Sport

Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir tekur við viðurkenningu á mynd á Instagram síðu Kristianstad. Elísabet hefur unnið ótrúlegt starf á ellefu árum sínum hjá sænska félaginu.
Elísabet Gunnarsdóttir tekur við viðurkenningu á mynd á Instagram síðu Kristianstad. Elísabet hefur unnið ótrúlegt starf á ellefu árum sínum hjá sænska félaginu. Mynd/Instagram/kristianstadsdff

Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi.

Fótbolti.net hefur þetta eftir Kristianstadsbladet að Elísabet geti ekki þjálfað liðið á næstunni þar sem hún glímir við taugasjúkdóm.

„Þetta er eitthvað sem getur verið til lengri tíma. Þetta hefur áhrif á taugakerfið og það er ekki gott að fá þetta í höfuðið. Þetta er mjög sársaukafullt. Ég hef ekki getað þjálfað neitt og ég veit ekki hversu lengi þetta varir," sagði Elísabet við Kristianstadsbladet.

Johanna Rasmussen og Björn Sigurbjörnsson, sem eru aðstoðarþjálfarar Kristianstad, munu stýra liðinu á meðan Elísabet er í veikindafríinu.

„Við erum með sterkan hóp af leiðtogum og þjálfurum og ég held að þetta hafi ekki áhrif á leikmennina," sagði Elísabet.

Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad liðið í ellefu ár en hún tók við liðinu eftir sigursæl ár sem þjálfari kvennaliðs Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×