Sr. Hallgrímur Óttar Guðmundsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 Örlög og ævi sr. Hallgríms Péturssonar hafa ávallt verið íslenskri þjóð hugleikin. Ungur hélt hann til Kaupmannahafnar og var fenginn til að kenna Guðríði Símonardóttur, Tyrkja-Guddu, kristindóm. Hann fór að sofa hjá nemandanum og braut þannig gegn guðs og manna lögum. Þau sigldu til Íslands og settust að á Suðurnesjum. Sr. Hallgrímur var ofsóttur af sóknarbörnum sínum og orti um þau þessa vísu: Úti stend ég ekki glaður illum þjáður raununum. Þraut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraununum. Hallgrímur losnaði úr ánauð stórbokkanna á Suðurnesjum og orti Passíusálmana á Hvalfjarðarströnd. Ekkert bókmenntaverk hefur verið þjóðinni kærara. Kver með sálmunum var lagt í kistuna hjá flestöllum landsmönnum og sálmar Hallgríms sungnir yfir hinum látna. Lífið fer stöðugt í hringi og nýlega sagði þekktasti álitsgjafi þjóðarinnar að Passíusálmarnir væru leirburður og hnoð. Nokkur fjöldi manna tók undir með álitsgjafanum og sr. Hallgrímur var úthrópaður líkt og forðum í Hvalsnesi. Þetta er tímanna tákn. Kirkjan á undir högg að sækja og það er líklegt til vinsælda í netheimum að kasta helgum manni eins og Hallgrími á bálköstinn. Mig dreymdi hið holdsveika sálmaskáld á dögunum og sagði honum frá álitsgjafanum og fylgismönnum hans. Skáldið glotti og sagði: þá blindur leiðir blindan hér, báðum þeim hætt við falli er. En hefurðu ekki áhyggjur af þessum árásum á kirkjuna? sagði ég. Hann svaraði að bragði: Ef hér á jörð er hæðni og háð, hróp og guðlastan niður sáð, upp skorið verður eilíft spé, agg og forsmán í helvíti. (lesist helvíte) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Örlög og ævi sr. Hallgríms Péturssonar hafa ávallt verið íslenskri þjóð hugleikin. Ungur hélt hann til Kaupmannahafnar og var fenginn til að kenna Guðríði Símonardóttur, Tyrkja-Guddu, kristindóm. Hann fór að sofa hjá nemandanum og braut þannig gegn guðs og manna lögum. Þau sigldu til Íslands og settust að á Suðurnesjum. Sr. Hallgrímur var ofsóttur af sóknarbörnum sínum og orti um þau þessa vísu: Úti stend ég ekki glaður illum þjáður raununum. Þraut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraununum. Hallgrímur losnaði úr ánauð stórbokkanna á Suðurnesjum og orti Passíusálmana á Hvalfjarðarströnd. Ekkert bókmenntaverk hefur verið þjóðinni kærara. Kver með sálmunum var lagt í kistuna hjá flestöllum landsmönnum og sálmar Hallgríms sungnir yfir hinum látna. Lífið fer stöðugt í hringi og nýlega sagði þekktasti álitsgjafi þjóðarinnar að Passíusálmarnir væru leirburður og hnoð. Nokkur fjöldi manna tók undir með álitsgjafanum og sr. Hallgrímur var úthrópaður líkt og forðum í Hvalsnesi. Þetta er tímanna tákn. Kirkjan á undir högg að sækja og það er líklegt til vinsælda í netheimum að kasta helgum manni eins og Hallgrími á bálköstinn. Mig dreymdi hið holdsveika sálmaskáld á dögunum og sagði honum frá álitsgjafanum og fylgismönnum hans. Skáldið glotti og sagði: þá blindur leiðir blindan hér, báðum þeim hætt við falli er. En hefurðu ekki áhyggjur af þessum árásum á kirkjuna? sagði ég. Hann svaraði að bragði: Ef hér á jörð er hæðni og háð, hróp og guðlastan niður sáð, upp skorið verður eilíft spé, agg og forsmán í helvíti. (lesist helvíte)
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun