Sér fyrir sér að æfa annars staðar en í Dublin og er klár að berjast þegar kallið kemur Anton Ingi Leifsson skrifar 29. maí 2020 08:00 Gunnar Nelson í vigtuninni í Kaupmannahöfn í september. vísir/getty Bardagakappinn Gunnar Nelson er tilbúinn að finna sér annan bardaga þegar aðstæður leyfa en bardagi hans í ágúst fer ekki fram vegna kórónuveirunnar. Gunnar heldur sér nú í formi hér heima. Gunnar undirbýr sig reglulega fyrir bardaga með John Kavanagh sem er yfirþjálfari hans og æfa þeir saman í Dublin. Aðspurður af Henry Birgi Gunnarssyni í Sportinu í dag hvort að Gunnar ætti að prufa eitthvað annað eftir töp í síðustu tveimur bardögum svaraði Gunnar: „Það myndi örugglega ekki skaða mikið að fara í ferðir eitthvað annað og fá nýtt boost inn. Ég er ekki að fara flytja erlendis til þess að æfa. Ég er með fjölskyldu hér heima sem ég er ekki að fara hoppa frá en ég sé fyrir mér að fara í ferðir og þá víðar en heldur bara til Dublin,“ sagði Gunnar. „Málið er samt að það eru alltaf að bætast við af „sparring“ félögum þar og svo sé ég kost í því að fá menn hingað heim. Vissulega væri gott fyrir mig að taka styttri ferðir eitthvað annað og ég sé það ekki eitthvað sem myndi halda aftur að mér. Ég held að það væri bara skynsamlegt.“ Gunnar barðist síðast við Gilbert Burns í september en hann átti að berjast aftur í ágúst. Ekkert verður úr þeim bardaga vegna kórónuveirunnar og Gunnar veit ekki hvenær hann fær að komast í hringinn á nýjan leik. „Ég er nýbyrjaður að glíma aftur en núna fer þetta kannski eitthvað að skýrast. Við þurfum að ná sambandi við þessa gæa. Ég er núna byrjaður að geta æft og spurning með æfingafélaga fyrir mig. Það er enn allt lokað hjá John til dæmis og ég veit ekki hvernig það er að fá einhvern hingað til lands að æfa með mér. Þetta er svolítið erfitt. Ég þarf að fá einhverja „sparring félaga“ svo það er lítið sem ég get sagt akkúrat núna,“ en hann er klár þegar kallið kemur. „Ég er búinn að halda mér í formi og ég er klár þegar aðstæður leyfa.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnar tilbúinn að berjast þegar kallið kemur Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. MMA Sportið í dag Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson er tilbúinn að finna sér annan bardaga þegar aðstæður leyfa en bardagi hans í ágúst fer ekki fram vegna kórónuveirunnar. Gunnar heldur sér nú í formi hér heima. Gunnar undirbýr sig reglulega fyrir bardaga með John Kavanagh sem er yfirþjálfari hans og æfa þeir saman í Dublin. Aðspurður af Henry Birgi Gunnarssyni í Sportinu í dag hvort að Gunnar ætti að prufa eitthvað annað eftir töp í síðustu tveimur bardögum svaraði Gunnar: „Það myndi örugglega ekki skaða mikið að fara í ferðir eitthvað annað og fá nýtt boost inn. Ég er ekki að fara flytja erlendis til þess að æfa. Ég er með fjölskyldu hér heima sem ég er ekki að fara hoppa frá en ég sé fyrir mér að fara í ferðir og þá víðar en heldur bara til Dublin,“ sagði Gunnar. „Málið er samt að það eru alltaf að bætast við af „sparring“ félögum þar og svo sé ég kost í því að fá menn hingað heim. Vissulega væri gott fyrir mig að taka styttri ferðir eitthvað annað og ég sé það ekki eitthvað sem myndi halda aftur að mér. Ég held að það væri bara skynsamlegt.“ Gunnar barðist síðast við Gilbert Burns í september en hann átti að berjast aftur í ágúst. Ekkert verður úr þeim bardaga vegna kórónuveirunnar og Gunnar veit ekki hvenær hann fær að komast í hringinn á nýjan leik. „Ég er nýbyrjaður að glíma aftur en núna fer þetta kannski eitthvað að skýrast. Við þurfum að ná sambandi við þessa gæa. Ég er núna byrjaður að geta æft og spurning með æfingafélaga fyrir mig. Það er enn allt lokað hjá John til dæmis og ég veit ekki hvernig það er að fá einhvern hingað til lands að æfa með mér. Þetta er svolítið erfitt. Ég þarf að fá einhverja „sparring félaga“ svo það er lítið sem ég get sagt akkúrat núna,“ en hann er klár þegar kallið kemur. „Ég er búinn að halda mér í formi og ég er klár þegar aðstæður leyfa.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnar tilbúinn að berjast þegar kallið kemur Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
MMA Sportið í dag Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira