Anníe Mist sá mikla breytingu á Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir sá hlutina í nýju ljósi eftir vonbrigðin 2014 og bók bandaríska spretthlauparans Michaels Johnson kveikti í henni bál sem skilaði tveimur heimsmeistaratitlum á næstu tveimur árum. Hér er hún á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir halda áfram að gleðja áhugasama og aðdáendur sínu með hlaðvarpsþætti sínum en Dóttir-spjallið hefur gefið góða innsýn í það hvernig þær hugsa sem og hvernig þær byrjuðu í CrossFit íþróttinni. Í þætti fimm var komið að því að fara yfir það hvernig Katrín Tanja Davíðsdóttir tók á einum mestu vonbrigðum ferilsins. Það var árið 2014 þegar henni tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Þú virkaðir frekar áhugalaus „Þú breyttist. Ég man eftir þér á leikunum 2013 og við vorum aðeins meira í sambandi það ár. Þegar ég var að kanna stöðuna á þér eða spyrja þig hvernig þér liði. Þá var svarið bara: Allt í lagi. Ég hugsaði með mér að þú virkaðir frekar áhugalaus því ég vissi að þú gast gert svo miklu betur,“ sagði Anníe Mist þegar hún rifjaði upp frammistöðu Katrínar á heimsleikunum 2013. Katrín Tanja Davíðsdóttir og þjálfari hennar Ben Bergeron.Mynd/Instagram/katrintanja „Ég var ekki að keppa þarna sjálf en eftir keppnina þá fannst mér þú gætir ætlast til meiru af sjálfri þér,“ sagði Anníe Mist og Katrín Tanja tók þá af henni orðið. „Ég var ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði og ég lét eins og það væri allt í lagi svo ég yrði ekki fyrir vonbrigðum,“ sagði Katrín Tanja sem lýsir hegðun sinni þá sem hálfgerðum feluleik til að þurfa ekki að takast á við vonbrigðin. Vildi ekki láta Anníe sjá sig gráta „Ég grét örugglega eftir einhverjar greinar en ég vildi bara ekki láta þig sjá það. Nú er allt önnur staða og ég veit að í dag ertu í mínu horni. Það sem er svo mikilvægt er að hafa fólk í sínu horni sem veit hvað þarf að segja og fólk sem er líka hreinskilið. Maður þarf ekki alltaf á hvatningu að halda heldur stundum þarf að tala hreint út við mann,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja komst á heimsleikana árið 2012 og 2013 en árið 2014 náði hún bara sjötta sæti í undankeppni Evrópu og sat eftir með sárt ennið. View this post on Instagram @dottir TALKS! We launched our first one today & just recorded another Honestly just having so much fun with this: we just want to be open & honest, have a good conversation & let YOU join us! - Never a dull moment with @anniethorisdottir // @dottir #TogetherWeAreBETTER A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 27, 2020 at 1:06pm PDT „Sú reynsla breytti þér og gerði þig svo miklu sterkari. Ég man eftir því að ég hafði aldrei æft eins mikið með þér og einmitt árið eftir að þú komst ekki á leikana. Þú varst í framhaldinu orðinn uppáhaldsæfingafélaginn minn og við höfðum verið mjög nánar allar götur síðan,“ sagði Anníe Mist og gaf Katrínu Tönju orðið. Ég trúi því að úr öllu slæmu komi eitthvað gott „Það eru svo mörg dæmi um að þessi miklu vonbrigði hafi verið blessun í dulargervi. Ég trúi því að úr öllu slæmu komi eitthvað gott. Þú verður bara að finna þessa silfurrönd. Ef þú þarft að komast í gegnum eitthvað þá er ástæða fyrir því,“ sagði Katrín Tanja. „Það át mig upp að innan að sjá alla hina vera að undirbúa sig fyrir leikana. Ég spurði sjálfa mig af hverju ætti ég að vera að fara á æfingu,“ sagði Katrín Tanja sem ákvað að fara í frí með fjölskyldu sinni til Marokkó. Katrín Tanja varð hraustasta kona í heimi árið 2015. Ári áður hafði hún ekki komist á leikana.Vísir/Instagram Katrín Tanja sagði síðan frá því að hún las ævisögu bandaríska hlauparans Michael Johnson, Gold Rush, í þessari ferð þar sem hann fór meðal annars yfir það hvernig hann yfirvann vonbrigðin á ÓL í Barcelona 1992 með því að koma til baka og vinna tvenn gullverðlaun á ÓL í Atalanta 1996. „Eftir að ég las þessa bók þá hugsaði ég með mér: Ég ætla ekki að láta þessi mistök skilgreina mig. Ég sá allt í einu að þessi reynsla væri bara hluti af ferðalaginu mínu og þegar ég kom til baka þá fór ég að æfa með þér. Ég hafði svo gaman að því að æfa með þér og ég gat líka leyft mér að pressa á þig því ég var ekki að fara á leikana að keppa við þig. Þetta varð til þess að ég var í raun að undirbúa mig fyrir leikana þótt ég væri ekki að fara keppa þar,“ sagði Katrín Tanja. Við græddum báðar svo mikið á þessu Katrín Tanja naut heldur betur góðs af þessum æfingum árið eftir því hún komst alla leið á heimsleikana árið 2015 og gott betur því hún stóð uppi sem heimsmeistari í fyrsta sinn. „Við græddum báðar svo mikið á þessu,“ sagði Anníe Mist sem fékk frábæran æfingafélaga sem ýtti henni áfram og á móti þá hjálpaði Anníe Mist að rífa Katrínu upp úr vonbrigðunum að komast ekki á leikana. Stærsta gjöfin var örugglega að í leiðinni urðu þær miklar vinkonur og eru enn. Það má hlusta á allt spjallið hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju hér fyrir neðan. View this post on Instagram How failures can be positive event A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 15, 2020 at 4:47am PDT CrossFit Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir halda áfram að gleðja áhugasama og aðdáendur sínu með hlaðvarpsþætti sínum en Dóttir-spjallið hefur gefið góða innsýn í það hvernig þær hugsa sem og hvernig þær byrjuðu í CrossFit íþróttinni. Í þætti fimm var komið að því að fara yfir það hvernig Katrín Tanja Davíðsdóttir tók á einum mestu vonbrigðum ferilsins. Það var árið 2014 þegar henni tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Þú virkaðir frekar áhugalaus „Þú breyttist. Ég man eftir þér á leikunum 2013 og við vorum aðeins meira í sambandi það ár. Þegar ég var að kanna stöðuna á þér eða spyrja þig hvernig þér liði. Þá var svarið bara: Allt í lagi. Ég hugsaði með mér að þú virkaðir frekar áhugalaus því ég vissi að þú gast gert svo miklu betur,“ sagði Anníe Mist þegar hún rifjaði upp frammistöðu Katrínar á heimsleikunum 2013. Katrín Tanja Davíðsdóttir og þjálfari hennar Ben Bergeron.Mynd/Instagram/katrintanja „Ég var ekki að keppa þarna sjálf en eftir keppnina þá fannst mér þú gætir ætlast til meiru af sjálfri þér,“ sagði Anníe Mist og Katrín Tanja tók þá af henni orðið. „Ég var ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði og ég lét eins og það væri allt í lagi svo ég yrði ekki fyrir vonbrigðum,“ sagði Katrín Tanja sem lýsir hegðun sinni þá sem hálfgerðum feluleik til að þurfa ekki að takast á við vonbrigðin. Vildi ekki láta Anníe sjá sig gráta „Ég grét örugglega eftir einhverjar greinar en ég vildi bara ekki láta þig sjá það. Nú er allt önnur staða og ég veit að í dag ertu í mínu horni. Það sem er svo mikilvægt er að hafa fólk í sínu horni sem veit hvað þarf að segja og fólk sem er líka hreinskilið. Maður þarf ekki alltaf á hvatningu að halda heldur stundum þarf að tala hreint út við mann,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja komst á heimsleikana árið 2012 og 2013 en árið 2014 náði hún bara sjötta sæti í undankeppni Evrópu og sat eftir með sárt ennið. View this post on Instagram @dottir TALKS! We launched our first one today & just recorded another Honestly just having so much fun with this: we just want to be open & honest, have a good conversation & let YOU join us! - Never a dull moment with @anniethorisdottir // @dottir #TogetherWeAreBETTER A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 27, 2020 at 1:06pm PDT „Sú reynsla breytti þér og gerði þig svo miklu sterkari. Ég man eftir því að ég hafði aldrei æft eins mikið með þér og einmitt árið eftir að þú komst ekki á leikana. Þú varst í framhaldinu orðinn uppáhaldsæfingafélaginn minn og við höfðum verið mjög nánar allar götur síðan,“ sagði Anníe Mist og gaf Katrínu Tönju orðið. Ég trúi því að úr öllu slæmu komi eitthvað gott „Það eru svo mörg dæmi um að þessi miklu vonbrigði hafi verið blessun í dulargervi. Ég trúi því að úr öllu slæmu komi eitthvað gott. Þú verður bara að finna þessa silfurrönd. Ef þú þarft að komast í gegnum eitthvað þá er ástæða fyrir því,“ sagði Katrín Tanja. „Það át mig upp að innan að sjá alla hina vera að undirbúa sig fyrir leikana. Ég spurði sjálfa mig af hverju ætti ég að vera að fara á æfingu,“ sagði Katrín Tanja sem ákvað að fara í frí með fjölskyldu sinni til Marokkó. Katrín Tanja varð hraustasta kona í heimi árið 2015. Ári áður hafði hún ekki komist á leikana.Vísir/Instagram Katrín Tanja sagði síðan frá því að hún las ævisögu bandaríska hlauparans Michael Johnson, Gold Rush, í þessari ferð þar sem hann fór meðal annars yfir það hvernig hann yfirvann vonbrigðin á ÓL í Barcelona 1992 með því að koma til baka og vinna tvenn gullverðlaun á ÓL í Atalanta 1996. „Eftir að ég las þessa bók þá hugsaði ég með mér: Ég ætla ekki að láta þessi mistök skilgreina mig. Ég sá allt í einu að þessi reynsla væri bara hluti af ferðalaginu mínu og þegar ég kom til baka þá fór ég að æfa með þér. Ég hafði svo gaman að því að æfa með þér og ég gat líka leyft mér að pressa á þig því ég var ekki að fara á leikana að keppa við þig. Þetta varð til þess að ég var í raun að undirbúa mig fyrir leikana þótt ég væri ekki að fara keppa þar,“ sagði Katrín Tanja. Við græddum báðar svo mikið á þessu Katrín Tanja naut heldur betur góðs af þessum æfingum árið eftir því hún komst alla leið á heimsleikana árið 2015 og gott betur því hún stóð uppi sem heimsmeistari í fyrsta sinn. „Við græddum báðar svo mikið á þessu,“ sagði Anníe Mist sem fékk frábæran æfingafélaga sem ýtti henni áfram og á móti þá hjálpaði Anníe Mist að rífa Katrínu upp úr vonbrigðunum að komast ekki á leikana. Stærsta gjöfin var örugglega að í leiðinni urðu þær miklar vinkonur og eru enn. Það má hlusta á allt spjallið hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju hér fyrir neðan. View this post on Instagram How failures can be positive event A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 15, 2020 at 4:47am PDT
CrossFit Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira