Frumsýna Eurovision-mynd Will Ferrell í júní Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 11:35 Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. Vísir/Getty Eurovision-myndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga verður frumsýnd á Netflix þann 26. júní næstkomandi. Þetta kom fram í viðtali við Will Ferrell í spjallþætti Graham Norton á BBC í gær en RÚV greindi fyrst frá. Myndin var tekin að stórum hluta upp hér á landi og fóru tökur meðal annars fram á Húsavík í október á síðasta ári. Pierce Brosnan var á meðal þeirra sem voru við tökur hér á landi, en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Will Ferrell og leikkonan Rachel McAdams. Leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong. Þá fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni en á IMDB síðu myndarinnar eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson nefnd til sögunnar. Í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV var Ferrell á meðal stigakynna og tilkynnti að Ítalía hefði fengið flest atkvæði Íslendinga í þættinum. Þar skilaði hann kærri kveðju til Íslendinga og sagðist hafa elskað bæði land og þjóð – sérstaklega Húsavík. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Eurovision-myndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga verður frumsýnd á Netflix þann 26. júní næstkomandi. Þetta kom fram í viðtali við Will Ferrell í spjallþætti Graham Norton á BBC í gær en RÚV greindi fyrst frá. Myndin var tekin að stórum hluta upp hér á landi og fóru tökur meðal annars fram á Húsavík í október á síðasta ári. Pierce Brosnan var á meðal þeirra sem voru við tökur hér á landi, en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Will Ferrell og leikkonan Rachel McAdams. Leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong. Þá fer fjöldi íslenskra leikara með hlutverk í myndinni en á IMDB síðu myndarinnar eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Darri Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson nefnd til sögunnar. Í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV var Ferrell á meðal stigakynna og tilkynnti að Ítalía hefði fengið flest atkvæði Íslendinga í þættinum. Þar skilaði hann kærri kveðju til Íslendinga og sagðist hafa elskað bæði land og þjóð – sérstaklega Húsavík.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein