Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 10:45 Telma og Baron. Telma segir að hestamennskan sé í blóðinu hennar, þó að enginn annar í fjölskyldunni sé með þessa bakteríu. Vísir/Vilhelm Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. „Fyrsti viðmælandi minn er Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta karla. Við sýnum alveg nýja hlið á honum,“ segir Telma í samtali við Vísi. „Í öðrum þætti sjáum við landsþekktan mann fara í fyrsta sinn á ævinni á hestbak. Mjög fyndinn þáttur. Við heimsækjum tannlæknahjón, sem hafa ekki stundað hestasportið lengi, en eiga samt dásamlega fallegt hrossaræktarbú, eru með fólk í vinnu og „eiga“ jafnvel lið í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Einnig verður rætt við hestaljósmyndara sem á myndir á veggjum lúxushótels úti í heimi og bönkum upp á hjá þjóðþekktum hestamönnum úti á landi. Allt er þetta skemmtilegt fólk sem hefur áhugaverðar sögur að segja.“ Telma og Baron eiga einstakt samband. Bera virðingu fyrir hestinum sínum Telma ákvað að gera þessa þætti til að sýna breiddina sem er í hestamennskunni, fólkið sem hana stundar og lífið með Íslenska hestinum. Þættirnir eru því alls ekki bara fyrir hestafólk. „Undirbúningur fyrir þættina hófst síðast liðið haust, en á bak við hvern þátt er mikil vinna. Þeir sem ekki til þekkja undrast oft yfir því hvað fara margar klukkustundir í að framleiða einn sjónvarpsþátt. Fyrst fara fram samtöl við viðmælendur, kvikmyndatökur því næst, svo er úrvinnslan líklega tímafrekust, en það þarf að skoða efnið, skrifta það, búa til handrit, klippa, setja tónlist yfir, endurskoða og endurskoða aftur. Og aftur. En þetta er mjög skemmtileg vinna.“ Klippa: Hestalífið - sýnishorn Hún segir að það skemmtilegasta við gerð þáttanna hafi verið að hitta fólk sem tali um áhugamálið sitt af innlifun. „Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks, hestarnir verða svo miklir vinir. Það sem kemur mér á óvart er hvað allir viðmælendur mínir bera mikla virðingu fyrir hestinum sínum og eru djúpt snortnir af samskiptum við hann. Hestamennskan er falleg baktería sem fáir vilja læknast af.“ Með Telmu vinnur Hörður Þórhallsson sem rekur framleiðslufyrirtækið Beit production. „Ég rakst á myndband sem hann gerði ásamt félaga sínum í fyrirtækinu og fannst þeir vera að gera sniðuga hluti. Skemmst er frá því að segja að mjög skemmtilegt er að vinna með Herði, hann er hugmyndaríkur og snjall. Útkoman er eftir því.“ Baron brosir sínu breiðasta fyrir myndavélina.Vísir/Vilhelm Hestamennskan tók yfir lífið Hestamennskan spilar stórt hlutverk í lífi Telmu svo hún veit alveg hvað hún syngur í þessum efnum. „Hestamennskan er mér af einhverjum skringilegum ástæðum í blóð borin, jafnvel þótt enginn annar í fjölskyldunni hefði áhuga. Á barnsaldri vélaði ég reiðnámskeið út úr foreldrum mínum, fór að vinna í sveit og keypti hest í kjölfarið. Síðar tók við nám og vinna, en sá tími kom að mér þótti vonlaust að vera hestlaus hestamaður. Fyrir 20 árum endurnýjaði ég kynnin og síðan þá hef ég menntað mig í hestafræðum, kláraði reiðkennaranám við Háskólann á Hólum, framleiddi hestaíþróttaþætti á Stöð 2 sport, hef staðið að fræðslusýningum, viðburðum og keppi nú sjálf í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, svo fátt eitt sé nefnt.“ Telma viðurkennir að hestamennskan hafi nú tekið yfir allt hennar líf, svo einfalt er það. „Það er ótrúlegur galdur að geta tjáð sig við aðra lífveru sem skilur hvorki íslensku né annað tungumál. Knapi og hestur þurfa að þróa með sér „samtal,“ einhverja leið til að skilja hvorn annan. Þegar vel tekst til verður til einhver leyniþráður sem er óskiljanlega gefandi. Það hafa komið augnablik þar sem maður er eitt með hestinum sínum, þá renna orkusviðin saman og knapinn öðlast vængi, verður hestaflið sem hann situr. Það er ótrúleg lífsreynsla og nánast trúarleg upplifun.“ Uppáhalds hestur Telmu heitir Baron og er hann frá Bala 1. „Hann hef ég átt og þjálfað í bráðum sex ár og það hefur verið mikil lífsreynsla. Baron hefur frá náttúrunnar hendi mjög mikla hæfileika, en þá sýnir hann ekki af sjálfu sér og því hefur þjálfun hans verið bæði löng og ströng. Baron er núna hestur í fremstu röð á keppnisvellinum, ljúfur en ákveðinn, getumikill gæðingur. Hvílík lukka að kynnast slíkri skepnu.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fer í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. „Fyrsti viðmælandi minn er Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta karla. Við sýnum alveg nýja hlið á honum,“ segir Telma í samtali við Vísi. „Í öðrum þætti sjáum við landsþekktan mann fara í fyrsta sinn á ævinni á hestbak. Mjög fyndinn þáttur. Við heimsækjum tannlæknahjón, sem hafa ekki stundað hestasportið lengi, en eiga samt dásamlega fallegt hrossaræktarbú, eru með fólk í vinnu og „eiga“ jafnvel lið í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Einnig verður rætt við hestaljósmyndara sem á myndir á veggjum lúxushótels úti í heimi og bönkum upp á hjá þjóðþekktum hestamönnum úti á landi. Allt er þetta skemmtilegt fólk sem hefur áhugaverðar sögur að segja.“ Telma og Baron eiga einstakt samband. Bera virðingu fyrir hestinum sínum Telma ákvað að gera þessa þætti til að sýna breiddina sem er í hestamennskunni, fólkið sem hana stundar og lífið með Íslenska hestinum. Þættirnir eru því alls ekki bara fyrir hestafólk. „Undirbúningur fyrir þættina hófst síðast liðið haust, en á bak við hvern þátt er mikil vinna. Þeir sem ekki til þekkja undrast oft yfir því hvað fara margar klukkustundir í að framleiða einn sjónvarpsþátt. Fyrst fara fram samtöl við viðmælendur, kvikmyndatökur því næst, svo er úrvinnslan líklega tímafrekust, en það þarf að skoða efnið, skrifta það, búa til handrit, klippa, setja tónlist yfir, endurskoða og endurskoða aftur. Og aftur. En þetta er mjög skemmtileg vinna.“ Klippa: Hestalífið - sýnishorn Hún segir að það skemmtilegasta við gerð þáttanna hafi verið að hitta fólk sem tali um áhugamálið sitt af innlifun. „Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks, hestarnir verða svo miklir vinir. Það sem kemur mér á óvart er hvað allir viðmælendur mínir bera mikla virðingu fyrir hestinum sínum og eru djúpt snortnir af samskiptum við hann. Hestamennskan er falleg baktería sem fáir vilja læknast af.“ Með Telmu vinnur Hörður Þórhallsson sem rekur framleiðslufyrirtækið Beit production. „Ég rakst á myndband sem hann gerði ásamt félaga sínum í fyrirtækinu og fannst þeir vera að gera sniðuga hluti. Skemmst er frá því að segja að mjög skemmtilegt er að vinna með Herði, hann er hugmyndaríkur og snjall. Útkoman er eftir því.“ Baron brosir sínu breiðasta fyrir myndavélina.Vísir/Vilhelm Hestamennskan tók yfir lífið Hestamennskan spilar stórt hlutverk í lífi Telmu svo hún veit alveg hvað hún syngur í þessum efnum. „Hestamennskan er mér af einhverjum skringilegum ástæðum í blóð borin, jafnvel þótt enginn annar í fjölskyldunni hefði áhuga. Á barnsaldri vélaði ég reiðnámskeið út úr foreldrum mínum, fór að vinna í sveit og keypti hest í kjölfarið. Síðar tók við nám og vinna, en sá tími kom að mér þótti vonlaust að vera hestlaus hestamaður. Fyrir 20 árum endurnýjaði ég kynnin og síðan þá hef ég menntað mig í hestafræðum, kláraði reiðkennaranám við Háskólann á Hólum, framleiddi hestaíþróttaþætti á Stöð 2 sport, hef staðið að fræðslusýningum, viðburðum og keppi nú sjálf í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, svo fátt eitt sé nefnt.“ Telma viðurkennir að hestamennskan hafi nú tekið yfir allt hennar líf, svo einfalt er það. „Það er ótrúlegur galdur að geta tjáð sig við aðra lífveru sem skilur hvorki íslensku né annað tungumál. Knapi og hestur þurfa að þróa með sér „samtal,“ einhverja leið til að skilja hvorn annan. Þegar vel tekst til verður til einhver leyniþráður sem er óskiljanlega gefandi. Það hafa komið augnablik þar sem maður er eitt með hestinum sínum, þá renna orkusviðin saman og knapinn öðlast vængi, verður hestaflið sem hann situr. Það er ótrúleg lífsreynsla og nánast trúarleg upplifun.“ Uppáhalds hestur Telmu heitir Baron og er hann frá Bala 1. „Hann hef ég átt og þjálfað í bráðum sex ár og það hefur verið mikil lífsreynsla. Baron hefur frá náttúrunnar hendi mjög mikla hæfileika, en þá sýnir hann ekki af sjálfu sér og því hefur þjálfun hans verið bæði löng og ströng. Baron er núna hestur í fremstu röð á keppnisvellinum, ljúfur en ákveðinn, getumikill gæðingur. Hvílík lukka að kynnast slíkri skepnu.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fer í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira