Hilmar frískaði upp á eldhúsið fyrir sex þúsund krónur Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2020 14:29 Hilmar hélt í sama litin en útkoman flott með nýrri málningu. Myndir/Gígja/Hilmar „Ég hef haft það á bakvið eyrað lengi að það mætti fríkka upp á eldhúsinnréttinguna en hún er að hálfu upprunaleg en neðri skáparnir eru frá IKEA. Þar sem þessi gerð af innréttingu er ekki til lengur þá er ekki hægt að kaupa framhliðar eða annað á hana, nema að sérsmíða og þá kostar svipað að kaupa nýtt - og þá voru góð ráð dýr,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð, eigandi Media Group sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu. Hann tók eldhúsið hjá sér í gegn og þegar upp var staðið þá kostaði framkvæmdin aðeins brot af því sem nýtt hefði kostað. Hefði kostað hálfa milljón „IKEA sendi mér tilboð í samskonar innréttingu sem átti að kosta um 280.000 krónur og svo hefði smiður tekið um 160.000 krónur að setja hana upp. Það var ekki beint eitthvað sem maður hefur efni á núna á síðustu og verstu tímum og því ætlaði ég bara að bíða með þetta. Þá datt mér í hug að lakka hana aftur, hún hafði verið lökkuð af fyrri eigendum og leit ágætlega út nema að það voru komnar skellur í hana og liturinn var farinn að láta á sjá. Ég ræddi því við málarameistara sem sagði mér að ofhugsa þetta ekki og skipaði mér að kaupa mjúkan sandpappír og hálfmatt lakk sem ég gerði. Þetta var ekki neitt mál, ég pússaði létt yfir alla fletina og svo lakkaði ég bara aftur með samskonar lit, svart-gráum. Og viti menn - innréttingin er eins og ný.“ Svona lítur eldhúsinnréttingin út í dag. Hilmar segir stundum vera farið í dýrar framkvæmdir þegar vel sé hægt að nota vöðvaaflið og gera hlutina sjálfur. „Við erum að tala um að þetta hefði getað kostað um hálfa milljón sem er ekki beint á lausu en allur pakkinn kostaði um 6000 krónur, lakk, penslar, rúllur og sandpappír. Svo er þetta ekki eins flókið og maður heldur, það þarf bara að henda sér í verkin en ég tek það fram að ég skipulegg núorðið allt vel og fæ góð ráð áður en ég eyðilegg eitthvað. Ég er mjög hvatvís og hef lært af reynslunni að það borgar sig að hugsa vel og skipuleggja hvað maður ætlar að gera, og ræða við fagfólk og fá góð ráð. Það er mjög auðvelt að skemma meira en maður er að reyna að laga.“ Tók til hendinni í ástandinu Hilmar, sem býr í fallegu raðhúsi á Kaplaskjólsvegi í Vesturbænum, segir Covid-19 faraldurinn hafa gefið sér tíma til að vinna niður verkefnalista heimilisins. „Ég fæ reglulega ofvirkniköst og þá verð ég að gera eitthvað. Þetta er hálfgerð meðferð við ástandinu að geta eytt orku í t.d. eitt hvað sem tengist heimilinu. Ég er búinn að taka garðinn í gegn og gróðursetja plöntur, ég er duglegur og vökva og sitja á pallinum í góðviðri og manni líður vel þegar maður hefur sjálfur gert þessa hluti. Það er gott fyrir sálina - ég tala nú ekki um þegar sólin er farin að skína nær daglega og fótboltinn er að fara að rúlla aftur á KR-vellinum. Þetta gæti varla verið betra.“ Hús og heimili Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Ég hef haft það á bakvið eyrað lengi að það mætti fríkka upp á eldhúsinnréttinguna en hún er að hálfu upprunaleg en neðri skáparnir eru frá IKEA. Þar sem þessi gerð af innréttingu er ekki til lengur þá er ekki hægt að kaupa framhliðar eða annað á hana, nema að sérsmíða og þá kostar svipað að kaupa nýtt - og þá voru góð ráð dýr,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð, eigandi Media Group sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu. Hann tók eldhúsið hjá sér í gegn og þegar upp var staðið þá kostaði framkvæmdin aðeins brot af því sem nýtt hefði kostað. Hefði kostað hálfa milljón „IKEA sendi mér tilboð í samskonar innréttingu sem átti að kosta um 280.000 krónur og svo hefði smiður tekið um 160.000 krónur að setja hana upp. Það var ekki beint eitthvað sem maður hefur efni á núna á síðustu og verstu tímum og því ætlaði ég bara að bíða með þetta. Þá datt mér í hug að lakka hana aftur, hún hafði verið lökkuð af fyrri eigendum og leit ágætlega út nema að það voru komnar skellur í hana og liturinn var farinn að láta á sjá. Ég ræddi því við málarameistara sem sagði mér að ofhugsa þetta ekki og skipaði mér að kaupa mjúkan sandpappír og hálfmatt lakk sem ég gerði. Þetta var ekki neitt mál, ég pússaði létt yfir alla fletina og svo lakkaði ég bara aftur með samskonar lit, svart-gráum. Og viti menn - innréttingin er eins og ný.“ Svona lítur eldhúsinnréttingin út í dag. Hilmar segir stundum vera farið í dýrar framkvæmdir þegar vel sé hægt að nota vöðvaaflið og gera hlutina sjálfur. „Við erum að tala um að þetta hefði getað kostað um hálfa milljón sem er ekki beint á lausu en allur pakkinn kostaði um 6000 krónur, lakk, penslar, rúllur og sandpappír. Svo er þetta ekki eins flókið og maður heldur, það þarf bara að henda sér í verkin en ég tek það fram að ég skipulegg núorðið allt vel og fæ góð ráð áður en ég eyðilegg eitthvað. Ég er mjög hvatvís og hef lært af reynslunni að það borgar sig að hugsa vel og skipuleggja hvað maður ætlar að gera, og ræða við fagfólk og fá góð ráð. Það er mjög auðvelt að skemma meira en maður er að reyna að laga.“ Tók til hendinni í ástandinu Hilmar, sem býr í fallegu raðhúsi á Kaplaskjólsvegi í Vesturbænum, segir Covid-19 faraldurinn hafa gefið sér tíma til að vinna niður verkefnalista heimilisins. „Ég fæ reglulega ofvirkniköst og þá verð ég að gera eitthvað. Þetta er hálfgerð meðferð við ástandinu að geta eytt orku í t.d. eitt hvað sem tengist heimilinu. Ég er búinn að taka garðinn í gegn og gróðursetja plöntur, ég er duglegur og vökva og sitja á pallinum í góðviðri og manni líður vel þegar maður hefur sjálfur gert þessa hluti. Það er gott fyrir sálina - ég tala nú ekki um þegar sólin er farin að skína nær daglega og fótboltinn er að fara að rúlla aftur á KR-vellinum. Þetta gæti varla verið betra.“
Hús og heimili Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira