Tvíburasystur eiga von á börnum með dags millibili Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 22:32 Steinunn og Stefanía munu báðar eignast börn í byrjun desember. Þær eru spenntar fyrir komandi mánuðum og hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. Facebook Tvíburarsysturnar Stefanía og Steinunn Svavarsdætur tilkynntu ættingjum og vinum í dag að þær ættu báðar von á börnum. Systurnar virðast vera ansi samstíga enda er settur dagur hjá þeim báðum í byrjun desember. „Við systur höfðum ýmislegt í hyggju fyrir þetta ár en alheimurinn hafði heldur betur annað í huga. Lítil tvíburasystrabörn eru áætluð í heiminn 2. og 3. desember,“ skrifar Stefanía á Facebook-síðu sína við góðar undirtektir. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta hafa komið þeim verulega á óvart. Systurnar tóku óléttupróf með dags millibili svo þær hafa verið samstíga í gegnum ferlið frá upphafi. Stefanía segist spennt fyrir komandi mánuðum og þær hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. „Það er mjög gaman að vera eiginlega nákvæmlega sama dag. Það er alltaf það sama að gerast og það væri frábært að fara í gegnum svona með vinkonu sinni, og hvað þá tvíburasystur.“ Stefanía á 17 mánaða barn fyrir en þetta er fyrsta barn Steinunnar. Sjálf hélt Stefanía að hún myndi klára barneignir áður en Steinunn færi að eiga börn en hún geti nú stutt við systur sína og miðlað reynslu sinni af fyrri meðgöngu. „Maður er miklu slakari með annað barn. Ég finn það að ég ligg ekki yfir öllum barnaöppum allan daginn og er miklu slakari með allt en hún hefur leitað til mín og spurt mig út í allskonar,“ segir Stefanía. Þá fagnar hún því að börnin muni að öllum líkindum eiga leikfélaga í hvort öðru, enda hafi þær systur alltaf getað treyst á hvora aðra. Því gæti myndast samskonar tvíburastemning og þær upplifðu í æsku, enda stefnir allt í að þær fari saman í gegnum þetta ferðalag sem meðgangan er og verði jafnvel saman á fæðingardeildinni þegar þar að kemur. „Það væri draumurinn,“ segir Stefanía. Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Tvíburarsysturnar Stefanía og Steinunn Svavarsdætur tilkynntu ættingjum og vinum í dag að þær ættu báðar von á börnum. Systurnar virðast vera ansi samstíga enda er settur dagur hjá þeim báðum í byrjun desember. „Við systur höfðum ýmislegt í hyggju fyrir þetta ár en alheimurinn hafði heldur betur annað í huga. Lítil tvíburasystrabörn eru áætluð í heiminn 2. og 3. desember,“ skrifar Stefanía á Facebook-síðu sína við góðar undirtektir. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta hafa komið þeim verulega á óvart. Systurnar tóku óléttupróf með dags millibili svo þær hafa verið samstíga í gegnum ferlið frá upphafi. Stefanía segist spennt fyrir komandi mánuðum og þær hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. „Það er mjög gaman að vera eiginlega nákvæmlega sama dag. Það er alltaf það sama að gerast og það væri frábært að fara í gegnum svona með vinkonu sinni, og hvað þá tvíburasystur.“ Stefanía á 17 mánaða barn fyrir en þetta er fyrsta barn Steinunnar. Sjálf hélt Stefanía að hún myndi klára barneignir áður en Steinunn færi að eiga börn en hún geti nú stutt við systur sína og miðlað reynslu sinni af fyrri meðgöngu. „Maður er miklu slakari með annað barn. Ég finn það að ég ligg ekki yfir öllum barnaöppum allan daginn og er miklu slakari með allt en hún hefur leitað til mín og spurt mig út í allskonar,“ segir Stefanía. Þá fagnar hún því að börnin muni að öllum líkindum eiga leikfélaga í hvort öðru, enda hafi þær systur alltaf getað treyst á hvora aðra. Því gæti myndast samskonar tvíburastemning og þær upplifðu í æsku, enda stefnir allt í að þær fari saman í gegnum þetta ferðalag sem meðgangan er og verði jafnvel saman á fæðingardeildinni þegar þar að kemur. „Það væri draumurinn,“ segir Stefanía.
Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira