Lífið

Opna nýjan hjóla­bretta­garð á Mið­bakka

Atli Ísleifsson skrifar
Bræðurnir Halldór og Eiki Helgasynir á Miðbakka.
Bræðurnir Halldór og Eiki Helgasynir á Miðbakka. Reykjavíkurborg

Nýtt hjólabrettasvæði verður opnað og tekið í notkun á Miðbakka í Reykjavík klukkan 17 í dag.

Í vef Reykjavíkurborgar segir að hjólabrettagarðurinn sé hannaður af Eika Helgasyni, atvinnumanni á snjóbretti sem hefur haft hjólabrettið sem áhugamál og lífsstíl frá því seint á tíunda áratuginum.

Er vígsla hjólabrettagarðsins liður í formlegri opnun Sumarborgarinnar Reykjavíkur sem fram fer í dag.

Eiki hannaði hjólabrettagarðinn og smíðaði allar grindurnar á Akureyri þar sem hann er búsettur. Hann mætti suður með afraksturinn á flutningabíl og hefur unnið að því síðustu daga að setja garðinn upp.

Í tilkynningunni segir að enn af þeim sem hafi hjálpað Eika hvað mest við smíðina er Halldór Helgason, önnur brettagoðsögn.

Eiki hefur reynslu af því að setja upp og hanna hjólabrettagarð en hann var einmitt að opna einn slíkan á Akureyri.

Sagt var frá smíði þess garðs í fréttum Stöðvar 2 í mars síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.