Asos klæðir lið Bretlands á Ólympíuleikum fatlaðra
Ristjórn skrifar
Breski fatarisinn Asos klæðir Breska liðið á opnunar- og lokunarhátíðunum á Ólympíuleikum fatlaðra. Samstarfið hefur staðið yfir í ár en afraksturinn er klassískur og einfaldur. Línan samanstendur af einföldum sniðum og litum breska fánans.
Alls munu 264 manns klæðast fötunum en það eru allir í liði Bretlands sem og aðstoðarfólk liðsmanna. Einn af yfirhönnuðum Asos, John Mooney, er í skýjunum yfir afrakstrinum og segist hafa notið þess að hanna föt á íþróttafólk.