Lífið

Íþróttabarn ársins komið í heiminn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs íþróttamaður ársins. Hann er nú orðinn faðir.
Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs íþróttamaður ársins. Hann er nú orðinn faðir. VÍSIR/SIGURBJÖRN ÓSKARSSON

Kraftlyftingaparið Ellen Ýr Jónsdóttir og Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, eignuðust í gær sitt fyrsta barn.

Frá þessu greindi parið á Instagram, en þau eignuðust dreng sem þau segja við góða heilsu.

„Litli Júlíansson fæddist í gær, hann er hraustur og sterkur,“ skrifar Júlían við Instagram-færslu sem hann birti í dag. Ljóst er að hinn ungi drengur á styrkinn ekki langt að sækja enda foreldar hans báðir mikið kraftlyftingafólk.

Júlían var í desember á síðasta ári útnefndur íþróttamaður ársins 2019 af Samtökum íþróttafréttamanna.

Júlían bætti eigið heimsmet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum í Dubai í fyrra. Hann fékk bronsverðlaunin í samanlögðum árangri á sama móti.

Þá sigraði Júlían í réttstöðulyftu á EM og hlaut silfurverðlaun í samanlögðu á mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.