Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Fjölnir 117-83 | Botnliðið fékk skell í Ljónagryfjunni Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 12. mars 2020 21:30 mynd/jbó Njarðvíkingar fengu fallna Fjölnismenn í heimsókn í Ljónagryfjuna í næst síðustu umferð Dominos-deildar karla í kvöld. Líkt og áður segir voru Fjölnismenn fallnir fyrir leikinn á meðan Njarðvíkingar eru í harðri baráttu um 3.-4. sæti deildarinnar sem gefur heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega átta stiga forystu en Fjölnismenn gerðu vel og klóruðu í bakkann og minnkuðu forystu Njarðvíkinga niður í eitt stig á tímabili. Eftir áhlaupin var meira jafnræði með liðunum, en þó voru Njarðvíkingar hænuskrefi á undan og leiddu að loknum fyrsta leikhluta með fimm stigum, 26-21. Svipað jafnræði var á með liðunum í upphafi annars leikhluta en eftir því sem leið á leikhlutann sigu Njarðvíkingar alltaf meir og meir fram úr og náðu upp myndalegri forystu þegar flautan gall. Munurinn orðinn 19 stig og hálfleikstölur 56-37 heimamönnum í vil. Fjölnismenn byrjuðu af krafti í fyrstu sókn seinni hálfleiks og settu niður góða þriggja stiga körfu en þá settu Njarðvíkingar í fluggírinn og skoruðu næstu tíu stig leiksins og voru skyndilega komnir með 26 stiga forystu. Fjölnismenn voru ráðalausir í sókninni þegar þeir fóru inn fyrir þriggja stiga línuna, og reyndu því aðallega þriggja stiga skot í þriðja leikhluta, sem þeir hittu nokkrum úr. Aftur á móti skoruðu Njarðvíkingar í nánast hverri sókn og leiddu að loknum þriðja leikhluta með 28 stigum, 89-61. Fjölnir skoruðu fyrstu stig lokaleikhlutans, en líkt og í þriðja leikhluta skoruðu Njarðvík næstu stig leiksins og komust fljótlega yfir þrjátíu stiga múrinn. Njarðvíkingar héldu bara áfram og voru þeir fljótlega komnir 40 stigum yfir og náðu þeir hvað mest 42 stiga forystu. Eftir að Njarðvík náði þessari forystu róaðist leikurinn mjög og var varnaleikur ekki eitthvað bæði lið voru mikið að hugsa um. Fór svo að Njarðvíkingar unnu að lokum 34 stiga sigur, 117-83 Af hverju vann Njarðvík? Stutt og laggott svar. Njarðvík er einfaldlega töluvert betra körfuboltalið heldur en Fjölnir. Gestirnir gátu ekki stoppað Njarðvík í vörninni og skoruðu þeir að vild nánast. Hverjir sköruðu fram úr? Chaz Williams var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 28 stig og þá voru fjórir aðrir leikmenn sem skoruðu yfir 10 stig. Þá er vert að nefna að allir leikmenn Njarðvíkur skoruðu í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis var fyrirsjáanlegur, og reyndu þeir mikið af þriggja stiga skotum, og mega þeir eiga það að þeir hittu ágætlega fyrir utan línuna. Hins vegar voru þeir algjörlega ráðalausir þegar þeir fóru innfyrir þriggja stiga línuna. Þá var varnarleikurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir og skoraði Njarðvík í flestum sóknum sínum. Hvað gerist næst? Lokaleikur deildakeppninnar er það sem er framundan hjá báðum liðunum. Fjölnismenn kveðja deildina með heimaleik á móti toppliði Stjörnunnar á meðan Njarðvíkingar halda til Þorlákshafnar og mæta þar heimamönnum í Þór. Einar: Númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njóta Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“ Falur: Moses óskaði eftir því að fá að fara „Það breyttust heldur betur aðstæður hjá okkur seint í gærkvöldi og í morgun þegar bandaríski leikmaður okkar, Victor Moses óskaði eftir því að fá að fara og óskaði hann eftir því að fá að fara frá okkur áður en Donald Trump myndi loka Bandaríkjunum. Það munar rosalega um hann, en hann er stigahæsti og að ég held framlagshæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis eftir stórtap gegn Njarðvíkingum í kvöld. Aðspurður hvort að ástæðan fyrir því að Moses fór frá Fjölnismönnum væri að Donald Trump, Bandaríkjaforseti lokaði landinu var það hluti af því, ásamt því að Fjölnismenn voru þegar fallnir úr efstu deild. „Þetta eru mjög skrýtnir tímir sem við erum að upplifa. Við erum fallnir og það var ekki að fara breytast með hans framlagi og hann óskaði eftir því að fá að fara og við urðum við því.“ Falur segir það vera mjög erfitt að gíra menn upp í leik þegar lið hans er þegar fallið úr deildinni. „Það er mjög erfitt. Ég er ekki sá eini sem hefur verið í þeirri stöðu en þetta er mjög erfitt.“ Líkt og Einar, þjálfari Njarðvíkur vill Falur ekki setja sig í hlutverk fagfólks og vildi ekki segja hvað hann vildi KKÍ gerir en treystir hann sambandinu að gera það sem er réttast varðandi Covid-19 veiruna sem dreifist hratt á milli fólks. „Ég ætla bara að stela orðum Einars og láta fólk sem veit eitthvað um þetta um að taka ákvarðanirnar. Ég fylgdist með fréttum frá Bandaríkjunum í dag og það er búið að blása af allt íþróttalíf þar og ég heyrði einhvern ráðherra á Ítalíu segja að við yrðum kannski að vera án íþrótta í einhvern tíma sem er skrýtið.“ Logi: Á eldri árunum leyfir maður öðrum að vera í sviðsljósinu á heimavelli Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkinga var ánægður með stórsigur sinna manna á Fjölni í kvöld. „Það er alltaf skrýtið að koma í leik við lið sem er fallið og án bandaríska leikmanns síns. Við reyndum að gíra okkur upp eins og við gátum og fannst þetta líta vel út.“ Allir leikmenn Njarðvíkur skoruðu í kvöld sem er flott afrek, og var Logi að vonum kátur með það og að leyfa ungu Njarðvíkingunum að spreyta sig. „Það er mjög gaman. Gaman að leyfa öllum að vera með, og ekki bara á lokamínútunum, einn 15 ára kom inn á í fyrri hálfleik. Alltaf gaman að vera með alla uppalda Njarðvíkinga, þ.e.a.s íslensku leikmennirnir okkar.“ Upp kom sú tölfræði í síðasta þætti körfuboltakvölds að Logi væri að standa sig miklu betur á útivelli heldur en heimavelli og gantaðist hann með það. „Þegar maður er kominn á eldri árin leyfir maður öðrum að vera í sviðsljósinu á heimavelli, það er auðveldara fyrir þá að taka boltann og skjóta honum en það er erfiðara á útivelli, þannig maður tekur það á sig svolítið. En þetta var gaman í kvöld og ég var að hitta vel.“ Logi viðurkennir að það var skrýtið að spila leikinn í kvöld, vitandi þess að þetta gæti jafnvel verið síðasti leikur tímabilsins í kvöld en löndin í kringum okkur hafa verið að aflýsa eða fresta deildakeppnum sínum og gæti svo farið að slíkt hið sama yrði gert hér á landi. „Þetta er svolítið skrýtið og maður hefur aldrei lent í þessu áður. Ég fylgdist vel með í Bandaríkjunum í dag þar var verið að hætta við háskólaboltann og NBA-deildina. Þetta er svolítið skrýtin tilfinning að þetta gæti verið síðasti leikurinn okkar, maður veit það ekki og maður verður að virða þá ákvörðun sem maður er tekin.“
Njarðvíkingar fengu fallna Fjölnismenn í heimsókn í Ljónagryfjuna í næst síðustu umferð Dominos-deildar karla í kvöld. Líkt og áður segir voru Fjölnismenn fallnir fyrir leikinn á meðan Njarðvíkingar eru í harðri baráttu um 3.-4. sæti deildarinnar sem gefur heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótlega átta stiga forystu en Fjölnismenn gerðu vel og klóruðu í bakkann og minnkuðu forystu Njarðvíkinga niður í eitt stig á tímabili. Eftir áhlaupin var meira jafnræði með liðunum, en þó voru Njarðvíkingar hænuskrefi á undan og leiddu að loknum fyrsta leikhluta með fimm stigum, 26-21. Svipað jafnræði var á með liðunum í upphafi annars leikhluta en eftir því sem leið á leikhlutann sigu Njarðvíkingar alltaf meir og meir fram úr og náðu upp myndalegri forystu þegar flautan gall. Munurinn orðinn 19 stig og hálfleikstölur 56-37 heimamönnum í vil. Fjölnismenn byrjuðu af krafti í fyrstu sókn seinni hálfleiks og settu niður góða þriggja stiga körfu en þá settu Njarðvíkingar í fluggírinn og skoruðu næstu tíu stig leiksins og voru skyndilega komnir með 26 stiga forystu. Fjölnismenn voru ráðalausir í sókninni þegar þeir fóru inn fyrir þriggja stiga línuna, og reyndu því aðallega þriggja stiga skot í þriðja leikhluta, sem þeir hittu nokkrum úr. Aftur á móti skoruðu Njarðvíkingar í nánast hverri sókn og leiddu að loknum þriðja leikhluta með 28 stigum, 89-61. Fjölnir skoruðu fyrstu stig lokaleikhlutans, en líkt og í þriðja leikhluta skoruðu Njarðvík næstu stig leiksins og komust fljótlega yfir þrjátíu stiga múrinn. Njarðvíkingar héldu bara áfram og voru þeir fljótlega komnir 40 stigum yfir og náðu þeir hvað mest 42 stiga forystu. Eftir að Njarðvík náði þessari forystu róaðist leikurinn mjög og var varnaleikur ekki eitthvað bæði lið voru mikið að hugsa um. Fór svo að Njarðvíkingar unnu að lokum 34 stiga sigur, 117-83 Af hverju vann Njarðvík? Stutt og laggott svar. Njarðvík er einfaldlega töluvert betra körfuboltalið heldur en Fjölnir. Gestirnir gátu ekki stoppað Njarðvík í vörninni og skoruðu þeir að vild nánast. Hverjir sköruðu fram úr? Chaz Williams var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 28 stig og þá voru fjórir aðrir leikmenn sem skoruðu yfir 10 stig. Þá er vert að nefna að allir leikmenn Njarðvíkur skoruðu í kvöld. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnis var fyrirsjáanlegur, og reyndu þeir mikið af þriggja stiga skotum, og mega þeir eiga það að þeir hittu ágætlega fyrir utan línuna. Hins vegar voru þeir algjörlega ráðalausir þegar þeir fóru innfyrir þriggja stiga línuna. Þá var varnarleikurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir og skoraði Njarðvík í flestum sóknum sínum. Hvað gerist næst? Lokaleikur deildakeppninnar er það sem er framundan hjá báðum liðunum. Fjölnismenn kveðja deildina með heimaleik á móti toppliði Stjörnunnar á meðan Njarðvíkingar halda til Þorlákshafnar og mæta þar heimamönnum í Þór. Einar: Númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njóta Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“ Falur: Moses óskaði eftir því að fá að fara „Það breyttust heldur betur aðstæður hjá okkur seint í gærkvöldi og í morgun þegar bandaríski leikmaður okkar, Victor Moses óskaði eftir því að fá að fara og óskaði hann eftir því að fá að fara frá okkur áður en Donald Trump myndi loka Bandaríkjunum. Það munar rosalega um hann, en hann er stigahæsti og að ég held framlagshæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis eftir stórtap gegn Njarðvíkingum í kvöld. Aðspurður hvort að ástæðan fyrir því að Moses fór frá Fjölnismönnum væri að Donald Trump, Bandaríkjaforseti lokaði landinu var það hluti af því, ásamt því að Fjölnismenn voru þegar fallnir úr efstu deild. „Þetta eru mjög skrýtnir tímir sem við erum að upplifa. Við erum fallnir og það var ekki að fara breytast með hans framlagi og hann óskaði eftir því að fá að fara og við urðum við því.“ Falur segir það vera mjög erfitt að gíra menn upp í leik þegar lið hans er þegar fallið úr deildinni. „Það er mjög erfitt. Ég er ekki sá eini sem hefur verið í þeirri stöðu en þetta er mjög erfitt.“ Líkt og Einar, þjálfari Njarðvíkur vill Falur ekki setja sig í hlutverk fagfólks og vildi ekki segja hvað hann vildi KKÍ gerir en treystir hann sambandinu að gera það sem er réttast varðandi Covid-19 veiruna sem dreifist hratt á milli fólks. „Ég ætla bara að stela orðum Einars og láta fólk sem veit eitthvað um þetta um að taka ákvarðanirnar. Ég fylgdist með fréttum frá Bandaríkjunum í dag og það er búið að blása af allt íþróttalíf þar og ég heyrði einhvern ráðherra á Ítalíu segja að við yrðum kannski að vera án íþrótta í einhvern tíma sem er skrýtið.“ Logi: Á eldri árunum leyfir maður öðrum að vera í sviðsljósinu á heimavelli Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkinga var ánægður með stórsigur sinna manna á Fjölni í kvöld. „Það er alltaf skrýtið að koma í leik við lið sem er fallið og án bandaríska leikmanns síns. Við reyndum að gíra okkur upp eins og við gátum og fannst þetta líta vel út.“ Allir leikmenn Njarðvíkur skoruðu í kvöld sem er flott afrek, og var Logi að vonum kátur með það og að leyfa ungu Njarðvíkingunum að spreyta sig. „Það er mjög gaman. Gaman að leyfa öllum að vera með, og ekki bara á lokamínútunum, einn 15 ára kom inn á í fyrri hálfleik. Alltaf gaman að vera með alla uppalda Njarðvíkinga, þ.e.a.s íslensku leikmennirnir okkar.“ Upp kom sú tölfræði í síðasta þætti körfuboltakvölds að Logi væri að standa sig miklu betur á útivelli heldur en heimavelli og gantaðist hann með það. „Þegar maður er kominn á eldri árin leyfir maður öðrum að vera í sviðsljósinu á heimavelli, það er auðveldara fyrir þá að taka boltann og skjóta honum en það er erfiðara á útivelli, þannig maður tekur það á sig svolítið. En þetta var gaman í kvöld og ég var að hitta vel.“ Logi viðurkennir að það var skrýtið að spila leikinn í kvöld, vitandi þess að þetta gæti jafnvel verið síðasti leikur tímabilsins í kvöld en löndin í kringum okkur hafa verið að aflýsa eða fresta deildakeppnum sínum og gæti svo farið að slíkt hið sama yrði gert hér á landi. „Þetta er svolítið skrýtið og maður hefur aldrei lent í þessu áður. Ég fylgdist vel með í Bandaríkjunum í dag þar var verið að hætta við háskólaboltann og NBA-deildina. Þetta er svolítið skrýtin tilfinning að þetta gæti verið síðasti leikurinn okkar, maður veit það ekki og maður verður að virða þá ákvörðun sem maður er tekin.“
Dominos-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum