Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem yrði versti árangur liðsins síðan 2010. Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Stjörnunnar en Rúnar Páll Sigmundsson hristi upp í hlutunum með því fá sér meðþjálfara, og það engan smá hákarl; sjálfan Ólafur Jóhannesson sem var látinn fara frá Val eftir síðasta tímabil. Leikmannahópur Stjörnunnar er kominn nokkuð til ára sinna en ungir og spennandi leikmenn bíða á kantinum eftir að fá tækifæri. Garðbæingar misstu af Evrópusæti í fyrra og stefna á að endurheimta það í sumar. Enginn þjálfari í meistaraflokki á Íslandi hefur verið lengur í starfi en Rúnar Páll sem er að hefja sitt sjöunda tímabil með Stjörnuna. Undir hans stjórn hefur liðið orðið Íslands- og bikarmeistari. Rúnar Páll á samt lítið í meðþjálfarann Óla Jóh þegar kemur að reynslu. Ólafur hóf þjálfaraferilinn í meistaraflokki 1982 þegar Rúnar Páll var átta ára. Ólafur hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari sem þjálfari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Stjarnan í Garðabæ 1 Íslandsmeistaratitill 1 bikarmeistaratitill 12 tímabil samfellt í efstu deild (2009-) 6 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (2014-) 2 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2018-) 9 tímabil í röð í efri hluta (2011-) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 3 sinnum í 4. sæti Síðasta tímabil Stjörnumenn duttu niður um eitt sæti annað árið í röð og hafa ekki endað neðar í fjögur ár. Hilmar Árni Halldórsson hélt samt áfram að skora og leggja upp mörk en það dugði ekki því alltof margir aðrir lykilmenn gáfu mikið eftir. Stjörnumenn misstu síðan á endanum af Evrópusætinu á lokasprettinum. Þeir tóku vissulega stig í báðum leikjum sínum gegn Íslandsmeisturum KR en fengu hins vegar jafnmörg stig (2) í fjórum leikjum á móti Breiðabliki og FH. Það voru einmitt liðin í næstu sætum fyrir ofan Garðbæinga og þessi töpuðu stig reyndust því afar dýrmæt í baráttunni um Evrópusætin. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar í sumar.vísir/toggi Stjarnan teflir upp mjög svipuðu byrjunarliði og á síðasta tímabili. Baldur Sigurðsson er reyndar farinn og því mun enn meira mæða á Eyjólfi Héðinssyni og nýja fyrirliðanum, Alex Þór Haukssyni. Stjarnan er með fína breidd aftast á vellinum og þá endurheimtir liðið Þórarin Inga Valdimarsson úr meiðslum. Hilmar Árni Halldórsson dregur sóknarvagninn að venju en Stjörnumenn myndu þiggja fleiri mörk frá mönnum eins og Guðjóni Baldvinssyni og Þorsteini Má Ragnarssyni. Sölvi Snær Guðbjargarson verður væntanlega í enn stærra hlutverki en í fyrra og aðrir ungir og efnilegir strákar eins og Ísak Andri Sigurgeirsson og Óli Valur Ómarsson gætu fengið eldskírn sína í sumar. Lykilmennirnir Haraldur Björnsson, Alex Þór Hauksson og Hilmar Árni Halldórsson.VÍSIR/BÁRA/DANÍEL Haraldur Björnsson (f. 1989): Haraldur hlaut gagnrýni fyrir frammistöðu sína framan af síðustu leiktíð en sýndi það seinni hluta tímabilsins að hann er í hópi bestu markvarða deildarinnar. Haraldur leikur nú sitt fjórða tímabil með Stjörnunni, eftir fimm ár í atvinnumennsku. Þessi stóri og stæðilegi markvörður hefur sýnt að hann getur tryggt sínu liði mikilvæg stig yfir sumarið en hann fær vonandi betri stuðning frá miðvörðum sínum en í fyrra. Alex Þór Hauksson (f. 1999): Alex verður betri með hverju árinu og er orðinn Stjörnuliðinu óhemju dýrmætur. Er nýr fyrirliði Stjörnunnar. Alex hefur stimplað sig inn sem einn af bestu, varnarsinnuðu miðjumönnum deildarinnar og bætti þremur mörkum á ferilskrána síðasta sumar. Hann vann sig inn í byrjunarlið U21-landsliðsins síðasta haust, lék með A-landsliðinu í janúar og ætti sennilega að skipta um umboðsmann ef hann endar ekki í atvinnumennsku fyrir 21 árs afmæli sitt í nóvember. Hilmar Árni Halldórsson (f. 1992): Áreiðanlegasti og hugsanlega að meðaltali besti leikmaður deildarinnar ef horft er til síðustu þriggja ára. Hilmar hefur ekki misst úr leik á þeim tíma, spilar nánast alltaf 90 mínútur, og hefur náð tíu mörkum hið minnsta á hverju þessara ára. Þessi magnaði spyrnumaður daðraði við markametið í efstu deild 2018 (endaði með sextán mörk) og skoraði svo þrettán mörk í fyrra, þar af fimm úr vítum. Af honum steðjar sífelld skotógn en Breiðhyltingurinn kann einnig vel að finna samherja sína með frábærum sendingum. Markaðurinn vísir/toggi Stjarnan hefur tekið því frekar rólega á leikmannamarkaðnum í vetur. Halldór Orri er snúinn heim og þeir Emil Atlason gætu skilað inn nokkrum mörkum þó að þeir séu frekar hugsaðir til að stækka hópinn en sem byrjunarliðsmenn. Rúnar Páll bauð Baldri Sigurðssyni aðstoðarþjálfarastarf og taldi sig ekki lengur hafa not fyrir hann sem miðjumann, og Guðmundur Steinn reyndi fyrir sér í Þýskalandi. Vignir leysir Guðjón Orra af sem varamarkvörður. Þarf að gera betur en í fyrra Í fyrra var Martin Rauschenberg skugginn af þeim leikmanni sem reyndist Stjörnunni svo vel 2013 og 2014.vísir/bára Síðasta sumar var Martin Rauschenberg ekki líkur þeim Martin Rauschenberg sem lék svo vel með Stjörnunni 2014. Danski miðvörðurinn náði sér engan veginn á strik og gerði fullt af mistökum. Þrátt fyrir það spilaði hann nánast alla leiki Stjörnunnar. Garðbæingar fengu á sig 34 mörk sem er það mesta sem þeir hafa fengið á sig síðan 2012. Á síðasta tímabili gerði Rauschenberg ellefu mistök sem leiddu til marks og hann verður að gera miklu betur í sumar. Heimavöllurinn Silfurskeiðin á góðri stund.vísir/bára Það er auðvelt fyrir blaðamenn að dásama Samsung-völlinn vegna þess hve vel er séð um fjölmiðlafólk þar, og í raun er völlurinn ágætur. Stjörnumenn unnu ákveðið brautryðjendastarf með því að spila á gervigrasi og hafa haldið sig við það, fyrir framan fína 1.200 manna stúku sem liggur alveg við völlinn en hentar illa fyrir sóldýrkendur. Silfurskeiðin var í sérflokki sem stuðningsmannasveit þegar hún var upp á sitt besta og á sinn þátt í heimsfrægð Tólfunnar, en hefur dalað síðan þá. Mætingin er sæmileg á heimaleiki Stjörnunnar, rúmlega þúsund manns að meðaltali síðasta sumar, og liðið náði þar í 20 af 35 stigum í fyrra. Hvað segir sérfræðingurinn? „Stjarnan er klárlega í þessum „topp sex“-flokki,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport. „Flestir hafa staðsett Stjörnumenn í neðri hlutanum þar, á bilinu 4.-6. sæti, en ég held að það sé ástæða til bjartsýni í Garðabænum. Mér hefur fundist þeir vera staðnaðir síðustu ár; hópurinn hefur verið eins, kjarninn eins í nokkurn tíma, en þeir fara þá leið að hrista upp í hlutunum með því að fá Óla Jóh inn og ég held að það sé að reynast þeim vel. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Atli Viðar. „Það er kjarni þarna, liðsheild, sem þeir hafa byggt upp. Þeir eru með mjög reynda og öfluga leikmenn, menn sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur og svo varnarleik og markvörslu í fínu lagi líka. Þetta er gott lið. Ég held að þeir séu að horfa til þess að spila meiri fótbolta. Halda boltanum á jörðinni, finna miðjumennina í fætur, og svo held ég að Hilmar Árni sé að fara að spila fremstur á miðjunni og hann verði arkitektinn í sóknarleiknum þeirra, og að þeir fái fleiri vopn í sóknarleikinn sinn sem er mikilvægt fyrir þá,“ segir Atli Viðar, og bætir við: „Hilmar Árni er allt í öllu í sóknarleiknum og úrslitin hjá þeim munu ráðast af því hvernig hann plumar sig. Liðin hafa aðeins náð því að taka hann út úr leikjum svo að þeir sem eru í kringum hann þurfa að axla ábyrgð og stíga upp þegar hann er ekki á sínum allra besta degi.“ Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (4. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... A-deild (8. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... A-deild (9. sæti og fall) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... C-deild Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki með vísir/toggi Reynsla aðalþjálfaranna hjá Stjörnunni er gríðarleg enda nú með tvo reynslubolta í brúnni. Rúnar Páll Sigmundsson (144 leikir) og Ólafur Jóhannesson (285 leikir) hafa stýrt til samans liðum í 429 leikjum í efstu deild karla eða næstum því tvö hundruð fleiri en hjá næsta liði sem er FH með Heimi Guðjónsson. Stjarnan var með mjög öflugan hóp íslenskra leikmanna og hefði orðið Íslandsmeistari í fyrra ef aðeins mörk Íslendinga hefðu talið í deildinni. Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum með Stjörnunni undanfarin fjögur tímabil og hefur alls komið með beinum hætti að 71 marki frá 2016 til 2019. Það er heilum sextán mörkum meira en næsti maður og 24 mörkum meira en maðurinn í þriðja sætið. Stjarnan hefur verið í toppbaráttunni í langan tíma en félagið hefur endað meðal fjögurra efstu á sjö tímabilum í röð. Toppmenn Stjörnunnar í tölfræðinni á síðasta tímabili vísir/toggi Hilmar Árni Halldórsson var allt í öllu hjá Stjörnunni í Pepsi Max deildinni á síðasta tímabili og það sést vel á tölfræðilistunum. Hilmar Árni Halldórsson skoraði bæði flest mörk (13) og var líka sá sem gaf flestar stoðsendingar (6). Hann átti þar með þátt í flestum mörkum liðsins og tók einnig þátt í 27 markasóknum liðsins. Alex Þór Hauksson fór í flestar tæklingar, braut oftast af sér og þá var brotið oftast á honum. Martin Rauschenberg vann flesta bolta, Baldur Sigurðsson fór upp í flest skallaeinvígi og Þorsteinn Már Ragnarsson reyndi flesta einleiki. Að lokum Rúnar Páll er kominn með eitt stykki Ólaf Jóhannesson sér við hlið.vísir/bára Á meðan hin fimm liðin sem spáð er í efri helmingi Pepsi Max-deildarinnar hafa bætt í er varla hægt að segja það sama um Stjörnuna. Leikmennirnir sem liðið hefur fengið eru rulluspilarar og erfitt að sjá þá styrkja byrjunarliðið. Stjörnumenn eru með mjög fastmótaðan leikstíl og spila kraftmikinn og beinskeyttan fótbolta. Þá er gríðarlega mikil reynsla í leikmannahópnum og í þjálfarateyminu. Ólafur virðist enn hafa nóg fram að færa og spennandi verður að sjá hvernig hann setur mark sitt á Stjörnuliðið. Síðan Rúnar Páll tók við Stjörnunni hefur liðið aldrei endað neðar en í 4. sæti og á sex tímabilum undir hans stjórn hefur liðið fjórum sinnum náð Evrópusæti. Það verður sennilega aldrei eins krefjandi og í ár. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Þurfa að særa meiðsladrauginn í burtu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 5. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00 Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem yrði versti árangur liðsins síðan 2010. Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Stjörnunnar en Rúnar Páll Sigmundsson hristi upp í hlutunum með því fá sér meðþjálfara, og það engan smá hákarl; sjálfan Ólafur Jóhannesson sem var látinn fara frá Val eftir síðasta tímabil. Leikmannahópur Stjörnunnar er kominn nokkuð til ára sinna en ungir og spennandi leikmenn bíða á kantinum eftir að fá tækifæri. Garðbæingar misstu af Evrópusæti í fyrra og stefna á að endurheimta það í sumar. Enginn þjálfari í meistaraflokki á Íslandi hefur verið lengur í starfi en Rúnar Páll sem er að hefja sitt sjöunda tímabil með Stjörnuna. Undir hans stjórn hefur liðið orðið Íslands- og bikarmeistari. Rúnar Páll á samt lítið í meðþjálfarann Óla Jóh þegar kemur að reynslu. Ólafur hóf þjálfaraferilinn í meistaraflokki 1982 þegar Rúnar Páll var átta ára. Ólafur hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari sem þjálfari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Stjarnan í Garðabæ 1 Íslandsmeistaratitill 1 bikarmeistaratitill 12 tímabil samfellt í efstu deild (2009-) 6 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (2014-) 2 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2018-) 9 tímabil í röð í efri hluta (2011-) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 3 sinnum í 4. sæti Síðasta tímabil Stjörnumenn duttu niður um eitt sæti annað árið í röð og hafa ekki endað neðar í fjögur ár. Hilmar Árni Halldórsson hélt samt áfram að skora og leggja upp mörk en það dugði ekki því alltof margir aðrir lykilmenn gáfu mikið eftir. Stjörnumenn misstu síðan á endanum af Evrópusætinu á lokasprettinum. Þeir tóku vissulega stig í báðum leikjum sínum gegn Íslandsmeisturum KR en fengu hins vegar jafnmörg stig (2) í fjórum leikjum á móti Breiðabliki og FH. Það voru einmitt liðin í næstu sætum fyrir ofan Garðbæinga og þessi töpuðu stig reyndust því afar dýrmæt í baráttunni um Evrópusætin. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar í sumar.vísir/toggi Stjarnan teflir upp mjög svipuðu byrjunarliði og á síðasta tímabili. Baldur Sigurðsson er reyndar farinn og því mun enn meira mæða á Eyjólfi Héðinssyni og nýja fyrirliðanum, Alex Þór Haukssyni. Stjarnan er með fína breidd aftast á vellinum og þá endurheimtir liðið Þórarin Inga Valdimarsson úr meiðslum. Hilmar Árni Halldórsson dregur sóknarvagninn að venju en Stjörnumenn myndu þiggja fleiri mörk frá mönnum eins og Guðjóni Baldvinssyni og Þorsteini Má Ragnarssyni. Sölvi Snær Guðbjargarson verður væntanlega í enn stærra hlutverki en í fyrra og aðrir ungir og efnilegir strákar eins og Ísak Andri Sigurgeirsson og Óli Valur Ómarsson gætu fengið eldskírn sína í sumar. Lykilmennirnir Haraldur Björnsson, Alex Þór Hauksson og Hilmar Árni Halldórsson.VÍSIR/BÁRA/DANÍEL Haraldur Björnsson (f. 1989): Haraldur hlaut gagnrýni fyrir frammistöðu sína framan af síðustu leiktíð en sýndi það seinni hluta tímabilsins að hann er í hópi bestu markvarða deildarinnar. Haraldur leikur nú sitt fjórða tímabil með Stjörnunni, eftir fimm ár í atvinnumennsku. Þessi stóri og stæðilegi markvörður hefur sýnt að hann getur tryggt sínu liði mikilvæg stig yfir sumarið en hann fær vonandi betri stuðning frá miðvörðum sínum en í fyrra. Alex Þór Hauksson (f. 1999): Alex verður betri með hverju árinu og er orðinn Stjörnuliðinu óhemju dýrmætur. Er nýr fyrirliði Stjörnunnar. Alex hefur stimplað sig inn sem einn af bestu, varnarsinnuðu miðjumönnum deildarinnar og bætti þremur mörkum á ferilskrána síðasta sumar. Hann vann sig inn í byrjunarlið U21-landsliðsins síðasta haust, lék með A-landsliðinu í janúar og ætti sennilega að skipta um umboðsmann ef hann endar ekki í atvinnumennsku fyrir 21 árs afmæli sitt í nóvember. Hilmar Árni Halldórsson (f. 1992): Áreiðanlegasti og hugsanlega að meðaltali besti leikmaður deildarinnar ef horft er til síðustu þriggja ára. Hilmar hefur ekki misst úr leik á þeim tíma, spilar nánast alltaf 90 mínútur, og hefur náð tíu mörkum hið minnsta á hverju þessara ára. Þessi magnaði spyrnumaður daðraði við markametið í efstu deild 2018 (endaði með sextán mörk) og skoraði svo þrettán mörk í fyrra, þar af fimm úr vítum. Af honum steðjar sífelld skotógn en Breiðhyltingurinn kann einnig vel að finna samherja sína með frábærum sendingum. Markaðurinn vísir/toggi Stjarnan hefur tekið því frekar rólega á leikmannamarkaðnum í vetur. Halldór Orri er snúinn heim og þeir Emil Atlason gætu skilað inn nokkrum mörkum þó að þeir séu frekar hugsaðir til að stækka hópinn en sem byrjunarliðsmenn. Rúnar Páll bauð Baldri Sigurðssyni aðstoðarþjálfarastarf og taldi sig ekki lengur hafa not fyrir hann sem miðjumann, og Guðmundur Steinn reyndi fyrir sér í Þýskalandi. Vignir leysir Guðjón Orra af sem varamarkvörður. Þarf að gera betur en í fyrra Í fyrra var Martin Rauschenberg skugginn af þeim leikmanni sem reyndist Stjörnunni svo vel 2013 og 2014.vísir/bára Síðasta sumar var Martin Rauschenberg ekki líkur þeim Martin Rauschenberg sem lék svo vel með Stjörnunni 2014. Danski miðvörðurinn náði sér engan veginn á strik og gerði fullt af mistökum. Þrátt fyrir það spilaði hann nánast alla leiki Stjörnunnar. Garðbæingar fengu á sig 34 mörk sem er það mesta sem þeir hafa fengið á sig síðan 2012. Á síðasta tímabili gerði Rauschenberg ellefu mistök sem leiddu til marks og hann verður að gera miklu betur í sumar. Heimavöllurinn Silfurskeiðin á góðri stund.vísir/bára Það er auðvelt fyrir blaðamenn að dásama Samsung-völlinn vegna þess hve vel er séð um fjölmiðlafólk þar, og í raun er völlurinn ágætur. Stjörnumenn unnu ákveðið brautryðjendastarf með því að spila á gervigrasi og hafa haldið sig við það, fyrir framan fína 1.200 manna stúku sem liggur alveg við völlinn en hentar illa fyrir sóldýrkendur. Silfurskeiðin var í sérflokki sem stuðningsmannasveit þegar hún var upp á sitt besta og á sinn þátt í heimsfrægð Tólfunnar, en hefur dalað síðan þá. Mætingin er sæmileg á heimaleiki Stjörnunnar, rúmlega þúsund manns að meðaltali síðasta sumar, og liðið náði þar í 20 af 35 stigum í fyrra. Hvað segir sérfræðingurinn? „Stjarnan er klárlega í þessum „topp sex“-flokki,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport. „Flestir hafa staðsett Stjörnumenn í neðri hlutanum þar, á bilinu 4.-6. sæti, en ég held að það sé ástæða til bjartsýni í Garðabænum. Mér hefur fundist þeir vera staðnaðir síðustu ár; hópurinn hefur verið eins, kjarninn eins í nokkurn tíma, en þeir fara þá leið að hrista upp í hlutunum með því að fá Óla Jóh inn og ég held að það sé að reynast þeim vel. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Atli Viðar. „Það er kjarni þarna, liðsheild, sem þeir hafa byggt upp. Þeir eru með mjög reynda og öfluga leikmenn, menn sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur og svo varnarleik og markvörslu í fínu lagi líka. Þetta er gott lið. Ég held að þeir séu að horfa til þess að spila meiri fótbolta. Halda boltanum á jörðinni, finna miðjumennina í fætur, og svo held ég að Hilmar Árni sé að fara að spila fremstur á miðjunni og hann verði arkitektinn í sóknarleiknum þeirra, og að þeir fái fleiri vopn í sóknarleikinn sinn sem er mikilvægt fyrir þá,“ segir Atli Viðar, og bætir við: „Hilmar Árni er allt í öllu í sóknarleiknum og úrslitin hjá þeim munu ráðast af því hvernig hann plumar sig. Liðin hafa aðeins náð því að taka hann út úr leikjum svo að þeir sem eru í kringum hann þurfa að axla ábyrgð og stíga upp þegar hann er ekki á sínum allra besta degi.“ Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (4. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... A-deild (8. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... A-deild (9. sæti og fall) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... C-deild Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki með vísir/toggi Reynsla aðalþjálfaranna hjá Stjörnunni er gríðarleg enda nú með tvo reynslubolta í brúnni. Rúnar Páll Sigmundsson (144 leikir) og Ólafur Jóhannesson (285 leikir) hafa stýrt til samans liðum í 429 leikjum í efstu deild karla eða næstum því tvö hundruð fleiri en hjá næsta liði sem er FH með Heimi Guðjónsson. Stjarnan var með mjög öflugan hóp íslenskra leikmanna og hefði orðið Íslandsmeistari í fyrra ef aðeins mörk Íslendinga hefðu talið í deildinni. Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum með Stjörnunni undanfarin fjögur tímabil og hefur alls komið með beinum hætti að 71 marki frá 2016 til 2019. Það er heilum sextán mörkum meira en næsti maður og 24 mörkum meira en maðurinn í þriðja sætið. Stjarnan hefur verið í toppbaráttunni í langan tíma en félagið hefur endað meðal fjögurra efstu á sjö tímabilum í röð. Toppmenn Stjörnunnar í tölfræðinni á síðasta tímabili vísir/toggi Hilmar Árni Halldórsson var allt í öllu hjá Stjörnunni í Pepsi Max deildinni á síðasta tímabili og það sést vel á tölfræðilistunum. Hilmar Árni Halldórsson skoraði bæði flest mörk (13) og var líka sá sem gaf flestar stoðsendingar (6). Hann átti þar með þátt í flestum mörkum liðsins og tók einnig þátt í 27 markasóknum liðsins. Alex Þór Hauksson fór í flestar tæklingar, braut oftast af sér og þá var brotið oftast á honum. Martin Rauschenberg vann flesta bolta, Baldur Sigurðsson fór upp í flest skallaeinvígi og Þorsteinn Már Ragnarsson reyndi flesta einleiki. Að lokum Rúnar Páll er kominn með eitt stykki Ólaf Jóhannesson sér við hlið.vísir/bára Á meðan hin fimm liðin sem spáð er í efri helmingi Pepsi Max-deildarinnar hafa bætt í er varla hægt að segja það sama um Stjörnuna. Leikmennirnir sem liðið hefur fengið eru rulluspilarar og erfitt að sjá þá styrkja byrjunarliðið. Stjörnumenn eru með mjög fastmótaðan leikstíl og spila kraftmikinn og beinskeyttan fótbolta. Þá er gríðarlega mikil reynsla í leikmannahópnum og í þjálfarateyminu. Ólafur virðist enn hafa nóg fram að færa og spennandi verður að sjá hvernig hann setur mark sitt á Stjörnuliðið. Síðan Rúnar Páll tók við Stjörnunni hefur liðið aldrei endað neðar en í 4. sæti og á sex tímabilum undir hans stjórn hefur liðið fjórum sinnum náð Evrópusæti. Það verður sennilega aldrei eins krefjandi og í ár.
Stjarnan í Garðabæ 1 Íslandsmeistaratitill 1 bikarmeistaratitill 12 tímabil samfellt í efstu deild (2009-) 6 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (2014-) 2 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2018-) 9 tímabil í röð í efri hluta (2011-) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 3 sinnum í 4. sæti
Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... A-deild (4. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... A-deild (8. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... A-deild (9. sæti og fall) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... C-deild Fyrir sextíu árum (1960) ... Ekki með
Pepsi Max-spáin 2020: Þurfa að særa meiðsladrauginn í burtu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 5. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00
Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00