„Ég braut kannski ekki saman þvottinn sem ég ætlaði að brjóta saman í kvöld, en ég kom nú samt ýmsu í verk,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson í færslu sinni á Twitter í gær.
Þar hafði hann tekið saman nokkur spaugileg dæmi um erlenda aðila sem bera nöfn sem verða að teljast nokkuð fyndin hér á landi. Nöfn eins og Hland, Lortur, Reka Vida og Pungur.
Í kjölfarið fóru fleiri tístarar að senda inn og Haukur Viðar hélt sjálfur áfram til að halda þræðinum lifandi.
Fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir virðist í það minnsta vera sátt við Hauk og tísti hún. „Eini maðurinn sem er að gera eitthvað af viti í þessu samkomubanni.“