Fylkir og FH óvænt í úrslit Halldór Már Kristmundsson skrifar 1. júní 2020 21:10 skjáskot Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. Við fengum Tómas Jóhannsson lýsanda Vodafone deildarinnar til að ræða aðeins við okkur um þessa leiki í gær. “Ég á ekki orð yfir þessum leik frá FH-ingum, það sem hann Auðunn Rúnar hefur áorkað með þessu liði á þessum stutta tíma er vægast sagt sturlað. En nú er næsti mótherji Fylkir og það er óljóst hvernig FH standa sig gegn skipulagðari andstæðing, við sáum gegn Þór að þeir áttu erfitt með þá í kortum sem skipulag kom meira inn í. Svo er það Fylkir ég veit ekki hvernig þeir ætla að finna metnaðinn þegar þeir glata tækifærinu til að sanna sig gegn Dusty. Við höfum séð það svo oft áður að hugafarið er risastór þáttur í íþróttinni." Fylkir - KR Fylkir og KR mættust áður í úrslitum Reykjavík International Games og hafði Fylkir nauman sigur 2 - 1. Það var því sett spurningamerki hvort KR væru búnir að æfa nóg til að halda í við Fylki sem eru með stífar æfingar og eru stöðugt að þróa sinn leik. Kort 1 Train Fylkir tekur sóknar helming kortsins 9 - 6 sem verður að teljast óvenjulegt, menn voru farnir að halda í sér andanum þegar KR ná að snúa við blaðinu í sókn og komast í 14 - 15. Það var undir leikmanni Fylkis “th0rsteinnf” að klára leikin með snyrtilegu einstaklingsframtaki 16 - 14 Fylki í hag. Kort 2 Inferno Vörn íslensku liðana hefur hingað til verið döpur í inferno, það var því aðdáunarvert að sjá hversu vel KR tókst að setja upp frábæra vörn er þeir lásu áras Fylkis manna lotu eftir lotu og taka fyrri helming kortsins 11 - 4. Fylki tekst svo að sigra leikin í framlengingu með óvæntum árásum niður miðju kortsins sem KR bjóst engan vegin við. 19 - 17 Fylkir Maður leiksins Þorsteinn Friðfinnsson FH - Dusty Íslandsmeistarar Dusty fengu sitt fyrsta alvöru tap í 2 ár þegar þeir steinliggja á móti FH. Dusty voru fjarri góðu gamni í leikjunum og höfðu engin svör við árásum FH sem spiluðu sinn allra besta leik á tímabilinu. Kort 1 Mirage Mirage er talið vera sterkasta kortið sem Dusty spilar, það kom því öllum á óvart þegar FH ná sér í 8 lotur í sóknarhelming sínum. Það trúði svo enginn augum sínum þegar FH sigrar leikin 16 - 13 eftir hálfgerða uppgjöf af hálfu Dusty í lok kortsins. Kort 2 Inferno 16 - 10 FH Allra augu voru á Dusty mönnum þegar skipt var yfir í inferno, kort sem hefur strítt þeim í gegnum tíðina og fyrirfram var talið mjög veikt hjá þeim. Það rættist úr spám þegar FH byrja hreint stórkostlega og komast í 12 - 0 í sókn. Dusty sækir síðustu 3 roundin enn það var orðið alltof seint, FH valta yfir íslandsmeistarana og bóka sér sæti í úrslitum Meistaramótsins 16 - 10 Maður leiksins Auðunn Rúnar Gissurarson Vodafone-deildin Rafíþróttir FH Fylkir KR Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Undanúrslit Stórmeistaramóts Vodafone fór fram í gærkvöldi er Fylkir og FH tryggðu sér sæti í úrslitum. Fylkir sigraði feiknasterkt lið KR og FH sigraði óvænt Íslandsmeistara Dusty. Sviðið er því sett fyrir úrslitaleikin 7. Júní nk. Við fengum Tómas Jóhannsson lýsanda Vodafone deildarinnar til að ræða aðeins við okkur um þessa leiki í gær. “Ég á ekki orð yfir þessum leik frá FH-ingum, það sem hann Auðunn Rúnar hefur áorkað með þessu liði á þessum stutta tíma er vægast sagt sturlað. En nú er næsti mótherji Fylkir og það er óljóst hvernig FH standa sig gegn skipulagðari andstæðing, við sáum gegn Þór að þeir áttu erfitt með þá í kortum sem skipulag kom meira inn í. Svo er það Fylkir ég veit ekki hvernig þeir ætla að finna metnaðinn þegar þeir glata tækifærinu til að sanna sig gegn Dusty. Við höfum séð það svo oft áður að hugafarið er risastór þáttur í íþróttinni." Fylkir - KR Fylkir og KR mættust áður í úrslitum Reykjavík International Games og hafði Fylkir nauman sigur 2 - 1. Það var því sett spurningamerki hvort KR væru búnir að æfa nóg til að halda í við Fylki sem eru með stífar æfingar og eru stöðugt að þróa sinn leik. Kort 1 Train Fylkir tekur sóknar helming kortsins 9 - 6 sem verður að teljast óvenjulegt, menn voru farnir að halda í sér andanum þegar KR ná að snúa við blaðinu í sókn og komast í 14 - 15. Það var undir leikmanni Fylkis “th0rsteinnf” að klára leikin með snyrtilegu einstaklingsframtaki 16 - 14 Fylki í hag. Kort 2 Inferno Vörn íslensku liðana hefur hingað til verið döpur í inferno, það var því aðdáunarvert að sjá hversu vel KR tókst að setja upp frábæra vörn er þeir lásu áras Fylkis manna lotu eftir lotu og taka fyrri helming kortsins 11 - 4. Fylki tekst svo að sigra leikin í framlengingu með óvæntum árásum niður miðju kortsins sem KR bjóst engan vegin við. 19 - 17 Fylkir Maður leiksins Þorsteinn Friðfinnsson FH - Dusty Íslandsmeistarar Dusty fengu sitt fyrsta alvöru tap í 2 ár þegar þeir steinliggja á móti FH. Dusty voru fjarri góðu gamni í leikjunum og höfðu engin svör við árásum FH sem spiluðu sinn allra besta leik á tímabilinu. Kort 1 Mirage Mirage er talið vera sterkasta kortið sem Dusty spilar, það kom því öllum á óvart þegar FH ná sér í 8 lotur í sóknarhelming sínum. Það trúði svo enginn augum sínum þegar FH sigrar leikin 16 - 13 eftir hálfgerða uppgjöf af hálfu Dusty í lok kortsins. Kort 2 Inferno 16 - 10 FH Allra augu voru á Dusty mönnum þegar skipt var yfir í inferno, kort sem hefur strítt þeim í gegnum tíðina og fyrirfram var talið mjög veikt hjá þeim. Það rættist úr spám þegar FH byrja hreint stórkostlega og komast í 12 - 0 í sókn. Dusty sækir síðustu 3 roundin enn það var orðið alltof seint, FH valta yfir íslandsmeistarana og bóka sér sæti í úrslitum Meistaramótsins 16 - 10 Maður leiksins Auðunn Rúnar Gissurarson
Vodafone-deildin Rafíþróttir FH Fylkir KR Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira