Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2020 09:15 Icelandair Group reynir nú að koma sér í gegnum mesta mótvindinn. Vísir/vilhelm Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ Fyrir því séu þó nokkrar forsendur, yfirstandandi viðræður við stéttarfélög „skili árangri“ og að hluthafafundur samþykki að ráðast í útboðið. Án þess þó að umræddar viðræður við stéttarfélög séu skýrðar nánar í yfirlýsingu frá Icelandair í morgun má ætla að þar sé vísað til tilrauna félagsins til að endursemja við flugmenn og flugliða. Lengi hefur legið fyrir að launakostnaður hjá Icelandair sé afar hár, í samanburði við keppninauta þess í millilandaflugi. Þannig hafi laun flugliða hjá Icelandair verið allt að 35 prósent hærri en hjá hinu sáluga WOW air og laun flugmanna Icelandair 20 til 30 prósent hærri. Sjá einnig: Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Icelandair segir þó að þetta séu ekki einu viðræðurnar sem séu í gangi. Þannig ræði félagið einnig við fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja. Þá hafi félagið jafnframt verið í góðu sambandi við stjórnvöld í þessu ferli. Aukinheldur segir í fyrrnefndri yfirlýsingu Icelandair: Icelandair hefur haldið uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu að undanförnu í samstarfi við stjórnvöld, bæði fyrir farþega og vöruflutninga, og er flugáætlun félagsins nú minni en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út. Enn ríkir talsverð óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi tekur aftur við sér. Félagið þarf að grípa til enn frekari aðgerða til að komast í gegnum þetta tímabil þar sem tekjur þess verða í lágmarki. Á sama tíma mun félagið tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að bregðast hratt við um leið og breytingar verða á markaði og eftirspurn tekur við sér á ný. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því í morgun að fleiri aðgerðir séu á teikniborðinu hjá Icelandair. Það hafi þannig rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. Heimildir blaðsins herma ennfremur að verið sé að skera flugflota félagsins verulega niður. Til greina komi að minnka flotann um helming, allt niður í tólf vélar. Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01 Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ Fyrir því séu þó nokkrar forsendur, yfirstandandi viðræður við stéttarfélög „skili árangri“ og að hluthafafundur samþykki að ráðast í útboðið. Án þess þó að umræddar viðræður við stéttarfélög séu skýrðar nánar í yfirlýsingu frá Icelandair í morgun má ætla að þar sé vísað til tilrauna félagsins til að endursemja við flugmenn og flugliða. Lengi hefur legið fyrir að launakostnaður hjá Icelandair sé afar hár, í samanburði við keppninauta þess í millilandaflugi. Þannig hafi laun flugliða hjá Icelandair verið allt að 35 prósent hærri en hjá hinu sáluga WOW air og laun flugmanna Icelandair 20 til 30 prósent hærri. Sjá einnig: Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Icelandair segir þó að þetta séu ekki einu viðræðurnar sem séu í gangi. Þannig ræði félagið einnig við fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja. Þá hafi félagið jafnframt verið í góðu sambandi við stjórnvöld í þessu ferli. Aukinheldur segir í fyrrnefndri yfirlýsingu Icelandair: Icelandair hefur haldið uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu að undanförnu í samstarfi við stjórnvöld, bæði fyrir farþega og vöruflutninga, og er flugáætlun félagsins nú minni en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út. Enn ríkir talsverð óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi tekur aftur við sér. Félagið þarf að grípa til enn frekari aðgerða til að komast í gegnum þetta tímabil þar sem tekjur þess verða í lágmarki. Á sama tíma mun félagið tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að bregðast hratt við um leið og breytingar verða á markaði og eftirspurn tekur við sér á ný. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því í morgun að fleiri aðgerðir séu á teikniborðinu hjá Icelandair. Það hafi þannig rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. Heimildir blaðsins herma ennfremur að verið sé að skera flugflota félagsins verulega niður. Til greina komi að minnka flotann um helming, allt niður í tólf vélar.
Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01 Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52
Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01
Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20