16 dagar í Pepsi Max: Fjórtán verðlaunatímabil FH í röð og Atli Viðar á þrettán gull eða silfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2020 12:00 Atli Viðar Björnsson vann átta gull og fimm silfur á Íslandsmótinu með FH-liðinu frá 2003 til 2016. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 16 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. FH-ingar bættu met KR og Vals sumarið 2015 með því að vinna verðlaun á þrettánda tímabilinu í röð. Lið KR og Vals höfðu náð að vera í verðlaunasæti tólf ár í röð á milli heimsstyrjaldanna þar af voru þau bæði í efstu sætunum í ellefu ár í röð frá 1927 til 1937. FH-liðið endaði á að því að vera í verðlaunasæti á fjórtán tímabilum í röð frá 2003 til 2016. FH varð átta sinnum Íslandsmeistari á þessum tíma og fékk sex silfurverðlaun að auki. FH-ingar náðu að verja Íslandsmeistaratitil sinn fjórum sinnum eða 2005, 2006, 2009 og 2016. FH-liðið féll alls níu fleiri verðlaun en næsta lið á árunum 2003 til 2016 en KR-ingar unnu til fimm verðlauna á Íslandsmótinu á þessum árum. Atli Viðar Björnsson var leikmaður FH öll þessi fjórtán tímabil en var lánaður til 1. deildarliðs Fjölnis sumarið 2007 þegar FH fékk silfur. Atli Viðar vann til verðlaun á Íslandsmóti á þrettán tímabilum með Hafnarfjarðarliðinu. Á þessum þrettán tímabilum var Atli Viðar með 105 mörk í 221 leik. Atli Guðnason spilaði á tólf af þessum fjórtán tímabilum og Freyr Bjarnason var með á ellefu þeirra. Davíð Þór Viðarsson er síðan fjórði leikmaðurinn hjá FH sem náði að vera með á tíu tímabilum eða meira á þessum fjórtán árum. Flest ár í röð í verðlaunasæti í efstu deild: 14 - FH 2003-2016 12 - Valur 1927-1938 12 - KR 1926-1937 8 - Fram 1912-1919 6 - ÍA 1992-1997 6 - Valur 1940-1945 6 - Fram 1921-1926 5 - Valur 1984-1988 5 - ÍA 1957-1961 5 - ÍA 1951-1955 Flest verðlaunatímabil spiluð með FH frá 2003 til 2016: 13 - Atli Viðar Björnsson (8 gull - 5 silfur) 12 - Atli Guðnason (7 gull - 5 silfur) 11 - Freyr Bjarnason (6 gull - 5 silfur) 10 - Davíð Þór Viðarsson (7 gull - 3 silfur) 9 - Ólafur Páll Snorrason (4 gull - 5 silfur) 9 - Pétur Viðarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Guðmundur Sævarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Tommy Fredsgaard Nielsen (5 gull - 4 silfur) 8 - Daði Lárusson (5 gull - 3 silfur) 7 - Matthías Vilhjálmsson (4 gull - 3 silfur) Flest verðlaun félaga frá 2003-2016: 14 - FH (8 gull - 6 silfur) 5 - KR (3 gull - 2 silfur) 3 - Breiðablik (1 gull - 2 silfur) 2 - Valur (1 gull - 1 silfur) 2 - Stjarnan (1 gull - 1 silfur) 1 - Keflavík (0 gull - 1 silfur) 1 - ÍBV (0 gull - 1 silfur) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 16 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. FH-ingar bættu met KR og Vals sumarið 2015 með því að vinna verðlaun á þrettánda tímabilinu í röð. Lið KR og Vals höfðu náð að vera í verðlaunasæti tólf ár í röð á milli heimsstyrjaldanna þar af voru þau bæði í efstu sætunum í ellefu ár í röð frá 1927 til 1937. FH-liðið endaði á að því að vera í verðlaunasæti á fjórtán tímabilum í röð frá 2003 til 2016. FH varð átta sinnum Íslandsmeistari á þessum tíma og fékk sex silfurverðlaun að auki. FH-ingar náðu að verja Íslandsmeistaratitil sinn fjórum sinnum eða 2005, 2006, 2009 og 2016. FH-liðið féll alls níu fleiri verðlaun en næsta lið á árunum 2003 til 2016 en KR-ingar unnu til fimm verðlauna á Íslandsmótinu á þessum árum. Atli Viðar Björnsson var leikmaður FH öll þessi fjórtán tímabil en var lánaður til 1. deildarliðs Fjölnis sumarið 2007 þegar FH fékk silfur. Atli Viðar vann til verðlaun á Íslandsmóti á þrettán tímabilum með Hafnarfjarðarliðinu. Á þessum þrettán tímabilum var Atli Viðar með 105 mörk í 221 leik. Atli Guðnason spilaði á tólf af þessum fjórtán tímabilum og Freyr Bjarnason var með á ellefu þeirra. Davíð Þór Viðarsson er síðan fjórði leikmaðurinn hjá FH sem náði að vera með á tíu tímabilum eða meira á þessum fjórtán árum. Flest ár í röð í verðlaunasæti í efstu deild: 14 - FH 2003-2016 12 - Valur 1927-1938 12 - KR 1926-1937 8 - Fram 1912-1919 6 - ÍA 1992-1997 6 - Valur 1940-1945 6 - Fram 1921-1926 5 - Valur 1984-1988 5 - ÍA 1957-1961 5 - ÍA 1951-1955 Flest verðlaunatímabil spiluð með FH frá 2003 til 2016: 13 - Atli Viðar Björnsson (8 gull - 5 silfur) 12 - Atli Guðnason (7 gull - 5 silfur) 11 - Freyr Bjarnason (6 gull - 5 silfur) 10 - Davíð Þór Viðarsson (7 gull - 3 silfur) 9 - Ólafur Páll Snorrason (4 gull - 5 silfur) 9 - Pétur Viðarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Guðmundur Sævarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Tommy Fredsgaard Nielsen (5 gull - 4 silfur) 8 - Daði Lárusson (5 gull - 3 silfur) 7 - Matthías Vilhjálmsson (4 gull - 3 silfur) Flest verðlaun félaga frá 2003-2016: 14 - FH (8 gull - 6 silfur) 5 - KR (3 gull - 2 silfur) 3 - Breiðablik (1 gull - 2 silfur) 2 - Valur (1 gull - 1 silfur) 2 - Stjarnan (1 gull - 1 silfur) 1 - Keflavík (0 gull - 1 silfur) 1 - ÍBV (0 gull - 1 silfur)
Flest ár í röð í verðlaunasæti í efstu deild: 14 - FH 2003-2016 12 - Valur 1927-1938 12 - KR 1926-1937 8 - Fram 1912-1919 6 - ÍA 1992-1997 6 - Valur 1940-1945 6 - Fram 1921-1926 5 - Valur 1984-1988 5 - ÍA 1957-1961 5 - ÍA 1951-1955 Flest verðlaunatímabil spiluð með FH frá 2003 til 2016: 13 - Atli Viðar Björnsson (8 gull - 5 silfur) 12 - Atli Guðnason (7 gull - 5 silfur) 11 - Freyr Bjarnason (6 gull - 5 silfur) 10 - Davíð Þór Viðarsson (7 gull - 3 silfur) 9 - Ólafur Páll Snorrason (4 gull - 5 silfur) 9 - Pétur Viðarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Guðmundur Sævarsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (5 gull - 4 silfur) 9 - Tommy Fredsgaard Nielsen (5 gull - 4 silfur) 8 - Daði Lárusson (5 gull - 3 silfur) 7 - Matthías Vilhjálmsson (4 gull - 3 silfur) Flest verðlaun félaga frá 2003-2016: 14 - FH (8 gull - 6 silfur) 5 - KR (3 gull - 2 silfur) 3 - Breiðablik (1 gull - 2 silfur) 2 - Valur (1 gull - 1 silfur) 2 - Stjarnan (1 gull - 1 silfur) 1 - Keflavík (0 gull - 1 silfur) 1 - ÍBV (0 gull - 1 silfur)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira