Þorgeir Ástvaldsson sjötugur Stefán Árni Pálsson skrifar 2. júní 2020 15:29 Þorgeir sker hér í köku sem hann fékk í tilefni dagsins. Hann fagnaði með samstarfsfólki sínu við Suðurlandsbraut 8 dag. vísir/jói k Útvarpsmaðurinn góðkunni Þorgeir Ástvaldsson er sjötugur í dag en hann hefur lengi vel starfað á Bylgjunni í þættinum Reykjavík Síðdegis. Rætt var við Þorgeir í Bítinu Bylgjunni í morgun og ræddi þar um ferilinn og margt annað. Í þættinum í morgun var spiluð syrpa sem fjallar um feril Þorgeirs sem tónlistarmanns, skemmtikrafts og útvarpsmanns. Þorgeir byrjaði sem útvarpsmaður árið 1976 og þá á RÚV. „Þarna voru menn sem höfðu talað í útvarpið frá upphafi, eða mér fannst það. Jóni Múli, Pétur Pétursson og fleiri. Þeir kenndu manni performansinn og spiluðu með,“ segir Þorgeir sem tók síðar þátt í að stofna RÁS 2. „Ég var þá valinn til að starfa þar og hlaut yfirburðarkosningu í útvarpsráði og dauða mínum átti ég frekar von á en að fá þann hljómgrunn.“ Þegar þessi útvarpsferill Þorgeirs fór af stað fór tónlistarferillinn í raun í dvala þar til að hann gekk í raðir Sumargleðinnar. „Í kringum árið 1980 springur út ný Sumargleði. Við fórum út í hljómplötugerð og klæddum Ragga Bjarna og hina gömlu mennina upp í íþróttagalla.“ Þorgeir hefur verið í tuttugu ár í Reykjavík síðdegis og þar áður starfaði hann í morgunútvarpi Bylgjunnar í sjö ár. „Að vera í útvarpi þolir alveg að maður raki sig ekki á morgnanna. Þetta er bara svona hugarheimur sem þú býrð til fyrir hlustandann,“ segir Þorgeir en hér að neðan má hlusta á viðtalið. Í dag var haldin afmælisveisla fyrir Þorgeir Ástvaldsson í höfuðstöðvum Sýnar og var mikið fagnað með þeim sjötuga. Hér að neðan má sjá myndir frá veislunni. Rífandi stemning í afmælisboðinu. Bragi Guðmunds, Kistófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson, Þórdís Valsdóttir og Þórhallur Gunnarsson starfa öll saman í dag. mynd/dísa Þorgeir með Jóa Dans. Mynd/dísa Svansý leit við í boðinu. Tinni Sveinsson, Kolbeinn Tumi Daðason og Kristján Már Unnarsson mættu einnig. Þar fyrir aftan má sjá Evu Georgsdóttur framleiðslustjóra Stöðvar 2.mynd/dísa Tímamót Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Útvarpsmaðurinn góðkunni Þorgeir Ástvaldsson er sjötugur í dag en hann hefur lengi vel starfað á Bylgjunni í þættinum Reykjavík Síðdegis. Rætt var við Þorgeir í Bítinu Bylgjunni í morgun og ræddi þar um ferilinn og margt annað. Í þættinum í morgun var spiluð syrpa sem fjallar um feril Þorgeirs sem tónlistarmanns, skemmtikrafts og útvarpsmanns. Þorgeir byrjaði sem útvarpsmaður árið 1976 og þá á RÚV. „Þarna voru menn sem höfðu talað í útvarpið frá upphafi, eða mér fannst það. Jóni Múli, Pétur Pétursson og fleiri. Þeir kenndu manni performansinn og spiluðu með,“ segir Þorgeir sem tók síðar þátt í að stofna RÁS 2. „Ég var þá valinn til að starfa þar og hlaut yfirburðarkosningu í útvarpsráði og dauða mínum átti ég frekar von á en að fá þann hljómgrunn.“ Þegar þessi útvarpsferill Þorgeirs fór af stað fór tónlistarferillinn í raun í dvala þar til að hann gekk í raðir Sumargleðinnar. „Í kringum árið 1980 springur út ný Sumargleði. Við fórum út í hljómplötugerð og klæddum Ragga Bjarna og hina gömlu mennina upp í íþróttagalla.“ Þorgeir hefur verið í tuttugu ár í Reykjavík síðdegis og þar áður starfaði hann í morgunútvarpi Bylgjunnar í sjö ár. „Að vera í útvarpi þolir alveg að maður raki sig ekki á morgnanna. Þetta er bara svona hugarheimur sem þú býrð til fyrir hlustandann,“ segir Þorgeir en hér að neðan má hlusta á viðtalið. Í dag var haldin afmælisveisla fyrir Þorgeir Ástvaldsson í höfuðstöðvum Sýnar og var mikið fagnað með þeim sjötuga. Hér að neðan má sjá myndir frá veislunni. Rífandi stemning í afmælisboðinu. Bragi Guðmunds, Kistófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson, Þórdís Valsdóttir og Þórhallur Gunnarsson starfa öll saman í dag. mynd/dísa Þorgeir með Jóa Dans. Mynd/dísa Svansý leit við í boðinu. Tinni Sveinsson, Kolbeinn Tumi Daðason og Kristján Már Unnarsson mættu einnig. Þar fyrir aftan má sjá Evu Georgsdóttur framleiðslustjóra Stöðvar 2.mynd/dísa
Tímamót Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira