Sport

Fimleikasambandið frestar öllum mótum hjá sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson.
Íslenski fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson. Getty/Dan Istitene

Fimleikasamband Ísland hefur brugðist við vegna samkomubannsins sem var tilkynnt í dag og mun vera í gildi í fjórar vikur.

Samkomubannið tekur gildu á miðnætti aðfaranótt mánudagsins og mun þýðir að engar fimleikakeppnir fara fram á næstu fjórar vikurnar.

Fimleikasambandið frestar öllu mótahaldi á meðan samkomubann er í gildi í landinu en þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Nánari upplýsingar verða síðan gefnar út eins og tilefni er til en Fimleikasambandið mun fylgja tilmælum almannavarna og ÍSÍ í starfi sambandsins.

FSÍ fundaði nú rétt í þessu með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kórónuveirunnar og áhrif hennar á samfélagið. Eins og fram hefur komið þá hefur verið sett samkomubann hér á landi frá og með miðnætti 15.mars.

Framkvæmdastjórar ÍSÍ og UMFÍ munu sitja fund kl. 15:00 í dag með Mennta - og menningarmálaráðherra og hefur verið ákveðið að sérsamböndin hittist aftur í höfuðstöðvum ÍSÍ kl 16:00 þar sem þau verða upplýst betur um stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×