Umfjöllun og viðtöl: Valur - AHC Potaissa Turda 30-22 | Valsmenn rústuðu Potaissa Turda Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2017 20:15 Josip Juric Grgic hefur átt gott tímabil fyrir Val. vísir/andri marinó Valur vann frábæran sigur á rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda, 30-22, í fyrri leik í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Josip Juric fór á kostum í kvöld og skoraði átta mörk. Valsmenn byrjuðu leikinn virkilega vel og voru hrikalega ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikurinn var alveg til fyrirmyndar og Hlynur Morthens kom með í markinu. Heimamenn virtust koma leikmönnum AHC Potaissa Turda á óvart og var leikurinn algjörlega fullkomlega lagður upp af þjálfarateyminu. Valsmenn voru síðan skynsamir í sínum sóknarleik. Þeir keyrðu alltaf í bakið á gestunum en þegar það átti ekki við sýndu þeir agaðan og skynsaman sóknarleik. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti og þróaðist leikurinn með þeim allan síðari síðari hálfleikinn. Liðið er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Breiddin hjá Val er ótrúleg og taka margir leikmenn þátt í leik liðsins. Það skora margir og það geta nánast allir spilað vörn. Heimamenn keyrðu enn meira í bakið á Potaissa í seinni hálfleiknum og það skilaði þeim átta mark stórsigur á rúmenska liðinu. Ótrúleg frammistaði og þvílíkt veganesti fyrir næsta leik og það verður að segjast að Valsmenn eiga hreinlega mjög góðan möguleika á því að komast í úrslitaleik í Evrópukeppni. Ótrúlegur árangur hjá liðinu. Josip Juric var stórbrotinn í leiknum í kvöld en hann skoraði átta mörk. Það sem gerir það frásögu færandi er að fyrsta mark hans kom á 47. mínútu. Hann gerði átta mörk á þrettán mínútum og endaði sem markahæsti leikmaður liðsins. Næsti leikur þessara liða er næstkomandi sunnudag. Sveinn Aron: Förum ekki út til að tapa með sjö, við ætlum að vinnaSveinn Aron flottur í kvöld.„Ég er ekki frá því að þetta sé okkar besti leikur í vetur. Við byrjuðum leikinn sterkt og spiluðum frábæran varnarleik allan tíman,“ segir Sveinn Aron Sveinsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Þeir voru oft seinir til baka og við nýttum okkur það vel með hraðaupphlaupum. Þetta var bara geggjaður leikur.“ Sveinn segir að það hafi verið erfitt að undirbúa sig fyrir þennan leik þar sem Valur hafi fengið mjög lélegt myndefni af rúmenska liðinu. „Þetta var þannig lagað ekkert svaðalega mikill undirbúningur fyrir þetta lið. Við vitum bara að þegar við spilum þessa vörn, þá vinnum við þessi lið. Það skiptir ekki máli hvaða lið það er, og hvað þá svona hæg lið frá Austur-Evrópu, við bara eigum þá.“ Hann segir að menn hafi aldrei fundið fyrir neinu stressi fyrir þessum leik. „Maður er kominn svo langt inn í þetta augnablik að maður er farinn að finnst þetta bara eðlilegt. Maður kannski fattar þetta bara ekki alveg eins vel og kannski fólkið sem er að horfa á leikinn.“ Sveinn segir að Valsmönnum þykir mjög gaman að spila pressuleiki og úrslitaleiki. „Núna erum við bara í úrslitaleikjum um þessar mundir og það hentar okkur bara vel.“ Hornamaðurinn segir að liðið ætli alls ekki að fara út til Rúmeníu til að verja eitthvað forskot. „Það er svolítið þannig í þessu Evrópukeppnum að heimavöllurinn skiptir miklu máli. Við förum í næsta leik bara alveg eins og í þennan. Við erum ekki að fara verja neitt og förum út til að vinna annan leik. Við ætlum ekki að fara út til að tapa með sjö, það er ekki að fara gerast.“ Guðlaugur: Mikilvægt að vinna með átta og fá bara 22 mörk á okkurGuðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals.vísir/vilhelm„Maður þorði ekki alveg að vonast eftir þessum úrslitum en við erum gríðarlega ánægðir með þessi úrslit,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Við fórum inn í leikinn til þess að reyna vinna hann með sem flestum mörkum og það gekk vel í dag. Það var rosalega mikilvægt að vinna með átta og fá bara á okkur 22 mörk. Við erum að fara á gríðarlega erfiðan útivöll. Núna er bara hálfleikur og maður verður bara að líta á þetta þannig að við séum átta mörkum yfir.“ Guðlaugur segir að liðið ætli sér að vinna seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn gekk bara vel í dag. Þetta eru þungað skyttur og við vorum að mæta þeim vel og verja góða bolta. Það var það sem skóp þennan sigur.“ Josip Juric skoraði sitt fyrsta mark í leiknum þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Hann endaði með átta mörk. „Hans framlag var alveg gríðarlega mikilvægt. Hann átti í vandræðum til að byrja með á móti þessari framliggjandi vörn frá þeim. Um leið og þeir bökkuðu niður í 6-0 vörn þá opnaðist pláss og hann komst í gang.“ Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Ýta þarf á F5 til að fréttin uppfærist.Leik lokið 30-22: Ótrúlegur sigur Vals hér á heimavelli. 30 - 22 (59.mín): Juric að skora enn eitt markið. Hann er kominn með átta mörk. 29-21 (58.mín): Gestirnir fá á sig dæmda leiktöf. Josip Juric skorar strax í kjölfarið. 27-21 (55.mín): Tvö mörk í röð frá Rúmenunum. Valsmenn verða halda þetta út. 27-19 (54.mín): Josip Juric er algjörlega að fara á kostum. Kominn með fimm mörk og hann var að skora sitt fyrsta fyrir nokkrum mínútum. 26-18 (53.mín): Vignir Stefánsson skorar!!! Valsmenn átta mörkum yfir.25-18 (52.mín): Valsmenn vinna boltann, keyra upp völlinn og Atli Karl Bachmann skorar laglegt mark. 24-18 (52.mín): Juric með fjórða markið sitt í röð. Hann er alveg að fara á kostum elsku kallinn. 23-17 (50.mín): Josip Juric er að taka yfir leikinn. Hann setur boltann í þriðja sinn í röð í netið.22-17 (49.mín): Zacaciurin lætur Bubba verja frá sér víti, en nær frákastinu og skorar. 22-16 (48.mín): Juric skorar annað mark sitt í röð. Sex marka munur.21-16 (47.mín): Josip Juric með sitt fyrsta mark í skrefinu. Valur leiðir með fimm mörkum. 20-16 (46.mín): Vignir Stefánsson með laglegt mark. Hans sjötta. 19-15 (44.mín): Ólafur Ægir með nelgu í sammarann. Alvöru skot. 18-15 (44.mín): Roman Zacaciurin með fimmta mark sitt í leiknum. 18-14 (42.mín): Sveinn Aron Sveinsson með mark úr hraðaupphlaupi. Meira svona frá heimamönnum. Hrikalega ákveðnir núna. 17-14 (41.mín): Valsmenn skorar tvö mörk á stuttum tíma og Vignir Stefáns kemur þeim tveimur mörkum yfir. 15-14 (40.mín): Cristian Adomnicai skorar fyrir Potaissa og núna munar aðeins einu marki.15-12 (38.mín): Vignir Stefánsson með geggjað mark. Hann er kominn með fjögur. 14-12 (37.mín): Tvö mörk í röð frá gestunum. Núna munar bara tveimur mörkum.14-10 (36.mín): Sveinn Aron Sveinsson skorar úr hraðaupphlaupi. Valsmenn verða halda áfram því þeir þurfa nokkura marka forskot inn í næsta leik.13-9 (34.mín): Anton Rúnarsson lætur Adrian verja víti frá sér.13-9 (32.mín): Anton Rúnarsson skorar úr víti sem Orri fiskar laglega. 12-9 (31.mín): Dragos Iancu skorar fyrir gestina og minnkar þetta í þrjú mörk. Hálfleikur 12-8: Sveinn Aron Sveinsson skorar hér flautumark fyrir Val. Þetta var heimadómgæsla þar sem tíminn var búinn. Það er á hreinu. Við kvörtum ekki yfir því. 10-7 (29.mín): Markverðirnir eru báðir að verja mjög vel hér í kvöld. Adrian Tenghea hjá gestunum og Hlynur Morthens hjá Val.10-7 (25.min): Roman Zacaciurin skorar þriðja mark sitt í leiknum. Vel skotið og Bubbi á ekki möguleika. 10-6 (23.mín): Sveinn Aron fer inn úr þröngu færi og skorar glæsilegt mark.8-5 (21.mín): Roman Zacaciurin skorar fyrir gestina og minnkar muninn í þrjú mörk. 8-3 (19.mín): Sveinn Aron Sveinsson með stórkostlegt mark. Hann nýtti sér að leikmenn Potaissa voru bara á spjallinu og að stilla upp í vörn. Það sá Sveinn og hljóp bara upp völlinn og skoraði auðveldlega fyrir heimamenn. 7-3 (18.mín): Anton Rúnarsson með skot í skrefinu og það fer í netið. Valsmenn spila langar og skynsamar sóknir þegar þeir stilla upp. Annars keyra þeir upp hraðan. Fínasta taktík. 6-3 (15.mín): Orri Freyr Gíslason skorar úr hraðaupphlaupi. Hlynur Morthens er að fara á kostum í markinu. Þetta lítur bara vel út. 5-3 (12.mín): Vignir skorar annað mark sitt í röð og kemur Val tveimur mörkum yfir. 4-3 (11.mín): Vignir Stefánsson skorar úr víti sem tröllið Örri Freyr Gíslason fiskaði.3-2 (9.mín): Bæði lið í vandræðum með að finna sig sóknarlega. Gengur ekki mikið upp báðum megin á vellinum.2-1 (6.mín): Fyrsta mark gestanna kemur eftir rúmlega fimm mínútna leik. 2-0 (4.mín): Ýmir Örn Gíslason skorar hér fínt mark. Vals eru að sýna gjörsamlega stórkostlegan varnarleik. Potaissa kemst ekkert í sóknarleiknum. 1-0 (1.mín): Ólafur Ægir Ólafsson kemst auðveldlega í gegn og skorar fyrsta mark leiksins fyrir Val.0-0 (1.mín): Leikurinn hafinn hér í Valsheimilinu. Fyrir leik: Rándýrt ljósashow að baki og núna getur leikurinn hafist. Fyrir leik: Valsmenn lögðu serbneska liðið Soga Pozega í 8-liða úrslitunum. Liðið þarf sigur hér í kvöld og helst hafa nokkur mörk með í nesti út til Rúmeníu.Fyrir leik: Liðin komin inn á völl að hita upp og virkar góður andi í Valsmönnum. Það mættu aftur á móti vera mun fleiri áhorfendur hér í dag. Ennþá 25 mínútur í leik og Íslendingar ekki beint þekktir fyrir það að mæta snemma. Fyrir leik: Valsmenn hafa sett úrslitakeppni karla í smávægilega upplausn en liðið getur ekki leikið gegn Fram fyrr en eftir dágóðan tíma í undanúrslitunum. Ástæðan er jákvæð, liðið er komið mjög langt í Evrópukeppni. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð lesendur góðir og verið velkomnir í Valsheimilið. Framundan er leikur Valsmanna og Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Handbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Valur vann frábæran sigur á rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda, 30-22, í fyrri leik í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Josip Juric fór á kostum í kvöld og skoraði átta mörk. Valsmenn byrjuðu leikinn virkilega vel og voru hrikalega ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. Varnarleikurinn var alveg til fyrirmyndar og Hlynur Morthens kom með í markinu. Heimamenn virtust koma leikmönnum AHC Potaissa Turda á óvart og var leikurinn algjörlega fullkomlega lagður upp af þjálfarateyminu. Valsmenn voru síðan skynsamir í sínum sóknarleik. Þeir keyrðu alltaf í bakið á gestunum en þegar það átti ekki við sýndu þeir agaðan og skynsaman sóknarleik. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti og þróaðist leikurinn með þeim allan síðari síðari hálfleikinn. Liðið er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Breiddin hjá Val er ótrúleg og taka margir leikmenn þátt í leik liðsins. Það skora margir og það geta nánast allir spilað vörn. Heimamenn keyrðu enn meira í bakið á Potaissa í seinni hálfleiknum og það skilaði þeim átta mark stórsigur á rúmenska liðinu. Ótrúleg frammistaði og þvílíkt veganesti fyrir næsta leik og það verður að segjast að Valsmenn eiga hreinlega mjög góðan möguleika á því að komast í úrslitaleik í Evrópukeppni. Ótrúlegur árangur hjá liðinu. Josip Juric var stórbrotinn í leiknum í kvöld en hann skoraði átta mörk. Það sem gerir það frásögu færandi er að fyrsta mark hans kom á 47. mínútu. Hann gerði átta mörk á þrettán mínútum og endaði sem markahæsti leikmaður liðsins. Næsti leikur þessara liða er næstkomandi sunnudag. Sveinn Aron: Förum ekki út til að tapa með sjö, við ætlum að vinnaSveinn Aron flottur í kvöld.„Ég er ekki frá því að þetta sé okkar besti leikur í vetur. Við byrjuðum leikinn sterkt og spiluðum frábæran varnarleik allan tíman,“ segir Sveinn Aron Sveinsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Þeir voru oft seinir til baka og við nýttum okkur það vel með hraðaupphlaupum. Þetta var bara geggjaður leikur.“ Sveinn segir að það hafi verið erfitt að undirbúa sig fyrir þennan leik þar sem Valur hafi fengið mjög lélegt myndefni af rúmenska liðinu. „Þetta var þannig lagað ekkert svaðalega mikill undirbúningur fyrir þetta lið. Við vitum bara að þegar við spilum þessa vörn, þá vinnum við þessi lið. Það skiptir ekki máli hvaða lið það er, og hvað þá svona hæg lið frá Austur-Evrópu, við bara eigum þá.“ Hann segir að menn hafi aldrei fundið fyrir neinu stressi fyrir þessum leik. „Maður er kominn svo langt inn í þetta augnablik að maður er farinn að finnst þetta bara eðlilegt. Maður kannski fattar þetta bara ekki alveg eins vel og kannski fólkið sem er að horfa á leikinn.“ Sveinn segir að Valsmönnum þykir mjög gaman að spila pressuleiki og úrslitaleiki. „Núna erum við bara í úrslitaleikjum um þessar mundir og það hentar okkur bara vel.“ Hornamaðurinn segir að liðið ætli alls ekki að fara út til Rúmeníu til að verja eitthvað forskot. „Það er svolítið þannig í þessu Evrópukeppnum að heimavöllurinn skiptir miklu máli. Við förum í næsta leik bara alveg eins og í þennan. Við erum ekki að fara verja neitt og förum út til að vinna annan leik. Við ætlum ekki að fara út til að tapa með sjö, það er ekki að fara gerast.“ Guðlaugur: Mikilvægt að vinna með átta og fá bara 22 mörk á okkurGuðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals.vísir/vilhelm„Maður þorði ekki alveg að vonast eftir þessum úrslitum en við erum gríðarlega ánægðir með þessi úrslit,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Við fórum inn í leikinn til þess að reyna vinna hann með sem flestum mörkum og það gekk vel í dag. Það var rosalega mikilvægt að vinna með átta og fá bara á okkur 22 mörk. Við erum að fara á gríðarlega erfiðan útivöll. Núna er bara hálfleikur og maður verður bara að líta á þetta þannig að við séum átta mörkum yfir.“ Guðlaugur segir að liðið ætli sér að vinna seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn gekk bara vel í dag. Þetta eru þungað skyttur og við vorum að mæta þeim vel og verja góða bolta. Það var það sem skóp þennan sigur.“ Josip Juric skoraði sitt fyrsta mark í leiknum þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Hann endaði með átta mörk. „Hans framlag var alveg gríðarlega mikilvægt. Hann átti í vandræðum til að byrja með á móti þessari framliggjandi vörn frá þeim. Um leið og þeir bökkuðu niður í 6-0 vörn þá opnaðist pláss og hann komst í gang.“ Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Ýta þarf á F5 til að fréttin uppfærist.Leik lokið 30-22: Ótrúlegur sigur Vals hér á heimavelli. 30 - 22 (59.mín): Juric að skora enn eitt markið. Hann er kominn með átta mörk. 29-21 (58.mín): Gestirnir fá á sig dæmda leiktöf. Josip Juric skorar strax í kjölfarið. 27-21 (55.mín): Tvö mörk í röð frá Rúmenunum. Valsmenn verða halda þetta út. 27-19 (54.mín): Josip Juric er algjörlega að fara á kostum. Kominn með fimm mörk og hann var að skora sitt fyrsta fyrir nokkrum mínútum. 26-18 (53.mín): Vignir Stefánsson skorar!!! Valsmenn átta mörkum yfir.25-18 (52.mín): Valsmenn vinna boltann, keyra upp völlinn og Atli Karl Bachmann skorar laglegt mark. 24-18 (52.mín): Juric með fjórða markið sitt í röð. Hann er alveg að fara á kostum elsku kallinn. 23-17 (50.mín): Josip Juric er að taka yfir leikinn. Hann setur boltann í þriðja sinn í röð í netið.22-17 (49.mín): Zacaciurin lætur Bubba verja frá sér víti, en nær frákastinu og skorar. 22-16 (48.mín): Juric skorar annað mark sitt í röð. Sex marka munur.21-16 (47.mín): Josip Juric með sitt fyrsta mark í skrefinu. Valur leiðir með fimm mörkum. 20-16 (46.mín): Vignir Stefánsson með laglegt mark. Hans sjötta. 19-15 (44.mín): Ólafur Ægir með nelgu í sammarann. Alvöru skot. 18-15 (44.mín): Roman Zacaciurin með fimmta mark sitt í leiknum. 18-14 (42.mín): Sveinn Aron Sveinsson með mark úr hraðaupphlaupi. Meira svona frá heimamönnum. Hrikalega ákveðnir núna. 17-14 (41.mín): Valsmenn skorar tvö mörk á stuttum tíma og Vignir Stefáns kemur þeim tveimur mörkum yfir. 15-14 (40.mín): Cristian Adomnicai skorar fyrir Potaissa og núna munar aðeins einu marki.15-12 (38.mín): Vignir Stefánsson með geggjað mark. Hann er kominn með fjögur. 14-12 (37.mín): Tvö mörk í röð frá gestunum. Núna munar bara tveimur mörkum.14-10 (36.mín): Sveinn Aron Sveinsson skorar úr hraðaupphlaupi. Valsmenn verða halda áfram því þeir þurfa nokkura marka forskot inn í næsta leik.13-9 (34.mín): Anton Rúnarsson lætur Adrian verja víti frá sér.13-9 (32.mín): Anton Rúnarsson skorar úr víti sem Orri fiskar laglega. 12-9 (31.mín): Dragos Iancu skorar fyrir gestina og minnkar þetta í þrjú mörk. Hálfleikur 12-8: Sveinn Aron Sveinsson skorar hér flautumark fyrir Val. Þetta var heimadómgæsla þar sem tíminn var búinn. Það er á hreinu. Við kvörtum ekki yfir því. 10-7 (29.mín): Markverðirnir eru báðir að verja mjög vel hér í kvöld. Adrian Tenghea hjá gestunum og Hlynur Morthens hjá Val.10-7 (25.min): Roman Zacaciurin skorar þriðja mark sitt í leiknum. Vel skotið og Bubbi á ekki möguleika. 10-6 (23.mín): Sveinn Aron fer inn úr þröngu færi og skorar glæsilegt mark.8-5 (21.mín): Roman Zacaciurin skorar fyrir gestina og minnkar muninn í þrjú mörk. 8-3 (19.mín): Sveinn Aron Sveinsson með stórkostlegt mark. Hann nýtti sér að leikmenn Potaissa voru bara á spjallinu og að stilla upp í vörn. Það sá Sveinn og hljóp bara upp völlinn og skoraði auðveldlega fyrir heimamenn. 7-3 (18.mín): Anton Rúnarsson með skot í skrefinu og það fer í netið. Valsmenn spila langar og skynsamar sóknir þegar þeir stilla upp. Annars keyra þeir upp hraðan. Fínasta taktík. 6-3 (15.mín): Orri Freyr Gíslason skorar úr hraðaupphlaupi. Hlynur Morthens er að fara á kostum í markinu. Þetta lítur bara vel út. 5-3 (12.mín): Vignir skorar annað mark sitt í röð og kemur Val tveimur mörkum yfir. 4-3 (11.mín): Vignir Stefánsson skorar úr víti sem tröllið Örri Freyr Gíslason fiskaði.3-2 (9.mín): Bæði lið í vandræðum með að finna sig sóknarlega. Gengur ekki mikið upp báðum megin á vellinum.2-1 (6.mín): Fyrsta mark gestanna kemur eftir rúmlega fimm mínútna leik. 2-0 (4.mín): Ýmir Örn Gíslason skorar hér fínt mark. Vals eru að sýna gjörsamlega stórkostlegan varnarleik. Potaissa kemst ekkert í sóknarleiknum. 1-0 (1.mín): Ólafur Ægir Ólafsson kemst auðveldlega í gegn og skorar fyrsta mark leiksins fyrir Val.0-0 (1.mín): Leikurinn hafinn hér í Valsheimilinu. Fyrir leik: Rándýrt ljósashow að baki og núna getur leikurinn hafist. Fyrir leik: Valsmenn lögðu serbneska liðið Soga Pozega í 8-liða úrslitunum. Liðið þarf sigur hér í kvöld og helst hafa nokkur mörk með í nesti út til Rúmeníu.Fyrir leik: Liðin komin inn á völl að hita upp og virkar góður andi í Valsmönnum. Það mættu aftur á móti vera mun fleiri áhorfendur hér í dag. Ennþá 25 mínútur í leik og Íslendingar ekki beint þekktir fyrir það að mæta snemma. Fyrir leik: Valsmenn hafa sett úrslitakeppni karla í smávægilega upplausn en liðið getur ekki leikið gegn Fram fyrr en eftir dágóðan tíma í undanúrslitunum. Ástæðan er jákvæð, liðið er komið mjög langt í Evrópukeppni. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð lesendur góðir og verið velkomnir í Valsheimilið. Framundan er leikur Valsmanna og Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu.
Handbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira