„Söluræðan“ virkaði á Berg og Birgi Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 21:29 Birgir Steinn Jónsson og Bergur Elí Rúnarsson eru komnir í Gróttubúninginn. FACEBOOK/@GROTTAHANDBOLTI Grótta, sem verður nýliði í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur, hefur fengið til sín þá Birgi Stein Jónsson og Berg Elí Rúnarsson. Báðir skrifuðu undir samning til tveggja ára við félagið. Grótta var í 3. sæti Grill 66 deildarinnar þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið var næstefst ef horft er framhjá ungmennaliðum, sem ekki geta farið upp um deild, og fór upp í úrvalsdeild samkvæmt ákvörðun HSÍ þar sem ekki gafst tími fyrir umspil. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði í þættinum Sportið í dag í síðustu viku að hann væri vel meðvitaður um hve stórt skref væri úr Grill 66-deildinni í Olís-deildina. Erfitt yrði að styrkja liðið en hann hefði ágætis sambönd og þyrfti „að koma með góða söluræðu“. Ræðan sú virðist hafa virkað vel. Bergur Elí, sem er 25 ára gamall, er örvhentur hornamaður sem kemur frá Fjölni. Hann skoraði 47 mörk í 17 leikjum í Olís-deildinni á síðustu leiktíð. Bergur hefur einnig leikið með FH og var hluti af KR-liðinu sem komst upp í efstu deild fyrir nokkrum árum. Birgir er 21 árs gömul skytta sem kemur til Gróttu frá Stjörnunni þar sem hann er uppalinn. Birgir var þó liðsfélagi Bergs síðari hluta síðustu leiktíðar þegar hann lék með Fjölni sem lánsmaður. Hann skoraði 29 mörk í 5 leikjum eða 5,8 mörk að meðaltali í leik. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Grótta Tengdar fréttir „Þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. 7. apríl 2020 23:00 HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Grótta, sem verður nýliði í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur, hefur fengið til sín þá Birgi Stein Jónsson og Berg Elí Rúnarsson. Báðir skrifuðu undir samning til tveggja ára við félagið. Grótta var í 3. sæti Grill 66 deildarinnar þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið var næstefst ef horft er framhjá ungmennaliðum, sem ekki geta farið upp um deild, og fór upp í úrvalsdeild samkvæmt ákvörðun HSÍ þar sem ekki gafst tími fyrir umspil. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði í þættinum Sportið í dag í síðustu viku að hann væri vel meðvitaður um hve stórt skref væri úr Grill 66-deildinni í Olís-deildina. Erfitt yrði að styrkja liðið en hann hefði ágætis sambönd og þyrfti „að koma með góða söluræðu“. Ræðan sú virðist hafa virkað vel. Bergur Elí, sem er 25 ára gamall, er örvhentur hornamaður sem kemur frá Fjölni. Hann skoraði 47 mörk í 17 leikjum í Olís-deildinni á síðustu leiktíð. Bergur hefur einnig leikið með FH og var hluti af KR-liðinu sem komst upp í efstu deild fyrir nokkrum árum. Birgir er 21 árs gömul skytta sem kemur til Gróttu frá Stjörnunni þar sem hann er uppalinn. Birgir var þó liðsfélagi Bergs síðari hluta síðustu leiktíðar þegar hann lék með Fjölni sem lánsmaður. Hann skoraði 29 mörk í 5 leikjum eða 5,8 mörk að meðaltali í leik.
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Grótta Tengdar fréttir „Þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. 7. apríl 2020 23:00 HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
„Þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. 7. apríl 2020 23:00
HSÍ flautar Íslandsmótið af HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag. 6. apríl 2020 18:57
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti