Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Pepsi Max-deildar karla síðustu ár eða síðan KA vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu. Undanfarin þrjú tímabil hefur Hallgrímur skorað 22 mörk og lagt upp 25 í Pepsi Max-deildinni. Hann hefur gefið níu fleiri stoðsendingar en næstu menn á listanum, Stjörnumennirnir Hilmar Árni Halldórsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Hallgrími var hann nýbúinn að pakka fyrir æfingaferð sem KA-menn eru núna í Hveragerði. Hann segir að biðin eftir því að geta æft án allra takmarkana hafi verið löng. „Maður beið lengi eftir þessu og það var mikill léttir að komast aftur af stað,“ sagði Hallgrímur. Síðan æfingar hófust með eðlilegum hætti hefur KA leikið tvo æfingaleiki fyrir norðan, gegn Fylki og Magna, og mæta svo ÍBV í æfingaleik í Eyjum um helgina. Lygilega löng innköst KA tók á móti Fylki á Greifavellinum á Akureyri á laugardaginn og vann 1-0. Brynjar Ingi Bjarnason skoraði eina mark leiksins eftir gríðarlega langt innkast danska varnarmannsins Mikkels Qvist. Rory Delap yrði eflaust stoltur af eldflaugainnköstum Qkvist sem eru ný í vopnabúri KA-manna. KA vann 1-0 sigur á Fylki í æfingaleik á Greifavellinum í dag en eina mark leiksins gerði Brynjar Ingi Bjarnason eftir langt innkast frá Mikkel Qvist #LifiFyrirKA pic.twitter.com/8z6t0PigRP— KA (@KAakureyri) May 30, 2020 „Þau eru mjög góð og munu vonandi skila okkur mörkum í sumar. Það er lygilegt hvað hann hefur lítið fyrir því að kasta boltanum yfir á fjærstöngina,“ sagði Hallgrímur um danska liðsfélaga sinn. Hallgrímur og Elfar Árni Aðalsteinsson skoruðu samtals 23 af 34 mörkum KA í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Ljóst er að Elfar Árni verður ekkert með í sumar en hann sleit krossband í hné í vetur. Hallgrímur viðurkennir að skarð jafnaldra hans frá Húsavík verði vandfyllt. Hallgrímur Mar og Elfar Árni fagna marki gegn FH á síðasta tímabili.vísir/bára „Eins og hann sýndi í fyrra er hann einn af bestu framherjum deildarinnar. Auðvitað er þetta mikið áfall fyrir okkur og hefði verið áfall fyrir hvaða lið sem er að missa hann. Við munum sakna hans og þá sérstaklega ég því við náum mjög vel saman. En það kemur maður í manns stað og það er bara krefjandi verkefni fyrir aðra að stíga upp og fylla í skarðið,“ sagði Hallgrímur. Vilja meiri stöðugleika Segja má að það hafi ræst ótrúlega vel úr tímabilinu hjá KA í fyrra. Liðið var í basli langt fram eftir móti og eftir fimmtán umferðir var liðið í fallsæti. En með góðum endaspretti komst KA upp í 5. sæti deildarinnar. Í síðustu sjö umferðunum unnu KA-menn fjóra leiki og gerðu þrjú jafntefli. „Þótt það hafi verið talað um að það væri ekki merkilegt að enda í 5. sæti vegna lítillar samkeppni í lokin var þetta fínn árangur. Það hjálpar mun hjálpa okkur í ár og við ætlum að sjálfsögðu gera svipaða hluti þótt við viljum vera stöðugri,“ sagði Hallgrímur. Eftir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í 15. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra breytti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, um leikkerfi. Eftir að hafa spilað 3-4-3 allt tímabilið skipti hann yfir í 4-3-3. Það gaf strax góða raun en í fyrsta leik eftir skiptin sigraði KA Stjörnuna, 4-2, og það kom Akureyringum af stað. Hallgrímur hefur komið með beinum hætti að 47 mörkum í Pepsi Max-deildinni undanfarin þrjú ár.mynd/hrannar björn steingrímsson Hallgrímur segir að fleiri hlutir en breyting á leikkerfi hafi haft áhrif á gott gengi KA á lokaspretti síðasta tímabils. „Í fyrra misstum við Daníel Hafsteinsson á þeim tíma sem við skiptum um leikkerfi og fengum annan öðruvísi miðjumann. Það var ekki bara leikkerfið sem breyttist heldur vorum við líka með öðruvísi leikmenn. Á þessum tíma virkaði 4-3-3 best fyrir liðið og við komumst á gott skrið,“ sagði Hallgrímur og bætti við að KA hefði bæði leikið með þriggja og fjögurra manna vörn í leikjum undirbúningstímabilsins. Þótt KA hafi verið í fallsæti um tíma segir Hallgrímur að Akureyringar hafi ekki haft áhyggjur af því að falla. Við hugsuðum í raun aldrei um að við værum í fallbaráttu. Við höfðum alltaf trú á þessu þótt stigafjöldinn hafi gefið til kynna að við gætum fallið. Við efuðumst aldrei. Síðan KA kom upp í efstu deild hefur liðið tvisvar sinnum endað í 7. sæti og einu sinni í því fimmta. Hallgrímur neitar því ekki að hann hefði viljað ná aðeins betri árangri. Horfa fram í tímann „Þetta hefur verið upp og niður. Þegar maður lítur til baka hefðum við, miðað við hóp, örugglega getað gert betur. En það þýðir ekki að hugsa um það núna,“ sagði Hallgrímur. „Við horfum bara fram í tímann. Við erum með þjálfara [Óla Stefán Flóventsson] sem er á sínu öðru tímabili og nýjar áherslur. Við förum bjartsýnir inn í þetta tímabil og reynum að bæta okkur.“ Veturinn var nokkuð óhefðbundinn hjá Hallgrími. Hann fylgdi kærustunni sinni til Hollands þar sem hún er við nám. Kom ferskari til baka „Eftir síðasta tímabil flutti ég út ásamt kærustunni og var þar í fjóra mánuði. Ég æfði bæði einn og með liði þarna úti. Ég fékk leyfi til að taka hluta af undirbúningstímabilinu þar,“ sagði Hallgrímur sem kom heim í byrjun mars. Skömmu síðar skall kórónuveirufaraldurinn á. Hallgrímur hefur ekki misst af deildarleik undanfarin fjögur tímabil. Í fyrra lék hann hverja einustu mínútu í Pepsi Max-deildinni.vísir/bára Hallgrímur segir að dvölin í Hollandi hafi gert sér gott. „Mér fannst þetta mjög fínt. Maður hefur tekið sama langa undirbúningstímabilið hérna heima í mörg ár og ég hafði gott af þessu. Fyrir vikið kom ég enn ferskari til baka og mér finnst ég hafa grætt á þessu.“ Erfitt að fara frá KA Hallgrímur er uppalinn hjá Völsungi á Húsavík en hefur leikið með KA frá 2009, ef frá er talið tímabilið 2015 þegar hann lék með Víkingi R. Hann segir að það hafi alveg komið til greina að fara aftur suður en KA-taugin sé sterk. Mér líður vel hérna og stefna KA undanfarin ár hefur verið skemmtileg. En auðvitað vill maður líka berjast um titla en vonandi getur KA fært manni það á næstu árum. Hallgrímur er einn fimm Húsvíkinga í leikmannahópi KA. Auk hans eru það bróðir hans, Hrannar Björn, nafni hans, Hallgrímur Jónasson, áðurnefndur Elfar Árni og Ásgeir Sigurgeirsson. „Síðustu ár hafa að lágmarki fjórir til fimm Húsvíkingar hérna. Tengslin eru góð og okkur líður vel hérna. Svo er ekki langt að fara á Húsavík,“ sagði Hallgrímur. Bestur á sunnudögum Af 22 mörkum sem Hallgrímur hefur skorað fyrir KA í Pepsi Max-deildinni undanfarin þrjú ár hafa sautján komið á sunnudögum. Hann segist ekki hafa haft hugmynd um þessa staðreynd og hélt raunar að þessu væri öfugt háttað. Hallgrímur og félagar í KA fengu fimmtán af 21 stigi mögulegu í síðustu sjö umferðum Pepsi Max-deildarinnar í fyrra.mynd/hrannar björn steingrímsson „Þetta kemur mikið á óvart. Ég hélt ég spilaði verr þá. En vonandi verða sem flestir leikir á sunnudögum í sumar,“ sagði Hallgrímur léttur. Og jú, fyrsti leikur KA í Pepsi Max-deildinni 2020 er að sjálfsögðu á sunnudegi, gegn ÍA á Akranesi 14. júní. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti
Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Pepsi Max-deildar karla síðustu ár eða síðan KA vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu. Undanfarin þrjú tímabil hefur Hallgrímur skorað 22 mörk og lagt upp 25 í Pepsi Max-deildinni. Hann hefur gefið níu fleiri stoðsendingar en næstu menn á listanum, Stjörnumennirnir Hilmar Árni Halldórsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Hallgrími var hann nýbúinn að pakka fyrir æfingaferð sem KA-menn eru núna í Hveragerði. Hann segir að biðin eftir því að geta æft án allra takmarkana hafi verið löng. „Maður beið lengi eftir þessu og það var mikill léttir að komast aftur af stað,“ sagði Hallgrímur. Síðan æfingar hófust með eðlilegum hætti hefur KA leikið tvo æfingaleiki fyrir norðan, gegn Fylki og Magna, og mæta svo ÍBV í æfingaleik í Eyjum um helgina. Lygilega löng innköst KA tók á móti Fylki á Greifavellinum á Akureyri á laugardaginn og vann 1-0. Brynjar Ingi Bjarnason skoraði eina mark leiksins eftir gríðarlega langt innkast danska varnarmannsins Mikkels Qvist. Rory Delap yrði eflaust stoltur af eldflaugainnköstum Qkvist sem eru ný í vopnabúri KA-manna. KA vann 1-0 sigur á Fylki í æfingaleik á Greifavellinum í dag en eina mark leiksins gerði Brynjar Ingi Bjarnason eftir langt innkast frá Mikkel Qvist #LifiFyrirKA pic.twitter.com/8z6t0PigRP— KA (@KAakureyri) May 30, 2020 „Þau eru mjög góð og munu vonandi skila okkur mörkum í sumar. Það er lygilegt hvað hann hefur lítið fyrir því að kasta boltanum yfir á fjærstöngina,“ sagði Hallgrímur um danska liðsfélaga sinn. Hallgrímur og Elfar Árni Aðalsteinsson skoruðu samtals 23 af 34 mörkum KA í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Ljóst er að Elfar Árni verður ekkert með í sumar en hann sleit krossband í hné í vetur. Hallgrímur viðurkennir að skarð jafnaldra hans frá Húsavík verði vandfyllt. Hallgrímur Mar og Elfar Árni fagna marki gegn FH á síðasta tímabili.vísir/bára „Eins og hann sýndi í fyrra er hann einn af bestu framherjum deildarinnar. Auðvitað er þetta mikið áfall fyrir okkur og hefði verið áfall fyrir hvaða lið sem er að missa hann. Við munum sakna hans og þá sérstaklega ég því við náum mjög vel saman. En það kemur maður í manns stað og það er bara krefjandi verkefni fyrir aðra að stíga upp og fylla í skarðið,“ sagði Hallgrímur. Vilja meiri stöðugleika Segja má að það hafi ræst ótrúlega vel úr tímabilinu hjá KA í fyrra. Liðið var í basli langt fram eftir móti og eftir fimmtán umferðir var liðið í fallsæti. En með góðum endaspretti komst KA upp í 5. sæti deildarinnar. Í síðustu sjö umferðunum unnu KA-menn fjóra leiki og gerðu þrjú jafntefli. „Þótt það hafi verið talað um að það væri ekki merkilegt að enda í 5. sæti vegna lítillar samkeppni í lokin var þetta fínn árangur. Það hjálpar mun hjálpa okkur í ár og við ætlum að sjálfsögðu gera svipaða hluti þótt við viljum vera stöðugri,“ sagði Hallgrímur. Eftir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í 15. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra breytti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, um leikkerfi. Eftir að hafa spilað 3-4-3 allt tímabilið skipti hann yfir í 4-3-3. Það gaf strax góða raun en í fyrsta leik eftir skiptin sigraði KA Stjörnuna, 4-2, og það kom Akureyringum af stað. Hallgrímur hefur komið með beinum hætti að 47 mörkum í Pepsi Max-deildinni undanfarin þrjú ár.mynd/hrannar björn steingrímsson Hallgrímur segir að fleiri hlutir en breyting á leikkerfi hafi haft áhrif á gott gengi KA á lokaspretti síðasta tímabils. „Í fyrra misstum við Daníel Hafsteinsson á þeim tíma sem við skiptum um leikkerfi og fengum annan öðruvísi miðjumann. Það var ekki bara leikkerfið sem breyttist heldur vorum við líka með öðruvísi leikmenn. Á þessum tíma virkaði 4-3-3 best fyrir liðið og við komumst á gott skrið,“ sagði Hallgrímur og bætti við að KA hefði bæði leikið með þriggja og fjögurra manna vörn í leikjum undirbúningstímabilsins. Þótt KA hafi verið í fallsæti um tíma segir Hallgrímur að Akureyringar hafi ekki haft áhyggjur af því að falla. Við hugsuðum í raun aldrei um að við værum í fallbaráttu. Við höfðum alltaf trú á þessu þótt stigafjöldinn hafi gefið til kynna að við gætum fallið. Við efuðumst aldrei. Síðan KA kom upp í efstu deild hefur liðið tvisvar sinnum endað í 7. sæti og einu sinni í því fimmta. Hallgrímur neitar því ekki að hann hefði viljað ná aðeins betri árangri. Horfa fram í tímann „Þetta hefur verið upp og niður. Þegar maður lítur til baka hefðum við, miðað við hóp, örugglega getað gert betur. En það þýðir ekki að hugsa um það núna,“ sagði Hallgrímur. „Við horfum bara fram í tímann. Við erum með þjálfara [Óla Stefán Flóventsson] sem er á sínu öðru tímabili og nýjar áherslur. Við förum bjartsýnir inn í þetta tímabil og reynum að bæta okkur.“ Veturinn var nokkuð óhefðbundinn hjá Hallgrími. Hann fylgdi kærustunni sinni til Hollands þar sem hún er við nám. Kom ferskari til baka „Eftir síðasta tímabil flutti ég út ásamt kærustunni og var þar í fjóra mánuði. Ég æfði bæði einn og með liði þarna úti. Ég fékk leyfi til að taka hluta af undirbúningstímabilinu þar,“ sagði Hallgrímur sem kom heim í byrjun mars. Skömmu síðar skall kórónuveirufaraldurinn á. Hallgrímur hefur ekki misst af deildarleik undanfarin fjögur tímabil. Í fyrra lék hann hverja einustu mínútu í Pepsi Max-deildinni.vísir/bára Hallgrímur segir að dvölin í Hollandi hafi gert sér gott. „Mér fannst þetta mjög fínt. Maður hefur tekið sama langa undirbúningstímabilið hérna heima í mörg ár og ég hafði gott af þessu. Fyrir vikið kom ég enn ferskari til baka og mér finnst ég hafa grætt á þessu.“ Erfitt að fara frá KA Hallgrímur er uppalinn hjá Völsungi á Húsavík en hefur leikið með KA frá 2009, ef frá er talið tímabilið 2015 þegar hann lék með Víkingi R. Hann segir að það hafi alveg komið til greina að fara aftur suður en KA-taugin sé sterk. Mér líður vel hérna og stefna KA undanfarin ár hefur verið skemmtileg. En auðvitað vill maður líka berjast um titla en vonandi getur KA fært manni það á næstu árum. Hallgrímur er einn fimm Húsvíkinga í leikmannahópi KA. Auk hans eru það bróðir hans, Hrannar Björn, nafni hans, Hallgrímur Jónasson, áðurnefndur Elfar Árni og Ásgeir Sigurgeirsson. „Síðustu ár hafa að lágmarki fjórir til fimm Húsvíkingar hérna. Tengslin eru góð og okkur líður vel hérna. Svo er ekki langt að fara á Húsavík,“ sagði Hallgrímur. Bestur á sunnudögum Af 22 mörkum sem Hallgrímur hefur skorað fyrir KA í Pepsi Max-deildinni undanfarin þrjú ár hafa sautján komið á sunnudögum. Hann segist ekki hafa haft hugmynd um þessa staðreynd og hélt raunar að þessu væri öfugt háttað. Hallgrímur og félagar í KA fengu fimmtán af 21 stigi mögulegu í síðustu sjö umferðum Pepsi Max-deildarinnar í fyrra.mynd/hrannar björn steingrímsson „Þetta kemur mikið á óvart. Ég hélt ég spilaði verr þá. En vonandi verða sem flestir leikir á sunnudögum í sumar,“ sagði Hallgrímur léttur. Og jú, fyrsti leikur KA í Pepsi Max-deildinni 2020 er að sjálfsögðu á sunnudegi, gegn ÍA á Akranesi 14. júní.