Lífið

Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson bar sigur úr bítum á Arnold Strongman Classic mótinu þriðja árið í röð.
Hafþór Júlíus Björnsson bar sigur úr bítum á Arnold Strongman Classic mótinu þriðja árið í röð. skjáskot

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. Þetta er þriðja árið í röð sem hann vinnur þennan titil.

Hafþór hefur tekið þátt á mótinu undanfarin tíu ár og vann einnig til verðlauna árið 2017 þegar hann hafnaði í öðru sæti.

Arnold Schwarzenegger, leikari og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, er forsvarsmaður mótsins og afhenti hann Hafþóri verðlaunin.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×