Veiði

Þrír laxar komnir úr Blöndu

Karl Lúðvíksson skrifar
Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Blöndu.
Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Blöndu.
Blanda og Þverá/Kjarrá opnuðu í morgun fyrir veiði og það sem við erum búin að frétta nú þegar er að það er búið að landa löxum í Blöndu.

Eftir því sem okkar heimildir af Blöndubökkum segja eru komnir þrír laxar á land í Blöndu og nokkuð hef sést af laxi sýna sig á Breiðunni sem og í Damminum. Það eru nokkrir dagar síðan fyrstu laxarnir sáust svo þetta laofar vonandi góðu upp á framhaldið. Við erum ekki búin að fá neinar fréttir úr Þverá en af öðrum svæðum þá veiddist fyrsti laxinn við Skugga í gær en það er svæðið neðan Grímsár. Þar hafa laxar verið að sýna sig á aðfallinu síðustu daga. Fyrstu laxarnir sáust í Korpu í gærkvöldi og lágu tveir í Berghylnum greinilega nýgengnir. Árnar opna nú hver af annari næstu dagana og við komum til með að fylgjast vel með þeim opnunum og birta veiðitölurnar þegar þær berast.






×