Eigandi Dusty ánægður með stórt skref: Meiri peningar í boði þarna Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 20:00 Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson er eigandi Dusty. MYND/STÖÐ 2 SPORT Íslenska rafíþróttafélagið Dusty er komið inn í atvinnumannadeild í tölvuleiknum League of Legends. Eigandi Dusty segir það opna á góða tekjumöguleika fyrir félagið. Dusty er eitt tólf félaga sem komust í gegnum umsóknarferlið fyrir hina nýju deild sem ber heitið Northern League of Legends Championship, en þar leika bestu lið Bretlands og Norðurlanda. „Tækifærin þarna eru mikið fleiri. Það eru peningaverðlaun í boði og þetta er bara meira tekjuskapandi en aðrar deildir í þessum leik,“ segir Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson, eigandi Dusty, í Sportinu í dag. Hvernig kom það til að hann eignaðist rafíþróttafélag? „Þetta er ekki nema ársgamalt batterí, frá því að hugmyndin kviknaði fyrst. Það var nú bara vegna uppgangsins í senunni hérna heima sem ég ákvað að stökkva til og prófa þetta. Við erum ekkert að finna upp hjólið, bara að gera þetta að erlendri fyrirmynd. Er þetta dýrt? Nei, nei. En þetta verður dýrara, sérstaklega þegar við komumst í þessa deild. Þá eru þetta bara atvinnumenn sem eru að spila fyrir okkur, og utanumhaldið verður meira,“ segir Ásbjörn. Dusty teflir fram liðum í League of Legends, Counter-Strike og FIFA en leikirnir eru ansi ólíkir. Allir snúast þeir einfaldlega um að sigra lið andstæðinganna en Ásbjörn gerði tilraun til að útskýra betur út á það hvað League of Legends gengur: „Ég þekki þennan leik reyndar ekki vel og hef látið aðra um tæknilegu hliðina í þessu. En það eru fimm leikmenn í hvoru liði, og hver og einn er ákveðin hetja. Borðið skiptist í þrjár brautir og þá keppast þessar tíu hetjur um að ná yfirráðum yfir hverri braut, og klára svo leikinn með því að eyðileggja bækistöðvar andstæðinganna.“ Klippa: Sportið í dag - Íslenskt rafíþróttalið í atvinnumannadeild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Rafíþróttir Tengdar fréttir Íslenskt rafíþróttalið í deild með þeim bestu í Evrópu Íslenska liðið Dusty er meðal þeirra tólf sem komust í gegnum umsóknarferli fyrir nýja rafíþróttadeild í leiknum League of Legends í Norður-Evrópu. 15. apríl 2020 10:43 Hasar í fjórðu umferð Vodafone deildarinnar Fjórða vika Vodafone deildarinnar hefst í kvöld. Á Stöð 2 eSport veður sýnt frá viðureign liðanna KEF.esports og TILT í CS:GO og Dusty Academy og Turboapes United í LoL. 15. apríl 2020 19:25 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Íslenska rafíþróttafélagið Dusty er komið inn í atvinnumannadeild í tölvuleiknum League of Legends. Eigandi Dusty segir það opna á góða tekjumöguleika fyrir félagið. Dusty er eitt tólf félaga sem komust í gegnum umsóknarferlið fyrir hina nýju deild sem ber heitið Northern League of Legends Championship, en þar leika bestu lið Bretlands og Norðurlanda. „Tækifærin þarna eru mikið fleiri. Það eru peningaverðlaun í boði og þetta er bara meira tekjuskapandi en aðrar deildir í þessum leik,“ segir Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson, eigandi Dusty, í Sportinu í dag. Hvernig kom það til að hann eignaðist rafíþróttafélag? „Þetta er ekki nema ársgamalt batterí, frá því að hugmyndin kviknaði fyrst. Það var nú bara vegna uppgangsins í senunni hérna heima sem ég ákvað að stökkva til og prófa þetta. Við erum ekkert að finna upp hjólið, bara að gera þetta að erlendri fyrirmynd. Er þetta dýrt? Nei, nei. En þetta verður dýrara, sérstaklega þegar við komumst í þessa deild. Þá eru þetta bara atvinnumenn sem eru að spila fyrir okkur, og utanumhaldið verður meira,“ segir Ásbjörn. Dusty teflir fram liðum í League of Legends, Counter-Strike og FIFA en leikirnir eru ansi ólíkir. Allir snúast þeir einfaldlega um að sigra lið andstæðinganna en Ásbjörn gerði tilraun til að útskýra betur út á það hvað League of Legends gengur: „Ég þekki þennan leik reyndar ekki vel og hef látið aðra um tæknilegu hliðina í þessu. En það eru fimm leikmenn í hvoru liði, og hver og einn er ákveðin hetja. Borðið skiptist í þrjár brautir og þá keppast þessar tíu hetjur um að ná yfirráðum yfir hverri braut, og klára svo leikinn með því að eyðileggja bækistöðvar andstæðinganna.“ Klippa: Sportið í dag - Íslenskt rafíþróttalið í atvinnumannadeild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Rafíþróttir Tengdar fréttir Íslenskt rafíþróttalið í deild með þeim bestu í Evrópu Íslenska liðið Dusty er meðal þeirra tólf sem komust í gegnum umsóknarferli fyrir nýja rafíþróttadeild í leiknum League of Legends í Norður-Evrópu. 15. apríl 2020 10:43 Hasar í fjórðu umferð Vodafone deildarinnar Fjórða vika Vodafone deildarinnar hefst í kvöld. Á Stöð 2 eSport veður sýnt frá viðureign liðanna KEF.esports og TILT í CS:GO og Dusty Academy og Turboapes United í LoL. 15. apríl 2020 19:25 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Íslenskt rafíþróttalið í deild með þeim bestu í Evrópu Íslenska liðið Dusty er meðal þeirra tólf sem komust í gegnum umsóknarferli fyrir nýja rafíþróttadeild í leiknum League of Legends í Norður-Evrópu. 15. apríl 2020 10:43
Hasar í fjórðu umferð Vodafone deildarinnar Fjórða vika Vodafone deildarinnar hefst í kvöld. Á Stöð 2 eSport veður sýnt frá viðureign liðanna KEF.esports og TILT í CS:GO og Dusty Academy og Turboapes United í LoL. 15. apríl 2020 19:25