Svana gjörbreytti húsinu: „Mér finnst ég búa á hóteli“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. mars 2020 14:03 Svana Símonar keypti sér einbýlishús í nóvember og gerði það upp í sínum stíl. Mynd/Svana Svana Símonar og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu sér hús á síðasta ári og gerðu ýmsar breytingar áður en þau fluttu inn. Svana deildi útkomunni í Facebook hópnum Skreytum hús og vakti það mikla athygli. Hjónin eru hrifin af svörtu og völdu meðal annars að skipta út hvítri eldhúsinnréttingu fyrir svarta. „Við byrjuðum framkvæmdir 29. nóvember og fluttum inn þremur vikum seinna, korter í jól,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Vorum þá búin að rífa alla veggi í eldhúsi og stofu, parketleggja með hjálp frá Vigni mági mínum snillingi og mála alla hæðina, brjóta niður fyrir nýju hurðargati og fylla upp í annað. Svo vorum við búin að koma eldhúsinnréttingunni upp með hjálp frá smið. Ég sá samt um að skrúfa allar skúffur og skápa saman með hjálp frá vinum.“ Svana segir að þau hjónin hafi reynt að mála í stað þess að henda en þurftu þó að brjóta niður veggi til þess að opna rýmið.Mynd/Svana Hjónin eru í fullri vinnu og gerðu þetta með börnin en sjá ekki eftir því að hafa farið af stað í þetta krefjandi verkefni. „Ég mæli ekki endilega með þessu en með jákvæðni og dass af þolinmæði tókst þetta,“ segir Svana. Þau breyttu eldhúsinu, ganginum, baðherberginu og svefnherberginu sínu síðustu mánuði en reyndu að láta framkvæmdirnar vera ekki of kostnaðarsamar. Svefnherbergisgangurinn fyrir og eftir breytingar. Mynd/Svana Svana hefur áður breytt húsi á Akureyri með ódýrum og sniðugum lausnum. Fjallað var um breytingarnar á Vísi fyrir tveimur árum. Sjá einnig - Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svarti liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Svönu.Mynd/Svana „Við tókum bara í gegn það sem var komið á tíma og þurftum að gera, nýttum allt sem hægt var að nýta, eins og á baðinu og allar hurðar.“ Svana valdi að lakka flísarnar í stað þess að brjóta þær upp og setja nýjar.Mynd/Svana Svana vandaði einstaklega mikið litavalið á rýminu, til þess að láta það henta betur þeirra stíl. „Litapallettan er úr Sérefni, þeir heita deep sarcelles á alrýminu, dark sarcelles á baðinu og arninum, intence sarcelles í svefnherberginu. Dásamlegir og hlýir að mínu mati. Mér finnst ég búa á hóteli. Ég lakkaði múrsteinavegginn með lakki frá Sérefni sem heitir superfinish og það kom út eins og flauelsáferð, mjög töff. Við máluðum hurðar með superfinish og baðflísarnar með wapex 660“ Svefnherbergið er dökkt og kósýMynd/Svana Hún er ánægð með allar breytingarnar sem þau gerðu og á erfitt með að velja hvað stendur upp úr. „Ég myndi líklega vera alltaf inn í svefnherbergi ef það væri í boði en annars er ég rosalega glöð með eldhúsið okkar. Skápaplássið er geggjað og það er orðið virkilega gaman að elda.“ Borðplatan í eldhúsinu er filmuð spónaplata.Mynd/Svana Hún bætir því svo við að reyndar sé það eiginmaðurinn sem eldi oftast. „Það er vel hægt að gera fallegt án þess að rífa allt út, málningin gerir kraftaverk,“ segir Svana að lokum. Áhugasamir geta fylgst með Svönu á Instagram. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Svana Símonar og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu sér hús á síðasta ári og gerðu ýmsar breytingar áður en þau fluttu inn. Svana deildi útkomunni í Facebook hópnum Skreytum hús og vakti það mikla athygli. Hjónin eru hrifin af svörtu og völdu meðal annars að skipta út hvítri eldhúsinnréttingu fyrir svarta. „Við byrjuðum framkvæmdir 29. nóvember og fluttum inn þremur vikum seinna, korter í jól,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Vorum þá búin að rífa alla veggi í eldhúsi og stofu, parketleggja með hjálp frá Vigni mági mínum snillingi og mála alla hæðina, brjóta niður fyrir nýju hurðargati og fylla upp í annað. Svo vorum við búin að koma eldhúsinnréttingunni upp með hjálp frá smið. Ég sá samt um að skrúfa allar skúffur og skápa saman með hjálp frá vinum.“ Svana segir að þau hjónin hafi reynt að mála í stað þess að henda en þurftu þó að brjóta niður veggi til þess að opna rýmið.Mynd/Svana Hjónin eru í fullri vinnu og gerðu þetta með börnin en sjá ekki eftir því að hafa farið af stað í þetta krefjandi verkefni. „Ég mæli ekki endilega með þessu en með jákvæðni og dass af þolinmæði tókst þetta,“ segir Svana. Þau breyttu eldhúsinu, ganginum, baðherberginu og svefnherberginu sínu síðustu mánuði en reyndu að láta framkvæmdirnar vera ekki of kostnaðarsamar. Svefnherbergisgangurinn fyrir og eftir breytingar. Mynd/Svana Svana hefur áður breytt húsi á Akureyri með ódýrum og sniðugum lausnum. Fjallað var um breytingarnar á Vísi fyrir tveimur árum. Sjá einnig - Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svarti liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Svönu.Mynd/Svana „Við tókum bara í gegn það sem var komið á tíma og þurftum að gera, nýttum allt sem hægt var að nýta, eins og á baðinu og allar hurðar.“ Svana valdi að lakka flísarnar í stað þess að brjóta þær upp og setja nýjar.Mynd/Svana Svana vandaði einstaklega mikið litavalið á rýminu, til þess að láta það henta betur þeirra stíl. „Litapallettan er úr Sérefni, þeir heita deep sarcelles á alrýminu, dark sarcelles á baðinu og arninum, intence sarcelles í svefnherberginu. Dásamlegir og hlýir að mínu mati. Mér finnst ég búa á hóteli. Ég lakkaði múrsteinavegginn með lakki frá Sérefni sem heitir superfinish og það kom út eins og flauelsáferð, mjög töff. Við máluðum hurðar með superfinish og baðflísarnar með wapex 660“ Svefnherbergið er dökkt og kósýMynd/Svana Hún er ánægð með allar breytingarnar sem þau gerðu og á erfitt með að velja hvað stendur upp úr. „Ég myndi líklega vera alltaf inn í svefnherbergi ef það væri í boði en annars er ég rosalega glöð með eldhúsið okkar. Skápaplássið er geggjað og það er orðið virkilega gaman að elda.“ Borðplatan í eldhúsinu er filmuð spónaplata.Mynd/Svana Hún bætir því svo við að reyndar sé það eiginmaðurinn sem eldi oftast. „Það er vel hægt að gera fallegt án þess að rífa allt út, málningin gerir kraftaverk,“ segir Svana að lokum. Áhugasamir geta fylgst með Svönu á Instagram.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira