Vaxtarlag mitt kemur þér ekki við! Heiðar Sumarliðason skrifar 24. maí 2020 11:22 Stöð 2 hefur nú tekið til sýningar aðra þáttaröð af Shrill. Stöð 2 hefur nú tekið til sýningar aðra þáttaröð af bandarísku gamanþáttunum Shrill og verður fimmti þáttur sýndur nú á þriðjudagskvöld. Þættirnir byggja á sjálfsævisögu höfundarins Lindy West, Shrill: Notes from a Loud Woman, og fjalla að miklu leyti um upplifun hennar á þeirri kvenfyrirlitningu og fitusmánun sem hún hefur orðið fyrir. West er einnig höfundur þáttanna. Það er Saturday Night Live-stjarnan Aidy Brynant sem fer með hlutverk aðalpersónunnar, Annie Easton, blaðakonu í yfirvigt, sem hefur í raun engan áhuga á að breyta útliti sínu. Hún er löngu hætt að velta sér upp úr þyngd sinni og vill bara að fólk samþykki hana eins og hún er. Fyrsta þáttaröðin gengur að mestu leyti út á árekstra við fólk varðandi þyngd hennar. Hún hefur fengið nóg að sífelldum athugasemdum fólks, sem virðist halda að hún átti sig ekki á að hún sé í yfirvigt. Hún veit að hún er í yfirvigt, enda hefur fólk verið að segja henni það og gera lítið úr henni alla hennar ævi, líkt og hún segir frá í myndbrotinu hér að neðan. Eilítið brokkgengari Lindy West, höfundur þáttanna. Fyrsta þáttaröð Shrill gekk það fullkomlega upp, að ljóst var að höfundar þáttanna þurftu að hafa sig alla við til að halda sínu striki í þáttaröð númer tvö. Það gengur að mestu leyti eftir, þó nýju þættirnir séu eilítið ójafnari að gæðum. Einn helsti kostur fyrri þáttaraðar var hve vel aðalpersónan keyrði þættina áfram, var virk í baráttu sinni, og lét hluti gerast. Í annarri þáttaröð vantar stundum upp á þann kraft sem einkenndi fyrri þáttaröðina. T.d. er heill þáttur tileinkaður því þegar Annie fer í brúðkaup hjá frænku Fran, meðleigjanda síns. Fókusinn er þar mikið til á baráttu Fran við ættmenni sín. Þetta er óþarfa hliðarskref, enda persóna Fran ekki það áhugaverð eða sympatísk, að eftirspurn hafi verið eftir því að hún yrði miðpunktur framvindunnar á kostnað Annie. Annie er nú komin í samband með auðnuleysingjanum Ryan, sem kom heldur illa fram við hana í fyrstu þáttaröð. Það er áhugavert að fylgjast með hvernig hann nær að koma sér í mjúkinn hjá áhorfendum, eftir að hafa verið í skammarkróknum vegna framkomu sinnar við Annie. Þetta dregur að einhverju leyti úr spennunni og fækkar persónum sem geta tekið að sér hlutverk þrætudólgs, og setur enn meiri byrði á ritstjórann Gabe og móður Annie, þar sem þau eru nú orðnir einu fyrirferðarmiklu dólgarnir í þáttaröðinni. Það er alls ekki erfitt að fyrirlíta ritstjórann Gabe. Margar af aukapersónunum eru kostulegar, sérstaklega tíkarlega samstarfskonan Ruthie, sem kemur út úr skápnum með óvænta játningu í sjöunda þætti seríunnar. Julia Sweeney og Daniel Stern leika foreldra Annie og ferst það vel úr hendi, það áhugaverðasta er þó hve mikið mikið Stern er farinn að líkjast Jóni Baldvini Hannibalssyni í útliti, en það er nú önnur Ella. Þættirnir Shrill koma frá bandarísku streymisveitunni Hulu, sem enn hefur ekki látið sjá sig hér á landi. En Hulu hefur m.a. fært okkur Handmaid´s Tale, The Act og Castle Rock. Það er því frábært að íslensku sjónvarpsstöðvarnar séu að sýna efni frá þeim, enda oftast í háum gæðaflokki. Niðurstaða Fjórar stjörnur. Það er ótrúlega hressandi að sjá þáttaröð um persónu í yfirvigt sem sendir umheiminum fingurinn og neitar að skammast sín. Og þó að önnur þáttaröð Shrill nái ekki alveg sömu hæðum og sú fyrri, er óhætt að mæla með ævintýrum Annie og vina hennar. Hægt er að hlýða á samtal Heiðars Sumarliðasonar og sviðslistarkonunnar Bryndísar Ósk Ingvarsdóttur, úr útvarpsþættinum Stjörnubíói, hér að neðan. Stjörnubíó Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Stöð 2 hefur nú tekið til sýningar aðra þáttaröð af bandarísku gamanþáttunum Shrill og verður fimmti þáttur sýndur nú á þriðjudagskvöld. Þættirnir byggja á sjálfsævisögu höfundarins Lindy West, Shrill: Notes from a Loud Woman, og fjalla að miklu leyti um upplifun hennar á þeirri kvenfyrirlitningu og fitusmánun sem hún hefur orðið fyrir. West er einnig höfundur þáttanna. Það er Saturday Night Live-stjarnan Aidy Brynant sem fer með hlutverk aðalpersónunnar, Annie Easton, blaðakonu í yfirvigt, sem hefur í raun engan áhuga á að breyta útliti sínu. Hún er löngu hætt að velta sér upp úr þyngd sinni og vill bara að fólk samþykki hana eins og hún er. Fyrsta þáttaröðin gengur að mestu leyti út á árekstra við fólk varðandi þyngd hennar. Hún hefur fengið nóg að sífelldum athugasemdum fólks, sem virðist halda að hún átti sig ekki á að hún sé í yfirvigt. Hún veit að hún er í yfirvigt, enda hefur fólk verið að segja henni það og gera lítið úr henni alla hennar ævi, líkt og hún segir frá í myndbrotinu hér að neðan. Eilítið brokkgengari Lindy West, höfundur þáttanna. Fyrsta þáttaröð Shrill gekk það fullkomlega upp, að ljóst var að höfundar þáttanna þurftu að hafa sig alla við til að halda sínu striki í þáttaröð númer tvö. Það gengur að mestu leyti eftir, þó nýju þættirnir séu eilítið ójafnari að gæðum. Einn helsti kostur fyrri þáttaraðar var hve vel aðalpersónan keyrði þættina áfram, var virk í baráttu sinni, og lét hluti gerast. Í annarri þáttaröð vantar stundum upp á þann kraft sem einkenndi fyrri þáttaröðina. T.d. er heill þáttur tileinkaður því þegar Annie fer í brúðkaup hjá frænku Fran, meðleigjanda síns. Fókusinn er þar mikið til á baráttu Fran við ættmenni sín. Þetta er óþarfa hliðarskref, enda persóna Fran ekki það áhugaverð eða sympatísk, að eftirspurn hafi verið eftir því að hún yrði miðpunktur framvindunnar á kostnað Annie. Annie er nú komin í samband með auðnuleysingjanum Ryan, sem kom heldur illa fram við hana í fyrstu þáttaröð. Það er áhugavert að fylgjast með hvernig hann nær að koma sér í mjúkinn hjá áhorfendum, eftir að hafa verið í skammarkróknum vegna framkomu sinnar við Annie. Þetta dregur að einhverju leyti úr spennunni og fækkar persónum sem geta tekið að sér hlutverk þrætudólgs, og setur enn meiri byrði á ritstjórann Gabe og móður Annie, þar sem þau eru nú orðnir einu fyrirferðarmiklu dólgarnir í þáttaröðinni. Það er alls ekki erfitt að fyrirlíta ritstjórann Gabe. Margar af aukapersónunum eru kostulegar, sérstaklega tíkarlega samstarfskonan Ruthie, sem kemur út úr skápnum með óvænta játningu í sjöunda þætti seríunnar. Julia Sweeney og Daniel Stern leika foreldra Annie og ferst það vel úr hendi, það áhugaverðasta er þó hve mikið mikið Stern er farinn að líkjast Jóni Baldvini Hannibalssyni í útliti, en það er nú önnur Ella. Þættirnir Shrill koma frá bandarísku streymisveitunni Hulu, sem enn hefur ekki látið sjá sig hér á landi. En Hulu hefur m.a. fært okkur Handmaid´s Tale, The Act og Castle Rock. Það er því frábært að íslensku sjónvarpsstöðvarnar séu að sýna efni frá þeim, enda oftast í háum gæðaflokki. Niðurstaða Fjórar stjörnur. Það er ótrúlega hressandi að sjá þáttaröð um persónu í yfirvigt sem sendir umheiminum fingurinn og neitar að skammast sín. Og þó að önnur þáttaröð Shrill nái ekki alveg sömu hæðum og sú fyrri, er óhætt að mæla með ævintýrum Annie og vina hennar. Hægt er að hlýða á samtal Heiðars Sumarliðasonar og sviðslistarkonunnar Bryndísar Ósk Ingvarsdóttur, úr útvarpsþættinum Stjörnubíói, hér að neðan.
Stjörnubíó Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira