Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2016 18:05 Veiðistaðurinn Krókódíll í Langá á Mýrum Mynd: KL Nú líður að lokum veiðitímans og fyrstu árnar að loka fyrir veiði en skilyrðin síðustu daga hafa verið afar erfið í flestum ánum. Það sem stendur upp úr tölunum fyrir veiði síðustu viku er vikuveiði yfir 1.000 laxa í Ytri Rangá en þar er mokveiði eftir að maðkur og spúnn fór að verða leyfilegt. Það er mikill lax í ánni og hún á eftir að fara hærra en þetta. Laxá í Dölum og Laxá í Aðaldal eru komnar yfir 1.000 laxa og þá eru það tíu ár í það heila sem eru komnar yfir 1.000 laxa múrinn. Skilyrðin halda áfram að vera erfið í ánum á vesturlandi og það virðist ekki vera nægileg úrkoma í kortunum til að lyfta veiðiánum mikið upp en þó vonandi nóg til að hrista aðeins upp í hlutunum og gefa gott haustskot enda eiga árnar það flestar inni því það er ekki laxaskortur í þeim flestum. Hér fyrir neðan er topp tíu listinn yfir aflahæstu veiðiárnar á landinu en listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri Rangá - 7.428 Miðfjarðará - 3.677 Eystri Rangá - 2.976 Blanda - 2.330 Þverá/Kjarrá - 1.808 Norðurá - 1.297 Haffjarðará - 1.218 Langá - 1.159 Laxá í Aðaldal - 1.075 Laxá í Dölum - 1.021 Mest lesið Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði
Nú líður að lokum veiðitímans og fyrstu árnar að loka fyrir veiði en skilyrðin síðustu daga hafa verið afar erfið í flestum ánum. Það sem stendur upp úr tölunum fyrir veiði síðustu viku er vikuveiði yfir 1.000 laxa í Ytri Rangá en þar er mokveiði eftir að maðkur og spúnn fór að verða leyfilegt. Það er mikill lax í ánni og hún á eftir að fara hærra en þetta. Laxá í Dölum og Laxá í Aðaldal eru komnar yfir 1.000 laxa og þá eru það tíu ár í það heila sem eru komnar yfir 1.000 laxa múrinn. Skilyrðin halda áfram að vera erfið í ánum á vesturlandi og það virðist ekki vera nægileg úrkoma í kortunum til að lyfta veiðiánum mikið upp en þó vonandi nóg til að hrista aðeins upp í hlutunum og gefa gott haustskot enda eiga árnar það flestar inni því það er ekki laxaskortur í þeim flestum. Hér fyrir neðan er topp tíu listinn yfir aflahæstu veiðiárnar á landinu en listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri Rangá - 7.428 Miðfjarðará - 3.677 Eystri Rangá - 2.976 Blanda - 2.330 Þverá/Kjarrá - 1.808 Norðurá - 1.297 Haffjarðará - 1.218 Langá - 1.159 Laxá í Aðaldal - 1.075 Laxá í Dölum - 1.021
Mest lesið Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði