Fyrsta Evrópumótið í eFótbolta verður á Stöð 2 eSport um helgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2020 17:45 Ítalir eru á meðal þátttökuliða á fyrsta Evrópumótinu í eFótbolta. getty/Pier Marco Tacca Fyrsta Evrópumótið í eFótbolta fer fram um helgina. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 eSport. Útsendingin á laugardaginn hefst klukkan 12:40 og lýkur klukkan 22:10. Á sunnudaginn hefst útsendingin klukkan 09:50 og lýkur klukkan 19:30. Þá kemur í ljós hver verður fyrsti Evrópumeistarinn í eFótbolta. Sextán lið keppa um helgina. Ísland tók þátt í undankeppninni en komst ekki í lokakeppnina. Eftirtaldar þjóðir berjast um fyrsta Evrópumeistaratitilinn í e-Fótbolta: Austurríki, Bosnía, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Lúxemborg, Rúmenía, Serbía, Spánn, Svartfjallaland, Tyrkland og Þýskaland. Keppt verður í Pro Evolution Soccer, eða PES 2020. Hver leikur er tíu mínútna langur. Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum en síðan taka við átta liða úrslit, undanúrslit og loks úrslitaviðureignin. Í átta liða og undanúrslitunum þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram. Í úrslitaviðureigninni þarf að vinna þrjá leiki til að standa uppi sem sigurvegari. Riðlaskiptinguna á EM í eFótbolta má sjá hér fyrir neðan. 1 DAY TO GO! The #eEURO2020 finals start tomorrow! Who are you supporting? Group A Group B Group C Group D pic.twitter.com/25xA4FcMAS— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 22, 2020 Rafíþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti
Fyrsta Evrópumótið í eFótbolta fer fram um helgina. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 eSport. Útsendingin á laugardaginn hefst klukkan 12:40 og lýkur klukkan 22:10. Á sunnudaginn hefst útsendingin klukkan 09:50 og lýkur klukkan 19:30. Þá kemur í ljós hver verður fyrsti Evrópumeistarinn í eFótbolta. Sextán lið keppa um helgina. Ísland tók þátt í undankeppninni en komst ekki í lokakeppnina. Eftirtaldar þjóðir berjast um fyrsta Evrópumeistaratitilinn í e-Fótbolta: Austurríki, Bosnía, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Lúxemborg, Rúmenía, Serbía, Spánn, Svartfjallaland, Tyrkland og Þýskaland. Keppt verður í Pro Evolution Soccer, eða PES 2020. Hver leikur er tíu mínútna langur. Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum en síðan taka við átta liða úrslit, undanúrslit og loks úrslitaviðureignin. Í átta liða og undanúrslitunum þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram. Í úrslitaviðureigninni þarf að vinna þrjá leiki til að standa uppi sem sigurvegari. Riðlaskiptinguna á EM í eFótbolta má sjá hér fyrir neðan. 1 DAY TO GO! The #eEURO2020 finals start tomorrow! Who are you supporting? Group A Group B Group C Group D pic.twitter.com/25xA4FcMAS— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 22, 2020
Rafíþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti