Salan rauk upp og eigandinn með Covid-19: „Kynlíf er eins og mýkingarefni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2020 11:27 Gerður var aðeins 21 árs þegar hún stofnaði fyrirtækið Blush. Hún fann sig ekki í skólakerfinu og gafst upp á námi eftir grunnskóla, fór sínar eigin leiðir og opnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var aðeins 21 árs gömul og nú níu árum síðar rekur hún afar farsælt fyrirtæki, kynlífstækjaverslunina Blush ásamt því að koma að öðrum fyrirtækjum sem fjárfestir. Hún segir það hafa verið mikið tabú í byrjun að opna kynlífstækjabúð og hefur hún fundið fyrir fordómum frá öðrum fyrirtækjaeigendum og er oft ekki tekin alvarlega í viðskiptum. Eva Laufey ræddi við Gerði Huld Arinbjarnardóttir í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Þegar ég byrjaði að selja kynlífstækin þá hafði ég ekki átt kynlífstæki þannig séð og prófaði bara eitt og eitt en það var ekkert af ráði,“ segir Gerður í þættinum. „Ég gæti alveg eins verið að selja blómavasa eða föt eða hvað sem er. En að sjálfsögðu þá kviknar áhuginn á kynlífstækjum út frá því að ég fer að selja þau. Ég myndi ekki endilega segja að þetta væri bara áhugi á kynlífstækjum heldur líka bara þessi áhugi á samskiptum kynjanna og hvernig maður getur viðhaldið ástríðunni í sambandinu sínu. Kynlíf er eins og mýkingarefni fyrir sambandið. Ef þú notar ekki mýkingarefni þá verður allt rosalega hart og stirt og þá verða vandamál sem eru pínulítil ofboðslega stór. Ef kynlífið er allt í góðu standi þá verður allt svo miklu betra.“ Hún segir að fyrstu þrjú árin hafi verið rosalega krefjandi og oftast hafi hún í raun ekki verið með neinar tekjur sjálf. Eva Laufeyr ræddi við Gerði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fékk lánaðan pening hjá pabba til að stofna fyrirtækið og ég hugsa oft til baka og velti fyrir mér af hverju mamma og pabbi stoppuðu mig ekki. Ég kom til þeirra 21 árs gömul og bað um tvö hundruð þúsund krónur til að kaupa kynlífstæki og þau sögðu bara já. Mamma mín og pabbi eru bæði ofboðslega skynsöm og flott fólk, en þau höfðu trú á þessu. Ég man að pabbi sagði við mig, já það er margt vitlausara en þetta við stundum öll kynlíf,“ segir Gerður sem var sjálf í tveimur vinnum fyrstu árin og reyndi að sinna Blush í leiðinni. Hún segir að allt upp í tuttugu manns starfi í dag hjá fyrirtækinu í einhverri mynd. Gerður glímir við lesblindu og fann sig ekki í skólakerfinu og gafst upp á hefðbundnu námi eftir grunnskóla. Hún segir það hafa verið erfitt að falla ekki inn í skólakerfið og hún ákvað að nýta sína styrkleika til þess að sækja sér þekkingu og hefur farið á ótal námskeið víðs vegar um heiminn sem hún hefur síðan nýtt sér í sínum rekstri. „Ég fann mér aðra leið til þess að sækja mér þekkingu og í stað þess að fara í háskólanám og fara læra eitthvað sem mig langaði alveg að gera en kveið fyrir því að þurfa síðan að fara skrifa ritgerðir og lesa mikið og þungt efni, þá fór ég bara að sækja allskonar námskeið erlendis. Ég trúi því að sama hver staða þín er námslega, þá þarftu bara að finna réttu leiðina þína til að læra. Rétta leiðin fyrir mig er að fá að hlusta.“ Gerður smitaðist af kórónuveirunni og varð mjög veik, gat lítið unnið og segir það hafa verið erfitt að vera heima í fimm vikur og geta lítið sem ekkert gert og sérstaklega þar sem salan jókst verulega í Blush á þessum tíma. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Kynlíf Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Textaverkaæði í poppinu Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira
Hún fann sig ekki í skólakerfinu og gafst upp á námi eftir grunnskóla, fór sínar eigin leiðir og opnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var aðeins 21 árs gömul og nú níu árum síðar rekur hún afar farsælt fyrirtæki, kynlífstækjaverslunina Blush ásamt því að koma að öðrum fyrirtækjum sem fjárfestir. Hún segir það hafa verið mikið tabú í byrjun að opna kynlífstækjabúð og hefur hún fundið fyrir fordómum frá öðrum fyrirtækjaeigendum og er oft ekki tekin alvarlega í viðskiptum. Eva Laufey ræddi við Gerði Huld Arinbjarnardóttir í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Þegar ég byrjaði að selja kynlífstækin þá hafði ég ekki átt kynlífstæki þannig séð og prófaði bara eitt og eitt en það var ekkert af ráði,“ segir Gerður í þættinum. „Ég gæti alveg eins verið að selja blómavasa eða föt eða hvað sem er. En að sjálfsögðu þá kviknar áhuginn á kynlífstækjum út frá því að ég fer að selja þau. Ég myndi ekki endilega segja að þetta væri bara áhugi á kynlífstækjum heldur líka bara þessi áhugi á samskiptum kynjanna og hvernig maður getur viðhaldið ástríðunni í sambandinu sínu. Kynlíf er eins og mýkingarefni fyrir sambandið. Ef þú notar ekki mýkingarefni þá verður allt rosalega hart og stirt og þá verða vandamál sem eru pínulítil ofboðslega stór. Ef kynlífið er allt í góðu standi þá verður allt svo miklu betra.“ Hún segir að fyrstu þrjú árin hafi verið rosalega krefjandi og oftast hafi hún í raun ekki verið með neinar tekjur sjálf. Eva Laufeyr ræddi við Gerði í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fékk lánaðan pening hjá pabba til að stofna fyrirtækið og ég hugsa oft til baka og velti fyrir mér af hverju mamma og pabbi stoppuðu mig ekki. Ég kom til þeirra 21 árs gömul og bað um tvö hundruð þúsund krónur til að kaupa kynlífstæki og þau sögðu bara já. Mamma mín og pabbi eru bæði ofboðslega skynsöm og flott fólk, en þau höfðu trú á þessu. Ég man að pabbi sagði við mig, já það er margt vitlausara en þetta við stundum öll kynlíf,“ segir Gerður sem var sjálf í tveimur vinnum fyrstu árin og reyndi að sinna Blush í leiðinni. Hún segir að allt upp í tuttugu manns starfi í dag hjá fyrirtækinu í einhverri mynd. Gerður glímir við lesblindu og fann sig ekki í skólakerfinu og gafst upp á hefðbundnu námi eftir grunnskóla. Hún segir það hafa verið erfitt að falla ekki inn í skólakerfið og hún ákvað að nýta sína styrkleika til þess að sækja sér þekkingu og hefur farið á ótal námskeið víðs vegar um heiminn sem hún hefur síðan nýtt sér í sínum rekstri. „Ég fann mér aðra leið til þess að sækja mér þekkingu og í stað þess að fara í háskólanám og fara læra eitthvað sem mig langaði alveg að gera en kveið fyrir því að þurfa síðan að fara skrifa ritgerðir og lesa mikið og þungt efni, þá fór ég bara að sækja allskonar námskeið erlendis. Ég trúi því að sama hver staða þín er námslega, þá þarftu bara að finna réttu leiðina þína til að læra. Rétta leiðin fyrir mig er að fá að hlusta.“ Gerður smitaðist af kórónuveirunni og varð mjög veik, gat lítið unnið og segir það hafa verið erfitt að vera heima í fimm vikur og geta lítið sem ekkert gert og sérstaklega þar sem salan jókst verulega í Blush á þessum tíma. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Kynlíf Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Textaverkaæði í poppinu Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira