Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem er tveimur sætum neðar en liðið endaði í fyrra. KA-menn eru að hefja sitt fjórða tímabil í röð í efstu deild. Öll tímabilin hafa þeir endað um miðja deild þrátt fyrir háleit markmið. KA átti góðan endasprett á síðasta tímabili og náði fyrir vikið sínum besta árangri síðan 2002. Leikmannahópurinn hefur hins vegar breyst talsvert í vetur og KA varð fyrir miklu áfalli þegar þeirra markahæsti maður í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í hné. Óli Stefán Flóventsson er á leið inn í sitt annað tímabil sem þjálfari KA. Eftir brösugt gengi framan af fóru KA-menn á flug undir lok síðasta tímabils eftir að Óli Stefán breytti um leikkerfi. Óli Stefán lék lengst af með Grindavík og þjálfaði svo liðið með góðum árangri á árunum 2016-18. Framganga hans vakti athygli og KA-menn ákváðu að veðja á Óla Stefán sem virðist njóta sín afar vel fyrir norðan. KA á Akureyri 1 Íslandsmeistaratitill 3 bikarúrslitaleikir 4 tímabil samfellt í efstu deild (2016-) 31 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (1989-) 16 ár frá síðasta bikarúrslitaleik (2004-) 1 tímabil í röð í efri hluta (2019-) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 2 sinnum í 7. sæti Síðasta tímabil KA-menn virtust ekki vera í góðum málum um mitt mót í fyrra þegar þeir sátu í fallsætinu eftir 4-0 skell á móti Blikum í 15. umferð. KA-liðið hoppaði hins vegar strax úr fallsætinu með 4-2 sigri á Stjörnunni í næsta leik og endaði á að vinna sig upp um sex sæti í síðustu sjö umferðunum. KA tapaði ekki leik eftir skellinn í Kópavogi í byrjun ágúst, vann 4 af síðustu 7 leikjum og tók meðal annars stig af verðandi meisturum KR. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið KA í sumar.Vísir/Toggi Þrátt fyrir að breytingin yfir í fjögurra manna vörn hafi gefið góða raun undir lok síðasta tímabils byrjar Óli Stefán væntanlega með þriggja manna vörn í sumar. Varnarmenn KA hafa verið meiðslum hrjáðir undanfarin ár og þá lék markvörðurinn Aron Dagur Birnuson aðeins tólf leiki í fyrra. Góðu fréttirnar eru að Hallgrímur Jónasson er heill heilsu og ætti að geta beitt sér meira en á síðasta tímabili. Hins vegar er óvíst hvenær Haukur Heiðar Hauksson snýr aftur. Ásgeir Sigurgeirsson, Jibril Aboubakar og hinn ungi og efnilegi Nökkvi Þeyr Þórisson þurfa að fylla í skarðið sem Elfar Árni skildi eftir sig. Lykilmennirnir Hallgrímur Jónasson, Almarr Ormarsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson.vísir/getty/bára Hallgrímur Jónasson (f. 1986): Ef að Hallgrímur helst heill heilsu verður hann algjör lykilmaður í liði KA, en miðað við síðustu tvö ár má vissulega efast um það. Það eru fimm ár síðan að hann var fastamaður í íslenska landsliðshópnum en Hallgrímur er enn afar öflugur varnarmaður, klettharður í návígum og raddsterkur leiðtogi sem væri mikils virði fyrir KA að hafa sem trausta stoð í miðri vörninni í allt sumar. Almarr Ormarsson (f. 1988): Orkubolti með mikla hæfileika sem hreinlega neitar að játa sig sigraðan á meðan að leikurinn er enn í gangi. Almarr hefur verið algjör prímusmótor á miðjunni hjá KA eftir að hann sneri aftur heim til Akureyrar - brýtur upp sóknir mótherjanna þegar þess þarf og skilar boltanum vel frá sér en getur einnig búið til mörk upp úr þurru, þó að hann geri lítið af því í sínu hlutverki í dag. Hallgrímur Mar Steingrímsson (f. 1990): Eins mikill lykilmaður og þeir gerast. Það mæðir ekki minna á Hallgrími í ár en síðustu sumur og vonandi hefur Hollandsdvölin í vetur gert þessum sóknarsinnaða miðjumanni eða kantmanni gott. Hallgrímur skoraði tíu mörk síðasta sumar, þar af þrjú úr vítum, en leggur líka mikið upp fyrir félaga sína og er liðinu dýrmætur með sínum frábæru spyrnum í föstum leikatriðum. Markaðurinn vísir/toggi KA hefur misst talsvert frá síðustu leiktíð en einnig sótt spennandi leikmenn. Callum Williams og Torfi Tímoteus virtust ná vel saman í miðri vörn KA undir lok síðasta tímabils en núna eru þeir báðir farnir og einnig spænski miðjumaðurinn Iosu Villar sem stóð sig vel seinni hluta sumars eftir að hafa komið í júlí. KA þarf á því að halda að Mikkel Qvist sé ekki bara með mögnuð innköst heldur sé miðvörður sem treysta megi á, bæði hvað meiðsli og frammistöðu varðar. Í því ljósi er ekki gott að vita að meiðsli í læri settu strik í reikninginn hjá honum í fyrra, eftir tvö góð tímabil í dönsku úrvalsdeildinni. Abubakar er tvítugur, hávaxinn, nígerískur framherji sem kemur úr unglingaliði Midtjylland og er óskrifað blað. Rodrigo Gomes er hins vegar þekkt stærð í íslenska boltanum; vel spilandi og góður, varnarsinnaður miðjumaður. Þarf að gera betur en í fyrra Hallgrímur Jónasson hefur verið mikið meiddur síðan hann kom heim úr atvinnumennsku.getty/Lars Ronbog Frá því Hallgrímur Jónasson kom aftur heim hefur hann aðeins leikið 26 af 44 deildarleikjum KA. Miklar vonir voru bundnar við Hallgrím eftir að hann gekk í raðir KA en stuðningsmenn liðsins hafa ekki séð hans bestu hliðar í gula búningnum. Hallgrímur er margreyndur atvinnu- og landsliðsmaður og það myndi gefa KA mikið ef hann næði að spila meira en síðustu ár. KA-menn þurfa á reynslu hans og kunnáttu að halda aftast á vellinum. Auk þess að spila með KA er Hallgrímur aðstoðarþjálfari liðsins. Heimavöllurinn Stúkan á Greifavellinum er á æði sérstökum stað og því kjósa margir að sitja í brekkunni.mynd/ka Einn kosturinn við kórónuveirufrestunina er að slæmt grasið á Greifavelli ætti að vera í aðeins ákjósanlegra ástandi en oft áður. Þó að margir muni eflaust sakna þess að sitja í brekkunni við völlinn, á besta stað í bænum, er stefnt að því að KA-menn spili heimaleiki sína á gervigrasi á sínu félagssvæði áður en langt um líður. Schiötharar, sterkasti stuðningsmannakjarni KA, hafa sett skemmtilegan svip á leiki liðsins og mætingin á Greifavöll var flott á síðasta ári. Hátt í 900 manns mættu að meðaltali á völlinn, ef frá er talinn leikur við Stjörnuna í skelfilegu veðri, og heimaleikirnir skiluðu 21 af 31 stigi sem liðið safnaði. Hvað segir sérfræðingurinn? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hverju maður á að búast við frá KA,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi Max-markanna. „Aðalmarkaskorari liðsins, Elfar Árni, sleit krossband svo að KA-menn eru svolítið senterslausir núna. Þeir enduðu mótið mjög vel í fyrra, og enduðu í 5. sæti sem er mjög viðunandi árangur hjá Óla Stefáni. Hins vegar voru þeir skelfilegir í vetur, það litla sem ég sá af þeim fyrir Covid, og ef að Covid gaf einhverju liði mikilvægan frest til að vinna í sínum málum þá var það KA. Hallgrímur Mar var í Hollandi í vetur og fékk meiri tíma til að undirbúa sig. Ég held að þetta verði erfitt hjá KA í sumar,“ segir Hjörvar. „Styrkleikar liðsins felast í heimavellinum. Það vill enginn fara á Akureyrarvöll og spila þar. Hann er slæmur og KA-menn verða að átta sig á því að þetta er völlur sem leikmönnum finnst erfitt að spila á, og í fyrra tosuðu þeir inn fullt af stigum þar,“ segir Hjörvar, en vandamálið er framherjastaðan: „Það vantar mann til að leysa Elfar Árna af hólmi. Ásgeir Sigurgeirsson er einn allra besti sóknarmaður landsins en það hefur verið erfitt að treysta á hann því hann hefur verið að glíma við mjög erfið meiðsli. Hallgrímur Mar er mjög afgerandi í þessu liði, og nafni hans Hallgrímur Jónasson verður að vera heill. Svo er ég að vonast til að Aron Dagur eigi gott tímabil í markinu. Ég vona alla vega að hann spili,“ segir Hjörvar. Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... B-deild (3. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (9. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... B-deild (3. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... B-deild (1. sæti og upp) Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki með vísir/toggi KA-menn skora stærstan hluta sinna marka á heimavelli og ekkert lið í sögu tólf liða deildar hefur treyst meira á heimavöllinn þegar kemur að markaskori. Rétt tæplega sextíu prósent marka KA í 12 liða deild hafa komið fyrir norðan. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA-liðsins, er í öðru sæti á eftir Guðjóni Þórðarsyni yfir þá þjálfara sem hafa náð bestum árangri með liðið en Guðjón er sá eini sem hefur gert KA að Íslandsmeisturum. KA-menn eru mjög öflugir skallamenn en ekkert félag hefur skorað fleiri skallamörk í deildnini síðustu þrjú tímabil. Þar munar líka mikið um stoðsendingarnar frá Hallgrími Mar sem hefur gefið 25 stoðendingar á síðustu þremur tímabilum eða níu meira en næsti maður í deildinni. Toppmenn KA í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Elfar Árni Aðalsteinsson var markahæstur í liði KA í Pepsi Max deild karla í fyrra (13) en var líka sá sem braut oftast af sér í liðinu og sá sem fór upp í flest skallaeinvígi. Hallgrímur Mar Steingrímsson var annars mjög áberandi á topplistum KA. Hann gaf flestar stoðsendingar (8), átti þátt í flestum mörkum (19) og tók þátt í flestum markasóknum (22). Callum Williams vann oftast boltann og Hallgrímur Mar Steingrímsson reyndi flesta einleiki. Hallgrímur Mar Steingrímsson fiskaði líka flestar aukaspyrnur og fór í flestar tæklingar af leikmönnum KA-liðsins. Að lokum Óli Stefán er að sigla inn í sitt annað tímabil sem þjálfari KA.vísir/bára KA stefnir hátt og metnaðurinn er mikill fyrir norðan. Stærstu spurningarmerkin tengd KA eru hverning liðinu gengur að fylla skarð Elfars Árna, hvernig heilsan á varnarmönnum liðsins verður og hvaða leikkerfi verður fyrsti kostur Óla Stefáns? Hallgrímur Mar verður áfram potturinn og pannan í sóknarleik KA og ábyrgð hans er mikil. Löng innköst Qvist bætast í vopnabúr liðsins og munu eflaust skila nokkrum mörkum. Greifavöllurinn reyndist KA vel í fyrra en aðeins KR og FH fengu fleiri stig á heimavelli á síðasta tímabili. KA-menn þurfa að nýta heimavöllinn álíka vel í sumar og í fyrra. Miðað við mannskap og styrk sex bestu liðanna er langsótt að KA geri betur en í fyrra. Þrátt fyrir vonir og drauma um meira þurfa KA-menn því væntanlega að gera sér sæti um miðja deild að góðu í sumar. Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00 Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem er tveimur sætum neðar en liðið endaði í fyrra. KA-menn eru að hefja sitt fjórða tímabil í röð í efstu deild. Öll tímabilin hafa þeir endað um miðja deild þrátt fyrir háleit markmið. KA átti góðan endasprett á síðasta tímabili og náði fyrir vikið sínum besta árangri síðan 2002. Leikmannahópurinn hefur hins vegar breyst talsvert í vetur og KA varð fyrir miklu áfalli þegar þeirra markahæsti maður í fyrra, Elfar Árni Aðalsteinsson, sleit krossband í hné. Óli Stefán Flóventsson er á leið inn í sitt annað tímabil sem þjálfari KA. Eftir brösugt gengi framan af fóru KA-menn á flug undir lok síðasta tímabils eftir að Óli Stefán breytti um leikkerfi. Óli Stefán lék lengst af með Grindavík og þjálfaði svo liðið með góðum árangri á árunum 2016-18. Framganga hans vakti athygli og KA-menn ákváðu að veðja á Óla Stefán sem virðist njóta sín afar vel fyrir norðan. KA á Akureyri 1 Íslandsmeistaratitill 3 bikarúrslitaleikir 4 tímabil samfellt í efstu deild (2016-) 31 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (1989-) 16 ár frá síðasta bikarúrslitaleik (2004-) 1 tímabil í röð í efri hluta (2019-) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 2 sinnum í 7. sæti Síðasta tímabil KA-menn virtust ekki vera í góðum málum um mitt mót í fyrra þegar þeir sátu í fallsætinu eftir 4-0 skell á móti Blikum í 15. umferð. KA-liðið hoppaði hins vegar strax úr fallsætinu með 4-2 sigri á Stjörnunni í næsta leik og endaði á að vinna sig upp um sex sæti í síðustu sjö umferðunum. KA tapaði ekki leik eftir skellinn í Kópavogi í byrjun ágúst, vann 4 af síðustu 7 leikjum og tók meðal annars stig af verðandi meisturum KR. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið KA í sumar.Vísir/Toggi Þrátt fyrir að breytingin yfir í fjögurra manna vörn hafi gefið góða raun undir lok síðasta tímabils byrjar Óli Stefán væntanlega með þriggja manna vörn í sumar. Varnarmenn KA hafa verið meiðslum hrjáðir undanfarin ár og þá lék markvörðurinn Aron Dagur Birnuson aðeins tólf leiki í fyrra. Góðu fréttirnar eru að Hallgrímur Jónasson er heill heilsu og ætti að geta beitt sér meira en á síðasta tímabili. Hins vegar er óvíst hvenær Haukur Heiðar Hauksson snýr aftur. Ásgeir Sigurgeirsson, Jibril Aboubakar og hinn ungi og efnilegi Nökkvi Þeyr Þórisson þurfa að fylla í skarðið sem Elfar Árni skildi eftir sig. Lykilmennirnir Hallgrímur Jónasson, Almarr Ormarsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson.vísir/getty/bára Hallgrímur Jónasson (f. 1986): Ef að Hallgrímur helst heill heilsu verður hann algjör lykilmaður í liði KA, en miðað við síðustu tvö ár má vissulega efast um það. Það eru fimm ár síðan að hann var fastamaður í íslenska landsliðshópnum en Hallgrímur er enn afar öflugur varnarmaður, klettharður í návígum og raddsterkur leiðtogi sem væri mikils virði fyrir KA að hafa sem trausta stoð í miðri vörninni í allt sumar. Almarr Ormarsson (f. 1988): Orkubolti með mikla hæfileika sem hreinlega neitar að játa sig sigraðan á meðan að leikurinn er enn í gangi. Almarr hefur verið algjör prímusmótor á miðjunni hjá KA eftir að hann sneri aftur heim til Akureyrar - brýtur upp sóknir mótherjanna þegar þess þarf og skilar boltanum vel frá sér en getur einnig búið til mörk upp úr þurru, þó að hann geri lítið af því í sínu hlutverki í dag. Hallgrímur Mar Steingrímsson (f. 1990): Eins mikill lykilmaður og þeir gerast. Það mæðir ekki minna á Hallgrími í ár en síðustu sumur og vonandi hefur Hollandsdvölin í vetur gert þessum sóknarsinnaða miðjumanni eða kantmanni gott. Hallgrímur skoraði tíu mörk síðasta sumar, þar af þrjú úr vítum, en leggur líka mikið upp fyrir félaga sína og er liðinu dýrmætur með sínum frábæru spyrnum í föstum leikatriðum. Markaðurinn vísir/toggi KA hefur misst talsvert frá síðustu leiktíð en einnig sótt spennandi leikmenn. Callum Williams og Torfi Tímoteus virtust ná vel saman í miðri vörn KA undir lok síðasta tímabils en núna eru þeir báðir farnir og einnig spænski miðjumaðurinn Iosu Villar sem stóð sig vel seinni hluta sumars eftir að hafa komið í júlí. KA þarf á því að halda að Mikkel Qvist sé ekki bara með mögnuð innköst heldur sé miðvörður sem treysta megi á, bæði hvað meiðsli og frammistöðu varðar. Í því ljósi er ekki gott að vita að meiðsli í læri settu strik í reikninginn hjá honum í fyrra, eftir tvö góð tímabil í dönsku úrvalsdeildinni. Abubakar er tvítugur, hávaxinn, nígerískur framherji sem kemur úr unglingaliði Midtjylland og er óskrifað blað. Rodrigo Gomes er hins vegar þekkt stærð í íslenska boltanum; vel spilandi og góður, varnarsinnaður miðjumaður. Þarf að gera betur en í fyrra Hallgrímur Jónasson hefur verið mikið meiddur síðan hann kom heim úr atvinnumennsku.getty/Lars Ronbog Frá því Hallgrímur Jónasson kom aftur heim hefur hann aðeins leikið 26 af 44 deildarleikjum KA. Miklar vonir voru bundnar við Hallgrím eftir að hann gekk í raðir KA en stuðningsmenn liðsins hafa ekki séð hans bestu hliðar í gula búningnum. Hallgrímur er margreyndur atvinnu- og landsliðsmaður og það myndi gefa KA mikið ef hann næði að spila meira en síðustu ár. KA-menn þurfa á reynslu hans og kunnáttu að halda aftast á vellinum. Auk þess að spila með KA er Hallgrímur aðstoðarþjálfari liðsins. Heimavöllurinn Stúkan á Greifavellinum er á æði sérstökum stað og því kjósa margir að sitja í brekkunni.mynd/ka Einn kosturinn við kórónuveirufrestunina er að slæmt grasið á Greifavelli ætti að vera í aðeins ákjósanlegra ástandi en oft áður. Þó að margir muni eflaust sakna þess að sitja í brekkunni við völlinn, á besta stað í bænum, er stefnt að því að KA-menn spili heimaleiki sína á gervigrasi á sínu félagssvæði áður en langt um líður. Schiötharar, sterkasti stuðningsmannakjarni KA, hafa sett skemmtilegan svip á leiki liðsins og mætingin á Greifavöll var flott á síðasta ári. Hátt í 900 manns mættu að meðaltali á völlinn, ef frá er talinn leikur við Stjörnuna í skelfilegu veðri, og heimaleikirnir skiluðu 21 af 31 stigi sem liðið safnaði. Hvað segir sérfræðingurinn? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hverju maður á að búast við frá KA,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi Max-markanna. „Aðalmarkaskorari liðsins, Elfar Árni, sleit krossband svo að KA-menn eru svolítið senterslausir núna. Þeir enduðu mótið mjög vel í fyrra, og enduðu í 5. sæti sem er mjög viðunandi árangur hjá Óla Stefáni. Hins vegar voru þeir skelfilegir í vetur, það litla sem ég sá af þeim fyrir Covid, og ef að Covid gaf einhverju liði mikilvægan frest til að vinna í sínum málum þá var það KA. Hallgrímur Mar var í Hollandi í vetur og fékk meiri tíma til að undirbúa sig. Ég held að þetta verði erfitt hjá KA í sumar,“ segir Hjörvar. „Styrkleikar liðsins felast í heimavellinum. Það vill enginn fara á Akureyrarvöll og spila þar. Hann er slæmur og KA-menn verða að átta sig á því að þetta er völlur sem leikmönnum finnst erfitt að spila á, og í fyrra tosuðu þeir inn fullt af stigum þar,“ segir Hjörvar, en vandamálið er framherjastaðan: „Það vantar mann til að leysa Elfar Árna af hólmi. Ásgeir Sigurgeirsson er einn allra besti sóknarmaður landsins en það hefur verið erfitt að treysta á hann því hann hefur verið að glíma við mjög erfið meiðsli. Hallgrímur Mar er mjög afgerandi í þessu liði, og nafni hans Hallgrímur Jónasson verður að vera heill. Svo er ég að vonast til að Aron Dagur eigi gott tímabil í markinu. Ég vona alla vega að hann spili,“ segir Hjörvar. Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... B-deild (3. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (9. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... B-deild (3. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... B-deild (1. sæti og upp) Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki með vísir/toggi KA-menn skora stærstan hluta sinna marka á heimavelli og ekkert lið í sögu tólf liða deildar hefur treyst meira á heimavöllinn þegar kemur að markaskori. Rétt tæplega sextíu prósent marka KA í 12 liða deild hafa komið fyrir norðan. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA-liðsins, er í öðru sæti á eftir Guðjóni Þórðarsyni yfir þá þjálfara sem hafa náð bestum árangri með liðið en Guðjón er sá eini sem hefur gert KA að Íslandsmeisturum. KA-menn eru mjög öflugir skallamenn en ekkert félag hefur skorað fleiri skallamörk í deildnini síðustu þrjú tímabil. Þar munar líka mikið um stoðsendingarnar frá Hallgrími Mar sem hefur gefið 25 stoðendingar á síðustu þremur tímabilum eða níu meira en næsti maður í deildinni. Toppmenn KA í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Elfar Árni Aðalsteinsson var markahæstur í liði KA í Pepsi Max deild karla í fyrra (13) en var líka sá sem braut oftast af sér í liðinu og sá sem fór upp í flest skallaeinvígi. Hallgrímur Mar Steingrímsson var annars mjög áberandi á topplistum KA. Hann gaf flestar stoðsendingar (8), átti þátt í flestum mörkum (19) og tók þátt í flestum markasóknum (22). Callum Williams vann oftast boltann og Hallgrímur Mar Steingrímsson reyndi flesta einleiki. Hallgrímur Mar Steingrímsson fiskaði líka flestar aukaspyrnur og fór í flestar tæklingar af leikmönnum KA-liðsins. Að lokum Óli Stefán er að sigla inn í sitt annað tímabil sem þjálfari KA.vísir/bára KA stefnir hátt og metnaðurinn er mikill fyrir norðan. Stærstu spurningarmerkin tengd KA eru hverning liðinu gengur að fylla skarð Elfars Árna, hvernig heilsan á varnarmönnum liðsins verður og hvaða leikkerfi verður fyrsti kostur Óla Stefáns? Hallgrímur Mar verður áfram potturinn og pannan í sóknarleik KA og ábyrgð hans er mikil. Löng innköst Qvist bætast í vopnabúr liðsins og munu eflaust skila nokkrum mörkum. Greifavöllurinn reyndist KA vel í fyrra en aðeins KR og FH fengu fleiri stig á heimavelli á síðasta tímabili. KA-menn þurfa að nýta heimavöllinn álíka vel í sumar og í fyrra. Miðað við mannskap og styrk sex bestu liðanna er langsótt að KA geri betur en í fyrra. Þrátt fyrir vonir og drauma um meira þurfa KA-menn því væntanlega að gera sér sæti um miðja deild að góðu í sumar.
KA á Akureyri 1 Íslandsmeistaratitill 3 bikarúrslitaleikir 4 tímabil samfellt í efstu deild (2016-) 31 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (1989-) 16 ár frá síðasta bikarúrslitaleik (2004-) 1 tímabil í röð í efri hluta (2019-) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 2 sinnum í 7. sæti
Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... B-deild (3. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... B-deild (9. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... B-deild (3. sæti) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... B-deild (1. sæti og upp) Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki með
Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00
Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00