Fjórum Íslendingum boðið keppa við þau bestu í heimi án þess að fara neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir er á auglýsingu Rogue Invitational mótsins þegar tíu dagar eru í það að keppnin hefst. Mynd/Instagram Ísland á fjóra keppendur á sögulegu Rogue Invitational CrossFit móti sem fer fram með allt öðru hætti í ár en undanfarin ár. Íslensku CrossFit stjörnurnar Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru meðal þeirra útvöldu og frábæru CrossFit íþróttamanna sem fá að taka þátt í Rogue Invitational mótinu í ár. Tíu efstu frá síðustu heimsleikum var boðið á mótið og við bættist síðan að auki boð til tíu heimsklassa CrossFit íþróttamanna af hvoru kyni. Keppendur á mótinu urðu á endanum 37 eða 19 karlar og 18 konur. Rogue Invitational mótið fer fram dagana 13. og 14. júní næstkomandi en hver keppnisdagur mun taka sjö klukkutíma og þar munu keppendur fá að reyna sig við margar krefjandi æfingar. Það verður heldur ekkert keppt um neina smáaura því sigurvegarinn vinnur sér inn 50 þúsund Bandaríkjadala eða 6,6 milljónir króna. View this post on Instagram The 2nd annual Rogue Invitational will be held Saturday, June 13 and Sunday, June 14, with all coverage streaming live on RogueFitness.com/invitational and the Rogue Fitness YouTube channel from 10am to 5pm EST. As an exclusively online competition, all 37 participating athletes (19 men and 18 women) will be competing from their own chosen locations around the world, while the Rogue team simultaneously brings together each individual stream to create a single, comprehensive live broadcast. Our coverage will kick off each day with a 30-minute edition of the Iron Game studio show, featuring highlights, athlete interviews, and expert analysis. This year s line-up of competitors, once again, includes many of the biggest names in CrossFit. Follow @rogueinvitational on Instagram and Facebook for event updates and head to the link in our bio and click Set Reminder to be notified when each stream begins. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 1, 2020 at 3:25pm PDT Þau sem lenda í öðru sæti frá 40 þúsund dali eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Keppendur í þriðja sæti frá 30 þúsund dali (3,9 milljónir), fjórða sætið fær tuttugu þúsund (2,6 milljónir) og fimmta sætið fær fimmtán þúsund dali (1,9 milljónir). Alls frá tíu efstu keppendurnir verðlaunafé. Rogue Invitational CrossFit mótið hefur verið árlegur viðburður undanfarin ár en vegna kórónuveirunnar fer það fram með allt öðrum hætti en áður. Nú var ekki hægt að halda mótið á einum stað í Bandaríkjunum. Rogue Invitational mótið er því að þessu sinni netmót, það er að það fer allt í gegnum netið en fer ekki fram á einum keppnisstað. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði búsett á Íslandi, Katrín Tanja Davíðsdóttir er í Bandaríkjunum og Þuríður Erla Helgadóttir er í Sviss. Hver keppandi fékk að velja hvar í heiminum hann gerir sínar æfingar á mótinu. Forráðamenn mótsins ætla samt að passa upp á það að áhorfendur fái Rogue Invitational mótið samt beint í æð. Keppnin verður því í beinni útsendingu á netinu en sýnt verður frá keppendum alls staðar að í heiminum þar sem þeir munu gera æfingar sínar. Skipt verður á milli þeirra og áhorfendur fá þá tilfinningu að þeir séu að fylgjast með keppni eins og hún væri á sama stað. Það verður því ekkert tekið upp með íþróttafólkinu áður heldur eru keppendur að gera æfingarnar á sama tíma en bara á sínum stað út um allan heim. Sara Sigmundsdóttir hefur átt frábært tímabil til þessa og er að sjálfsögðu áberandi á auglýsingum fyrir mótið eins og sést hér fyrir neðan þar sem mótshaldarar tilkynna það að það séu tíu dagar í að Rogue Invitational mótið hefjist. View this post on Instagram 10 days out from the 2020 Rogue Invitational. All coverage will be streamed live on RogueFitness.com/invitational and the Rogue Fitness YouTube channel from 10am to 5pm EST on June 13th and 14th. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 3, 2020 at 6:35am PDT CrossFit Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira
Ísland á fjóra keppendur á sögulegu Rogue Invitational CrossFit móti sem fer fram með allt öðru hætti í ár en undanfarin ár. Íslensku CrossFit stjörnurnar Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru meðal þeirra útvöldu og frábæru CrossFit íþróttamanna sem fá að taka þátt í Rogue Invitational mótinu í ár. Tíu efstu frá síðustu heimsleikum var boðið á mótið og við bættist síðan að auki boð til tíu heimsklassa CrossFit íþróttamanna af hvoru kyni. Keppendur á mótinu urðu á endanum 37 eða 19 karlar og 18 konur. Rogue Invitational mótið fer fram dagana 13. og 14. júní næstkomandi en hver keppnisdagur mun taka sjö klukkutíma og þar munu keppendur fá að reyna sig við margar krefjandi æfingar. Það verður heldur ekkert keppt um neina smáaura því sigurvegarinn vinnur sér inn 50 þúsund Bandaríkjadala eða 6,6 milljónir króna. View this post on Instagram The 2nd annual Rogue Invitational will be held Saturday, June 13 and Sunday, June 14, with all coverage streaming live on RogueFitness.com/invitational and the Rogue Fitness YouTube channel from 10am to 5pm EST. As an exclusively online competition, all 37 participating athletes (19 men and 18 women) will be competing from their own chosen locations around the world, while the Rogue team simultaneously brings together each individual stream to create a single, comprehensive live broadcast. Our coverage will kick off each day with a 30-minute edition of the Iron Game studio show, featuring highlights, athlete interviews, and expert analysis. This year s line-up of competitors, once again, includes many of the biggest names in CrossFit. Follow @rogueinvitational on Instagram and Facebook for event updates and head to the link in our bio and click Set Reminder to be notified when each stream begins. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 1, 2020 at 3:25pm PDT Þau sem lenda í öðru sæti frá 40 þúsund dali eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Keppendur í þriðja sæti frá 30 þúsund dali (3,9 milljónir), fjórða sætið fær tuttugu þúsund (2,6 milljónir) og fimmta sætið fær fimmtán þúsund dali (1,9 milljónir). Alls frá tíu efstu keppendurnir verðlaunafé. Rogue Invitational CrossFit mótið hefur verið árlegur viðburður undanfarin ár en vegna kórónuveirunnar fer það fram með allt öðrum hætti en áður. Nú var ekki hægt að halda mótið á einum stað í Bandaríkjunum. Rogue Invitational mótið er því að þessu sinni netmót, það er að það fer allt í gegnum netið en fer ekki fram á einum keppnisstað. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði búsett á Íslandi, Katrín Tanja Davíðsdóttir er í Bandaríkjunum og Þuríður Erla Helgadóttir er í Sviss. Hver keppandi fékk að velja hvar í heiminum hann gerir sínar æfingar á mótinu. Forráðamenn mótsins ætla samt að passa upp á það að áhorfendur fái Rogue Invitational mótið samt beint í æð. Keppnin verður því í beinni útsendingu á netinu en sýnt verður frá keppendum alls staðar að í heiminum þar sem þeir munu gera æfingar sínar. Skipt verður á milli þeirra og áhorfendur fá þá tilfinningu að þeir séu að fylgjast með keppni eins og hún væri á sama stað. Það verður því ekkert tekið upp með íþróttafólkinu áður heldur eru keppendur að gera æfingarnar á sama tíma en bara á sínum stað út um allan heim. Sara Sigmundsdóttir hefur átt frábært tímabil til þessa og er að sjálfsögðu áberandi á auglýsingum fyrir mótið eins og sést hér fyrir neðan þar sem mótshaldarar tilkynna það að það séu tíu dagar í að Rogue Invitational mótið hefjist. View this post on Instagram 10 days out from the 2020 Rogue Invitational. All coverage will be streamed live on RogueFitness.com/invitational and the Rogue Fitness YouTube channel from 10am to 5pm EST on June 13th and 14th. #rogueinvitational #ryourogue A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) on Jun 3, 2020 at 6:35am PDT
CrossFit Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira