Menningarmunur og úrhelli settu svip á annars fullkomið Ítalíubrúðkaup Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2020 10:00 Tobba og Kalli giftu sig á Ítalíu síðasta haust. vísir/vilhelm Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Í dag er hún gift Karli Sigurðssyni í Baggalúti og á með honum tvær dætur. Tobba er gestur vikunnar í Einkalífinu en Tobba og Kalli gengu í það heilaga síðastliðið haust en athöfnin fór fram við San Severino Marche á Ítalíu. „Mig langaði að hafa brúðkaupið minna og persónulegt,“ segir Tobba í þættinum. „Við erum mikið matfólk og elskum gott vín og því lá Ítalía best við. Við vorum því bara með okkar allra nánasta og því voru innan við sextíu gestir. Við leigðum stórt hús, gistum þar öll saman og vorum þarna í viku,“ segir Tobba en hún og Kalli stefna að fagna aftur með öllum vinum og vandamönnum seinna í skemmtilegu garðpartýi og það líklega í sumar. Hún segir að brúðkaupið hafi verið stórkostlegt en margt sem hún hefði viljað að færi öðruvísi. „Ítalir eru allt öðruvísi en við og ég sem vill hafa allt niðurneglt og vel skipulagt. Við vorum í pínulitlu bæjarfélagi og maður var ekki beint að fara semja um verð í búðunum þar sem það var ekkert annað í boði. Það komu upp allskonar vandræði og vesen sem maður hefði ekki viljað,“ segir Tobba sem lýsir því nánar í þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Í dag er hún gift Karli Sigurðssyni í Baggalúti og á með honum tvær dætur. Tobba er gestur vikunnar í Einkalífinu en Tobba og Kalli gengu í það heilaga síðastliðið haust en athöfnin fór fram við San Severino Marche á Ítalíu. „Mig langaði að hafa brúðkaupið minna og persónulegt,“ segir Tobba í þættinum. „Við erum mikið matfólk og elskum gott vín og því lá Ítalía best við. Við vorum því bara með okkar allra nánasta og því voru innan við sextíu gestir. Við leigðum stórt hús, gistum þar öll saman og vorum þarna í viku,“ segir Tobba en hún og Kalli stefna að fagna aftur með öllum vinum og vandamönnum seinna í skemmtilegu garðpartýi og það líklega í sumar. Hún segir að brúðkaupið hafi verið stórkostlegt en margt sem hún hefði viljað að færi öðruvísi. „Ítalir eru allt öðruvísi en við og ég sem vill hafa allt niðurneglt og vel skipulagt. Við vorum í pínulitlu bæjarfélagi og maður var ekki beint að fara semja um verð í búðunum þar sem það var ekkert annað í boði. Það komu upp allskonar vandræði og vesen sem maður hefði ekki viljað,“ segir Tobba sem lýsir því nánar í þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“