Tindastóll og Þór tryggðu sér sæti á stórmeistaramótinu Halldór Már Kristmundsson skrifar 24. maí 2020 21:18 Tindastóll og Þór Akureyri gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sig áfram á stórmeistaramót Vodafone í fyrstu tilraun. Fyrri dagur úrslita Áskorendamótsins fór fram í gær og tókst fyrrnefndum liðum að tryggja sig áfram, en í kvöld ræðst það hvaða tvö lið fylgja þeim til úrslita. Þór Akureyri fékk hörkuleik þegar Akureyringar mættu Bad Company í fyrsta leik kortin fóru 16-13 og 16-14. Óvænt úrslit í ljósi þess að Þór er sterkt lið úr úrvalsdeildinni. Sterk liðsheild Bad Company kom Þórsurunum heldur betur á óvart, og áttu þeir í miklum vandræðum í sókninni. Strax í næsta leik sýndu þeir afhverju þeir eru í úrvalsdeild og gjörsamlega völtuðu yfir Dusty Academy 2-0 í seinni leik sínum. Þór var fyrsta lið kvöldsins til að tryggja sér þáttökurétt í Meistaramótið. Tindastóll sem náði að sigra XY.Esports í viðureign sem fór í öll þrjú kortin. XY.Esport mætti til leiks með tvo nýja úrvalsdeildarspilara þá Gísla „TripleG“ & ig Birnir „Brnr“. Tindastóll er lið sem er á mikilli siglingu en fyrir leikinn var talið að XY.Esport væri sterkara liðið. Viðureignin byrjaði á 16-2 sannfærandi sigri XY.Esports en svo svöruðu Stólarnir strax með 16-7 sigri og tóku svo seinasta kortið 16-8. Seinni leikur Tindastóls var gegn SWAT og fór 2-0 Stólunum í vil. Tindastóll eru svo sannarlega mættir í rafíþróttir eftir þessa sigra og tryggja sér í fyrsta skipti sæti meðal þeirra allra bestu á Íslandi. Í kvöld ræðst svo hvaða tvö lið tryggja sér síðustu lausu sætin á Stórmeistaramóti Vodafone Við spurðum Kristján Einar Kristjánsson sérfræðing í Vodafonedeildarinnar um leiki kvöldsins. Kristján Einar Kristjánsson „Ég get ekki ákveðið mig hvor leikurinn verður meira spennandi, ég veit að Dusty.Academy er hungrað í að sanna sig og reynslan sem þeir geta unnið sér inn í Meistaramótinu er ómetanleg. Það er því hellingur fyrir þá að vinna með að komast í gegn. XY.Esports nýtt project sem er líka mjög spennandi, unnu sér inn pláss í úrvalsdeildinni á næsta seasoni, og strax komnir með liðstyrk í Brbr og Tripleg. Svo er það viðureign SWAT og BadCompany. Alger draumabyrjun hjá SWAT sem eru að koma úr þriðju deild, að ná að sigra Exile og standa svona vel í Tindastól. og svo BadCompany sem koma úr fyrstu deild og standa samt svona vel í Þór. Það er björt framtíð hjá öllum þessum liðum enn það munu aðeins tvö fara í Meistaramótið sem fer fram næstu helgi. Bein útsending frá viðureignum kvöldsins hófst klukkan 18.00 á Stöð 2 eSport en þær eru: Dusty.Academy gegn XY.Esports Ungu strákarnir í Dusty byrjuðu gærkvöldið á að sigra XY.AT 2-1 og töpuðu svo gegn Þór 0-2 XY.Esports byrjaði hinsvegar kvöldið á 1-2 tapi gegn Tindastól, þeim tókst svo í framhaldi að sigra Exile sannfærandi 2-0. SWAT gegn BadCompany BadCompany kom feiknalega vel á óvart í gærkvöldi með naumu tapi gegn Þór 0-2, þeim tókst svo í mest spennandi leik kvöldsins að sigra XY.Esports 16 - 14 og 16 - 12. SWAT byrjuðu mótið með 2-1 sigri á Exile, tapaði svo fyrir Tindastól 0-2. Vodafone-deildin Rafíþróttir Þór Akureyri Tindastóll Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Tindastóll og Þór Akureyri gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sig áfram á stórmeistaramót Vodafone í fyrstu tilraun. Fyrri dagur úrslita Áskorendamótsins fór fram í gær og tókst fyrrnefndum liðum að tryggja sig áfram, en í kvöld ræðst það hvaða tvö lið fylgja þeim til úrslita. Þór Akureyri fékk hörkuleik þegar Akureyringar mættu Bad Company í fyrsta leik kortin fóru 16-13 og 16-14. Óvænt úrslit í ljósi þess að Þór er sterkt lið úr úrvalsdeildinni. Sterk liðsheild Bad Company kom Þórsurunum heldur betur á óvart, og áttu þeir í miklum vandræðum í sókninni. Strax í næsta leik sýndu þeir afhverju þeir eru í úrvalsdeild og gjörsamlega völtuðu yfir Dusty Academy 2-0 í seinni leik sínum. Þór var fyrsta lið kvöldsins til að tryggja sér þáttökurétt í Meistaramótið. Tindastóll sem náði að sigra XY.Esports í viðureign sem fór í öll þrjú kortin. XY.Esport mætti til leiks með tvo nýja úrvalsdeildarspilara þá Gísla „TripleG“ & ig Birnir „Brnr“. Tindastóll er lið sem er á mikilli siglingu en fyrir leikinn var talið að XY.Esport væri sterkara liðið. Viðureignin byrjaði á 16-2 sannfærandi sigri XY.Esports en svo svöruðu Stólarnir strax með 16-7 sigri og tóku svo seinasta kortið 16-8. Seinni leikur Tindastóls var gegn SWAT og fór 2-0 Stólunum í vil. Tindastóll eru svo sannarlega mættir í rafíþróttir eftir þessa sigra og tryggja sér í fyrsta skipti sæti meðal þeirra allra bestu á Íslandi. Í kvöld ræðst svo hvaða tvö lið tryggja sér síðustu lausu sætin á Stórmeistaramóti Vodafone Við spurðum Kristján Einar Kristjánsson sérfræðing í Vodafonedeildarinnar um leiki kvöldsins. Kristján Einar Kristjánsson „Ég get ekki ákveðið mig hvor leikurinn verður meira spennandi, ég veit að Dusty.Academy er hungrað í að sanna sig og reynslan sem þeir geta unnið sér inn í Meistaramótinu er ómetanleg. Það er því hellingur fyrir þá að vinna með að komast í gegn. XY.Esports nýtt project sem er líka mjög spennandi, unnu sér inn pláss í úrvalsdeildinni á næsta seasoni, og strax komnir með liðstyrk í Brbr og Tripleg. Svo er það viðureign SWAT og BadCompany. Alger draumabyrjun hjá SWAT sem eru að koma úr þriðju deild, að ná að sigra Exile og standa svona vel í Tindastól. og svo BadCompany sem koma úr fyrstu deild og standa samt svona vel í Þór. Það er björt framtíð hjá öllum þessum liðum enn það munu aðeins tvö fara í Meistaramótið sem fer fram næstu helgi. Bein útsending frá viðureignum kvöldsins hófst klukkan 18.00 á Stöð 2 eSport en þær eru: Dusty.Academy gegn XY.Esports Ungu strákarnir í Dusty byrjuðu gærkvöldið á að sigra XY.AT 2-1 og töpuðu svo gegn Þór 0-2 XY.Esports byrjaði hinsvegar kvöldið á 1-2 tapi gegn Tindastól, þeim tókst svo í framhaldi að sigra Exile sannfærandi 2-0. SWAT gegn BadCompany BadCompany kom feiknalega vel á óvart í gærkvöldi með naumu tapi gegn Þór 0-2, þeim tókst svo í mest spennandi leik kvöldsins að sigra XY.Esports 16 - 14 og 16 - 12. SWAT byrjuðu mótið með 2-1 sigri á Exile, tapaði svo fyrir Tindastól 0-2.
Vodafone-deildin Rafíþróttir Þór Akureyri Tindastóll Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira