Pepsi Max kvenna eftir 5 daga: Fjórar af fimm leikjahæstu konum sögunnar eru í Valsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2020 12:00 Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Þær hafa báðar leikið yfir 236 leiki í efstu deild og hafa margoft orðið Íslandsmeistarar. Vísir/Daníel Þór Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals mæta með gríðarlega reynt lið til leiks í titilvörnina fyrstu titilvörn liðsins í tíu ár. Alls hafa fimm leikmenn liðsins spilað tvö hundruð leiki í efstu deild og fjórar þeirra eru meðal fimm leikjahæstu konum sögunnar í efstu deild á Íslandi. Þá vantar Hallberu Guðnýju Gísladóttur aðeins átta leiki upp á að verða sjötti leikmaður Valsliðsins með tvö hundruð leiki í efstu deild. Vinkona hennar Fanndís Friðriksdóttir lék sinn tvö hundraðasta leik í lokaumferðinni. Fjórar leikjahæstu leikmenn Valsliðsins á komandi tímabili eru aftur á móti allar á topp fimm yfir flesta deildarleiki frá upphafi og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er þar langfremst með 280 leiki og 28 leikja forskot á næstu konu. Dóra Mára Lárusdóttur og Málfríður Erna Sigurðardóttur vantar síðan fimmtán leiki til að verða leikjahæsti útispilarinn í sögu deildarinnar og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er bara einum leik á eftir þeim. Svo gæti vel farið að þær spili allar saman á sama tíma á miðju Valsliðsins sem væri magnað. Dóra Mára Lárusdóttur hefur spilað alla leiki sína fyrir Val og er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir eitt félag í efstu deild kvenna. Málfríður Erna Sigurðardóttir er líka komin með yfir tvö hundruð leiki fyrir Val en spilaði í tvö tímabil með Breiðabliki. Svo gæti farið í seinni umferðinni í sumar að meirihluti byrjunarliðs Vals verði með meira en tvö hundruð leikja reynslu á bakinu. Þá er það reyndar undir Pétri Péturssyni komið hvort að hann byrjar inn á með þær Söndru, Dóru Maríu, Málfríði Ernu, Ásgerði Stefaníu, Fanndísi og Hallberu. Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 5 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Íslandsmeistarar Vals mæta með gríðarlega reynt lið til leiks í titilvörnina fyrstu titilvörn liðsins í tíu ár. Alls hafa fimm leikmenn liðsins spilað tvö hundruð leiki í efstu deild og fjórar þeirra eru meðal fimm leikjahæstu konum sögunnar í efstu deild á Íslandi. Þá vantar Hallberu Guðnýju Gísladóttur aðeins átta leiki upp á að verða sjötti leikmaður Valsliðsins með tvö hundruð leiki í efstu deild. Vinkona hennar Fanndís Friðriksdóttir lék sinn tvö hundraðasta leik í lokaumferðinni. Fjórar leikjahæstu leikmenn Valsliðsins á komandi tímabili eru aftur á móti allar á topp fimm yfir flesta deildarleiki frá upphafi og markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er þar langfremst með 280 leiki og 28 leikja forskot á næstu konu. Dóra Mára Lárusdóttur og Málfríður Erna Sigurðardóttur vantar síðan fimmtán leiki til að verða leikjahæsti útispilarinn í sögu deildarinnar og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er bara einum leik á eftir þeim. Svo gæti vel farið að þær spili allar saman á sama tíma á miðju Valsliðsins sem væri magnað. Dóra Mára Lárusdóttur hefur spilað alla leiki sína fyrir Val og er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir eitt félag í efstu deild kvenna. Málfríður Erna Sigurðardóttir er líka komin með yfir tvö hundruð leiki fyrir Val en spilaði í tvö tímabil með Breiðabliki. Svo gæti farið í seinni umferðinni í sumar að meirihluti byrjunarliðs Vals verði með meira en tvö hundruð leikja reynslu á bakinu. Þá er það reyndar undir Pétri Péturssyni komið hvort að hann byrjar inn á með þær Söndru, Dóru Maríu, Málfríði Ernu, Ásgerði Stefaníu, Fanndísi og Hallberu. Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233
Flestir leikir í efstu deild kvenna frá upphafi: 1. Sandra Sigurðardóttir 280 2. Harpa Þorsteinsdóttir 252 3. Dóra Mára Lárusdóttir 237 3. Málfríður Erna Sigurðardóttir 237 5. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir 236 6. Sigurlín Jónsdóttir 233
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti