Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín Stefán Ó. Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. maí 2020 11:12 Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, er meðal þeirra sem taka á sig launaskerðingu vegna tekjufalls fyrirtækisins. stöð 2 „Við höfum það ekkert sérstaklega gott. Þetta er náttúrulega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á mínum starfsferli, að segja upp þessu fólki. Þetta er auðvitað frábær starfsmannahópur sem starfar hjá Bláa lóninu og við erum í þessu uppsagnarferli núna og viðbrögð míns fólks hafa verið eins og ég átti von á. Það standa allir með okkur og við ætlum að komast saman í gegnum þetta.“ Þetta segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, um þá ákvörðun að segja upp rúmlega 400 starfsmönnum fyrirtækisins í morgun. Hann segir uppsagnirnar fyrirvaralausar en að vonir stjórnenda Bláa lónsins standi til til að hægt verði að hafa „aðgang að öllum okkar starfsmannahópi þegar birtir til.“ 100 starfmenn eftir Hann, aðrir stjórnendur og þau sem eftir starfa hjá fyrirtækinu muni taka á sig launaskerðingu enda sé tekjufallið gríðarlegt að sögn Gríms. „Það eru rúmlega 100 manns sem munu halda áfram störfum í fyrirtækinu og þau taka öll á sig launaskerðingu. Þar mun forstjóri og stjórn lækka laun sín um 30 prósent, framkvæmdastjórn um 25 prósent og aðrir minna. Þannig að það munu allir taka á sig skerðingu sem að halda áfram störfum,“ segir Grímur. Fyrirtækið sé hætt að nýta sér hlutabótaleiðina en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort þess verði óskað að ríkið greiða hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Vilja landann í lónið Aðspurður um hvað viðsnúningurinn þarf að vera mikill til að Bláa lónið ráði starfsmennina aftur segir Grímur að það hafi ekki verið lagt mat á það sérstaklega. „En það er auðvelt fyrir fólk að átta sig á því að á síðasta ári þá vorum við að fá yfir eina milljón gesta í Bláa lónið. Þannig að auðvitað horfir maður til þess að það taki einhver misseri að ná fyrri styrk hvað það varðar. Í þessum efnum erum við að búa okkur undir það versta en vona það besta.“ Stefnt er að því að opna Bláa lónið 19. júní næstkomandi og segir Grímur að reynt verði að höfða til Íslendinga í sumar - „og vera í stakk búin til að taka á móti öllum þeim erlendu ferðamönnum sem hingað koma. Að sjálfsögðu munum við vera með markaðsátak í þessum efnum og reyna að höfða til landans að njóta Bláa lónsins.“ Ferðamennska á Íslandi Grindavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Við höfum það ekkert sérstaklega gott. Þetta er náttúrulega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á mínum starfsferli, að segja upp þessu fólki. Þetta er auðvitað frábær starfsmannahópur sem starfar hjá Bláa lóninu og við erum í þessu uppsagnarferli núna og viðbrögð míns fólks hafa verið eins og ég átti von á. Það standa allir með okkur og við ætlum að komast saman í gegnum þetta.“ Þetta segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, um þá ákvörðun að segja upp rúmlega 400 starfsmönnum fyrirtækisins í morgun. Hann segir uppsagnirnar fyrirvaralausar en að vonir stjórnenda Bláa lónsins standi til til að hægt verði að hafa „aðgang að öllum okkar starfsmannahópi þegar birtir til.“ 100 starfmenn eftir Hann, aðrir stjórnendur og þau sem eftir starfa hjá fyrirtækinu muni taka á sig launaskerðingu enda sé tekjufallið gríðarlegt að sögn Gríms. „Það eru rúmlega 100 manns sem munu halda áfram störfum í fyrirtækinu og þau taka öll á sig launaskerðingu. Þar mun forstjóri og stjórn lækka laun sín um 30 prósent, framkvæmdastjórn um 25 prósent og aðrir minna. Þannig að það munu allir taka á sig skerðingu sem að halda áfram störfum,“ segir Grímur. Fyrirtækið sé hætt að nýta sér hlutabótaleiðina en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort þess verði óskað að ríkið greiða hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Vilja landann í lónið Aðspurður um hvað viðsnúningurinn þarf að vera mikill til að Bláa lónið ráði starfsmennina aftur segir Grímur að það hafi ekki verið lagt mat á það sérstaklega. „En það er auðvelt fyrir fólk að átta sig á því að á síðasta ári þá vorum við að fá yfir eina milljón gesta í Bláa lónið. Þannig að auðvitað horfir maður til þess að það taki einhver misseri að ná fyrri styrk hvað það varðar. Í þessum efnum erum við að búa okkur undir það versta en vona það besta.“ Stefnt er að því að opna Bláa lónið 19. júní næstkomandi og segir Grímur að reynt verði að höfða til Íslendinga í sumar - „og vera í stakk búin til að taka á móti öllum þeim erlendu ferðamönnum sem hingað koma. Að sjálfsögðu munum við vera með markaðsátak í þessum efnum og reyna að höfða til landans að njóta Bláa lónsins.“
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05
Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51