Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og Árbæingar endi því í sama sæti og undanfarin tvö tímabil. Eftir að hafa leikið samfleytt í efstu deild í sautján ár féll Fylkir 2016. Árbæingar voru fljótir að koma sér aftur í hóp þeirra bestu og síðustu tvö ár hefur liðið siglt lygnan sjó í Pepsi Max-deildinni. Fylkismenn stefna hærra og vilja meiri stöðugleika. Undanfarin tvö ár hefur Fylkir átt glimrandi leiki inn á milli en gengið illa að tengja saman sigra. Árbæingar fengu á sig 44 mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra en aðeins botnlið ÍBV fékk á sig fleiri (52). Eftir þriggja ára starf hætti Helgi Sigurðsson hjá Fylki síðasta haust. Við starfi hans tóku Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson sem var aðstoðarþjálfari Helga. Saman eiga þeir aðeins eitt tímabil sem aðalþjálfarar meistaraflokks á ferilskránni. Atli Sveinn stýrði Dalvík/Reyni 2016 en hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni. Ólafur er öllum hnútum kunnugur í Árbænum enda uppalinn Fylkismaður. Nafni hans, Ingi Skúlason, verður spilandi aðstoðarþjálfari í sumar. Fylkir í Árbæ Aldrei Íslandsmeistari (Best: 2. sæti 2000 og 2002) 2 bikarmeistaratitlar 3 tímabil samfellt í efstu deild (2018-) 18 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2002) 18 ár frá besta árangri liðsins (2. sæti 2002) 6 ár frá sæti í efri hluta (2014) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 3 sinnum í 7. og 8. sæti Síðasta tímabil Fylkismenn hreyfðust ekki á milli sumra og enduðu í áttunda sætinu eins og árið á undan. Liðið byrjaði með sannfærandi sigri í Eyjum en vann síðan ekki aftur fyrr en í sjöundu umferð. Þeir voru komnir upp í efri hlutann eftir ágætan júní og júlí en fengu alltof mörg mörk á sig á lokakaflanum og aðeins þrír sigrar í síðustu níu leikjunum þýddu að liðið endaði ekki ofar. Það var samt ekki langt í umrædd fimmta sæti. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið Fylkis í sumar.vísir/toggi Eins og síðustu tímabil eru Fylkismenn sterkastir á miðjunni með hina þrautreyndu Ólaf Inga og Helga Val Daníelsson í broddi fylkingar. Geoffrey Castillion skoraði mikið í fyrra og skilur eftir sig stórt skarð. Vörnin var veikleiki á síðasta tímabili og ekki styrktist hún við brotthvarf Ara. Breiddin aftast á vellinum er ekki mikil og þá vantar Fylki áreiðanlegan markaskorara. Markaðurinn Vísir/Toggi Fylkismenn fóru frekar illa út úr félagaskiptum vetrarins og misstu þrjá afar góða leikmenn í Castillion, Ara og Emil. Emil spilaði reyndar ekki mikið á síðustu leiktíð vegna meiðsla en allt eru þetta menn sem liðið sér væntanlega mjög á eftir. Fylkir hefur þó fengið mjög spennandi kantmann í Þórði Gunnari, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur spilað helling af meistaraflokksleikjum og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Djair Parfitt-Williams er einnig afar snöggur og lunkinn kantmaður, sem á leik með aðalliði West Ham en lék síðast í Slóveníu. Arnar Darri gæti svo veitt Aroni Snæ fína samkeppni í markinu. Heilt yfir geta stuðningsmenn Fylkis þó varla verið ánægðir með viðskipti vetrarins, sérstaklega ekki eftir að Harley Willard, ellefu marka manni í 1. deild, snerist hugur og ákvað að fara aftur til Ólafsvíkur eftir nokkurra mánaða stopp í Árbænum. Lykilmennirnir Ásgeir Eyþórsson, Ólafur Ingi Skúlason og Valdimar Þór Ingimundarson.vísir/vilhelm Ásgeir Eyþórsson (f. 1993): Ábyrgðin er enn meiri en áður á þessum hávaxna og yfirvegaða miðverði nú þegar Ara nýtur ekki við, að sjá til þess að Fylkir hleypi ekki inn þeim mikla fjölda af mörkum sem liðið gerði í fyrra. Eftir að hafa útskrifast úr háskólanámi í Bandaríkjunum 2018 gat Ásgeir tekið fullan þátt allt síðasta tímabil og spilaði alla leiki Fylkis. Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann bæti sig enn frekar sem miðvörður undir handleiðslu Atla Sveins. Ólafur Ingi Skúlason (f. 1983): Ólafur Ingi er þungamiðjan í spili Fylkisliðsins og verður það áfram nú sem spilandi aðstoðarþjálfari. Þessi 37 ára leiðtogi sneri ekki heim eftir langan feril í atvinnumennsku til að deyja drottni sínum, eins og sumir, og átti flott tímabil í fyrra, sérstaklega þegar leið á sumarið. Gæði hans í sendingum, geta til að verjast og fyrsta flokks staðsetningarhæfni eru eitthvað sem flestir ættu að þekkja og framganga Fylkis í sumar veltur mjög á því að Ólafur Ingi eigi nóg eftir á tanknum. Valdimar Þór Ingimundarson (f. 1999): Valdimar, sem eins og flestir liðsfélaga hans er uppalinn Fylkismaður með appelsínugult blóð í æðum, stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina í fyrra. Þessi kraftmikli, sóknarsinnaði miðjumaður skoraði þá til að mynda sex mörk og tryggði sér sæti í U21-landsliðinu, og sóknarleikur Fylkis virðist nú fyrir fram standa og falla með því hvernig sumarið verður hjá Valdimari. Þarf að gera betur en í fyrra Sam Hewson í leik gegn sínum gömlu félögum í Grindavík á síðasta tímabili.vísir/bára Sam Hewson kom til Fylkis frá Grindavík fyrir síðasta tímabil. Enski miðjumaðurinn gerði lítið á sínu fyrsta tímabili í appelsínugula búningnum. Hann skoraði aðeins eitt mark í 20 leikjum í Pepsi Max-deildinni og var ekki alltaf í byrjunarliði Fylkis. Koma Þórðar Gunnars Hafþórssonar þýðir að Hewson þarf að fara upp á tærnar til að komast í byrjunarliðið. Og þegar hann fær tækifæri þar þarf hann að gera betur en í fyrra. Heimavöllurinn Fylkismenn fengu flest sín stig á heimavelli á síðasta tímabili.vísir/bára Würth-völlurinn í Árbænum er orðinn með þeim glæsilegri á landinu en Fylkismenn höfðu þurft að sýna mikla þolinmæði í bið sinni eftir endurbótum. Nú þarf enginn lengur að hafa áhyggjur af stöðunni á grasinu í upphafi móts, við gervigrasið er ný og falleg stúka og í Lautinni ríkir meiri veðursæld en á mörgum, íslenskum völlum. Að meðaltali mætti 1.141 áhorfandi á leiki þangað síðasta sumar og heimavöllurinn skilaði Fylki 20 af 28 stigum liðsins. Hvað segir sérfræðingurinn? „Það er erfitt að átta sig á því við hverju við eigum að búast frá Fylki. Það er auðvitað nýr þjálfari. Af hverju voru þeir að reka Helga Sigurðsson? Af hverju héldu þeir honum ekki áfram í starfi? Er það af því að þeir vilja einhvern öðruvísi fótbolta? Hvað vilja þeir? Þeir eru auðvitað með þjálfara sem hefur ekki sannað sig á alvöru stigi. Hann er í raun og veru nýliði á alvöru „leveli“,“ segir Hjörvar Hafliðason, einn af sérfræðingum Pepsi Max-markanna. „Valdimar er auðvitað mjög öflugur þarna fremst á miðsvæðinu. Daði Ólafsson, vinstri bakvörður, gaf flestar stoðsendingar á síðustu leiktíð. En ég held að styrkleiki Fylkis sé sá sami og alltaf; mikil samheldni. Þetta eru mestmegnis Árbæingar sem eru til í að leggja ansi mikið á sig fyrir liðið,“ segir Hjörvar og hann telur ljóst að Fylkir muni sakna Castillion: „Það vantar senter þarna. Ég hef auðvitað mikla trú á Hákoni og vona að honum gangi vel en ef að það kviknar ekki á honum þá veit ég ekki hver á að skora mörkin þarna. Eins og með svo mörg lið í Pepsi Max-deildinni þá þarf Fylkir senter.“ Aðspurður um það hvaða leikmenn Fylkis verði helst í sviðsljósinu segir Hjörvar: „Það er aukin ábyrgð á Ásgeiri Eyþórssyni í miðri vörninni, Daði Ólafsson er einn af betri vinstri bakvörðunum í deildinni, en ætli það muni ekki mest mæða á Ólafi Inga Skúlasyni. Hann er í raun spilandi aðstoðarþjálfari eða þjálfari, og hann verður að vera góður sem og gamli maðurinn á miðjunni, Helgi Valur Daníelsson.“ Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (8. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... A-deild (9. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... A-deild (2. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... B-deild (6. sæti) Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki til Vísir/Toggi Fylkismenn treystu mikið á heimavöllinn sinn í fyrra og það er eins og nýja gervigrasið hafi reynst þeim vel. Fylkir náði 69 prósent stiga sinna í Árbænum. Fylkisliðið nýtti líka hornin og uppbótatímann vel því ekkert annað lið skoraði fleiri mörk úr hornspyrnum eða eftir að 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Fylkismenn komu fyrst upp í efstu deild árið 1989 og eru enn að bíða eftir fyrsts Íslandsmeistaratitlinum. Það er mun lengra en hin lið Pepsi Max deildarinnar í dag sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar. Toppmenn Fylkis í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Geoffrey Castillion var markahæstur í liði Fylkis í Pepsi Max deild karla í fyrra (10) og var líka sá sem tók þátt í flestum markasóknum (21) og reyndi flest skot (55). Daði Ólafsson var ekki aðeins með flestar stoðsendingar hjá Fylki eða níu heldur var hann stoðsendingakóngur allrar deildarinnar. Valdimar Þór Ingimundarson átti þátt í flestum mörkum Fylkis í Pepsi Max deild karla 2019 (13) og hann reyndi líka flesta einleiki með boltann. Geoffrey Castillion braut oftast af sér og Ari Leifsson vann oftast boltann. Castillion fiskaði flestar aukaspyrnur, Ólafur Ingi Skúlason fór í flestar tæklingar og Ásgeir Eyþórsson fór upp í flest skallaeinvígi. Að lokum Daði Ólafsson lagði upp flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni í fyrra.vísir/daníel Fylkismenn stefna vilja gera betur en síðustu ár og öðru fremur þrá þeir stöðugleika. Það verður erfitt ef liðið fær á sig tvö mörk að meðaltali í leik eins og í fyrra og forgangsatriði hjá nýja þjálfarateyminu ætti því að vera að stoppa lekann í varnarleiknum. Þá þarf Fylkir að sækja fleiri stig utan Árbæjarins en aðeins Grindavík og ÍBV, liðin sem féllu, fengu færri stig á útivelli í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Sé litið á leikmannahóp Fylkis er hann veikari á pappírnum en á síðasta tímabili. Þá eru Atli Sveinn og Ólafur óskrifað blað í þjálfun. Langlíklegast er að Fylkismenn verði á sömu slóðum og síðustu ár. Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00 Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00 Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og Árbæingar endi því í sama sæti og undanfarin tvö tímabil. Eftir að hafa leikið samfleytt í efstu deild í sautján ár féll Fylkir 2016. Árbæingar voru fljótir að koma sér aftur í hóp þeirra bestu og síðustu tvö ár hefur liðið siglt lygnan sjó í Pepsi Max-deildinni. Fylkismenn stefna hærra og vilja meiri stöðugleika. Undanfarin tvö ár hefur Fylkir átt glimrandi leiki inn á milli en gengið illa að tengja saman sigra. Árbæingar fengu á sig 44 mörk í Pepsi Max-deildinni í fyrra en aðeins botnlið ÍBV fékk á sig fleiri (52). Eftir þriggja ára starf hætti Helgi Sigurðsson hjá Fylki síðasta haust. Við starfi hans tóku Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson sem var aðstoðarþjálfari Helga. Saman eiga þeir aðeins eitt tímabil sem aðalþjálfarar meistaraflokks á ferilskránni. Atli Sveinn stýrði Dalvík/Reyni 2016 en hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni. Ólafur er öllum hnútum kunnugur í Árbænum enda uppalinn Fylkismaður. Nafni hans, Ingi Skúlason, verður spilandi aðstoðarþjálfari í sumar. Fylkir í Árbæ Aldrei Íslandsmeistari (Best: 2. sæti 2000 og 2002) 2 bikarmeistaratitlar 3 tímabil samfellt í efstu deild (2018-) 18 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2002) 18 ár frá besta árangri liðsins (2. sæti 2002) 6 ár frá sæti í efri hluta (2014) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 3 sinnum í 7. og 8. sæti Síðasta tímabil Fylkismenn hreyfðust ekki á milli sumra og enduðu í áttunda sætinu eins og árið á undan. Liðið byrjaði með sannfærandi sigri í Eyjum en vann síðan ekki aftur fyrr en í sjöundu umferð. Þeir voru komnir upp í efri hlutann eftir ágætan júní og júlí en fengu alltof mörg mörk á sig á lokakaflanum og aðeins þrír sigrar í síðustu níu leikjunum þýddu að liðið endaði ekki ofar. Það var samt ekki langt í umrædd fimmta sæti. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið Fylkis í sumar.vísir/toggi Eins og síðustu tímabil eru Fylkismenn sterkastir á miðjunni með hina þrautreyndu Ólaf Inga og Helga Val Daníelsson í broddi fylkingar. Geoffrey Castillion skoraði mikið í fyrra og skilur eftir sig stórt skarð. Vörnin var veikleiki á síðasta tímabili og ekki styrktist hún við brotthvarf Ara. Breiddin aftast á vellinum er ekki mikil og þá vantar Fylki áreiðanlegan markaskorara. Markaðurinn Vísir/Toggi Fylkismenn fóru frekar illa út úr félagaskiptum vetrarins og misstu þrjá afar góða leikmenn í Castillion, Ara og Emil. Emil spilaði reyndar ekki mikið á síðustu leiktíð vegna meiðsla en allt eru þetta menn sem liðið sér væntanlega mjög á eftir. Fylkir hefur þó fengið mjög spennandi kantmann í Þórði Gunnari, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur spilað helling af meistaraflokksleikjum og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Djair Parfitt-Williams er einnig afar snöggur og lunkinn kantmaður, sem á leik með aðalliði West Ham en lék síðast í Slóveníu. Arnar Darri gæti svo veitt Aroni Snæ fína samkeppni í markinu. Heilt yfir geta stuðningsmenn Fylkis þó varla verið ánægðir með viðskipti vetrarins, sérstaklega ekki eftir að Harley Willard, ellefu marka manni í 1. deild, snerist hugur og ákvað að fara aftur til Ólafsvíkur eftir nokkurra mánaða stopp í Árbænum. Lykilmennirnir Ásgeir Eyþórsson, Ólafur Ingi Skúlason og Valdimar Þór Ingimundarson.vísir/vilhelm Ásgeir Eyþórsson (f. 1993): Ábyrgðin er enn meiri en áður á þessum hávaxna og yfirvegaða miðverði nú þegar Ara nýtur ekki við, að sjá til þess að Fylkir hleypi ekki inn þeim mikla fjölda af mörkum sem liðið gerði í fyrra. Eftir að hafa útskrifast úr háskólanámi í Bandaríkjunum 2018 gat Ásgeir tekið fullan þátt allt síðasta tímabil og spilaði alla leiki Fylkis. Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann bæti sig enn frekar sem miðvörður undir handleiðslu Atla Sveins. Ólafur Ingi Skúlason (f. 1983): Ólafur Ingi er þungamiðjan í spili Fylkisliðsins og verður það áfram nú sem spilandi aðstoðarþjálfari. Þessi 37 ára leiðtogi sneri ekki heim eftir langan feril í atvinnumennsku til að deyja drottni sínum, eins og sumir, og átti flott tímabil í fyrra, sérstaklega þegar leið á sumarið. Gæði hans í sendingum, geta til að verjast og fyrsta flokks staðsetningarhæfni eru eitthvað sem flestir ættu að þekkja og framganga Fylkis í sumar veltur mjög á því að Ólafur Ingi eigi nóg eftir á tanknum. Valdimar Þór Ingimundarson (f. 1999): Valdimar, sem eins og flestir liðsfélaga hans er uppalinn Fylkismaður með appelsínugult blóð í æðum, stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina í fyrra. Þessi kraftmikli, sóknarsinnaði miðjumaður skoraði þá til að mynda sex mörk og tryggði sér sæti í U21-landsliðinu, og sóknarleikur Fylkis virðist nú fyrir fram standa og falla með því hvernig sumarið verður hjá Valdimari. Þarf að gera betur en í fyrra Sam Hewson í leik gegn sínum gömlu félögum í Grindavík á síðasta tímabili.vísir/bára Sam Hewson kom til Fylkis frá Grindavík fyrir síðasta tímabil. Enski miðjumaðurinn gerði lítið á sínu fyrsta tímabili í appelsínugula búningnum. Hann skoraði aðeins eitt mark í 20 leikjum í Pepsi Max-deildinni og var ekki alltaf í byrjunarliði Fylkis. Koma Þórðar Gunnars Hafþórssonar þýðir að Hewson þarf að fara upp á tærnar til að komast í byrjunarliðið. Og þegar hann fær tækifæri þar þarf hann að gera betur en í fyrra. Heimavöllurinn Fylkismenn fengu flest sín stig á heimavelli á síðasta tímabili.vísir/bára Würth-völlurinn í Árbænum er orðinn með þeim glæsilegri á landinu en Fylkismenn höfðu þurft að sýna mikla þolinmæði í bið sinni eftir endurbótum. Nú þarf enginn lengur að hafa áhyggjur af stöðunni á grasinu í upphafi móts, við gervigrasið er ný og falleg stúka og í Lautinni ríkir meiri veðursæld en á mörgum, íslenskum völlum. Að meðaltali mætti 1.141 áhorfandi á leiki þangað síðasta sumar og heimavöllurinn skilaði Fylki 20 af 28 stigum liðsins. Hvað segir sérfræðingurinn? „Það er erfitt að átta sig á því við hverju við eigum að búast frá Fylki. Það er auðvitað nýr þjálfari. Af hverju voru þeir að reka Helga Sigurðsson? Af hverju héldu þeir honum ekki áfram í starfi? Er það af því að þeir vilja einhvern öðruvísi fótbolta? Hvað vilja þeir? Þeir eru auðvitað með þjálfara sem hefur ekki sannað sig á alvöru stigi. Hann er í raun og veru nýliði á alvöru „leveli“,“ segir Hjörvar Hafliðason, einn af sérfræðingum Pepsi Max-markanna. „Valdimar er auðvitað mjög öflugur þarna fremst á miðsvæðinu. Daði Ólafsson, vinstri bakvörður, gaf flestar stoðsendingar á síðustu leiktíð. En ég held að styrkleiki Fylkis sé sá sami og alltaf; mikil samheldni. Þetta eru mestmegnis Árbæingar sem eru til í að leggja ansi mikið á sig fyrir liðið,“ segir Hjörvar og hann telur ljóst að Fylkir muni sakna Castillion: „Það vantar senter þarna. Ég hef auðvitað mikla trú á Hákoni og vona að honum gangi vel en ef að það kviknar ekki á honum þá veit ég ekki hver á að skora mörkin þarna. Eins og með svo mörg lið í Pepsi Max-deildinni þá þarf Fylkir senter.“ Aðspurður um það hvaða leikmenn Fylkis verði helst í sviðsljósinu segir Hjörvar: „Það er aukin ábyrgð á Ásgeiri Eyþórssyni í miðri vörninni, Daði Ólafsson er einn af betri vinstri bakvörðunum í deildinni, en ætli það muni ekki mest mæða á Ólafi Inga Skúlasyni. Hann er í raun spilandi aðstoðarþjálfari eða þjálfari, og hann verður að vera góður sem og gamli maðurinn á miðjunni, Helgi Valur Daníelsson.“ Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (8. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... A-deild (9. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... A-deild (2. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... B-deild (6. sæti) Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki til Vísir/Toggi Fylkismenn treystu mikið á heimavöllinn sinn í fyrra og það er eins og nýja gervigrasið hafi reynst þeim vel. Fylkir náði 69 prósent stiga sinna í Árbænum. Fylkisliðið nýtti líka hornin og uppbótatímann vel því ekkert annað lið skoraði fleiri mörk úr hornspyrnum eða eftir að 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Fylkismenn komu fyrst upp í efstu deild árið 1989 og eru enn að bíða eftir fyrsts Íslandsmeistaratitlinum. Það er mun lengra en hin lið Pepsi Max deildarinnar í dag sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar. Toppmenn Fylkis í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Geoffrey Castillion var markahæstur í liði Fylkis í Pepsi Max deild karla í fyrra (10) og var líka sá sem tók þátt í flestum markasóknum (21) og reyndi flest skot (55). Daði Ólafsson var ekki aðeins með flestar stoðsendingar hjá Fylki eða níu heldur var hann stoðsendingakóngur allrar deildarinnar. Valdimar Þór Ingimundarson átti þátt í flestum mörkum Fylkis í Pepsi Max deild karla 2019 (13) og hann reyndi líka flesta einleiki með boltann. Geoffrey Castillion braut oftast af sér og Ari Leifsson vann oftast boltann. Castillion fiskaði flestar aukaspyrnur, Ólafur Ingi Skúlason fór í flestar tæklingar og Ásgeir Eyþórsson fór upp í flest skallaeinvígi. Að lokum Daði Ólafsson lagði upp flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni í fyrra.vísir/daníel Fylkismenn stefna vilja gera betur en síðustu ár og öðru fremur þrá þeir stöðugleika. Það verður erfitt ef liðið fær á sig tvö mörk að meðaltali í leik eins og í fyrra og forgangsatriði hjá nýja þjálfarateyminu ætti því að vera að stoppa lekann í varnarleiknum. Þá þarf Fylkir að sækja fleiri stig utan Árbæjarins en aðeins Grindavík og ÍBV, liðin sem féllu, fengu færri stig á útivelli í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Sé litið á leikmannahóp Fylkis er hann veikari á pappírnum en á síðasta tímabili. Þá eru Atli Sveinn og Ólafur óskrifað blað í þjálfun. Langlíklegast er að Fylkismenn verði á sömu slóðum og síðustu ár.
Fylkir í Árbæ Aldrei Íslandsmeistari (Best: 2. sæti 2000 og 2002) 2 bikarmeistaratitlar 3 tímabil samfellt í efstu deild (2018-) 18 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2002) 18 ár frá besta árangri liðsins (2. sæti 2002) 6 ár frá sæti í efri hluta (2014) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 3 sinnum í 7. og 8. sæti
Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (8. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... A-deild (9. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... A-deild (2. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... B-deild (6. sæti) Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki til
Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00
Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00