Lífið

Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fastagestirnir í Árbæjarlaug voru fegnir að vera komnir á heimavöllinn í morgun eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru.
Fastagestirnir í Árbæjarlaug voru fegnir að vera komnir á heimavöllinn í morgun eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru. Vísir/Friðrik Þór

Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun.

Unga fólkið fjölmennti í laugarnar í höfuðborginni á miðnætti þar sem langar raðir mynduðust og þurftu margir frá að hverfa með sunddótið fjöldans vegna.

Sundlaugarnar í höfuðborginni opna alla jafna klukkan 6:30 á morgnana og þá mæta fastagestirnir, taka sundsprett og jafnvel æfingar kenndar við Müller áður en slakað er á í heitu pottunum.

Kristján Már Unnarsson tók púlsinn á sundlaugargestum í Árbæjarlaug í morgunsárið með Friðriki Þór Halldórssyni tökumanni Stöðvar 2. Einn fastagestur sagði erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap.

Á Selfossi var sömuleiðis opnað á miðnætti og þar voru gestir leystir út með skúffuköku og mjólkurglasi. Greinlegt að sundlaugarnar skipta landann miklu máli.

Arnar Már Jónmundsson tók myndbandið saman þar sem sjá má meðal annars röðina í Laugardalslauginni á miðnætti.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.