Lífið

Drónamyndband yfir New York í útgöngubanni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á Manhattan er vanlega mikil bílaumferð og gangandi vegfarendur út um allt. Svo er ekki, nú á tímum eins og þessum. 
Á Manhattan er vanlega mikil bílaumferð og gangandi vegfarendur út um allt. Svo er ekki, nú á tímum eins og þessum. 

Götur New York borgar eru nánast mannlausar en borgin hefur orðið mjög illa úti í kórónuveirufaraldrinum.

Þar er í gildi útgöngubann og er aðeina leyfilegt að fara út úr húsi til að nálgast algjörar nauðsynjavörur.

New York er nú það svæði í heiminum sem verst hefur farið út úr faraldri kórónuveirunnar og hafa tíu þúsund manns látið lífið og um tvö hundruð þúsund smitast.

Útgöngubannið á svæðinu hefur staðið yfir í nokkrar vikur og á YouTube-síðunni Drone Fanatic má sjá myndband sem tekið var upp á dróna sem sýnir auðar götur á Manhattan, Brooklyn og fleiri stöðum þar sem vanalega er gríðarlegt magn af fólki og mikil bílaumferð.

Svo er ekki um þessar mundir eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.