Lífið

Hörkustuð í samanklipptu Þjóðhátíðarmyndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Spurning hvort Þjóðhátíð 2020 fari yfirleitt fram. En það var mikið fjör árið 2019.
Spurning hvort Þjóðhátíð 2020 fari yfirleitt fram. En það var mikið fjör árið 2019.

Stuðlabandið kom frá á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á stóra sviðinu í Herjólfsdal síðasta sumar og var vel tekið í prógram bandsins.

Bandið sendi frá sér myndband fyrir viku á Facebook þar sem búið var að klippa saman helstu flutninga bandsins á þekktum lögum og hvernig dalurinn tók undir.

Myndbandið hefur fengið töluverða athygli á Facebook og hefur verið horft á það yfir tuttugu þúsund sinnum.

Stuðlabandið lék fyrir dansi fjögur ár í röð á Þjóðhátíð en nú liggur hreinlega ekki fyrir hvort Þjóðhátíð fari yfirleitt fram í Vestmannaeyjum þetta árið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur mælst til þess að engar hátíðir með fleiri gestum en tvö þúsund fari fram hér á landi í sumar og eins og margir vita eru Þjóðhátíð mun stærri hátíð.

Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft frá Stuðlabandinu.

Klippa: Stuðlabandið á Þjóðhátíð 2019





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.