. Þakklát að fá að keppa Kórónuveiran hefur sett sinn svip á mótshaldið í ár og stóra sölusýningin, sem er venjulega stór hápunktur, verður ekki haldin þetta árið. Engir áhorfendur fá að vera í salnum í sumum flokkum, nema foreldrar og forráðamenn ungmenna sem keppa í yngri flokkunum. „Þetta er búið að vera smá rússíbani út af Kóróna veirunni. Það komu þarna næstum tveir sólarhringar þar sem allt var í algerri óvissu. Fréttirnar voru mismunandi víðsvegar um veröldina þannig við keppendur þurftum að halda okkur aðeins við fréttir frá keppnishöldurum. Við erum bara mjög þakklát að Ohio ríki hafi ekki flautað keppnina sjálfa af. Það hefði verið hræðilegt. Keppnishaldarar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að halda öllu opnu og keyra allt programm-ið í gegn en það var því miður ekki í þeirra höndum að stjórna því.“ Hún segir að stemningin á svæðinu sé samt mjög góð. „Þrátt fyrir allt er ótrúlega vel að öllu staðið og keppnishaldarar halda mjög vel utan um allt. Það er í raun magnað hvað þetta hefur gengið vel miðað við aðstæður og það stress sem því fylgdi. Þetta hefur dregið okkur keppendur meira saman og er mikil samstaða á meðal allra. Allir að hjálpa hvert öðru.“ Kristín segir að það sé erfitt að velja uppáhalds minningu frá mótunum, en segir að það sé ansi eftirminnilegt að vera komin í úrslitin í fyrramálið. „Hvert mót er einstakt og upplifunin einstök í hvert skipti. Þetta er alltaf ótrúlega gaman, þó svo þetta sé erfitt líka. Það er ástæða fyrir því af hverju það eru fáir í þessu sporti á heimsvísu miðað við aðrar íþróttir. Þetta er mjög erfitt sport. Þetta tekur ekki aðeins á líkamlega heldur reynir þetta á andlega líka. En ef vilji og áhugi er fyrir hendi að styrkja líkama og sál í orðsins fyllstu merkingu og verða sérfræðingur í sjálfri/sjálfum þér, þá er þetta sport besta leiðin að mínu mati til að gera það.“ Heimurinn fylgist með Kristín vonar að hún nái að hitta Arnold Schwarzenegger á morgun, en hann stofnaði Arnold Classic mótið árið 1989. Nú kallast það Arnold Sport Ferstval. „Hingað til hef ég aðeins séð hann á öllum mótunum og pósað fyrir hann á sviði. Hann sat á þriðja bekk í salnum árið 2014 með vinum sínum úr The Expendables bíómyndunum. Öll stóru nöfnin úr þeirri kvikmynd komu að horfa á keppnina. Það hefði verið ágætt að fá smá fyrirvara með þá áður en ég fór á svið, þar sem ég vissi ekkert fyrr en augu þeirra allra voru á mér þegar ég var að gera einstaklings rútínuna mína. En þetta var svo sannarlega óvænt ánægja. Þetta var á mínu fyrsta Arnold Classic móti og mitt fyrsta alþjóðlega mót. Ég hafði aðeins tekið tvö mót heima á Íslandi fyrir. Þetta moment var klárlega ein af bestu minningunum líka frá Arnold Classic“. Óvenju fáir Íslendingar keppa á Arnold í ár og segir Kristín að hún viti ekki ástæðuna.„Ég og Haffi, Hafþór Júlíus Björnsson, erum einu Íslendingarnir sem eru að keppa, er ég best veit. Mótum hefur reyndar fjölgað og það er býsna vel af þeim staðið. Mörg mót sem eru smærri í sniðum en Arnold Classic bjóða upp á svo kallað pro card og því margir sem nýta sér það, eðlilega. Það er samt alltaf eitthvað við Arnold Classic, sérstaklega í Columbus í Ohio þar sem sú keppni er stærsti íþróttaviðburður veraldar, þar sem er keppt í um 83 íþróttagreinum og um 22.000 til 25.000 keppendur keppa á hverju ári. Þetta er alveg þræl mögnuð upplifun og snýst um svo miklu meira heldur en bara að fara á svið. Allur heimurinn er bókstaflega að fylgjast með,“ útskýrir Kristín. Í myndbandinu hér að neðan, sem Hafþór Júlíus birti á Youtube, má fá smá innsýn í starf Kristínar. Kristín er þar að aðstoða hann eftir meiðsli í keppninni Sterkasti maður heims, það má finna á mínútu 21:15 í myndbandinu. Varð fyrir bíl fyrir utan ræktina Kristín steig fyrst á svið í bikini fitness á Íslandsmótinu árið 2013 en hafði alltaf verið í íþróttum frá því hún var lítil stelpa. „Ég byraði í þjálfun hjá Konráði Vali Gíslasyni eiganda Iceland Fitness í September 2012 og hann hvatti mig til að taka þátt á nóvembermótinu rúmum tveimur mánuðum seinna. Ég var nú ekki á þeim buxunum og sagði við hann að ég væri ekkert að spá í að keppa og hefði ekki einu sinni farið á mót áður til að horfa á; Ég væri það lítið að spá í þessu. Ég hef alltaf verið í action íþróttum; spilaði handbolta í tíu ár, er með mörg belti í karate, keppti í snocross á vélsleðum og stundaði skíði að kappi. Jújú, ég hafði verið model á tískusýningum, verið í salsa og bachata þannig ég er ófeimin en ég var ekkert að pæla í að keppa í fitness. Konráð ákvað að gefast ekki upp og spurði mig strax aftur eftir nóvembermótið að taka Íslandsmeistaramótið í apríl. Á síðustu stundu, rétt áður en formlegur skurður hófst, ákvað ég að slá til þar sem þetta væri kannski fullkomin leið til vinna markvissara að mínum meiðslum sem eru þó nokkuð mörg; bæði íþróttameiðsl og eftir bílslys. Eftir þetta fyrsta mót var ekki aftur snúið. Ég varð yfir mig heilluð. Konráð á því alfarið heiðurinn af því að hafa platað mig í sportið. Sem ég er afar þakklát honum í dag þar sem ég hef gert sportið að lífstíl og tekið það enn lengra með að sameina líkama og huga til að hámarka mína eiginleika og styrkja veikleika. Það kann meira að segja hafa bjargað lífi mínu þegar ég varð fyrir bíl þegar ég var að ganga yfir bílaplanið í World Class í janúar árið 2018, en samkvæmt læknunum sem tóku á móti mér á Slysadeild Landsspítalans eftir atvikið, tjáðu mér það að ef ég hefði ekki verið í svona góðu formi þegar bíllinn keyrði á mig, þá hefði ég farið mun verr.“ Kristín í skólanum í áfanganum Physical TherapyAðsend mynd Samsetning margra þátta Kristín býr nú í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám og starfar sem styrktarþjálfari. Hún segir að það sé mjög áhugavert og öðruvísi að búa þar, skemmtilegt en ekki hættulaust. „Ég flutti til Atlanta í mars í fyrra þar sem ég er að taka mína aðra mastersgráðu í Life University og sérhæfa mig enn frekar á mínu sviði, en ég er Strength and Conditioning Coach fyrir íþróttamenn.“ Þar aðstoðar Kristín íþróttafólk og aðstoðar það við að hámarka árangur sinn í sinni íþrótt. „Ég starfaði sem slíkur í World Class þegar ég bjó heima og er að bæta þessu námi við mig til að geta tekið mína íþróttamenn enn lengra. Kaninn er með mjög áhugaverða nálganir sem er meiriháttar að blanda saman við evrópskar nálganir. Þar sem ég hef farið í gegnum þessa vinnu sjálf áður en ég flutti út og hef eigin reynslu í bakhöndinni, hjálpar mér að geta gert enn meira fyrir mína íþróttamenn. Það hefur því miður ekki verið enn þýtt þessi hugtök á íslensku sem lýsa þeim nægilega vel og hafa mörg þeirra verið misskilin. Þegar ég hef lokið þessu námi þá get ég unnið með meiðsli íþróttamanna samhliða Strength & Conditioning þjálfuninni. Auk þess tekið þá lengra í að stilla hugann og þjálfa hugann til að hámarka árangurinn sinn. Þetta hjálpar þeim ekki aðeins í sinni íþrótt heldur einnig í lífinu almennt. Þetta er því samsetning margra þátta og þekkist ekki mikið heima.“ Kristín og Elísabet á æfingu.Aðsend mynd Mætir betri til leiks Í Bandaríkjunum hefur Kristín líka náð frábærum árangri sjálf. „Ég ákvað áður en ég flutti út að ég myndi halda fitness ferðalaginu mínu áfram og setti það sem markmið að taka það á næsta level. Ég var því afar þakklát þegar einkaþjálfari frá annari líkamsræktarstöð sagði mér frá Titanz Fitness sem er besta bodybuilding ræktin í þessari 11 milljón manna borg sem Atlanta er. Fyrsti maðurinn sem tók á móti mér þar var goðsögnin Trey Brewer. Ég hafði ekki hugmynd um hver hann var eða við hvern ég var að tala. Ég sá bara að hann var greinilega bodybuilder þar sem hann var stærsti gæinn á svæðinu; sem var fínt þar sem ég þá vissi að ég gæti leyft mér að tala hreint út við hann. Ég gerði nú reyndar rúmlega það. Tók Íslendinginn á hann. Í suðrinu kallast það að vera svolítið erfið. Mér var alvara og er enn þegar kemur að mínum lífstíl og því var það mér mikilvægt að finna reynslumiklann þjálfara sem gæti hjálpað mér að þróast enn frekar í sportinu og bæta hluti sem ég vildi bæta. Trey var og er sá maður. Eftir að ég kom til baka í júlí til Atlanta, eftir fimm vikna ferðalag síðasta sumar, hófum við vinnuna saman. Helsti fókusinn var settur á að bæta lower body þó svo önnur markmið voru auðvitað með líka. Trey hefur tekið mig á hærra level þegar kemur að æfingunum mínum. Æfingaplanið breytist alltaf að einhverju leyti í hvert skipti sem við æfum þannig engin vika er eins; sem svo sannarlega skilaði sér þar sem okkur tókst að stækka rassinn minn vöðvalega um þrjá sentímetra. Vissulega hafði mataræðið áhrif líka, sem ég hef alfarið séð um sjálf eftir að ég flutti út. En þetta tvennt spilar mjög stórt hlutverk saman. Framanverð læri og hamstrings var meðal annars annað sem við unnum að líka, og er ég sömuleiðis afar þakklát fyrir þær bætingar. Þetta snýst alltaf um að koma betri til leiks heldur en á síðasta móti.“ Nauðsynlegt að ná valdi á huganum Hún segir að undirbúningurinn fyrir þetta mót hafi gengið ótrúlega vel. „Þetta hefur verið besti niðurskurður sem ég hef upplifað. Þrátt fyrir að vera í fullu, mjög metnaðarfullu, mastersnámi þar sem ég þarf að fá að minnsta kosti 8 af 10 í einkunn í bókstaflega öllu til að fá að klára námið. Það var ekki beint auðvelt að taka midterms þegar það voru 2 vikur í sviðið en það gekk allt upp. Ég hef samhliða þessu einnig verið að vinna markvisst í svokölluðu mindtraining með vini mínum Derek Tylor sem er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta (NFL) og Pro bodybuilder. Þar að auki er hann er einnig Shaman. Það sem ég er að gera með honum snýst um að hámarka eiginleikana þína alla leið í gegnum hugann. Derek hefur tekið mig á hæstu hæðir í þessari vinnu sem er meiriháttar því ég var búin að vinna hellings vinnu á þessu sviði sjálf áður en ég flutti út. Ég nota þetta einnig mikið í minni vinnu með mínum íþróttamönnum til að þeir nái að hámarka árangur sinn í því sem þeir eru að gera. Þú getur verið með alla hæfileika í veröldinni en ef hugurinn er ekki rétt stilltur nærðu aldrei að hámarka getuna þína. Hins vegar ef þú nærð valdi á huganum og æfa hann líkt og fólk æfir líkamann þá getur þú framkvæmt ótrúlegustu hluti. Gott dæmi um þetta er einn af mínum kúnnum, hlauparinn Elísabet Margeirsdóttir sem setti heimsmet haustið 2018. Hún ultra hljóp Gobi eyðimörkina í Kína á 97 klst og 11 mínútum þar sem hún náði aðeins fjögurra klukkusutnda svefn í heildina. Hún bætti heimsmetið um tvær klst og 49 mínútur. Þegar hún bað mig um að hjálpa sér með undirbúninginn fyrir það ævintýri voru margir þættir sem þurfti að huga að fyrir þetta stórkostlega afrek. Hún sjálf er líka ótrúlega sterkur persónuleiki og stórkostlegt dæmi um hvað mannveran getur gert svo framarlega sem hugurinn er á hárréttum stað og getur haldist þar. Þegar kemur að undirbúningnum fyrir Arnold Classic þá tókst mér að sinna undirbúningnum með Trey, skólanum og vinnunni með Derek 100 prósent. En bæði Trey og Derek hafa spilað mjög stórt hlutverk í öllu ferlinu til að allt hafi gengið upp. Þeir hafa báðir reynst mér ótrúlega vel og verulega stutt mig í einu og öllu. Ég hefði ekki getað verið heppnari með þá tvo. Eins og ég hef sagt við þá báða; You two are the most beautiful combination in my life. Það er ekki sjálfsagt að eiga góða það. Svo einfalt er það. Ég er því óendanlega þakklát fyrir þá báða. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram mínu ferðalagi með þeim. Það eru spennandi tímar framundan.“ Kristín Elísabet og Trey Brewer í TitanzAðsend mynd Fordómar út frá þekkingarleysi Kristín segir að framtíðin sé óskrifað blað og hefur ekki ákveðið hvort hún flytji aftur heim. Hún viðurkennir að fitness sé mjög mikil vinna. „Oftast nær fókuserar fólk aðeins á þetta þegar það er að keppa og það er eðlilegt. Vissulega gera þetta margir með vinnu en færri með skóla. Ég vil þó ekki staðhæfa neitt um það. En eitt get ég staðhæft. Fólk sem er í sportinu sem lífstíl og er að taka mörg mót er harðduglegt fólk sama hver það er. Þetta sport er mjög erfitt, þetta tekur á og er alls ekki fyrir alla.“ Hún segist persónulega ekki hafa upplifað neina fordóma gagnvart fitness. „En ég hef heyrt nokkra áhugaverða hluti í gegnum tíðina. Allt hefur það komið út frá þekkingaleysi er mín tilfinning og þetta er sagt með fullri virðingu fyrir skoðunum annara. Fordóma umræður sem hafa farið um sportið eru gjarnan um öfgar. Vissulega er hægt að finna dæmi um slíkt en það er líka hægt í öllum öðrum íþróttum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar af Ólympíusambandinu í gegnum árin til dæmis, og/eða um keppendur á Ólympíleikunum og aðra elite íþróttamenn í öðrum íþróttum, má finna ýmiskonar dæmi um öfgar. Sama má segja um venjulegt íþróttafólk. Þar gerast öfgar líka. Það sem er þó mikilvægt að hafa í huga er að sumt kann að vera öfgar fyrir einum en sami hlutur er það ekki fyrir öðrum. Það sem er mikilvægast í þessu samhengi er jafnvægi fyrst og fremst. Fyrir hvern og einn íþróttamann er mjög mikilvægt að það sé jafnvægi, þó svo viðkomandi sé á elite level-i.“ Áhugasamir geta fylgst með Kristínu í úrslitunum á morgun, laugardag, á síðu mótsins og á Youtube. Mótið hefst um klukkan 13:30 að íslenskum tíma en Kristín telur að hún muni stíga á svið einhvern tíman í kringum 14:30. Heilsa Íþróttir Viðtal Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Kristín Elísabet Gunnarsdóttir keppir í úrslitum á Arnold Classic á morgun, laugardag. Þetta er í fimmta skipti sem hún tekur þátt en óvenju fáir Íslendingar keppa á Arnold mótinu í ár. Mótið er með örlítið breyttu sniði í ár vegna kórónuveirunnar og um tíma var óvíst hvort keppendur, sem margir hverjir hafa undirbúið sig í marga mánuði, myndu fá að stíga á svið. „Þetta er í fjórða sinn sem ég keppi á þessu móti í Columbus í Ohio en ég hef einnig keppt á Arnold Classic í Madríd á Spáni. Heima hefur flokkurinn sem ég keppi í kallast Model Fitness í gegnum árin, en allstaðar annarstaðar í heiminum heitir þessi flokkur Bikini Fitness.“ Kristín keppti í sínum flokki í gær og komst þá áfram í úrslitin. Hún segir að tilfinningin hafi verið dásamleg. „Ég gæti ekki verið spenntari. Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri og mikil vinna sem er búið að leggja í þetta. Allir keppendurnir í mínum flokki eru mjög glæsilegir. Það verður ótrúlega gaman að stíga á svið aftur. Það verður hægt að horfa á úrslitin „live“ á netinu á síðu mótsins og á Youtube. Þakklát að fá að keppa Kórónuveiran hefur sett sinn svip á mótshaldið í ár og stóra sölusýningin, sem er venjulega stór hápunktur, verður ekki haldin þetta árið. Engir áhorfendur fá að vera í salnum í sumum flokkum, nema foreldrar og forráðamenn ungmenna sem keppa í yngri flokkunum. „Þetta er búið að vera smá rússíbani út af Kóróna veirunni. Það komu þarna næstum tveir sólarhringar þar sem allt var í algerri óvissu. Fréttirnar voru mismunandi víðsvegar um veröldina þannig við keppendur þurftum að halda okkur aðeins við fréttir frá keppnishöldurum. Við erum bara mjög þakklát að Ohio ríki hafi ekki flautað keppnina sjálfa af. Það hefði verið hræðilegt. Keppnishaldarar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að halda öllu opnu og keyra allt programm-ið í gegn en það var því miður ekki í þeirra höndum að stjórna því.“ Hún segir að stemningin á svæðinu sé samt mjög góð. „Þrátt fyrir allt er ótrúlega vel að öllu staðið og keppnishaldarar halda mjög vel utan um allt. Það er í raun magnað hvað þetta hefur gengið vel miðað við aðstæður og það stress sem því fylgdi. Þetta hefur dregið okkur keppendur meira saman og er mikil samstaða á meðal allra. Allir að hjálpa hvert öðru.“ Kristín segir að það sé erfitt að velja uppáhalds minningu frá mótunum, en segir að það sé ansi eftirminnilegt að vera komin í úrslitin í fyrramálið. „Hvert mót er einstakt og upplifunin einstök í hvert skipti. Þetta er alltaf ótrúlega gaman, þó svo þetta sé erfitt líka. Það er ástæða fyrir því af hverju það eru fáir í þessu sporti á heimsvísu miðað við aðrar íþróttir. Þetta er mjög erfitt sport. Þetta tekur ekki aðeins á líkamlega heldur reynir þetta á andlega líka. En ef vilji og áhugi er fyrir hendi að styrkja líkama og sál í orðsins fyllstu merkingu og verða sérfræðingur í sjálfri/sjálfum þér, þá er þetta sport besta leiðin að mínu mati til að gera það.“ Heimurinn fylgist með Kristín vonar að hún nái að hitta Arnold Schwarzenegger á morgun, en hann stofnaði Arnold Classic mótið árið 1989. Nú kallast það Arnold Sport Ferstval. „Hingað til hef ég aðeins séð hann á öllum mótunum og pósað fyrir hann á sviði. Hann sat á þriðja bekk í salnum árið 2014 með vinum sínum úr The Expendables bíómyndunum. Öll stóru nöfnin úr þeirri kvikmynd komu að horfa á keppnina. Það hefði verið ágætt að fá smá fyrirvara með þá áður en ég fór á svið, þar sem ég vissi ekkert fyrr en augu þeirra allra voru á mér þegar ég var að gera einstaklings rútínuna mína. En þetta var svo sannarlega óvænt ánægja. Þetta var á mínu fyrsta Arnold Classic móti og mitt fyrsta alþjóðlega mót. Ég hafði aðeins tekið tvö mót heima á Íslandi fyrir. Þetta moment var klárlega ein af bestu minningunum líka frá Arnold Classic“. Óvenju fáir Íslendingar keppa á Arnold í ár og segir Kristín að hún viti ekki ástæðuna.„Ég og Haffi, Hafþór Júlíus Björnsson, erum einu Íslendingarnir sem eru að keppa, er ég best veit. Mótum hefur reyndar fjölgað og það er býsna vel af þeim staðið. Mörg mót sem eru smærri í sniðum en Arnold Classic bjóða upp á svo kallað pro card og því margir sem nýta sér það, eðlilega. Það er samt alltaf eitthvað við Arnold Classic, sérstaklega í Columbus í Ohio þar sem sú keppni er stærsti íþróttaviðburður veraldar, þar sem er keppt í um 83 íþróttagreinum og um 22.000 til 25.000 keppendur keppa á hverju ári. Þetta er alveg þræl mögnuð upplifun og snýst um svo miklu meira heldur en bara að fara á svið. Allur heimurinn er bókstaflega að fylgjast með,“ útskýrir Kristín. Í myndbandinu hér að neðan, sem Hafþór Júlíus birti á Youtube, má fá smá innsýn í starf Kristínar. Kristín er þar að aðstoða hann eftir meiðsli í keppninni Sterkasti maður heims, það má finna á mínútu 21:15 í myndbandinu. Varð fyrir bíl fyrir utan ræktina Kristín steig fyrst á svið í bikini fitness á Íslandsmótinu árið 2013 en hafði alltaf verið í íþróttum frá því hún var lítil stelpa. „Ég byraði í þjálfun hjá Konráði Vali Gíslasyni eiganda Iceland Fitness í September 2012 og hann hvatti mig til að taka þátt á nóvembermótinu rúmum tveimur mánuðum seinna. Ég var nú ekki á þeim buxunum og sagði við hann að ég væri ekkert að spá í að keppa og hefði ekki einu sinni farið á mót áður til að horfa á; Ég væri það lítið að spá í þessu. Ég hef alltaf verið í action íþróttum; spilaði handbolta í tíu ár, er með mörg belti í karate, keppti í snocross á vélsleðum og stundaði skíði að kappi. Jújú, ég hafði verið model á tískusýningum, verið í salsa og bachata þannig ég er ófeimin en ég var ekkert að pæla í að keppa í fitness. Konráð ákvað að gefast ekki upp og spurði mig strax aftur eftir nóvembermótið að taka Íslandsmeistaramótið í apríl. Á síðustu stundu, rétt áður en formlegur skurður hófst, ákvað ég að slá til þar sem þetta væri kannski fullkomin leið til vinna markvissara að mínum meiðslum sem eru þó nokkuð mörg; bæði íþróttameiðsl og eftir bílslys. Eftir þetta fyrsta mót var ekki aftur snúið. Ég varð yfir mig heilluð. Konráð á því alfarið heiðurinn af því að hafa platað mig í sportið. Sem ég er afar þakklát honum í dag þar sem ég hef gert sportið að lífstíl og tekið það enn lengra með að sameina líkama og huga til að hámarka mína eiginleika og styrkja veikleika. Það kann meira að segja hafa bjargað lífi mínu þegar ég varð fyrir bíl þegar ég var að ganga yfir bílaplanið í World Class í janúar árið 2018, en samkvæmt læknunum sem tóku á móti mér á Slysadeild Landsspítalans eftir atvikið, tjáðu mér það að ef ég hefði ekki verið í svona góðu formi þegar bíllinn keyrði á mig, þá hefði ég farið mun verr.“ Kristín í skólanum í áfanganum Physical TherapyAðsend mynd Samsetning margra þátta Kristín býr nú í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám og starfar sem styrktarþjálfari. Hún segir að það sé mjög áhugavert og öðruvísi að búa þar, skemmtilegt en ekki hættulaust. „Ég flutti til Atlanta í mars í fyrra þar sem ég er að taka mína aðra mastersgráðu í Life University og sérhæfa mig enn frekar á mínu sviði, en ég er Strength and Conditioning Coach fyrir íþróttamenn.“ Þar aðstoðar Kristín íþróttafólk og aðstoðar það við að hámarka árangur sinn í sinni íþrótt. „Ég starfaði sem slíkur í World Class þegar ég bjó heima og er að bæta þessu námi við mig til að geta tekið mína íþróttamenn enn lengra. Kaninn er með mjög áhugaverða nálganir sem er meiriháttar að blanda saman við evrópskar nálganir. Þar sem ég hef farið í gegnum þessa vinnu sjálf áður en ég flutti út og hef eigin reynslu í bakhöndinni, hjálpar mér að geta gert enn meira fyrir mína íþróttamenn. Það hefur því miður ekki verið enn þýtt þessi hugtök á íslensku sem lýsa þeim nægilega vel og hafa mörg þeirra verið misskilin. Þegar ég hef lokið þessu námi þá get ég unnið með meiðsli íþróttamanna samhliða Strength & Conditioning þjálfuninni. Auk þess tekið þá lengra í að stilla hugann og þjálfa hugann til að hámarka árangurinn sinn. Þetta hjálpar þeim ekki aðeins í sinni íþrótt heldur einnig í lífinu almennt. Þetta er því samsetning margra þátta og þekkist ekki mikið heima.“ Kristín og Elísabet á æfingu.Aðsend mynd Mætir betri til leiks Í Bandaríkjunum hefur Kristín líka náð frábærum árangri sjálf. „Ég ákvað áður en ég flutti út að ég myndi halda fitness ferðalaginu mínu áfram og setti það sem markmið að taka það á næsta level. Ég var því afar þakklát þegar einkaþjálfari frá annari líkamsræktarstöð sagði mér frá Titanz Fitness sem er besta bodybuilding ræktin í þessari 11 milljón manna borg sem Atlanta er. Fyrsti maðurinn sem tók á móti mér þar var goðsögnin Trey Brewer. Ég hafði ekki hugmynd um hver hann var eða við hvern ég var að tala. Ég sá bara að hann var greinilega bodybuilder þar sem hann var stærsti gæinn á svæðinu; sem var fínt þar sem ég þá vissi að ég gæti leyft mér að tala hreint út við hann. Ég gerði nú reyndar rúmlega það. Tók Íslendinginn á hann. Í suðrinu kallast það að vera svolítið erfið. Mér var alvara og er enn þegar kemur að mínum lífstíl og því var það mér mikilvægt að finna reynslumiklann þjálfara sem gæti hjálpað mér að þróast enn frekar í sportinu og bæta hluti sem ég vildi bæta. Trey var og er sá maður. Eftir að ég kom til baka í júlí til Atlanta, eftir fimm vikna ferðalag síðasta sumar, hófum við vinnuna saman. Helsti fókusinn var settur á að bæta lower body þó svo önnur markmið voru auðvitað með líka. Trey hefur tekið mig á hærra level þegar kemur að æfingunum mínum. Æfingaplanið breytist alltaf að einhverju leyti í hvert skipti sem við æfum þannig engin vika er eins; sem svo sannarlega skilaði sér þar sem okkur tókst að stækka rassinn minn vöðvalega um þrjá sentímetra. Vissulega hafði mataræðið áhrif líka, sem ég hef alfarið séð um sjálf eftir að ég flutti út. En þetta tvennt spilar mjög stórt hlutverk saman. Framanverð læri og hamstrings var meðal annars annað sem við unnum að líka, og er ég sömuleiðis afar þakklát fyrir þær bætingar. Þetta snýst alltaf um að koma betri til leiks heldur en á síðasta móti.“ Nauðsynlegt að ná valdi á huganum Hún segir að undirbúningurinn fyrir þetta mót hafi gengið ótrúlega vel. „Þetta hefur verið besti niðurskurður sem ég hef upplifað. Þrátt fyrir að vera í fullu, mjög metnaðarfullu, mastersnámi þar sem ég þarf að fá að minnsta kosti 8 af 10 í einkunn í bókstaflega öllu til að fá að klára námið. Það var ekki beint auðvelt að taka midterms þegar það voru 2 vikur í sviðið en það gekk allt upp. Ég hef samhliða þessu einnig verið að vinna markvisst í svokölluðu mindtraining með vini mínum Derek Tylor sem er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta (NFL) og Pro bodybuilder. Þar að auki er hann er einnig Shaman. Það sem ég er að gera með honum snýst um að hámarka eiginleikana þína alla leið í gegnum hugann. Derek hefur tekið mig á hæstu hæðir í þessari vinnu sem er meiriháttar því ég var búin að vinna hellings vinnu á þessu sviði sjálf áður en ég flutti út. Ég nota þetta einnig mikið í minni vinnu með mínum íþróttamönnum til að þeir nái að hámarka árangur sinn í því sem þeir eru að gera. Þú getur verið með alla hæfileika í veröldinni en ef hugurinn er ekki rétt stilltur nærðu aldrei að hámarka getuna þína. Hins vegar ef þú nærð valdi á huganum og æfa hann líkt og fólk æfir líkamann þá getur þú framkvæmt ótrúlegustu hluti. Gott dæmi um þetta er einn af mínum kúnnum, hlauparinn Elísabet Margeirsdóttir sem setti heimsmet haustið 2018. Hún ultra hljóp Gobi eyðimörkina í Kína á 97 klst og 11 mínútum þar sem hún náði aðeins fjögurra klukkusutnda svefn í heildina. Hún bætti heimsmetið um tvær klst og 49 mínútur. Þegar hún bað mig um að hjálpa sér með undirbúninginn fyrir það ævintýri voru margir þættir sem þurfti að huga að fyrir þetta stórkostlega afrek. Hún sjálf er líka ótrúlega sterkur persónuleiki og stórkostlegt dæmi um hvað mannveran getur gert svo framarlega sem hugurinn er á hárréttum stað og getur haldist þar. Þegar kemur að undirbúningnum fyrir Arnold Classic þá tókst mér að sinna undirbúningnum með Trey, skólanum og vinnunni með Derek 100 prósent. En bæði Trey og Derek hafa spilað mjög stórt hlutverk í öllu ferlinu til að allt hafi gengið upp. Þeir hafa báðir reynst mér ótrúlega vel og verulega stutt mig í einu og öllu. Ég hefði ekki getað verið heppnari með þá tvo. Eins og ég hef sagt við þá báða; You two are the most beautiful combination in my life. Það er ekki sjálfsagt að eiga góða það. Svo einfalt er það. Ég er því óendanlega þakklát fyrir þá báða. Ég get ekki beðið eftir að halda áfram mínu ferðalagi með þeim. Það eru spennandi tímar framundan.“ Kristín Elísabet og Trey Brewer í TitanzAðsend mynd Fordómar út frá þekkingarleysi Kristín segir að framtíðin sé óskrifað blað og hefur ekki ákveðið hvort hún flytji aftur heim. Hún viðurkennir að fitness sé mjög mikil vinna. „Oftast nær fókuserar fólk aðeins á þetta þegar það er að keppa og það er eðlilegt. Vissulega gera þetta margir með vinnu en færri með skóla. Ég vil þó ekki staðhæfa neitt um það. En eitt get ég staðhæft. Fólk sem er í sportinu sem lífstíl og er að taka mörg mót er harðduglegt fólk sama hver það er. Þetta sport er mjög erfitt, þetta tekur á og er alls ekki fyrir alla.“ Hún segist persónulega ekki hafa upplifað neina fordóma gagnvart fitness. „En ég hef heyrt nokkra áhugaverða hluti í gegnum tíðina. Allt hefur það komið út frá þekkingaleysi er mín tilfinning og þetta er sagt með fullri virðingu fyrir skoðunum annara. Fordóma umræður sem hafa farið um sportið eru gjarnan um öfgar. Vissulega er hægt að finna dæmi um slíkt en það er líka hægt í öllum öðrum íþróttum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar af Ólympíusambandinu í gegnum árin til dæmis, og/eða um keppendur á Ólympíleikunum og aðra elite íþróttamenn í öðrum íþróttum, má finna ýmiskonar dæmi um öfgar. Sama má segja um venjulegt íþróttafólk. Þar gerast öfgar líka. Það sem er þó mikilvægt að hafa í huga er að sumt kann að vera öfgar fyrir einum en sami hlutur er það ekki fyrir öðrum. Það sem er mikilvægast í þessu samhengi er jafnvægi fyrst og fremst. Fyrir hvern og einn íþróttamann er mjög mikilvægt að það sé jafnvægi, þó svo viðkomandi sé á elite level-i.“ Áhugasamir geta fylgst með Kristínu í úrslitunum á morgun, laugardag, á síðu mótsins og á Youtube. Mótið hefst um klukkan 13:30 að íslenskum tíma en Kristín telur að hún muni stíga á svið einhvern tíman í kringum 14:30.
Heilsa Íþróttir Viðtal Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira