FÍT-verðlaunin 2020: Prent Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. maí 2020 12:00 Gullverðlaunahafar í flokknum prent. Alls voru 440 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2020. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en úrslitin verða kynnt hér á Vísi næstu daga. Í flokknum Prent voru veitt gull- og silfurverðlaun í nokkrum undirflokkum. Þeir eru stakar myndlýsingar, myndlýsingarraðir, myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir, veggspjöld, bókakápur, bókahönnun og svo voru einnig veitt verðlaun í sérstökum nemendaflokki. Lista yfir alla verðlaunahafa má finna hér neðar í fréttinni. FÍT verðlaunahátíðin átti að fara fram í mars en vegna ástandsins í samfélaginu var ákveðið að tilkynna verðlaunahafana hér á Vísi og halda formlega afhendingu síðar. Næstu daga verða tilkynnt verðlaun í öllum 21 flokkunum og verður þessu skipt upp í fjórar tilkynningar. Á föstudaginn klukkan 09:00 verður svo tilkynnt hvaða gullverðlaunahafi hlýtur hin eftirsóttu aðalverðlaun FÍT. Verðlaunað verður það verk sem þykir eftirminnilegt og áhrifamikið í sínum flokki og góður fulltrúi fyrir sköpunargáfu Íslendinga í samkeppnum á alþjóðavísu. Stakar myndlýsingar Gull-CELL7 Gullverðlaun Cell7 — Ragna Kjartansdóttir Frábærir litir og stílbrigði, nostrað við smáatriði, áferð passar vel við og letur vel unnið. Samspil allra þátta glæsilegt og nær þannig að koma krafti viðfangsefnisins til skila. Stendur vel eitt og sér og verk sem mun eldast vel. Hönnun: Eysteinn Þórðarson, Aton.JL Myndlýsingaraðir Gull-Hnutar Gullverðlaun Hnútar Einstaklega metnaðarfullt heildrænt verk og vel tekist til við að tvinna saman tvo ólíka stíla. Regla í óreglunni og um leið stjarnfræðilegur balans í öllu. Hér hefur verið nostrað við hvern krók og kima og allir stafir verða fallegt verk. Hönnun: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson, Ulysses Silfur-Sipp Silfurverðlaun Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp — Bókabeitan Fjörugar teikningar sem fólk á öllum aldri á auðvelt með að gleyma sér yfir. Gott vald á ringulreiðinni. Hönnun: Blær Gudmundsdottir Silfur-Vesturbyggd Silfurverðlaun #31-45 — Vesturbyggð Flott sería sem er mjög teygjanleg, með mýkt og gott flæði. Gefur afar góða tilfinningu fyrir viðfangsefninu. Hönnun: Atli Þór Árnason, Hörður Lárusson og Vera Voishvilo, Kolofon Myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir Gull-Megavika Domino´s Gullverðlaun Megavika Domino’s Fersk og lifandi nálgun, vel útfærð hugmynd, smjattað á öllum smáatriðum, litir og element harmonera skemmtilega saman. Mikil gleði í öllu og falleg viðbót við myndheim megavikunnar. Það er auðvelt að týna sér í myndinni því það er alltaf hægt að sjá eitthvað nýtt. Stendur vel eitt og sér og höfðar til allra. Algjört partý í munninum og einfaldlega málar bæinn rauðan. Hönnun: Hrafn Gunnarsson, Gunnhildur Karlsdóttir, Jón Páll Halldórsson, Þorvaldur Sævar Gunnarsson, Brandenburg Veggspjöld Gull-Sýningar Íslenska dansflokksins Gullverðlaun Sýningar Íslenska dansflokksins Uppsetning til fyrirmyndar, nútímalegt, áhugaverður og formfastur leikur með ramma. Umgjörðin er sterk, nær vel utan um heildarútlit og fangar einkenni dansflokksins. Fallegur myndastíll sem býður uppá marga möguleika. Skemmtilegt samspil milli týpógrafíu og ljósmyndar. Hönnun: Hörður Kristbjörnsson, Daníel Freyr Atlason, Döðlur Silfur - Halloween í Paradís Silfurverðlaun Halloween í Paradís — Bíó Paradís Frumleg og skemmtileg hugmynd sem er svo sannarlega hönnuð út fyrir kassann. Býður upp á mikinn leik og gestir geta tekið þátt í hönnunarferlinu. Veggspjald sem virkar sem miðill með skemmtilega gagnvirkni. Uppsetningin er falleg og viðeigandi teikning í týpógrafíu. Hönnun: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson, Ulysses Silfur-Fullt af allskonar fyrir gleðilega hátíð Silfurverðlaun Fullt af allskonar fyrir gleðilega hátíð — Kringlan Að búa til helgimyndir út frá neysluhyggju er djörf og frumleg nálgun. Listilega vel gert alla leið, listrænt og íkonískt. Fyrirmynd fyrir önnur fyrirtæki. Hönnun: Kontor Reykjavík Bókakápur Silfur - Bækur í áskrift Silfurverðlaun Bækur í áskrift — Angústúra Vel heppnuð útfærsla á kápu sem stendur fyrir ritröð. Falleg litanotkun og stílhrein hönnun sem er hilluprýði og eykur safngildi bókanna. Hönnun: Snæfríð & Hildigunnur Silfur-Hunangsveiði Silfurverðlaun Hunangsveiði — Angústúra Látlaust, fágað en grípandi þar sem letur og myndskreyting vinna vel saman. Afar vönduð myndskreyting og fallegur kjölur. Hönnun: Helga Gerður Magnúsdóttir, HG&M Bókahönnun Gull - Gjöfin til Íslenzkrar Alþýðu Gullverðlaun Gjöfin til Íslenzkrar Alþýðu — Listasafn Alþýðusambands Íslands Faglegt og metnarfullt þrekvirki sem stenst allar væntingar. Vel hugað að smáatriðum og virðing borin fyrir umfjöllunarefninu. Hönnun: Arnar Ingi Viðarsson, Arnar Fells Gunnarsson, &&& Studio Silfur - Celestial Bodies Silfurverðlaun Celestial Bodies — Listaháskóli Íslands Frumleg og áhugaverð framsetning, þar sem formið hentar viðfangsefninu vel. Handverk sem kallar á mann. Hönnun: Helga Dögg Silfur - Bækur í áskrift Silfurverðlaun Bækur í áskrift — Angústúra Vel heppnuð útfærsla á kápu sem stendur fyrir ritröð. Falleg litanotkun og stílhrein hönnun sem er hilluprýði og eykur safngildi bókanna. Hönnun: Snæfríð & Hildigunnur Nemendaflokkur Gull-Falin tákn Gullverðlaun Falin tákn Virkilega vel heppnuð endurhönnun táknakerfis fyrir hljóðræna upplifun. Falleg og stílhrein hönnun sem rímar vel við nótnaformið. Uppsetning falleg þar sem táknin njóta sín vel. Hönnun: Rán Ísold Eysteinsdóttir Silfur-Veðrabrigði Silfurverðlaun Verðabrigði Falleg og vel hönnuð bók. Teikningar vel gerðar og skemmtilega uppsettar með letri. Blái litatónninn hentar viðfangsefninu vel. Bókin er fallega innbundin. Hönnun: Hugrún Lena Hansdóttir Klukkan 9 í dag var tilkynnt um verðlaunahafa í flokknum Mörkun. Á fimmtudag verður tilkynnt klukkan 09:00 um verðlaun í Skjáflokknum og klukkan 12 verður afhjúpað hverjir hljóta verðlaun í flokknum Auglýsingar. Aðalverðlaun FÍT verða svo tilkynnt á föstudaginn klukkan 09. FÍT, FÉLAG ÍSLENSKRA TEIKNARA, var stofnað 23. nóvember 1953. FÍT keppnin er haldin árlega og þar er keppt um það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi. Innsendingar í keppnina eru einnig opnar fyrir öðrum en FÍT meðlimum, enda er markmið keppninnar að endurspegla það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi en ekki eingöngu það besta meðal félagsmanna. Tengdar fréttir FÍT-verðlaunin 2020: Mörkun Næstu þrjá daga verður tilkynnt hvaða verk hljóta FÍT-verðlaunin árið 2020. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri. Í flokknum Mörkun eru veitt gull- og silfurverðlaun í undirflokkunum firmamerki, mörkun fyrirtækja, menningar- og viðburðarmörkun, geisladiskar og plötur og í flokkinum umbúðir. 27. maí 2020 09:00 Metfjöldi innsendinga í FÍT 2020: Það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi Alls voru 440 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2020. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en úrslitin verða kynnt á Vísi næstu daga. 26. maí 2020 15:00 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Alls voru 440 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2020. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en úrslitin verða kynnt hér á Vísi næstu daga. Í flokknum Prent voru veitt gull- og silfurverðlaun í nokkrum undirflokkum. Þeir eru stakar myndlýsingar, myndlýsingarraðir, myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir, veggspjöld, bókakápur, bókahönnun og svo voru einnig veitt verðlaun í sérstökum nemendaflokki. Lista yfir alla verðlaunahafa má finna hér neðar í fréttinni. FÍT verðlaunahátíðin átti að fara fram í mars en vegna ástandsins í samfélaginu var ákveðið að tilkynna verðlaunahafana hér á Vísi og halda formlega afhendingu síðar. Næstu daga verða tilkynnt verðlaun í öllum 21 flokkunum og verður þessu skipt upp í fjórar tilkynningar. Á föstudaginn klukkan 09:00 verður svo tilkynnt hvaða gullverðlaunahafi hlýtur hin eftirsóttu aðalverðlaun FÍT. Verðlaunað verður það verk sem þykir eftirminnilegt og áhrifamikið í sínum flokki og góður fulltrúi fyrir sköpunargáfu Íslendinga í samkeppnum á alþjóðavísu. Stakar myndlýsingar Gull-CELL7 Gullverðlaun Cell7 — Ragna Kjartansdóttir Frábærir litir og stílbrigði, nostrað við smáatriði, áferð passar vel við og letur vel unnið. Samspil allra þátta glæsilegt og nær þannig að koma krafti viðfangsefnisins til skila. Stendur vel eitt og sér og verk sem mun eldast vel. Hönnun: Eysteinn Þórðarson, Aton.JL Myndlýsingaraðir Gull-Hnutar Gullverðlaun Hnútar Einstaklega metnaðarfullt heildrænt verk og vel tekist til við að tvinna saman tvo ólíka stíla. Regla í óreglunni og um leið stjarnfræðilegur balans í öllu. Hér hefur verið nostrað við hvern krók og kima og allir stafir verða fallegt verk. Hönnun: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson, Ulysses Silfur-Sipp Silfurverðlaun Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp — Bókabeitan Fjörugar teikningar sem fólk á öllum aldri á auðvelt með að gleyma sér yfir. Gott vald á ringulreiðinni. Hönnun: Blær Gudmundsdottir Silfur-Vesturbyggd Silfurverðlaun #31-45 — Vesturbyggð Flott sería sem er mjög teygjanleg, með mýkt og gott flæði. Gefur afar góða tilfinningu fyrir viðfangsefninu. Hönnun: Atli Þór Árnason, Hörður Lárusson og Vera Voishvilo, Kolofon Myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir Gull-Megavika Domino´s Gullverðlaun Megavika Domino’s Fersk og lifandi nálgun, vel útfærð hugmynd, smjattað á öllum smáatriðum, litir og element harmonera skemmtilega saman. Mikil gleði í öllu og falleg viðbót við myndheim megavikunnar. Það er auðvelt að týna sér í myndinni því það er alltaf hægt að sjá eitthvað nýtt. Stendur vel eitt og sér og höfðar til allra. Algjört partý í munninum og einfaldlega málar bæinn rauðan. Hönnun: Hrafn Gunnarsson, Gunnhildur Karlsdóttir, Jón Páll Halldórsson, Þorvaldur Sævar Gunnarsson, Brandenburg Veggspjöld Gull-Sýningar Íslenska dansflokksins Gullverðlaun Sýningar Íslenska dansflokksins Uppsetning til fyrirmyndar, nútímalegt, áhugaverður og formfastur leikur með ramma. Umgjörðin er sterk, nær vel utan um heildarútlit og fangar einkenni dansflokksins. Fallegur myndastíll sem býður uppá marga möguleika. Skemmtilegt samspil milli týpógrafíu og ljósmyndar. Hönnun: Hörður Kristbjörnsson, Daníel Freyr Atlason, Döðlur Silfur - Halloween í Paradís Silfurverðlaun Halloween í Paradís — Bíó Paradís Frumleg og skemmtileg hugmynd sem er svo sannarlega hönnuð út fyrir kassann. Býður upp á mikinn leik og gestir geta tekið þátt í hönnunarferlinu. Veggspjald sem virkar sem miðill með skemmtilega gagnvirkni. Uppsetningin er falleg og viðeigandi teikning í týpógrafíu. Hönnun: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson, Ulysses Silfur-Fullt af allskonar fyrir gleðilega hátíð Silfurverðlaun Fullt af allskonar fyrir gleðilega hátíð — Kringlan Að búa til helgimyndir út frá neysluhyggju er djörf og frumleg nálgun. Listilega vel gert alla leið, listrænt og íkonískt. Fyrirmynd fyrir önnur fyrirtæki. Hönnun: Kontor Reykjavík Bókakápur Silfur - Bækur í áskrift Silfurverðlaun Bækur í áskrift — Angústúra Vel heppnuð útfærsla á kápu sem stendur fyrir ritröð. Falleg litanotkun og stílhrein hönnun sem er hilluprýði og eykur safngildi bókanna. Hönnun: Snæfríð & Hildigunnur Silfur-Hunangsveiði Silfurverðlaun Hunangsveiði — Angústúra Látlaust, fágað en grípandi þar sem letur og myndskreyting vinna vel saman. Afar vönduð myndskreyting og fallegur kjölur. Hönnun: Helga Gerður Magnúsdóttir, HG&M Bókahönnun Gull - Gjöfin til Íslenzkrar Alþýðu Gullverðlaun Gjöfin til Íslenzkrar Alþýðu — Listasafn Alþýðusambands Íslands Faglegt og metnarfullt þrekvirki sem stenst allar væntingar. Vel hugað að smáatriðum og virðing borin fyrir umfjöllunarefninu. Hönnun: Arnar Ingi Viðarsson, Arnar Fells Gunnarsson, &&& Studio Silfur - Celestial Bodies Silfurverðlaun Celestial Bodies — Listaháskóli Íslands Frumleg og áhugaverð framsetning, þar sem formið hentar viðfangsefninu vel. Handverk sem kallar á mann. Hönnun: Helga Dögg Silfur - Bækur í áskrift Silfurverðlaun Bækur í áskrift — Angústúra Vel heppnuð útfærsla á kápu sem stendur fyrir ritröð. Falleg litanotkun og stílhrein hönnun sem er hilluprýði og eykur safngildi bókanna. Hönnun: Snæfríð & Hildigunnur Nemendaflokkur Gull-Falin tákn Gullverðlaun Falin tákn Virkilega vel heppnuð endurhönnun táknakerfis fyrir hljóðræna upplifun. Falleg og stílhrein hönnun sem rímar vel við nótnaformið. Uppsetning falleg þar sem táknin njóta sín vel. Hönnun: Rán Ísold Eysteinsdóttir Silfur-Veðrabrigði Silfurverðlaun Verðabrigði Falleg og vel hönnuð bók. Teikningar vel gerðar og skemmtilega uppsettar með letri. Blái litatónninn hentar viðfangsefninu vel. Bókin er fallega innbundin. Hönnun: Hugrún Lena Hansdóttir Klukkan 9 í dag var tilkynnt um verðlaunahafa í flokknum Mörkun. Á fimmtudag verður tilkynnt klukkan 09:00 um verðlaun í Skjáflokknum og klukkan 12 verður afhjúpað hverjir hljóta verðlaun í flokknum Auglýsingar. Aðalverðlaun FÍT verða svo tilkynnt á föstudaginn klukkan 09. FÍT, FÉLAG ÍSLENSKRA TEIKNARA, var stofnað 23. nóvember 1953. FÍT keppnin er haldin árlega og þar er keppt um það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi. Innsendingar í keppnina eru einnig opnar fyrir öðrum en FÍT meðlimum, enda er markmið keppninnar að endurspegla það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi en ekki eingöngu það besta meðal félagsmanna.
FÍT, FÉLAG ÍSLENSKRA TEIKNARA, var stofnað 23. nóvember 1953. FÍT keppnin er haldin árlega og þar er keppt um það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi. Innsendingar í keppnina eru einnig opnar fyrir öðrum en FÍT meðlimum, enda er markmið keppninnar að endurspegla það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi en ekki eingöngu það besta meðal félagsmanna.
Tengdar fréttir FÍT-verðlaunin 2020: Mörkun Næstu þrjá daga verður tilkynnt hvaða verk hljóta FÍT-verðlaunin árið 2020. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri. Í flokknum Mörkun eru veitt gull- og silfurverðlaun í undirflokkunum firmamerki, mörkun fyrirtækja, menningar- og viðburðarmörkun, geisladiskar og plötur og í flokkinum umbúðir. 27. maí 2020 09:00 Metfjöldi innsendinga í FÍT 2020: Það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi Alls voru 440 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2020. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en úrslitin verða kynnt á Vísi næstu daga. 26. maí 2020 15:00 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
FÍT-verðlaunin 2020: Mörkun Næstu þrjá daga verður tilkynnt hvaða verk hljóta FÍT-verðlaunin árið 2020. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri. Í flokknum Mörkun eru veitt gull- og silfurverðlaun í undirflokkunum firmamerki, mörkun fyrirtækja, menningar- og viðburðarmörkun, geisladiskar og plötur og í flokkinum umbúðir. 27. maí 2020 09:00
Metfjöldi innsendinga í FÍT 2020: Það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi Alls voru 440 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2020. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en úrslitin verða kynnt á Vísi næstu daga. 26. maí 2020 15:00