Í spurningu síðustu viku var spurt um hvernig áhrif samkomubannið hafi haft á samband þitt við makann þinn. Orðið á götunni hefur verið það að skilnaðarhrina sé í vændum og að þessi mikla samvera hafi reynst mörgum samböndum erfið.
Annar vinkill er sá að pör hafi jafnvel orðið nánari og samkvæmt viðtali við markaðsstjóra hjálpartækjaverslunarinnar Adams og Evu, hefur sala á kynlífshjálpartækjum fyrir pör aldrei verið meiri.
Aðeins 13% segjast upplifa slæm áhrif á sambandið
Ef marka má niðurstöður Makamála úr könnuninni hefur samkomubannið haft góð áhrif á mikinn meirihluta sambanda hjá lesendum Vísis. Aðeins 13% lesenda segja það hafa haft slæm eða mjög slæm áhrif á meðan rúmlega helmingur segir það hafa haft góð eða mjög góð áhrif.
Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan:
Hvaða áhrif hefur samkomubannið haft á samband þitt við maka?
Mjög góð - 30%
Góð - 25%
Engin áhrif - 30%
Slæm áhrif - 10%
Mjög slæm áhrif (sambandsslit) 3%
Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddi niðurstöðurnar og kynnti næstu spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.