Heimurinn hrundi þegar Orri lést Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2020 09:30 Guðrún Jóna missti son sinn fyrir tíu árum síðan. Hún segir það engu líkt að þurfa að kveðja barnið sitt en í dag hjálpar hún öðrum í sömu stöðu. Vísir/Vilhelm Orri Ómarsson, sonur Guðrúnar Jónu Guðlaugsdóttur, framdi sjálfsvíg í janúarmánuði árið 2010. Guðrún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og missi sinn og nýti sér þau úrræði sem eru í boði þar sem það geti skipt sköpum við úrvinnslu sorgarinnar. Forvarnarstarf sé einnig mikilvægt þar sem sjálfsvíg séu aldrei rétta leiðin úr vanlíðan.Guðrún sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar verður rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir „Orri var ótrúlega flottur strákur. Frá því að hann fæddist var hann fljótur til alls og það lék einhvern veginn allt í höndunum á honum. Hann var bæði ótrúlega fljótur að læra að tala og hlaupa og góður í íþróttum. Hann var læs löngu áður en hann byrjaði í skóla og þetta var svona drengur sem gat allt,“ segir Guðrún um son sinn. Hún segir Orra hafa verið dreng sem sinnti öllu því sem hann tók sér fyrir hendur af miklum dugnaði. Hann stundaði íþróttir, gekk vel í fótboltanum og var vinamargur. Haustið 2009 hafði hann byrjað í Menntaskólanum í Reykjavík ásamt grunnskólavinum sínum úr Víðistaðaskóla og líkaði það vel. Á þeim tíma höfðu foreldrarnir ekki hugmynd um að honum liði illa. „Hann var glaður að sjóndeildarhringurinn væri að víkka, hafði alltaf verið einhvern veginn í Hafnarfirði. Þannig þetta kom bara eins og reiðarslag.“ Var ekki tilbúinn að fá nauðsynlega aðstoð Í október sama haust gerði Orri tilraun til sjálfsvígs. Hann tók lyf úr lyfjaskápnum á heimilinu en hringdi svo í foreldra sína og lét þau vita. Þá var hann fluttur á sjúkrahús þar sem var dælt úr honum og hann látinn drekka kol. „Hann fékk aðstoð á BUGL í framhaldinu en hann var ekki tilbúinn til að samþykkja að hann þyrfti einhverja aðstoð.“ Hún segir Orra líklega hafa verið að glíma við þunglyndi á þessum tíma. Hann hafi verið ótrúlega kátur fyrr um haustið en á stuttum tíma farið yfir í það að líða svo illa að hann sá ekki fyrir endann á því. Það eina sem hann hafi viljað gera er að drífa sig heim og undirbúa fyrstu jólaprófin í MR. „Það voru að koma próf og hann vildi bara fara að læra fyrir þau og tók jólaprófin í MR með glæsibrag – náði öllu og miklu betur en það þrátt fyrir að líða svona illa,“ segir Guðrún. Eftir prófin tók jólafríið við sem Guðrún segir hafa verið eins og hjá flestum unglingum. Orri sneri sólarhringnum við, svaf mikið og þau gerðu ekki miklar athugasemdir við það. Þau fundu þó að eitthvað væri að og í kjölfarið samþykkti hann að fá lyf. „Við vöktuðum hann þennan tíma. Pabbi hans fór ekki að sofa fyrr en hann var viss um að Orri væri sofnaður en við fundum að þetta var ekki eins og átti að vera og hann sættist nú á það, að hann væri sammála því. Honum liði ekki vel en hann vildi ekki ræða þetta mikið og var tilbúinn að fara á þunglyndislyf.“ Guðrún segir Orra hafa verið dreng sem gat allt sem hann ætlaði sér.Vísir/Vilhelm Andlátið setti lífið á hliðina Það var aðeins örfáum vikum eftir að Orri samþykkti að fara á lyf að reiðarslagið reið yfir. Hann hafði verið að taka þunglyndislyf í 3-4 vikur þegar hann framdi sjálfsvíg. Hún segist sjálf ekki hafa trúað því að það gæti gerst. „Maður trúði ekki að þetta gæti gerst. Þetta setur líf manns algjörlega á hliðina. Maður sér ekki á þessum tímapunkti að það sé hægt að halda áfram.“ Hún segist ekki muna hvernig henni leið á þeim tíma sem Orri dó. Það eina sem hún man að henni leið eins og það væri engin leið áfram. Margt á þessum tíma hafi meira að segja ekki rifjast upp fyrr en einhverjum árum seinna. „Heimurinn bara hrynur. Ég vissi það ekki fyrr en mörgum árum seinna þegar ég fór að setja saman fyrirlestur um minn missi að þá rifjuðu fjölskyldumeðlimir og vinir mínir það upp með mér að það þurfti að mata mig. Ég gat ekki farið ein í sturtu. Ég þurfti lyf til þess að sofna. Ég var algjört hrak og maður er það. Það er ekki hægt að lýsa þessu,“ segir Guðrún. Ekkert annað í boði en að halda áfram Þrátt fyrir að hafa liðið eins og engin leið væri fram á við segir Guðrún það hafa hjálpað þeim að eiga annað barn sem þurfti einnig að hlúa að. Bragi, litli bróðir Orra, var á þessum tíma tíu ára gamall og þurfti svör við ýmsum spurningum. „Hann hjálpaði okkur alveg gríðarlega mikið. Hann spurði allra óþægilegu spurninganna og var kveikjan að því líklega að allt ferlið og hvað kom upp á, þetta var allt saman rætt alveg fram og til baka. Allar spurningar sem komu upp, við hjónin settumst niður og svöruðum þeim bara á blaði,“ segir Guðrún. „Maður kemur alltaf aftur og aftur að sömu spurningunum. Hefði ég átt að gera þetta? Hefðum við átt að gera hitt? Þá er svo gott að geta sagt: „Já manstu, við vorum búin að ræða þetta“. Hún segist ekki kannski hafa verið meðvituð um það á þeim tíma en þau vissu þó bæði að þau þyrftu að halda áfram, þá sérstaklega Braga vegna. Þó þau hjónin hefðu verið mjög samstíga með það segir hún það ekki þýða að þau hafi farið sömu leið. „Okkur leið ekki alltaf nákvæmlega eins. Maður hleypur fram og til baka í gegnum þessar tilfinningar allar. Þegar ég var kannski reið þá var hann ekki reiður og hjálpaði mér í gegnum það,“ segir hún en bætir við að það sé ekki endilega eitthvað eitt rétt svar við þessum aðstæðum. „Það er engin ein rétt leið held ég. Ég held þó að sú leið sem við erum að fara í dag og við gerðum fyrir tíu árum og er verið að tala um að sé kannski rétta leiðin, það er að tala um áfallið og tala um missinn. Fara í gegnum þetta aftur og aftur og helst tala við alla sem maður hittir þess vegna.“ Guðrún tekur undir það að þetta sé eitthvað sem fylgi manni alla tíð. Sá missir sem fólk upplifir verður óhjákvæmilega stór hluti af sögu hvers og eins og því þurfi maður að geta brugðist við þeim spurningum sem vakna í tengslum við hann. „Þetta er partur af manni. Svo byrjar maður kannski á nýjum vinnustað eða fer í einhvern hóp og er spurður: Hvað átt þú mörg börn? Það er mjög algeng spurning. Ég vel það alltaf að segja að ég eigi þrjú börn en ég hafi tvö þeirra hjá mér,“ segir Guðrún. Það hjálpaði þeim hjónunum að eiga annað barn sem þurfti einnig að vinna úr því að hafa misst bróður sinn. Ári eftir andlát Orra eignuðust þau dóttur sína Bríeti, sem hefur fengið að kynnast eldri bróður sínum í gegnum minningar fjölskyldunnar.Vísir/Vilhelm „Ég veit að Orri vildi ekki deyja“ Eftir andlát Orra ákváðu þau hjónin að stofna Minningarsjóð Orra Ómarssonar. Sjóðurinn vinnur að forvörnum gegn sjálfsvígum og stuðningi við fólk sem misst hefur aðstandendur í sjálfsvígi. Sú hugmynd hafi vaknað fljótlega í kjölfarið. „Sjóðurinn hefur þýtt bók sem heitir Þrá eftir frelsi sem er bók sem við lásum ótrúlega mikið. Við lásum heilt bókasafn sem var pantað af Amazon. Svo las maður allt á netinu sem maður komst í. Það er þannig að það er mun meira í dag af lesefni og það er hægt að lesa meira um sjálfsvíg en fyrir tíu árum.“ Sjóðurinn heldur úti heimasíðunni sjalfsvig.is þar sem hægt er að finna upplýsingar fyrir aðstandendur og fyrir þá sem eru í sjálfsvígshugleiðingum eða líður illa. Hún segist vona að það efni sem hægt sé að finna á síðunni sé gagnlegt enda séu sjálfsvíg hvorki eina leiðin né rétta leiðin. Það þurfi alltaf að koma skýrt fram að það séu aðrar og betri leiðir út úr vanlíðan. „Það eru margar bækur sem fjalla um lífefnafræði og lífeðlisfræði tengda sjálfsvígum og andlegri vanlíðan og ég trúi því að þessi andlegu veikindi sem fólk er komið í séu bara efnafræði. Það er brenglun í efnaskiptum eins og getur orðið í öðrum efnaskiptasjúkdómum og fólk kemst á þann stað að sjá enga aðra leið en þessa. Það er eins og það verði einhver rörsýni og eina leiðin út úr þessari hræðilegu vanlíðan er að taka líf sitt,“ segir Guðrún og tekur sem dæmi að margir sem hafa mikla þekkingu á þessum veikindum velja sjálfir að fara þessa leið. „Þannig er að meira að segja þeir sem eiga að þekkja allar réttu leiðirnar, eins og læknar og geðlæknar og fleiri, þeir fara þessa leið sem segir manni að þetta sé ekki endilega stundarbrjálæði ungra karlmanna. Þetta er vanlíðan sem er svo hræðileg að þú afberð hana ekki. Þetta er eins og að vera endalaust með hræðilega sjóveiki.“ Hún segir það hafa hjálpað sér að læra þetta eftir andlát Orra. Hún hafi sjálf alla tíð hugsað það að hann hafi ekki viljað fara þessa leið. „Ég veit að Orri vildi ekki deyja. Hann vildi ekki fara frá okkur. En hann sá enga aðra leið. Ég hugsaði það aldrei að hann valdi það að deyja. Málið var að hann sá enga aðra leið í stöðunni en að deyja.“ „Fólk reyndi mjög mikið að finna einhverja ástæðu fyrir því að Orri fór á þennan hátt“ Guðrún segir skömm vera sterka tilfinningu meðal þeirra sem missa ástvini í sjálfsvígum. Sjálf hafi hún ekki upplifað skömmina þar sem hún vissi að hún hefði ekki getað gert neitt öðruvísi til þess að koma í veg fyrir það að Orri fór á þennan hátt. Orra er lýst sem hlýjum, góðum og duglegum dreng.Úr einkasafni „Það sem hjálpaði mér var að við höfðum bara átt gott líf. Við höfðum haft tækifæri til þess að ferðast og það gekk allt vel hjá Orra og hjá okkur. Ég allavega upplifði ekki skömmina og ég tók það strax,“ segir Guðrún en bætir þó við að fólk eigi oft erfitt með að horfast í augu við það að missa einhvern á þennan hátt. „Ég held að það sé eitt að því sem að hefur verið erfitt fyrir þá sem hefur misst í sjálfsvígi, að vera með beint bak og horfa framan í fólk og segja: Já, ég missti son minn í sjálfsvígi en líða vel í því að það hafi gert allt sem það gat til þess að koma í veg fyrir þetta.“ Þá segir hún ýmsa hafa reynt að finna ástæður fyrir því að Orri lést. Það hafi komið upp spurningar um hvort hann hafi átt kærustu sem hætti með honum, hvort hann hafi ekki verið valinn í liðið eða hvort hann hafi ekki náð prófunum. Það sé eðlilegt að spyrja slíkra spurninga en málið sé ekki svo einfalt. „Það er svo auðvelt fyrir mann að geta sett þetta í einhvern kassa. Barnið mitt, sem fúnkerar vel og gengur vel í öllu og á vini og er ekkert í einhverju rugli, þetta kemur ekki fyrir þar. Því miður er þetta flóknara. Þetta er svo miklu flóknara en það,“ segir Guðrún. „Það er svolítið auðvelt fyrir þá sem þekkja ekki neinn sem hefur farið í sjálfsvígi eða einhvern veginn að segja bara: Já, þeir sem fara þessa leið eru búnir að mála sig út í horn eða eru í fíkniefnum eða þetta er frá svona og svona heimili. Þess vegna veit ég að fólk reyndi mjög mikið að finna einhverja ástæðu fyrir því að Orri fór á þennan hátt.“ Hún segir ýmis persónueinkenni geta gert það að verkum að fólk sé útsetnara fyrir því að fara þessa leið. Til dæmis hafi Orri alla tíð verið harður af sér, axlað ábyrgð þegar illa gekk í íþróttum og viljað leysa málin. Hann hafi verið sterkastur þegar á reyndi. „Það eru allskonar aðstæður og grunnur sem fólk hefur sem gerir það líklegra til þess að fara þessa leið. Orri var til dæmis harðjaxl og það er ekki gott í þessu tilliti. Þú klárar málið. Því miður.“ Aðstandendur syrgjenda eiga oft erfitt Meðal þess sem minningarsjóðurinn hefur unnið að er að framleiða efni fyrir aðstandendur þeirra sem missa ástvini. Guðrún segir þá oft eiga erfitt í slíkum aðstæðum og viti ekki hvernig eigi að nálgast þá sem eru að ganga í gegnum missi. „Þegar maður lendir í því að missa þá upplifir maður það að ættingjar og vinir, þeir vita svona nokkurn veginn hvernig þeir eiga að haga sér og vera. Þeir sem standa aðeins lengra í burtu, þeir eiga bara mjög erfitt,“ segir Guðrún. „Þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að vera, þeir vita ekki hvert þeirra hlutverk er og þora jafnvel ekki að láta sjá sig. Maður sér þegar þeir líta undan í búðinni og allt þetta.“ Hún segir þó vini Orra hafa staðið sig eins vel og mögulegt var. „Vinir hans voru náttúrulega ótrúlega flottir og tóku saman minningabók og skrifuðu ýmislegt fallegt og létu í sér heyra.“ „Einn vinur hans sem var nú í fótboltanum bjó til lag þar sem Orri kemur fram í textanum. Það þykir manni auðvitað ótrúlega vænt um, að minningunni sé haldið á lofti í gegnum svona flotta tónlist,“ segir Guðrún og á þar við lagið Hvítur og tvítugur sem tónlistarmaðurinn Auður gaf út árið 2018. Hún segir það skipta miklu máli að jafn vinsæll tónlistarmaður og Auður nýti sinn vettvang til þess að vekja athygli á andlegri vanlíðan ungra karlmanna. Starf Sorgarmiðstöðar hjálpaði mikið Guðrún Jóna segist sjálf hafa lært mikið af því að hafa leitað sér aðstoðar eftir andlát Orra og nefnir þar sérstaklega Sorgarmiðstöð sem hún tengist sterkum böndum í dag. Þar getur fólk fundið viðeigandi aðstoð og stuðningshópa fyrir fólk í svipuðum aðstæðum og það sjálft. Sjálf segir hún Sorgarmiðstöð spila stórt hlutverk í sinni úrvinnslu. Sorgarmiðstöð sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og er samstarfsverkefni fjögurra grasrótarfélaga sem hafa öll unnið að því að aðstoða fólk eftir missi með þeirra sorgarúrvinnslu. Samtökin eru Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. Þar er boðið upp á hópastarf og fræðslu fyrir fólk sem er sniðin að aðstæðum hvers og eins. „Sorgarmiðstöð byggir á gömlum grunni og við hjónin fórum um það bil fjórum mánuðum eftir okkar missi í hóp foreldra sem hafði misst. Það var alveg ótrúlega gott að hitta aðra í sömu stöðu. Ef þú hefur ekki misst barn þá veistu ekki hvernig það er. Það er engu líkt.“ Hún segir hópastarfið hafa gert mikið fyrir þau hjónin og það hafi verið ákveðið haldreipi fyrir þau að mæta. Þar hafi þau hitt hóp foreldra sem hjálpaði hvort öðru að vinna úr sínum missi yfir sex vikna tímabil. Í hópnum hafi hún einnig getað fundið fyrirmyndir í öðrum í svipuðum aðstæðum sem gaf henni von á verstu tímum og nefnir þar sérstaklega Steinunni Sigurþórsdóttur. „Hún missti son sinn og hún var komin lengra í ferlinu. Hún var með þeim prestunum að læra að vera sá sem leiðir svona hóp og það var svo frábært að fylgjast með Steinunni því hún var bæði með maskara og varalit, sem var eitthvað sem var algjörlega óhugsandi að maður myndi nokkurn tímann setja á sig á þessum tíma,“ segir Guðrún. „Hún var að halda áfram með lífið. Hún var að hlaupa og halda minningu sonar síns á lofti með þessu.“ Guðrún tengist Sorgarmiðstöð sterkum böndum í dag þar sem aðstandendur geta fengið stuðning og fræðslu. Hún sjálf leiðbeinir fólki sem missir ástvini í sjálfsvígi og segir starfið erfitt en fyrst og fremst gefandi.Vísir/Vilhelm Gefandi að geta hjálpað öðrum Í dag starfar Guðrún sjálf mikið með Sorgarmiðstöð og stýrir nú hópi fyrir fólk sem hefur misst í sjálfsvígi. Hún segir kjarnann í vinnu Sorgarmiðstöðvar vera lokaða stuðningshópa og hóparstarf þar sem fólk getur fengið aðstoð frá fagfólki og fólki með reynslu.Sjá einnig: Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn „Það gefur manni mjög mikið að fylgja fólki í gegnum þennan sársauka og reyna að hjálpa þeim með því að hjálpa hvert öðru að komast í gegnum þetta,“ segir Guðrún en viðurkennir þó að það geti tekið á. „Það er alltaf erfitt. Þessar vikur sem þessi námskeið eru í gangi, það rífur ofan af sárinu og þetta tekur á – ég skal alveg viðurkenna það – þetta rífur ofan af sárinu en ég held það sé gott. Það er alltaf ör eftir og þetta fer aldrei frá manni.“ Hún segir þó kostina vera göllunum yfirsterkari. „Það gefur mér meira að geta hjálpað öðrum og miðlað heldur en hvað þetta tekur á. Þetta tekur á mann, það er bara þannig, en þetta gefur mér meira.“Sorgarmiðstöð býður upp á stuðning við syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Sorgarmiðstöð er öllum opin og hægt er að kynna sér starfsemi hennar á heimasíðu miðstöðvarinnar eða í síma 551-4141. Næsti hópur fyrir aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi fer af stað þann 26. febrúar og fer skráning fram hér.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Missir Tengdar fréttir Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00 Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Orri Ómarsson, sonur Guðrúnar Jónu Guðlaugsdóttur, framdi sjálfsvíg í janúarmánuði árið 2010. Guðrún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og missi sinn og nýti sér þau úrræði sem eru í boði þar sem það geti skipt sköpum við úrvinnslu sorgarinnar. Forvarnarstarf sé einnig mikilvægt þar sem sjálfsvíg séu aldrei rétta leiðin úr vanlíðan.Guðrún sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar verður rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir „Orri var ótrúlega flottur strákur. Frá því að hann fæddist var hann fljótur til alls og það lék einhvern veginn allt í höndunum á honum. Hann var bæði ótrúlega fljótur að læra að tala og hlaupa og góður í íþróttum. Hann var læs löngu áður en hann byrjaði í skóla og þetta var svona drengur sem gat allt,“ segir Guðrún um son sinn. Hún segir Orra hafa verið dreng sem sinnti öllu því sem hann tók sér fyrir hendur af miklum dugnaði. Hann stundaði íþróttir, gekk vel í fótboltanum og var vinamargur. Haustið 2009 hafði hann byrjað í Menntaskólanum í Reykjavík ásamt grunnskólavinum sínum úr Víðistaðaskóla og líkaði það vel. Á þeim tíma höfðu foreldrarnir ekki hugmynd um að honum liði illa. „Hann var glaður að sjóndeildarhringurinn væri að víkka, hafði alltaf verið einhvern veginn í Hafnarfirði. Þannig þetta kom bara eins og reiðarslag.“ Var ekki tilbúinn að fá nauðsynlega aðstoð Í október sama haust gerði Orri tilraun til sjálfsvígs. Hann tók lyf úr lyfjaskápnum á heimilinu en hringdi svo í foreldra sína og lét þau vita. Þá var hann fluttur á sjúkrahús þar sem var dælt úr honum og hann látinn drekka kol. „Hann fékk aðstoð á BUGL í framhaldinu en hann var ekki tilbúinn til að samþykkja að hann þyrfti einhverja aðstoð.“ Hún segir Orra líklega hafa verið að glíma við þunglyndi á þessum tíma. Hann hafi verið ótrúlega kátur fyrr um haustið en á stuttum tíma farið yfir í það að líða svo illa að hann sá ekki fyrir endann á því. Það eina sem hann hafi viljað gera er að drífa sig heim og undirbúa fyrstu jólaprófin í MR. „Það voru að koma próf og hann vildi bara fara að læra fyrir þau og tók jólaprófin í MR með glæsibrag – náði öllu og miklu betur en það þrátt fyrir að líða svona illa,“ segir Guðrún. Eftir prófin tók jólafríið við sem Guðrún segir hafa verið eins og hjá flestum unglingum. Orri sneri sólarhringnum við, svaf mikið og þau gerðu ekki miklar athugasemdir við það. Þau fundu þó að eitthvað væri að og í kjölfarið samþykkti hann að fá lyf. „Við vöktuðum hann þennan tíma. Pabbi hans fór ekki að sofa fyrr en hann var viss um að Orri væri sofnaður en við fundum að þetta var ekki eins og átti að vera og hann sættist nú á það, að hann væri sammála því. Honum liði ekki vel en hann vildi ekki ræða þetta mikið og var tilbúinn að fara á þunglyndislyf.“ Guðrún segir Orra hafa verið dreng sem gat allt sem hann ætlaði sér.Vísir/Vilhelm Andlátið setti lífið á hliðina Það var aðeins örfáum vikum eftir að Orri samþykkti að fara á lyf að reiðarslagið reið yfir. Hann hafði verið að taka þunglyndislyf í 3-4 vikur þegar hann framdi sjálfsvíg. Hún segist sjálf ekki hafa trúað því að það gæti gerst. „Maður trúði ekki að þetta gæti gerst. Þetta setur líf manns algjörlega á hliðina. Maður sér ekki á þessum tímapunkti að það sé hægt að halda áfram.“ Hún segist ekki muna hvernig henni leið á þeim tíma sem Orri dó. Það eina sem hún man að henni leið eins og það væri engin leið áfram. Margt á þessum tíma hafi meira að segja ekki rifjast upp fyrr en einhverjum árum seinna. „Heimurinn bara hrynur. Ég vissi það ekki fyrr en mörgum árum seinna þegar ég fór að setja saman fyrirlestur um minn missi að þá rifjuðu fjölskyldumeðlimir og vinir mínir það upp með mér að það þurfti að mata mig. Ég gat ekki farið ein í sturtu. Ég þurfti lyf til þess að sofna. Ég var algjört hrak og maður er það. Það er ekki hægt að lýsa þessu,“ segir Guðrún. Ekkert annað í boði en að halda áfram Þrátt fyrir að hafa liðið eins og engin leið væri fram á við segir Guðrún það hafa hjálpað þeim að eiga annað barn sem þurfti einnig að hlúa að. Bragi, litli bróðir Orra, var á þessum tíma tíu ára gamall og þurfti svör við ýmsum spurningum. „Hann hjálpaði okkur alveg gríðarlega mikið. Hann spurði allra óþægilegu spurninganna og var kveikjan að því líklega að allt ferlið og hvað kom upp á, þetta var allt saman rætt alveg fram og til baka. Allar spurningar sem komu upp, við hjónin settumst niður og svöruðum þeim bara á blaði,“ segir Guðrún. „Maður kemur alltaf aftur og aftur að sömu spurningunum. Hefði ég átt að gera þetta? Hefðum við átt að gera hitt? Þá er svo gott að geta sagt: „Já manstu, við vorum búin að ræða þetta“. Hún segist ekki kannski hafa verið meðvituð um það á þeim tíma en þau vissu þó bæði að þau þyrftu að halda áfram, þá sérstaklega Braga vegna. Þó þau hjónin hefðu verið mjög samstíga með það segir hún það ekki þýða að þau hafi farið sömu leið. „Okkur leið ekki alltaf nákvæmlega eins. Maður hleypur fram og til baka í gegnum þessar tilfinningar allar. Þegar ég var kannski reið þá var hann ekki reiður og hjálpaði mér í gegnum það,“ segir hún en bætir við að það sé ekki endilega eitthvað eitt rétt svar við þessum aðstæðum. „Það er engin ein rétt leið held ég. Ég held þó að sú leið sem við erum að fara í dag og við gerðum fyrir tíu árum og er verið að tala um að sé kannski rétta leiðin, það er að tala um áfallið og tala um missinn. Fara í gegnum þetta aftur og aftur og helst tala við alla sem maður hittir þess vegna.“ Guðrún tekur undir það að þetta sé eitthvað sem fylgi manni alla tíð. Sá missir sem fólk upplifir verður óhjákvæmilega stór hluti af sögu hvers og eins og því þurfi maður að geta brugðist við þeim spurningum sem vakna í tengslum við hann. „Þetta er partur af manni. Svo byrjar maður kannski á nýjum vinnustað eða fer í einhvern hóp og er spurður: Hvað átt þú mörg börn? Það er mjög algeng spurning. Ég vel það alltaf að segja að ég eigi þrjú börn en ég hafi tvö þeirra hjá mér,“ segir Guðrún. Það hjálpaði þeim hjónunum að eiga annað barn sem þurfti einnig að vinna úr því að hafa misst bróður sinn. Ári eftir andlát Orra eignuðust þau dóttur sína Bríeti, sem hefur fengið að kynnast eldri bróður sínum í gegnum minningar fjölskyldunnar.Vísir/Vilhelm „Ég veit að Orri vildi ekki deyja“ Eftir andlát Orra ákváðu þau hjónin að stofna Minningarsjóð Orra Ómarssonar. Sjóðurinn vinnur að forvörnum gegn sjálfsvígum og stuðningi við fólk sem misst hefur aðstandendur í sjálfsvígi. Sú hugmynd hafi vaknað fljótlega í kjölfarið. „Sjóðurinn hefur þýtt bók sem heitir Þrá eftir frelsi sem er bók sem við lásum ótrúlega mikið. Við lásum heilt bókasafn sem var pantað af Amazon. Svo las maður allt á netinu sem maður komst í. Það er þannig að það er mun meira í dag af lesefni og það er hægt að lesa meira um sjálfsvíg en fyrir tíu árum.“ Sjóðurinn heldur úti heimasíðunni sjalfsvig.is þar sem hægt er að finna upplýsingar fyrir aðstandendur og fyrir þá sem eru í sjálfsvígshugleiðingum eða líður illa. Hún segist vona að það efni sem hægt sé að finna á síðunni sé gagnlegt enda séu sjálfsvíg hvorki eina leiðin né rétta leiðin. Það þurfi alltaf að koma skýrt fram að það séu aðrar og betri leiðir út úr vanlíðan. „Það eru margar bækur sem fjalla um lífefnafræði og lífeðlisfræði tengda sjálfsvígum og andlegri vanlíðan og ég trúi því að þessi andlegu veikindi sem fólk er komið í séu bara efnafræði. Það er brenglun í efnaskiptum eins og getur orðið í öðrum efnaskiptasjúkdómum og fólk kemst á þann stað að sjá enga aðra leið en þessa. Það er eins og það verði einhver rörsýni og eina leiðin út úr þessari hræðilegu vanlíðan er að taka líf sitt,“ segir Guðrún og tekur sem dæmi að margir sem hafa mikla þekkingu á þessum veikindum velja sjálfir að fara þessa leið. „Þannig er að meira að segja þeir sem eiga að þekkja allar réttu leiðirnar, eins og læknar og geðlæknar og fleiri, þeir fara þessa leið sem segir manni að þetta sé ekki endilega stundarbrjálæði ungra karlmanna. Þetta er vanlíðan sem er svo hræðileg að þú afberð hana ekki. Þetta er eins og að vera endalaust með hræðilega sjóveiki.“ Hún segir það hafa hjálpað sér að læra þetta eftir andlát Orra. Hún hafi sjálf alla tíð hugsað það að hann hafi ekki viljað fara þessa leið. „Ég veit að Orri vildi ekki deyja. Hann vildi ekki fara frá okkur. En hann sá enga aðra leið. Ég hugsaði það aldrei að hann valdi það að deyja. Málið var að hann sá enga aðra leið í stöðunni en að deyja.“ „Fólk reyndi mjög mikið að finna einhverja ástæðu fyrir því að Orri fór á þennan hátt“ Guðrún segir skömm vera sterka tilfinningu meðal þeirra sem missa ástvini í sjálfsvígum. Sjálf hafi hún ekki upplifað skömmina þar sem hún vissi að hún hefði ekki getað gert neitt öðruvísi til þess að koma í veg fyrir það að Orri fór á þennan hátt. Orra er lýst sem hlýjum, góðum og duglegum dreng.Úr einkasafni „Það sem hjálpaði mér var að við höfðum bara átt gott líf. Við höfðum haft tækifæri til þess að ferðast og það gekk allt vel hjá Orra og hjá okkur. Ég allavega upplifði ekki skömmina og ég tók það strax,“ segir Guðrún en bætir þó við að fólk eigi oft erfitt með að horfast í augu við það að missa einhvern á þennan hátt. „Ég held að það sé eitt að því sem að hefur verið erfitt fyrir þá sem hefur misst í sjálfsvígi, að vera með beint bak og horfa framan í fólk og segja: Já, ég missti son minn í sjálfsvígi en líða vel í því að það hafi gert allt sem það gat til þess að koma í veg fyrir þetta.“ Þá segir hún ýmsa hafa reynt að finna ástæður fyrir því að Orri lést. Það hafi komið upp spurningar um hvort hann hafi átt kærustu sem hætti með honum, hvort hann hafi ekki verið valinn í liðið eða hvort hann hafi ekki náð prófunum. Það sé eðlilegt að spyrja slíkra spurninga en málið sé ekki svo einfalt. „Það er svo auðvelt fyrir mann að geta sett þetta í einhvern kassa. Barnið mitt, sem fúnkerar vel og gengur vel í öllu og á vini og er ekkert í einhverju rugli, þetta kemur ekki fyrir þar. Því miður er þetta flóknara. Þetta er svo miklu flóknara en það,“ segir Guðrún. „Það er svolítið auðvelt fyrir þá sem þekkja ekki neinn sem hefur farið í sjálfsvígi eða einhvern veginn að segja bara: Já, þeir sem fara þessa leið eru búnir að mála sig út í horn eða eru í fíkniefnum eða þetta er frá svona og svona heimili. Þess vegna veit ég að fólk reyndi mjög mikið að finna einhverja ástæðu fyrir því að Orri fór á þennan hátt.“ Hún segir ýmis persónueinkenni geta gert það að verkum að fólk sé útsetnara fyrir því að fara þessa leið. Til dæmis hafi Orri alla tíð verið harður af sér, axlað ábyrgð þegar illa gekk í íþróttum og viljað leysa málin. Hann hafi verið sterkastur þegar á reyndi. „Það eru allskonar aðstæður og grunnur sem fólk hefur sem gerir það líklegra til þess að fara þessa leið. Orri var til dæmis harðjaxl og það er ekki gott í þessu tilliti. Þú klárar málið. Því miður.“ Aðstandendur syrgjenda eiga oft erfitt Meðal þess sem minningarsjóðurinn hefur unnið að er að framleiða efni fyrir aðstandendur þeirra sem missa ástvini. Guðrún segir þá oft eiga erfitt í slíkum aðstæðum og viti ekki hvernig eigi að nálgast þá sem eru að ganga í gegnum missi. „Þegar maður lendir í því að missa þá upplifir maður það að ættingjar og vinir, þeir vita svona nokkurn veginn hvernig þeir eiga að haga sér og vera. Þeir sem standa aðeins lengra í burtu, þeir eiga bara mjög erfitt,“ segir Guðrún. „Þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að vera, þeir vita ekki hvert þeirra hlutverk er og þora jafnvel ekki að láta sjá sig. Maður sér þegar þeir líta undan í búðinni og allt þetta.“ Hún segir þó vini Orra hafa staðið sig eins vel og mögulegt var. „Vinir hans voru náttúrulega ótrúlega flottir og tóku saman minningabók og skrifuðu ýmislegt fallegt og létu í sér heyra.“ „Einn vinur hans sem var nú í fótboltanum bjó til lag þar sem Orri kemur fram í textanum. Það þykir manni auðvitað ótrúlega vænt um, að minningunni sé haldið á lofti í gegnum svona flotta tónlist,“ segir Guðrún og á þar við lagið Hvítur og tvítugur sem tónlistarmaðurinn Auður gaf út árið 2018. Hún segir það skipta miklu máli að jafn vinsæll tónlistarmaður og Auður nýti sinn vettvang til þess að vekja athygli á andlegri vanlíðan ungra karlmanna. Starf Sorgarmiðstöðar hjálpaði mikið Guðrún Jóna segist sjálf hafa lært mikið af því að hafa leitað sér aðstoðar eftir andlát Orra og nefnir þar sérstaklega Sorgarmiðstöð sem hún tengist sterkum böndum í dag. Þar getur fólk fundið viðeigandi aðstoð og stuðningshópa fyrir fólk í svipuðum aðstæðum og það sjálft. Sjálf segir hún Sorgarmiðstöð spila stórt hlutverk í sinni úrvinnslu. Sorgarmiðstöð sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og er samstarfsverkefni fjögurra grasrótarfélaga sem hafa öll unnið að því að aðstoða fólk eftir missi með þeirra sorgarúrvinnslu. Samtökin eru Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. Þar er boðið upp á hópastarf og fræðslu fyrir fólk sem er sniðin að aðstæðum hvers og eins. „Sorgarmiðstöð byggir á gömlum grunni og við hjónin fórum um það bil fjórum mánuðum eftir okkar missi í hóp foreldra sem hafði misst. Það var alveg ótrúlega gott að hitta aðra í sömu stöðu. Ef þú hefur ekki misst barn þá veistu ekki hvernig það er. Það er engu líkt.“ Hún segir hópastarfið hafa gert mikið fyrir þau hjónin og það hafi verið ákveðið haldreipi fyrir þau að mæta. Þar hafi þau hitt hóp foreldra sem hjálpaði hvort öðru að vinna úr sínum missi yfir sex vikna tímabil. Í hópnum hafi hún einnig getað fundið fyrirmyndir í öðrum í svipuðum aðstæðum sem gaf henni von á verstu tímum og nefnir þar sérstaklega Steinunni Sigurþórsdóttur. „Hún missti son sinn og hún var komin lengra í ferlinu. Hún var með þeim prestunum að læra að vera sá sem leiðir svona hóp og það var svo frábært að fylgjast með Steinunni því hún var bæði með maskara og varalit, sem var eitthvað sem var algjörlega óhugsandi að maður myndi nokkurn tímann setja á sig á þessum tíma,“ segir Guðrún. „Hún var að halda áfram með lífið. Hún var að hlaupa og halda minningu sonar síns á lofti með þessu.“ Guðrún tengist Sorgarmiðstöð sterkum böndum í dag þar sem aðstandendur geta fengið stuðning og fræðslu. Hún sjálf leiðbeinir fólki sem missir ástvini í sjálfsvígi og segir starfið erfitt en fyrst og fremst gefandi.Vísir/Vilhelm Gefandi að geta hjálpað öðrum Í dag starfar Guðrún sjálf mikið með Sorgarmiðstöð og stýrir nú hópi fyrir fólk sem hefur misst í sjálfsvígi. Hún segir kjarnann í vinnu Sorgarmiðstöðvar vera lokaða stuðningshópa og hóparstarf þar sem fólk getur fengið aðstoð frá fagfólki og fólki með reynslu.Sjá einnig: Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn „Það gefur manni mjög mikið að fylgja fólki í gegnum þennan sársauka og reyna að hjálpa þeim með því að hjálpa hvert öðru að komast í gegnum þetta,“ segir Guðrún en viðurkennir þó að það geti tekið á. „Það er alltaf erfitt. Þessar vikur sem þessi námskeið eru í gangi, það rífur ofan af sárinu og þetta tekur á – ég skal alveg viðurkenna það – þetta rífur ofan af sárinu en ég held það sé gott. Það er alltaf ör eftir og þetta fer aldrei frá manni.“ Hún segir þó kostina vera göllunum yfirsterkari. „Það gefur mér meira að geta hjálpað öðrum og miðlað heldur en hvað þetta tekur á. Þetta tekur á mann, það er bara þannig, en þetta gefur mér meira.“Sorgarmiðstöð býður upp á stuðning við syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Sorgarmiðstöð er öllum opin og hægt er að kynna sér starfsemi hennar á heimasíðu miðstöðvarinnar eða í síma 551-4141. Næsti hópur fyrir aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi fer af stað þann 26. febrúar og fer skráning fram hér.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Missir Tengdar fréttir Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00 Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Starfar á landamærum lífs og dauða Vigfús Bjarni Albertsson hefur starfað sem sjúkrahússprestur í fimmtán ár og má því segja að hann starfi með sorginni á hverjum degi. Sjálfur segist hann vinna á landamærum lífs og dauða og hefur því meiri innsýn en margur inn í þessi óhjákvæmilegu tímamót sem verða í lífi hvers einstaklings. 11. janúar 2020 07:00
Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00