Minningin um mömmu fylgir okkur alla tíð Sylvía Hall skrifar 22. febrúar 2020 09:00 Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman. Þau segja erfiðleikana hafa styrkt sambandið þó þau fari sínar eigin leiðir í lífinu. Vísir/Vilhelm Systkinin Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa alla tíð verið nokkuð samrýnd að eigin sögn. Þau ólust meðal annars upp í Vesturbæ Reykjavíkur en lengst af í Ártúnsholti með foreldrum sínum og systur og áttu hefðbundið uppeldi þar sem tómstundir og félagslíf skipuðu stóran sess. Þegar þau voru bæði í kringum tvítugsaldurinn lentu þau í því að foreldrar þeirra greindust með erfiða sjúkdóma með stuttu millibili. Móðir þeirra, Kristín Steinarsdóttir, lést árið 2012. Áslaug Arna og Magnús segja sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar er rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin birtast á Vísi á laugardögum. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Áslaug Arna og Magnús „Við vorum mikið saman en höfðum mjög ólík áhugamál. Ég var í hestum og hann í fótbolta, hann fór í tölvunarfræði og ég í lögfræði. Við erum alveg ólík að mjög mörgu leyti en samt einhvern veginn ótrúlega góðir vinir. Við vorum kannski hefðbundnir vinir fyrst en svo ágerðist það með árunum,“ segir Áslaug um samband þeirra systkina. „Við fórum bæði í Versló og kynntumst aðeins þar,“ segir Magnús og tekur undir það að þau systkinin hafi alltaf verið góðir vinir. „Núna er hann kannski kallaður bróðir Áslaugar, en þá var ég systir Magga,“ segir Áslaug og hlær. Það er kannski engin furða að fleiri kannist við nafn Áslaugar, enda er hún dómsmálaráðherra og sá yngsti í sögu lýðveldisins. Þau systkinin halda þó miklu sambandi, eyða miklum tíma saman og eru góðir vinir öll þrjú; Magnús, Áslaug og systir þeirra Nína Kristín. Alltaf verið góður andi í fjölskyldunni Fjölskyldan flutti í Ártúnsholtið þar sem Nína notaðist við göngugrind á þeim tíma og fyrra húsnæði hentaði ekki fyrir hreyfihamlaða. Hún glímir við sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm og notast í dag við hjólastól. „Hún er þremur árum yngri en ég - þetta er mjög skipulagt, það eru þrjú ár á milli okkar allra,“ segir Áslaug um systur sína. „Hún er með einstakan sjúkdóm og enginn annar á Íslandi er með þennan sjúkdóm. Það hefur kannski líka styrkt vinasamband okkar Magga, bæði því hún fékk, og fær eðlilega, mikla athygli. Það kannski svona styrkti okkur, bæði allar áskoranirnar sem komu með hennar sjúkdómi fyrir fjölskylduna og foreldra okkar,“ segir Áslaug og Magnús tekur undir það: „Það hefur alltaf verið góður andi í fjölskyldunni.“ Fjölskyldan hefur alla tíð verið náin að sögn systkinanna.Úr einkasafni Hræðslan að missa pabba og svo mömmu Árin 2009 og 2010 urðu miklar breytingar hjá fjölskyldunni. Tvö áföll dundu yfir með stuttu millibili sem fjölskyldan þurfti að takast á við í sameiningu. „Pabbi greinist með eitilfrumuhvítblæði árið 2009, sem er í rauninni sérstakt tilvik af krabbameini. Svo greinist mamma með brjóstakrabbamein árið 2010. Þá urðu talsverðar sviptingar á mjög stuttum tíma. Við náttúrulega vorum sú fjölskylda sem við vorum og ræddum þetta vel og það voru allir þarna sem studdu alla,“ segir Magnús. Áslaug tekur undir það að fjölskyldan hafi tekist á við þetta í sameiningu. Hlutirnir hafi verið ræddir og passað að allir væru meðvitaðir um hver staðan væri. „Þau voru líka rosalega opin með þetta. Ég var nítján og Maggi rétt yfir tvítugt og þetta var bara rætt, okkur sagt frá öllu og það var held ég rosa mikilvægt þó það gerði mann líka hræddan. Ég held að það sé betra en að vera í myrkrinu og vita minna. Maður er auðvitað bara ungur og hvort sem það eru börn eða annað, ég held að meiri vitneskja hjálpi alltaf til,“ segir Áslaug en viðurkennir þó að ákveðin hræðsla hafi fylgt. „Þetta voru kannski svolítið skrítnar tilfinningar því pabbi fær svona krónískt hvítblæði eins og þetta er stundum kallað og er nokkuð góður í dag, þessu er bara haldið niðri. Fyrst fékk ég upplifunina að við værum að fara missa pabba okkar og sú tilfnning lifði í nokkra mánuði. Maður næði kannski ekki að upplifa allskonar hluti með pabba. Það var svona hræðslan þá og svo einhvern veginn stuttu seinna kemur bara: Nei, ókei, það gæti verið mamma.“ Hún segist fljótlega hafa upplifað þá hræðslu um stundirnar sem hún myndi missa af með foreldrum sínum ef allt færi á versta veg. Það að syrgja það sem aldrei varð en hefði mögulega átt að verða. „Það kom strax fyrst hjá mér þessi hræðsla við það sem maður gæti misst af.“ Hræðslan við það sem gæti orðið var þó ekki eina sem lagðist þungt á systkinin, enda erfitt að horfa upp á báða foreldra í erfiðum læknismeðferðum samtímis. Magnús minnist þess sérstaklega þegar foreldrar hans voru á spítalanum samtímis og segir það vera aðstæður sem fæstir ættu að þurfa að upplifa. „Þegar pabbi er í lyfjameðferð og ég fer með honum upp á Landspítala í lyfjameðferð og svo er ég með honum, og það tekur svolítinn tíma fyrir skammtinn að ganga í gegn. Þá labba ég niður á hæðina fyrir neðan þar sem mamma liggur og er þá nýkomin úr sinni meðferð. Það var ekki óskandi að hafa báða foreldrana á sama tíma í sama ferlinu. Það situr alltaf í mér, þá var maður að reyna að halda á keflinu fyrir þau.“ Náðu að vera saman þegar mamma kvaddi Árið 2011 hafði móðir þeirra klárað og hafði í raun fengið þau skilaboð að hún væri á batavegi. Fjölskyldan fór á þeim tíma í ferð til Kaliforníu þar sem móðir þeirra hafði áður stundað nám við Stanford-háskóla á sínum yngri árum og segja þau bæði þá ferð hafa verið dýrmæta. Sama ár versnaði þó ástand hennar til muna. „Árið 2011 þá er krabbameinið farið að dreifa sér meira [...] Hún átti hún svona sínar góðu stundir 2012 og var alveg góð stundum og gat alveg gert ýmislegt. Svo deyr hún í nóvember 2012,“ segir Magnús. Systkinin héldu bæði í vonina þó útlitið væri ekki alltaf gott.Vísir/Vilhelm Aðspurð segist Áslaug alveg hafa leitt hugann að því að svo gæti farið. Það eigi við um flesta sem eiga aðstandendur sem greinast með krabbamein enda margir sem þurfa að berjast við þann sjúkdóm. Hún hafði þó alltaf haldið fast í góðar fréttir. „Maður sér svo marga deyja út af þessum sjúkdómi á svo marga mismunandi vegu og á mislöngum tíma. Ég held að allir ímyndi sér að það gæti komið fyrir, en maður hélt samt alveg í vonina. Sérstaklega þegar það voru blikur á lofti,“ segir Áslaug. „Þá var maður auðvitað bara: Heyrðu, þetta gæti verið í lagi og við gætum haldið áfram. En að sama skapi hugsar maður það alltaf og þegar leið á fórum við að undirbúa okkur undir það, en ég held að sama hvað þú reynir að undirbúa þig undir það – þú ert aldrei undirbúinn undir það. Maður veit ekki í hvað maður er að ganga.“ Magnús tekur í sama streng og segist alltaf hafa reynt eftir fremsta megni að vera bjartsýnn. Það hafi þó verið gott eftir á að hyggja að þau hafi náð að vera saman þegar kom að kveðjustundinni. „Ég tek alveg undir það sem Áslaug segir. Maður var alltaf bjartsýnn og maður hafði aldrei trú á því að þetta færi á versta veg þó maður væri aðeins búinn að pæla í því. Maður einhvern veginn sá það ekki gerast. Svo fór sem fór en mér fannst alveg einn mikilvægur punktur í öllu ferlinu að við náðum öll að vera saman þegar mamma dó.“ Nína er „ljósið í myrkrinu“ Á sama tíma og fjölskyldan þurfti að takast á við veikindi foreldranna kom bakslag hjá Nínu. Það var því farið með hana út til Boston og náði móðir þeirra að fara með henni út þar sem kom í ljós að hún hafði verið ranglega greind frá eins árs aldri. „Sérfræðingar þar afgreina hana af sjúkdómnum sem hún var greind með og greina hana í nýtt og enn sérstakara mengi,“ segir Magnús. „Hún var mun betri af þeirri greiningu. Okkur þykir náttúrulega svakalega vænt um hana og hún er algjör gullmoli.“ Það fer ekki fram hjá neinum að Nína er í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. Hún sé einstök og lífgi upp á tilveruna.Úr einkasafni Áslaug tekur undir með bróður sínum og segir systur þeirra lífga upp á tilveruna hvern einasta dag. Hún sé í raun og veru „ljósið í myrkrinu“ þegar erfiðleikar steðja að. „Það er svolítið hressandi að Nína er eins og hún er. Hún spyr oft spurninganna sem enginn þorir að spyrja eða segir eitthvað upphátt sem enginn myndi segja. Það er einhvern veginn þannig að fólk svona tiplar á tánum í kringum dauðann og þeir sem hafa ekki upplifað það vita oft ekkert hvað þeir eiga að segja eða hvernig þeir eiga að bregðast við en hún oft bara brýtur ísinn.“ Þannig leyfir Nína sér að velta því fyrir sér hvar móðir þeirra er í dag, hvað hún sé að gera eða hvort hún sé ekki örugglega að fylgjast með þeim. Það létti oft andrúmsloftið og hjálpi þeim að minnast hennar á einlægan og fallegan hátt. Þá þyki henni sérstaklega gaman að skála fyrir móður sinni. „Hún tekst á við sína sorg á sinn hátt. Það er oft hressandi fyrir okkur að minna okkur svolítið á það að það mega allir vera svolítið meira „loose“ í kringum þetta, slaka aðeins á og það má nefna þetta hvar sem er. Það er alveg eðlilegt að líða einhvern veginn og segja frá því,“ segir Áslaug. „Það á ekki að vera eitthvað feimnismál, það á ekkert að vera tabú endilega að ræða dauðann,“ segir Magnús. „Ég held að þetta hafi aðallega fært okkur nær hvort öðru,“ segir Áslaug um móðurmissinn.Vísir/Vilhelm Sorgin styrkti sambandið Aðspurð segjast þau bæði hafa orðið betri vinir með tímanum. Þó þau hafi alla tíð verið náin hafi fyrstu árin einnig litast af hefðbundnum systkinaríg en í seinni tíð hafi sambandið styrkst og orðið að góðri vináttu. „Ég held að þetta hafi aðallega fært okkur nær hvort öðru. En hvert og eitt, þá þroskast maður miklu hraðar í gegnum eitthvað svona,“ segir Áslaug og bætir við að það sé algengt þegar fólk gangi í gegnum erfiðleika. „Maður verður bæði sjálfstæðari og horfir öðruvísi á lífið. Maður tekur svona nokkur skref áfram í gegnum svona og ég held að það eigi við um mjög marga.“ Hún segir þó mikilvægt að horfast í augu við raunveruleikann og vera tilbúinn til þess að vinna úr sinni sorg. Ef maður reynir að komast hjá því að vinna úr þeim tilfinningum sem koma í kjölfarið geti það komið í bakið á manni seinna. „Ég held að maður þroskist ekki út úr þessu nema maður vinni úr þessu og átti sig á því hvernig manni líður. Passa sig að loka ekki öllum dyrum og hraðspóla sig í gegnum þetta.“ Áslaug segir foreldra sína hafa kennt sér að vera sjálfstæð og fylgja innsæinu.Vísir/Vilhelm Vildi ekki að við settum líf okkar á bið Á sama tíma og Áslaug var að ganga í gegnum veikindi foreldra sinna og systur var hún að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík frá árinu 2011 til 2013 og var fljót að vekja athygli fyrir störf sín þar. Aðspurð segir hún það ekki hafa hvarflað að sér að draga sig í hlé þrátt fyrir erfiðleika í fjölskyldunni, enda hafði móðir hennar alltaf hvatt hana til að fylgja hjartanu og halda lífinu ótrauð áfram. „Mamma var þannig að hún hvatti mann alltaf áfram að gera það sem manni langaði til, þó hún hafi alveg líka verið rödd skynseminnar inn á milli. Við ólumst bæði upp með að vera jákvæð og líka að þora að gera hluti og vera sjálfstæð. Hún vildi treysta okkur fyrir okkar ákvörðunum.“ Hún segir það þó ekki alltaf hafa verið auðvelt að vera að finna sig í pólitíkinni á sama tíma og hún upplifði álagið sem fylgir alvarlegum veikindum ástvina. Það hafi til dæmis verið skrítin upplifun að vera að taka við formennsku í Heimdalli á sama tíma og fjölskyldan eyddi miklum tíma á spítalanum. „Þegar ég varð formaður Heimdallar í fyrsta skipti voru mamma og pabba uppi á spítala hjá Nínu sem var þá mjög veik og þau tvö búin að vera í allskonar sjálf. Ég var einhvern veginn að laga ræðuna mína með pabba uppi á spítala. Það var einhvern veginn bara staðan,“ segir Áslaug. „Ég held að fjölskyldumynstrið og uppeldið, bæði hjá pabba og mömmu, hafi gert það að verkum að eitthvað svona átti aldrei einhvern veginn að stoppa okkur í að gera eitthvað.“ „Maður má ekki skamma sig fyrir það hvernig maður syrgir“ Bæði Áslaug og Magnús eru sammála um það að það sé mikilvægt að leyfa minningunum að lifa með sér. Sá tími sem þau fengu með móður sinni er eitthvað sem mun fylgja þeim alla tíð og hún hafi gert þau að þeim manneskjum sem þau eru í dag. „Að hugsa til hennar á jákvæðan hátt og að minnast hennar fyrir það hvað hún var og hvernig hún hjálpaði manni að þroskast og vera sá maður sem maður er í dag. Maður nýtir allt það besta […] Hún er einhvers staðar að fylgjast með okkur og sparkar í rassinn á okkur þegar hún heldur að við þurfum þess,“ segir Magnús og hlær. „Hún er einhversstaðar að fylgjast með okkur og sparkar í rassinn á okkur þegar hún heldur að við þurfum þess.“Vísir/Vilhelm Áslaug tekur í sama streng og segir sorgina koma í tímabilum. Þó svo að tíminn líði þýði það ekki að sorgin fari heldur búi hún alltaf í manni á einhvern hátt. „Tíminn læknar engin sár, þú lærir bara einhvern veginn að lifa með þessu og hvernig þú getur nýtt þetta sem einhvern súperkraft,“ segir Áslaug. Hún minnist þess þó að það hafi verið erfitt að halda áfram, sérstaklega eftir jarðarförina þegar lífið átti að ganga áfram sinn vanagang. „Eftir jarðarförina verður kannski svolítil tómleikatilfinning. Eru bara allir að halda áfram með líf sitt? Hvernig á ég að gera það? Eru allir búnir að gleyma því að mamma er bara farin?“ Hún segir allskonar tilfinningar fylgja sorginni og þær geti komið hvenær sem er. Það sé því mikilvægt að leyfa sér að tala um hlutina, finna fólk sem maður treystir til þess en ekki síst vera óhræddur við að minnast góðu stundanna. Allir syrgja á sinn hátt segir Áslaug. Hver og einn þurfi því að finna réttu leiðina fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Minnast góðu minninganna og halda í þær og reyna að rifja þær upp. Kannski að vera óhræddari að tala við fólk sem umgengst mömmu, hvort sem það er innan fjölskyldunnar eða vinkonur hennar eða systur, um eitthvað sem þær muna eftir eða eitthvað skemmtileg, þegar hún var lítil við ömmu eða annað. Það er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að vera duglegri við,“ segir Áslaug. „Maður má ekki skamma sig fyrir það hvernig maður syrgir. Það er svolítið auðvelt að lenda í því að að hugsa: Ég ætti að hugsa oftar til hennar eða ég ætti að fara oftar í kirkjugarðinn, ég ætti að minnast hennar oftar.“ Hún segist sjálf hafa fallið í þá gildru að finnast hún vera ekki að syrgja á „réttan hátt“. Með tímanum hafi hún þó áttað sig á því að það sem skipti mestu máli er að minningin um móður hennar fylgir henni hvert sem hún fer og hún þurfi að leyfa sér að fara sínar eigin leiðir í sorgarferlinu. Það sé mikilvægt að finna sinn eigin takt. „Allir gera þetta á sinn hátt og það er ekki að neinum eða neinni leið. Það er bara mismunandi. Sumir þurfa að fara oft í kirkjugarðinn – það er þeirra leið. Sumir þurfa oft að tala um þetta og sumir minna. Allir finna sinn damp í þessu, svo lengi sem þeir passa að setja þetta ekki bara ofan í kassa og takast ekki á við það. Ég held að það sé eina leiðin sem er verst.“ Missir Tengdar fréttir Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30 Að syrgja móðurhlutverk í skugga systurmissis Þórdís Valsdóttir lenti í tveimur áföllum sem mótuðu líf hennar til frambúðar þegar hún var á unglingsaldri. Þegar hún var nýbúin að missa systur sína varð hún óvænt ólétt aðeins fimmtán ára gömul. Eftir að hafa tekið nýtt hlutverk í sátt tók lífið enn og aftur óvænta stefnu. 8. febrúar 2020 09:00 Missti mömmu sína og um leið sinn besta vin Arnar Sveinn Geirsson missti móður sína Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur árið 2003. Hann segist ekki hafa tæklað sorgina fyrst um sinn heldur hafi hann haldið áfram með lífið, staðið sig vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og reynt halda öllu í föstum skorðum. 1. febrúar 2020 09:00 Tókst á við sjálfsvíg unnusta síns með því að vera sönn sjálfri sér Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona K100, missti Brynjar Berg Guðmundsson, unnusta sinn og barnsföður, í október árið 2018. Brynjar framdi sjálfsvíg eftir baráttu við andleg veikindi og fíkn sem Kristín segir hann ekki hafa séð leiðina út úr. 15. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Systkinin Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa alla tíð verið nokkuð samrýnd að eigin sögn. Þau ólust meðal annars upp í Vesturbæ Reykjavíkur en lengst af í Ártúnsholti með foreldrum sínum og systur og áttu hefðbundið uppeldi þar sem tómstundir og félagslíf skipuðu stóran sess. Þegar þau voru bæði í kringum tvítugsaldurinn lentu þau í því að foreldrar þeirra greindust með erfiða sjúkdóma með stuttu millibili. Móðir þeirra, Kristín Steinarsdóttir, lést árið 2012. Áslaug Arna og Magnús segja sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar er rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin birtast á Vísi á laugardögum. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Áslaug Arna og Magnús „Við vorum mikið saman en höfðum mjög ólík áhugamál. Ég var í hestum og hann í fótbolta, hann fór í tölvunarfræði og ég í lögfræði. Við erum alveg ólík að mjög mörgu leyti en samt einhvern veginn ótrúlega góðir vinir. Við vorum kannski hefðbundnir vinir fyrst en svo ágerðist það með árunum,“ segir Áslaug um samband þeirra systkina. „Við fórum bæði í Versló og kynntumst aðeins þar,“ segir Magnús og tekur undir það að þau systkinin hafi alltaf verið góðir vinir. „Núna er hann kannski kallaður bróðir Áslaugar, en þá var ég systir Magga,“ segir Áslaug og hlær. Það er kannski engin furða að fleiri kannist við nafn Áslaugar, enda er hún dómsmálaráðherra og sá yngsti í sögu lýðveldisins. Þau systkinin halda þó miklu sambandi, eyða miklum tíma saman og eru góðir vinir öll þrjú; Magnús, Áslaug og systir þeirra Nína Kristín. Alltaf verið góður andi í fjölskyldunni Fjölskyldan flutti í Ártúnsholtið þar sem Nína notaðist við göngugrind á þeim tíma og fyrra húsnæði hentaði ekki fyrir hreyfihamlaða. Hún glímir við sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm og notast í dag við hjólastól. „Hún er þremur árum yngri en ég - þetta er mjög skipulagt, það eru þrjú ár á milli okkar allra,“ segir Áslaug um systur sína. „Hún er með einstakan sjúkdóm og enginn annar á Íslandi er með þennan sjúkdóm. Það hefur kannski líka styrkt vinasamband okkar Magga, bæði því hún fékk, og fær eðlilega, mikla athygli. Það kannski svona styrkti okkur, bæði allar áskoranirnar sem komu með hennar sjúkdómi fyrir fjölskylduna og foreldra okkar,“ segir Áslaug og Magnús tekur undir það: „Það hefur alltaf verið góður andi í fjölskyldunni.“ Fjölskyldan hefur alla tíð verið náin að sögn systkinanna.Úr einkasafni Hræðslan að missa pabba og svo mömmu Árin 2009 og 2010 urðu miklar breytingar hjá fjölskyldunni. Tvö áföll dundu yfir með stuttu millibili sem fjölskyldan þurfti að takast á við í sameiningu. „Pabbi greinist með eitilfrumuhvítblæði árið 2009, sem er í rauninni sérstakt tilvik af krabbameini. Svo greinist mamma með brjóstakrabbamein árið 2010. Þá urðu talsverðar sviptingar á mjög stuttum tíma. Við náttúrulega vorum sú fjölskylda sem við vorum og ræddum þetta vel og það voru allir þarna sem studdu alla,“ segir Magnús. Áslaug tekur undir það að fjölskyldan hafi tekist á við þetta í sameiningu. Hlutirnir hafi verið ræddir og passað að allir væru meðvitaðir um hver staðan væri. „Þau voru líka rosalega opin með þetta. Ég var nítján og Maggi rétt yfir tvítugt og þetta var bara rætt, okkur sagt frá öllu og það var held ég rosa mikilvægt þó það gerði mann líka hræddan. Ég held að það sé betra en að vera í myrkrinu og vita minna. Maður er auðvitað bara ungur og hvort sem það eru börn eða annað, ég held að meiri vitneskja hjálpi alltaf til,“ segir Áslaug en viðurkennir þó að ákveðin hræðsla hafi fylgt. „Þetta voru kannski svolítið skrítnar tilfinningar því pabbi fær svona krónískt hvítblæði eins og þetta er stundum kallað og er nokkuð góður í dag, þessu er bara haldið niðri. Fyrst fékk ég upplifunina að við værum að fara missa pabba okkar og sú tilfnning lifði í nokkra mánuði. Maður næði kannski ekki að upplifa allskonar hluti með pabba. Það var svona hræðslan þá og svo einhvern veginn stuttu seinna kemur bara: Nei, ókei, það gæti verið mamma.“ Hún segist fljótlega hafa upplifað þá hræðslu um stundirnar sem hún myndi missa af með foreldrum sínum ef allt færi á versta veg. Það að syrgja það sem aldrei varð en hefði mögulega átt að verða. „Það kom strax fyrst hjá mér þessi hræðsla við það sem maður gæti misst af.“ Hræðslan við það sem gæti orðið var þó ekki eina sem lagðist þungt á systkinin, enda erfitt að horfa upp á báða foreldra í erfiðum læknismeðferðum samtímis. Magnús minnist þess sérstaklega þegar foreldrar hans voru á spítalanum samtímis og segir það vera aðstæður sem fæstir ættu að þurfa að upplifa. „Þegar pabbi er í lyfjameðferð og ég fer með honum upp á Landspítala í lyfjameðferð og svo er ég með honum, og það tekur svolítinn tíma fyrir skammtinn að ganga í gegn. Þá labba ég niður á hæðina fyrir neðan þar sem mamma liggur og er þá nýkomin úr sinni meðferð. Það var ekki óskandi að hafa báða foreldrana á sama tíma í sama ferlinu. Það situr alltaf í mér, þá var maður að reyna að halda á keflinu fyrir þau.“ Náðu að vera saman þegar mamma kvaddi Árið 2011 hafði móðir þeirra klárað og hafði í raun fengið þau skilaboð að hún væri á batavegi. Fjölskyldan fór á þeim tíma í ferð til Kaliforníu þar sem móðir þeirra hafði áður stundað nám við Stanford-háskóla á sínum yngri árum og segja þau bæði þá ferð hafa verið dýrmæta. Sama ár versnaði þó ástand hennar til muna. „Árið 2011 þá er krabbameinið farið að dreifa sér meira [...] Hún átti hún svona sínar góðu stundir 2012 og var alveg góð stundum og gat alveg gert ýmislegt. Svo deyr hún í nóvember 2012,“ segir Magnús. Systkinin héldu bæði í vonina þó útlitið væri ekki alltaf gott.Vísir/Vilhelm Aðspurð segist Áslaug alveg hafa leitt hugann að því að svo gæti farið. Það eigi við um flesta sem eiga aðstandendur sem greinast með krabbamein enda margir sem þurfa að berjast við þann sjúkdóm. Hún hafði þó alltaf haldið fast í góðar fréttir. „Maður sér svo marga deyja út af þessum sjúkdómi á svo marga mismunandi vegu og á mislöngum tíma. Ég held að allir ímyndi sér að það gæti komið fyrir, en maður hélt samt alveg í vonina. Sérstaklega þegar það voru blikur á lofti,“ segir Áslaug. „Þá var maður auðvitað bara: Heyrðu, þetta gæti verið í lagi og við gætum haldið áfram. En að sama skapi hugsar maður það alltaf og þegar leið á fórum við að undirbúa okkur undir það, en ég held að sama hvað þú reynir að undirbúa þig undir það – þú ert aldrei undirbúinn undir það. Maður veit ekki í hvað maður er að ganga.“ Magnús tekur í sama streng og segist alltaf hafa reynt eftir fremsta megni að vera bjartsýnn. Það hafi þó verið gott eftir á að hyggja að þau hafi náð að vera saman þegar kom að kveðjustundinni. „Ég tek alveg undir það sem Áslaug segir. Maður var alltaf bjartsýnn og maður hafði aldrei trú á því að þetta færi á versta veg þó maður væri aðeins búinn að pæla í því. Maður einhvern veginn sá það ekki gerast. Svo fór sem fór en mér fannst alveg einn mikilvægur punktur í öllu ferlinu að við náðum öll að vera saman þegar mamma dó.“ Nína er „ljósið í myrkrinu“ Á sama tíma og fjölskyldan þurfti að takast á við veikindi foreldranna kom bakslag hjá Nínu. Það var því farið með hana út til Boston og náði móðir þeirra að fara með henni út þar sem kom í ljós að hún hafði verið ranglega greind frá eins árs aldri. „Sérfræðingar þar afgreina hana af sjúkdómnum sem hún var greind með og greina hana í nýtt og enn sérstakara mengi,“ segir Magnús. „Hún var mun betri af þeirri greiningu. Okkur þykir náttúrulega svakalega vænt um hana og hún er algjör gullmoli.“ Það fer ekki fram hjá neinum að Nína er í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. Hún sé einstök og lífgi upp á tilveruna.Úr einkasafni Áslaug tekur undir með bróður sínum og segir systur þeirra lífga upp á tilveruna hvern einasta dag. Hún sé í raun og veru „ljósið í myrkrinu“ þegar erfiðleikar steðja að. „Það er svolítið hressandi að Nína er eins og hún er. Hún spyr oft spurninganna sem enginn þorir að spyrja eða segir eitthvað upphátt sem enginn myndi segja. Það er einhvern veginn þannig að fólk svona tiplar á tánum í kringum dauðann og þeir sem hafa ekki upplifað það vita oft ekkert hvað þeir eiga að segja eða hvernig þeir eiga að bregðast við en hún oft bara brýtur ísinn.“ Þannig leyfir Nína sér að velta því fyrir sér hvar móðir þeirra er í dag, hvað hún sé að gera eða hvort hún sé ekki örugglega að fylgjast með þeim. Það létti oft andrúmsloftið og hjálpi þeim að minnast hennar á einlægan og fallegan hátt. Þá þyki henni sérstaklega gaman að skála fyrir móður sinni. „Hún tekst á við sína sorg á sinn hátt. Það er oft hressandi fyrir okkur að minna okkur svolítið á það að það mega allir vera svolítið meira „loose“ í kringum þetta, slaka aðeins á og það má nefna þetta hvar sem er. Það er alveg eðlilegt að líða einhvern veginn og segja frá því,“ segir Áslaug. „Það á ekki að vera eitthvað feimnismál, það á ekkert að vera tabú endilega að ræða dauðann,“ segir Magnús. „Ég held að þetta hafi aðallega fært okkur nær hvort öðru,“ segir Áslaug um móðurmissinn.Vísir/Vilhelm Sorgin styrkti sambandið Aðspurð segjast þau bæði hafa orðið betri vinir með tímanum. Þó þau hafi alla tíð verið náin hafi fyrstu árin einnig litast af hefðbundnum systkinaríg en í seinni tíð hafi sambandið styrkst og orðið að góðri vináttu. „Ég held að þetta hafi aðallega fært okkur nær hvort öðru. En hvert og eitt, þá þroskast maður miklu hraðar í gegnum eitthvað svona,“ segir Áslaug og bætir við að það sé algengt þegar fólk gangi í gegnum erfiðleika. „Maður verður bæði sjálfstæðari og horfir öðruvísi á lífið. Maður tekur svona nokkur skref áfram í gegnum svona og ég held að það eigi við um mjög marga.“ Hún segir þó mikilvægt að horfast í augu við raunveruleikann og vera tilbúinn til þess að vinna úr sinni sorg. Ef maður reynir að komast hjá því að vinna úr þeim tilfinningum sem koma í kjölfarið geti það komið í bakið á manni seinna. „Ég held að maður þroskist ekki út úr þessu nema maður vinni úr þessu og átti sig á því hvernig manni líður. Passa sig að loka ekki öllum dyrum og hraðspóla sig í gegnum þetta.“ Áslaug segir foreldra sína hafa kennt sér að vera sjálfstæð og fylgja innsæinu.Vísir/Vilhelm Vildi ekki að við settum líf okkar á bið Á sama tíma og Áslaug var að ganga í gegnum veikindi foreldra sinna og systur var hún að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík frá árinu 2011 til 2013 og var fljót að vekja athygli fyrir störf sín þar. Aðspurð segir hún það ekki hafa hvarflað að sér að draga sig í hlé þrátt fyrir erfiðleika í fjölskyldunni, enda hafði móðir hennar alltaf hvatt hana til að fylgja hjartanu og halda lífinu ótrauð áfram. „Mamma var þannig að hún hvatti mann alltaf áfram að gera það sem manni langaði til, þó hún hafi alveg líka verið rödd skynseminnar inn á milli. Við ólumst bæði upp með að vera jákvæð og líka að þora að gera hluti og vera sjálfstæð. Hún vildi treysta okkur fyrir okkar ákvörðunum.“ Hún segir það þó ekki alltaf hafa verið auðvelt að vera að finna sig í pólitíkinni á sama tíma og hún upplifði álagið sem fylgir alvarlegum veikindum ástvina. Það hafi til dæmis verið skrítin upplifun að vera að taka við formennsku í Heimdalli á sama tíma og fjölskyldan eyddi miklum tíma á spítalanum. „Þegar ég varð formaður Heimdallar í fyrsta skipti voru mamma og pabba uppi á spítala hjá Nínu sem var þá mjög veik og þau tvö búin að vera í allskonar sjálf. Ég var einhvern veginn að laga ræðuna mína með pabba uppi á spítala. Það var einhvern veginn bara staðan,“ segir Áslaug. „Ég held að fjölskyldumynstrið og uppeldið, bæði hjá pabba og mömmu, hafi gert það að verkum að eitthvað svona átti aldrei einhvern veginn að stoppa okkur í að gera eitthvað.“ „Maður má ekki skamma sig fyrir það hvernig maður syrgir“ Bæði Áslaug og Magnús eru sammála um það að það sé mikilvægt að leyfa minningunum að lifa með sér. Sá tími sem þau fengu með móður sinni er eitthvað sem mun fylgja þeim alla tíð og hún hafi gert þau að þeim manneskjum sem þau eru í dag. „Að hugsa til hennar á jákvæðan hátt og að minnast hennar fyrir það hvað hún var og hvernig hún hjálpaði manni að þroskast og vera sá maður sem maður er í dag. Maður nýtir allt það besta […] Hún er einhvers staðar að fylgjast með okkur og sparkar í rassinn á okkur þegar hún heldur að við þurfum þess,“ segir Magnús og hlær. „Hún er einhversstaðar að fylgjast með okkur og sparkar í rassinn á okkur þegar hún heldur að við þurfum þess.“Vísir/Vilhelm Áslaug tekur í sama streng og segir sorgina koma í tímabilum. Þó svo að tíminn líði þýði það ekki að sorgin fari heldur búi hún alltaf í manni á einhvern hátt. „Tíminn læknar engin sár, þú lærir bara einhvern veginn að lifa með þessu og hvernig þú getur nýtt þetta sem einhvern súperkraft,“ segir Áslaug. Hún minnist þess þó að það hafi verið erfitt að halda áfram, sérstaklega eftir jarðarförina þegar lífið átti að ganga áfram sinn vanagang. „Eftir jarðarförina verður kannski svolítil tómleikatilfinning. Eru bara allir að halda áfram með líf sitt? Hvernig á ég að gera það? Eru allir búnir að gleyma því að mamma er bara farin?“ Hún segir allskonar tilfinningar fylgja sorginni og þær geti komið hvenær sem er. Það sé því mikilvægt að leyfa sér að tala um hlutina, finna fólk sem maður treystir til þess en ekki síst vera óhræddur við að minnast góðu stundanna. Allir syrgja á sinn hátt segir Áslaug. Hver og einn þurfi því að finna réttu leiðina fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Minnast góðu minninganna og halda í þær og reyna að rifja þær upp. Kannski að vera óhræddari að tala við fólk sem umgengst mömmu, hvort sem það er innan fjölskyldunnar eða vinkonur hennar eða systur, um eitthvað sem þær muna eftir eða eitthvað skemmtileg, þegar hún var lítil við ömmu eða annað. Það er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að vera duglegri við,“ segir Áslaug. „Maður má ekki skamma sig fyrir það hvernig maður syrgir. Það er svolítið auðvelt að lenda í því að að hugsa: Ég ætti að hugsa oftar til hennar eða ég ætti að fara oftar í kirkjugarðinn, ég ætti að minnast hennar oftar.“ Hún segist sjálf hafa fallið í þá gildru að finnast hún vera ekki að syrgja á „réttan hátt“. Með tímanum hafi hún þó áttað sig á því að það sem skipti mestu máli er að minningin um móður hennar fylgir henni hvert sem hún fer og hún þurfi að leyfa sér að fara sínar eigin leiðir í sorgarferlinu. Það sé mikilvægt að finna sinn eigin takt. „Allir gera þetta á sinn hátt og það er ekki að neinum eða neinni leið. Það er bara mismunandi. Sumir þurfa að fara oft í kirkjugarðinn – það er þeirra leið. Sumir þurfa oft að tala um þetta og sumir minna. Allir finna sinn damp í þessu, svo lengi sem þeir passa að setja þetta ekki bara ofan í kassa og takast ekki á við það. Ég held að það sé eina leiðin sem er verst.“
Missir Tengdar fréttir Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30 Að syrgja móðurhlutverk í skugga systurmissis Þórdís Valsdóttir lenti í tveimur áföllum sem mótuðu líf hennar til frambúðar þegar hún var á unglingsaldri. Þegar hún var nýbúin að missa systur sína varð hún óvænt ólétt aðeins fimmtán ára gömul. Eftir að hafa tekið nýtt hlutverk í sátt tók lífið enn og aftur óvænta stefnu. 8. febrúar 2020 09:00 Missti mömmu sína og um leið sinn besta vin Arnar Sveinn Geirsson missti móður sína Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur árið 2003. Hann segist ekki hafa tæklað sorgina fyrst um sinn heldur hafi hann haldið áfram með lífið, staðið sig vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og reynt halda öllu í föstum skorðum. 1. febrúar 2020 09:00 Tókst á við sjálfsvíg unnusta síns með því að vera sönn sjálfri sér Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona K100, missti Brynjar Berg Guðmundsson, unnusta sinn og barnsföður, í október árið 2018. Brynjar framdi sjálfsvíg eftir baráttu við andleg veikindi og fíkn sem Kristín segir hann ekki hafa séð leiðina út úr. 15. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30
Að syrgja móðurhlutverk í skugga systurmissis Þórdís Valsdóttir lenti í tveimur áföllum sem mótuðu líf hennar til frambúðar þegar hún var á unglingsaldri. Þegar hún var nýbúin að missa systur sína varð hún óvænt ólétt aðeins fimmtán ára gömul. Eftir að hafa tekið nýtt hlutverk í sátt tók lífið enn og aftur óvænta stefnu. 8. febrúar 2020 09:00
Missti mömmu sína og um leið sinn besta vin Arnar Sveinn Geirsson missti móður sína Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur árið 2003. Hann segist ekki hafa tæklað sorgina fyrst um sinn heldur hafi hann haldið áfram með lífið, staðið sig vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og reynt halda öllu í föstum skorðum. 1. febrúar 2020 09:00
Tókst á við sjálfsvíg unnusta síns með því að vera sönn sjálfri sér Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona K100, missti Brynjar Berg Guðmundsson, unnusta sinn og barnsföður, í október árið 2018. Brynjar framdi sjálfsvíg eftir baráttu við andleg veikindi og fíkn sem Kristín segir hann ekki hafa séð leiðina út úr. 15. febrúar 2020 09:00