„Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2020 14:00 Gurrý hefur verið einn vinsælasti einkaþjálfari landsins í mörg ár. MYND/EMILÍA ANNA „Ég hef heyrt að ég sé alltaf að reyna að drepa fólk í ræktinni, sé svakalega hörð og tillitslaus. Fyrst særði það mig því ég er ekki þannig, en ég veit hvaðan þetta kemur,“ segir Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, í ítarlegu viðtali í DV í dag. Í viðtalinu kemur fram að hún sé skilin á að borði og sæng við eiginmann sinn Markús Má Þorgeirsson eftir 17 ára hjónaband. Gurrý er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hún segir að fólk líti á hana sem harða og erfiða og það hafi mikið til byrjað eftir að hún fór að birtast á skjánum í Biggest Loser. Mesta kryddið sýnt „Biggest Loser er auðvitað sjónvarpsefni þar sem búið er að klippa allt til, þannig að bara mesta kryddið er sýnt og samtöl jafnvel ekki sýnd í heilu lagi. Ég segi alveg það sem mér finnst, en ég er passlega næs,“ segir hún í samtali við DV. „Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum. Sumir eru bara fífl. En síðan eru eins og gengur aðrir sem vita ekki betur, draga upp einhverja mynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Auðvitað er það stundum óþægilegt að heyra hvernig fólk heldur að ég sé og misskilur mig. Ég veit að ég tala frekar hátt og er að reyna að vanda mig við að milda tóninn í röddinni. Ég geng um bein í baki og virðist hörð í gegn en er bara ósköp venjuleg kona sem fær appelsínuhúð og ber falleg ör eftir að hafa gengið með þrjú börn. Ég elska fólk og ég elska að fylgjast með árangri þeirra sem ég er að hjálpa. Ég er sátt við mig, líður vel þar sem ég er.“ Gurrý fór af stað með morgunæfingar á Vísi á dögunum og birtust nokkrir þættir þar sem fólk gat æft heima hjá sér í samkomubanni. Ástin og lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
„Ég hef heyrt að ég sé alltaf að reyna að drepa fólk í ræktinni, sé svakalega hörð og tillitslaus. Fyrst særði það mig því ég er ekki þannig, en ég veit hvaðan þetta kemur,“ segir Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, í ítarlegu viðtali í DV í dag. Í viðtalinu kemur fram að hún sé skilin á að borði og sæng við eiginmann sinn Markús Má Þorgeirsson eftir 17 ára hjónaband. Gurrý er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins. Hún segir að fólk líti á hana sem harða og erfiða og það hafi mikið til byrjað eftir að hún fór að birtast á skjánum í Biggest Loser. Mesta kryddið sýnt „Biggest Loser er auðvitað sjónvarpsefni þar sem búið er að klippa allt til, þannig að bara mesta kryddið er sýnt og samtöl jafnvel ekki sýnd í heilu lagi. Ég segi alveg það sem mér finnst, en ég er passlega næs,“ segir hún í samtali við DV. „Ég hef heyrt margt ljótt um mig, sérstaklega frá konum. Sumir eru bara fífl. En síðan eru eins og gengur aðrir sem vita ekki betur, draga upp einhverja mynd sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Auðvitað er það stundum óþægilegt að heyra hvernig fólk heldur að ég sé og misskilur mig. Ég veit að ég tala frekar hátt og er að reyna að vanda mig við að milda tóninn í röddinni. Ég geng um bein í baki og virðist hörð í gegn en er bara ósköp venjuleg kona sem fær appelsínuhúð og ber falleg ör eftir að hafa gengið með þrjú börn. Ég elska fólk og ég elska að fylgjast með árangri þeirra sem ég er að hjálpa. Ég er sátt við mig, líður vel þar sem ég er.“ Gurrý fór af stað með morgunæfingar á Vísi á dögunum og birtust nokkrir þættir þar sem fólk gat æft heima hjá sér í samkomubanni.
Ástin og lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira