„Við mættum hingað klukkan sjö og ætlum að vera hér í allan dag. Við ætlum líka að mæta klukkan sjö í fyrramálið. Við ætlum að vera fremstar, erum alveg búnar að plana þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún þær stöllur vel búnar, í tvennum buxum og þykkri úlpu. „Og Justin Bieber bol,“ segir hún.
Ragnheiður og Þórey eru sextán ára og fengu þær báðar, með leyfi foreldra, frí í skólanum í dag. Ragnheiður er í Tækniskólanum og Þórey nemur í Noregi.

„Ó já. Við erum búnar að bíða eftir honum í níu ár. Alveg síðan hann byrjaði bara,“ segir Ragnheiður.
En var ekkert erfitt að vakna í morgun?
„Jú svolítið. En maður gerir allt fyrir Justin,“ segir hún. Þó verði líklega erfiðara að vakna í fyrramálið þar sem tónleikarnir standi fram á kvöld.
Aðspurð segir Ragnheiður þær vinkonur lítið stressaðar fyrir deginum, en þær þurfa að bíða í tæpar fjórtán klukkustundir eftir að fá að sjá átrúnaðargoð sitt, sem stígur á svið í Kórnum klukkan 20.30. „Nei, við vorum smá stressaðar í morgun, en ekki lengur.“
Lokaspurning. Hvert er uppáhalds Justin Bieber-lagið þitt?
„Úff. Þetta er erfið spurning. Ætli ég segi ekki Boyfriend,“ svarar Ragnheiður, glöð í bragði.
